Morgunblaðið - 21.03.2004, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 21.03.2004, Blaðsíða 48
MINNINGAR 48 SUNNUDAGUR 21. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Það fylgir því mikill söknuður að kveðja nú svila minn Einar Em- ilsson eftir 27 ára góð kynni. Hann var mað- ur Ingu, elstu systur Davíðs mannsins míns. Ég man mjög vel eftir því þegar ég sá hann fyrst því mér þóttu þeir feðgar, hann og Emil sonur hans, sem var þá 4 ára, svo líkir að ég hélt að feðg- ar gætu ekki verið svona líkir. Í gegnum árin höfum við Davíð, Inga og Einar átt margar góðar stundir saman við öll möguleg tæki- færi t.d. farið saman í sumarbústað. Við pössuðum líka mikið fyrir hvort annað þegar börnin þeirra og eldri dætur okkar voru lítil. Við erum líka mjög veisluglöð fjölskylda og hitt- umst til að borða eitthvað gott alltaf þegar tækifæri hefur verið til og eru þetta ávallt mjög skemmtilegar samkomur, mikið um líflegar og há- værar umræður og ekki endilega allir sammála. Við eigum eftir að sakna Einars sárt úr þessum sam- komum, ekki fyrir það að hann hafi verið svona hávær heldur vegna þess að hann laumaði oft svo mikl- um húmor inn í umræðuna og stund- um án þess að segja mjög mikið. Einar var alveg einstaklega ljúfur og góður í allri umgengni og alltaf tilbúinn að hjálpa og hrósa öðrum. Í gegnum árin hefur Davíð verið mik- ið á sjó og ég hef reynt að bjarga mér um flesta hluti á meðan en það hefur nú ekki alltaf gengið alveg. Sérstaklega hér áður fyrr var það fastur liður hjá mér að hringja í Einar ef ég t.d. kom sláttuvélinni ekki í gang, eða bílnum eða eitthvað annað var úr lagi gengið. Alltaf hafði hann þolinmæði til að koma til aðstoðar. Einari var margt til lista lagt. Hann var góður málari og hélt EINAR EMILSSON ✝ Einar Emilssonfæddist á Seyðis- firði 16. ágúst 1952. Hann lést á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri 2. mars síð- astliðinn og var útför hans gerð frá Dal- víkurkirkju 12. mars. nokkrar sýningar. Hann var líka oft mjög orðheppinn bæði í frá- sögnum sínum og einn- ig gerði hann dálítið af því að setja saman skondnar og skemmti- legar vísur. Fyrir þremur árum síðan hóf ég störf í Dal- víkurskóla og vorum við Einar þá orðin vinnufélagar líka. Í vinnunni var hann ekki síður ljúfur og góður félagi rétt eins og í fjöl- skyldunni og greini- lega vinsæll og góður kennari. Það var mér mikils virði að fá að vera að vinna með honum síðustu dagana sem hann var að vinna. Alltaf bar hann sig vel í vinnunni þótt hann væri orðinn mjög mikið veikur. Einari þótti afar vænt um Ingu konuna sína og börnin sín þrjú, þau Emil, Kollu og Ísak. Það var honum einnig mikils virði að eignast hana Magneu Lind, litlu afastelpuna sína. Fyrir hönd fjölskyldu minnar vil ég senda þeim öllum innilegar samúð- arkveðjur. Við eigum öll eftir að sakna hans. Vilborg Björgvinsdóttir. Ég vil með nokkrum orðum kveðja Einar Emilsson sem jarð- settur verður frá Dalvíkurkirkju í dag. Leiðir okkar Einars munu fyrst hafa legið saman á knatt- spyrnuvelli austur á fjörðum fyrir margt löngu. Þegar ég svo fluttist norður á Dalvík fyrir hartnær 27 ár- um, þá endurnýjuðust kynni okkar. Einar var þá nýlega fluttur til Dal- víkur, í heimahaga Ingu konu sinn- ar. Nú spiluðum við fótbolta í sama liði og með okkur tókst ágætur kunningsskapur. Leiðir okkar lágu saman við uppeldi barna okkar og síðar átti ég þess kost