Morgunblaðið - 21.03.2004, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 21.03.2004, Blaðsíða 49
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. MARS 2004 49 Elsku frænka, við söknum þín svo mikið. Í okkar augum varst þú eins og amma okk- ar. Þú varst svo góð og glaðlynd. Þegar við systurnar kom- um til Reykjavíkur þá sóttuð þið amma okkur alltaf út á flugvöll eða umferðarmiðstöð og buðuð okkur síðan út að borða. Svo var oft farið í fjölskyldugarðinn. Ekki gleymum við öllum spila- stundunum þegar við spiluðum rommy og casion og þegar við sáum eitthvað fyndið í sjónvarpinu þá dill- aði í þér hláturinn. Þú last mikið af sögum fyrir okkur, kenndir okkur hvað það væri mikilvægt að kunna borðsiði og vera kurteis. Það var svo gaman, frænka, þegar þið amma leyfðuð okkur að tjalda í stofunni í Dúfnahólunum. Þú kenndir okkur að prjóna, heklaðir teppi og sjal handa okkur, prjónaðir fallegar peysur og vettlinga, allt útprjónað og listilega gert. Þú varst svo glöð þegar við fengum góðar einkunnir. Elsku frænka, minning þín mun lifa í hjörtum okkar. Elsku amma, missir þinn er mikill því þið frænka voruð svo nánar. Guð geymi þig, frænka, við elsk- um þig og kveðjum með þessum orðum. Vaktu, minn Jesú, vaktu í mér, vaka mig láttu eins í þér, sálin vaki þá sofnar líf, sé hún ætíð í þinni hlíf. (Hallgr. Pét.) Sara Björg og Theodóra Ágústsdætur. Til elsku bestu frænku í heimi. Það er erfitt að trúa því, að þú sért farin. Nú ert þú komin á betri stað og örugglega búin að hitta for- eldra þína, Siggu systur þína og Halldór afa. Ef það var einhver manneskja, sem ég dáðist að, þá varst það þú, fyrir allt sem þú gerðir og sérstak- lega hvernig þú fórnaðir þér fyrir systur þína og þrjú lítil börn hennar. Þegar Halldór afi minn dó fluttist þú til Vestmannaeyja til að hjálpa Guðbjörgu systur þinni, ömmu minni, að ala upp þrjú kornung börn. Allir kölluðu þig frænku, jafn- vel þótt þeir væru ekkert skyldir þér, enda hændust allir að þér. Þegar ég fæddist átti ég ekki afa og ömmu í móðurætt, heldur ömmu og frænku. Þú hefur alltaf verið eins og amma okkar. Þú varst alltaf svo góð bæði við mig og Guðjón bróður og auðvitað öll „börnin og barna- börnin“ þín. Það elskuðu allir frænku enda varst þú alltaf boðin og búin að spila og leika við okkur, fórst jafnvel í fótbolta við Guðjón. Ég á ótal minningar um þig, frænka, en það sem mér dettur fyrst í hug er þegar ég var lítil og fór alltaf beint í fataskápinn þinn og rótaði í öllu. Mátaði alla kjólana, prófaði skart- gripina og var svo með tískusýningu fyrir þig og ömmu. Ég man líka svo vel eftir fallegu hattaöskjunni, sem var á standinum. Öllu þessu fallega dóti varst þú búin að safna á ferða- lögum þínum um heiminn. Þá minn- ist ég allra slides-myndanna sem þú tókst og ég gat skoðað endalaust. Þegar ég fékk bílpróf varst þú ekki hrædd við að lána mér græna Mazda-bílinn þinn, t.d. þegar þú fórst til Nýja-Sjálands í heimsókn til Bjargar Halldórs í nokkra mánuði og ég hafði bílinn á meðan. Þegar ég var að læra hárgreiðslu varst þú aðalmódelið mitt, bæði í bylgjum og lagningu, enda varst þú BJÖRG SIGURJÓNSDÓTTIR ✝ Björg Sigurjóns-dóttir fæddist á Hrafnagili í Vest- mannaeyjum 19. jan- úar 1917. Hún lést á hjartadeild Land- spítalans þriðjudag- inn 2. mars síðastlið- inn og var útför hennar gerð frá Há- teigskirkju 9. mars. með svo fallegt silki- mjúkt hár. Svo var ég vön að setja rúllur í þig heima einu sinni í viku, þegar