að starfa með Einari bæði í félagsstarfi og í dag- legu amstri í Dalvíkurskóla. Eftir mörg ár á ólíkum starfsvett- vangi lágu leiðir okkar síðan saman aftur um mitt síðasta ár, þegar Ísak fór að að gera sig heimakominn á heimili okkar. Við fjölskyldan höf- um því getað fylgst með baráttu síð- ustu mánaða og dáðumst við alltaf að baráttuþreki þínu. Einar var drengur góður og var einstaklega gott að starfa með honum, það þekkja allir samferðamenn hans. Það var okkur erfitt að vera svona langt í burtu og geta ekki stutt við bakið á Ísak þegar mest á reyndi. Kæri vinur, það var ómetanlega gott að fá að heyra í þér í símanum aðeins fjórum dögum áður en þú kvaddir þennan heim. Ég mun eiga þá minningu um ókomna tíð. Við hjónin viljum þakka þér fyrir hversu góður þú varst við hana Júl- íönu okkar, við metum það mikils. Elsku Inga, Emil, Kolbrún og Ísak. Ykkar missir er mikill, en minning um góðan dreng og ynd- islegan heimilisföður lifir í hjörtum okkar allra. Kristján, Lilja og Jökull. Nú, þegar við kveðjum kæran frænda og vin hinstu kveðju er margt sem leitar á hugann. Góðar minningar um liðnar stundir með Einari sem við hefðum viljað að yrðu svo miklu, miklu fleiri. Enn er- um við minnt á það, hvað við ráðum litlu og allt er hverfult í þessum heimi. Þegar fjölskyldan frá Eyvindar- stöðum hittist síðast í Vopnafirðin- um fyrir tæpum þremur árum ríkti gleði og ánægja í hópnum. Einar og Inga áttu stóran þátt í undirbúningi ættarmótsins og var Einar hrókur alls fagnaðar, eins og svo oft áður og erfitt til þess að hugsa að hann sé ekki lengur hér á meðal okkar. Alltaf var gott að koma í heim- sókn til Einars og hans fjölskyldu á Dalvík. Þar fengum við ávallt hlýjar móttökur og viðmót sem aldrei gleymist. Það er svo margt sem minnir okk- ur á Einar, ekki síst allar fallegu myndirnar sem hann málaði og teiknaði. Aðdáunarverður var styrkur hans og baráttuvilji við erfiðan sjúkdóm, aldrei heyrðum við hann kvarta og alltaf var stutt í brosið og glettnina, alltaf jákvæður hvernig sem á móti blés. Getum við lært mikið af við- horfum hans til líðandi stundar og til lífsins í heild. Minningin um góðan dreng mun lifa með okkur öllum. Elsku Inga, Emil, Kolbrún, Ísak og litla Magnea Lind, ykkar missir er mestur. Við sendum okkar inni- legustu samúðarkveðjur og biðjum ykkur Guðs blessunar á erfiðum tímum. Björg og Óskar. Það var sumarið sjötíu og tvö. Mér hafði tekist að telja frænku mína og æskuvinkonu á að fara með mér í fiskvinnu austur á Seyðisfjörð. Við vorum vanar að vinna, báðar skipstjóradætur, aldar upp af kjark- miklum systradætrunum, mæðrum okkar. Inga hafði áform um að fara heim eftir þrjá vikur í aðra vinnu, en ég vissi að þegar hún væri komin aust- ur, myndi verða auðvelt að telja hana á að vera til hausts. Hvoruga okkar grunaði þó, að þarna yrði framtíð hennar ráðin. Á Seyðisfirði kynntist hún ungum, myndarlegum og traustum manni, Einari Emils- syni. Þegar yndislegt sumar var á enda héldum við frænkur heim aftur. Fáum dögum seinna var Einar kom- inn norður, að sækja Ingu sína. Þau settu upp hringana á kirkjutröpp- unum á Akureyri, haldin rómantík og óþoli æskunnar. Héldu svo aust- ur og hófu búskap. Í fimm ár bjuggu þau á Seyðisfirði og eignuðust þar frumburðinn Emil. Eftir að þau fluttu til Dalvíkur 1977 eignuðust þau tvö börn til viðbótar, Kolbrúnu og Ísak. Einar var börnum sínum afar góður faðir og bar hag þeirra og eig- inkonu sinnar fremst fyrir brjósti. Heimilsbragur þeirra Ingu var hlýr, umhyggjusamur og vandaður. Á stundu sem þessari skynjar maður vel hve samofin og samtaka þau voru og hve erfitt getur reynst að greina hvað var hans og hvað henn- ar, enda skiptir það kannski ekki öllu. Þau voru lífsförunautar. Einar hafði margt til brunns að bera, sem hann færði fram á hóg- væran og glaðlyndan hátt, hvort sem var í vinnu, vinahópi, við störf að margháttuðum félagsmálum eða í dansi sínum við listagyðjuna. Hann gerði allt vel. Þegar ljóst varð í fyrrasumar að hann hafði greinst með krabbamein, kom styrkur hans og einbeitni vel í fram í þeirri hörðu baráttu sem háð var. Ég kvaddi Einar hinstu kveðju á Fjórðungssjúkrahúsinu á Aklureyri nokkrum stundum fyrir andlát hans. Hreinleiki, birta og friður um- vöfðu þennan góða dreng og ég vissi að vel yrði tekið á móti honum. Elsku frænka mín, og frænd- systkin mín Emil, Ísak, Kolla og Magnea litla afastelpa, minningarn- ar sem þið eigið eru gimsteinar nú. Á þessari sáru stund votta ég ykkur dýpstu samúð mína og fjölskyldu minnar. Valgerður Gunnarsdóttir. Við kveðjum þig nú vinur og sam- starfsfélagi til margra ára. Gerum það með trega þar sem kallið kom allt of snemma, en samt svo velkom- ið þegar það kom. Þegar þú greind- ist með þinn erfiða sjúkdóm brástu við eins og alltaf þegar þú fékkst storminn í fangið. Af æðruleysi og með þinn sérstaka húmor. Það hjálpaði okkur hinum og það hjálp- aði Ingu og börnunum þínum. Þegar við töluðum saman síðast sagðir þú mér að þig langaði svo heim í nokkra daga, af því gat því miður ekki orðið. En fjölskyldan þín sem var þér svo kær var hjá þér öllum stundum. Þó erfitt sé að kveðja þá eigum við svo skemmtilegar minn- ingar saman sem hjálpa á þessari stundu. Það eru hátt í tuttugu ár síðan leiðir okkar lágu fyrst saman, þá varst þú formaður starfsmanna- félags Dalvíkur. Síðan varst þú einnig kosinn í stjórn BSRB fyrir hönd bæjarstarfsmannafélaganna og varst einn af stofnendum og í framvarðarsveit fyrir Samflotið. Ósérhlífinn hugsjónamaður fyrir kjörum fólksins sem fólu þér erfið verkefni. Með þessum orðum viljum við þakka þér Einar minn fyrir sam- fylgdina, þakka fyrir húmorinn þinn, vísurnar þínar, myndirnar þínar og að vera eins og þú varst. Þú gerðir heiminn svo sannarlega betri. Elsku Inga og börn, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Fyrir hönd Samflotsfélaga, Elín Björg Jónsdóttir. Hann Einar vinur minn er dáinn. Það var árið 1984 sem ég kynntist Einari. Maður með rólega og hæg- láta rödd hringdi í mig og óskaði eft- ir aðstoð við stofnun á bæjarstarfs- mannafélagi á Dalvík en við í Ólafsfirði höfðum ári áður stofnað félag þar. Á þessum fyrstu árum fé- laganna voru mörg vandamál sem þurfti að leysa. Við reyndum eftir bestu getu að aðstoða hvor annan og við náðum strax vel saman þó að ólíkir værum á margan hátt. Hann var rólegur, hugsandi, velt- andi málum fyrir sér, stundum lengi, leitandi leiða að bestu niður- stöðunni á meðan ég var meira fyrir að ljúka málum á sem skemmstum tíma og taka fyrir næsta mál. Ferðir á fundi til Reykjavíkur urðu margar og ekki alltaf sem við komumst heim þegar við ætluðum og þá var á stundum tekið bara eitt herbergi til að spara og það kom fyrir að það var hjónarúm í her- bergjunum. Á þessum árum urðum við bestu vinir og á þá vináttu féll aldrei skuggi og ekki skemmdi fyrir að konurnar okkar voru þremenn- ingar þó svo að við vissum það ekki fyrr en tveimur árum eftir að við hittumst fyrst. Við fjögur áttum margar góðar stundir saman, m.a. ógleymanlegt sumarfrí til Portúgal 2001. Ég mun alltaf minnast myndanna sem Einar dró upp á fundum, vísn- anna sem hann gerði og laumaði til mín, hvernig fólk hlustaði þegar Einar talaði og hvað hann var fljót- ur að sofna í flugvélum, en mest af öllu mun ég sakna hans, vinar míns sem fór alltof fljótt. Við Guðbjörg fengum tækifæri til að hitta vininn okkar og kveðja og þakka stuttu áður en kallið kom og fyrir það verðum við ævinlega þakk- lát. Elsku Inga Siddý, Emil, Kolla, Ísak og Magnea Lind, ykkar missir er mikill en minningar um góðan dreng lýsa og veita birtu í huga og hjörtu. Einar minn, þakka þér fyrir að leyfa mér að vera vinur þinn, það gerði mig að betri manni. Guðbjörn. Í sorginni ómar eitt sumarhlýtt lag, þó er sólsetur, lífsdags þíns kveld. Því er kveðjunnar stund, og við krjúpum í dag í klökkva við minningareld. Orð eru fátæk en innar þeim skín það allt sem við fáum ei gleymt. Allt sem við þáðum, öll samfylgd þín á sér líf, er í hug okkar geymt. Í góðvinahóp, þitt var gleðinnar mál eins þó gustaði um hjarta þitt kalt. Því hljómar nú voldugt og sorgblítt í sál eitt sólskinsljóð, – þökk fyrir allt. (B.B.) Ég minnist góðs vinar og sam- herja úr kjarabaráttu og félagsmál- um til margra ára. Margar stundir koma upp í hugann, okkar löngu set- ur í Reykjavík við gerð þjóðarsátt- arsamninganna árið 1990 og við aðra kjarasamningagerð síðar, að keyra norður þegar ekki var flogið, að spjalla saman þegar beðið var á milli funda og á flugvöllum, því eng- inn var betri hlustandi en Einar. Hann tók ávallt vel á móti nýju fólki sem var að mæta á sínu fyrstu fundi, var þolinmóður við að leiða fólk í all- an sannleika um hvað málið snerist, starfsmat, lífeyrismál, launatöflu o.fl. o.fl. Oft létti hann andrúmsloft- ið með því að kasta fram vísum eða slá á létta strengi. Þó að hann hafi skipt um starfsvettvang og leiðir skilið í hinni daglegu baráttu á sviði félagsmálanna fylgdist hann alltaf með hvað var að gerast hjá okkur félögunum. Einar var trygglyndur sínum og bar umhyggju og velferð þeirra ávallt fyrir brjósti, ekki gerði hann kröfur til annarra fyrir sjálfan sig. Inga og Einar komu mér fyrir sjónir sem fyrirmyndarhjón, traust, sam- heldin og glaðleg. Ég er þakklát fyrir að hafa kynnst Einari og eiga hann að fé- laga og vini. Ingu, börnunum og fjöl- skyldu sendi ég innilegar samúðar- kveðjur. Arna Jakobína Björnsdóttir, formaður STAK. Blómastofa Friðfinns, Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099, fax 568 4499. Opið til kl. 19 öll kvöld Kransar • Krossar • Kistuskreytingar Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Þegar andlát ber að Síðastliðin 14 ár höfum við feðgar aðstoðað við undirbúning útfara. Alhliða útfararþjónusta Símar: 567 9110, 893 8638 og 897 3020 Rúnar Geirmundsson Sigur›ur Rúnarsson Elís Rúnarsson Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, BALDUR BALDURSSON prentari, Blikahöfða 7, lést á heimili sínu fimmtudaginn 11. mars. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Þóra Kristín Arthúrsdóttir, Unnur Guðrún Baldursdóttir, Sævar F. Egilsson, Birna Kristín Baldursdóttir, Bergur M. Jónsson, barnabarn og barnabarnabarn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.