ég bjó á Íslandi. Þú sast við borðið og raðaðir rúllunum upp eftir stærð og réttir mér pinnana. Ég setti þig svo undir gulu hár- þurrkuna og greiddi þér. Ég gæti haldið endalaust áfram að rifja upp minningarnar og ég hef svo margar sögur að segja um þig og mun segja þær ófædda barninu mínu, sem ég ber undir belti, og á von á eftir viku. Ég er stolt yfir því að hafa átt þig sem frænku og guðmóður, og varst mér sem besta amma. Nú kveð ég þig, elsku frænka, og ég á eftir að sakna þín mjög mikið. Þú skipar stóran sess í hjarta mínu. Hvíl í friði. Þín Guðbjörg Dögg Emilsdóttir í Cork á Írlandi. Elsku frænka mín. Ég trúi ekki enn, að þú sért farin úr þessu lífi. Þú varst alltaf svo góð við mig, og það var svo margt sem þú lagðir á þig fyrir mig. Þú máttir þola að vera í marki þegar við fórum í fótbolta, og fékkst skotin á þig með bros á vör. Við fórum stundum saman í golf með ömmu og þú náðir oft að setja kúluna niður af löngu færi. Ég, þú og amma vorum alltaf spilandi á spil og þar var hart barist og helst ekki hætt fyrr en ég var búinn að vinna. Ég man að síðast þegar ég spilaði við ykkur um síðustu jól unnuð þið, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir mínar til að vinna. Frænka, þú hættir því á toppnum. Það eru svo margar góðar stundir sem koma upp í hugann, þegar ég hugsa til þín. Góðmennska þín var einstök, þú passaðir þig alltaf á því að eiga ís í frystinum, þegar ég kom í heimsókn. Þú lánaðir mér bílinn þinn þegar ég þurfti að skjótast og alltaf þegar ég sé græna Mözdu þá hugsa ég til þín. Við fórum oft á sama hamborgarastaðinn og þú fékkst þér ávallt mjólkurglas með þínum hamborgara. Þegar ég var lítill og kom í heimsókn, þá mátti ég setja allt á annan endann heima hjá þér, t.d. byggja hús úr stólum og teppunum sem þú hafðir heklað. Alla tíð hefur þú verið minn besti vinur og að koma í heimsókn til þín og ömmu var það skemmtilegasta sem ég gerði. Minning þín lifir að ei- lífu og ég mun aldrei gleyma þér. Ég veit að þér líður vel hjá guði. Þín verður sárt saknað. Guðjón Rúnar Emilsson. Þegar ég minnist Bjargar Sigur- jónsdóttur frænku minnar frá Víði- dal í Vestmannaeyjum er mér efst í huga þakklæti. Þakklæti fyrir allt það sem hún frænka mín var. Hún var alltaf svo góð við okkur börnin í fjölskyldunni. Við nutum þess að vera í návist hennar. Hún hafði létta lund og hló dillandi hlátri, og það var svo gaman að segja henni brandara, því hún hló alltaf svo inni- lega að þeim. Alltaf var hún tilbúin að gefa okkur af tíma sínum, fór með okkur í bíltúra, las fyrir okkur og spilaði við okkur. Og ef andstæð- ingurinn varð tapsár tókst henni strax að græða sárin. Hún varðveitti barnið í sér alla ævi. Björg frænka var dul kona og flíkaði ekki tilfinningum sínum. Hún var ekkert að trufla aðra með skoð- unum sínum. Var fordómalaus og umburðarlynd. Öllum leið vel í ná- vist hennar. Hún var kvenleg og fín dama. Elsku frænka við þökkum fyrir alla hlýjuna sem þú sýndir okkur í gegnum árin. Við söknum þín. Okkur finnst minningarsálmur- inn sem hún mamma þín orti einmitt eiga vel við í dag. Þín mildhlý minning lifir, svo margt að þakka ber. Þá bjart og blítt var yfir, er brosið kom frá þér. Þú sólargeisla sendir og samúð, vinarþel. Með hlýrri vinar hendi mér hjálpaðir svo vel. Með hjartans þökkum hlýjum nú hrærð við kveðjum þig. Á lífsins leiðum nýjum sért leidd á gæfustig af Meistaranum mesta, sem mannkyn leysti hrjáð. Þín brúðargjöfin besta sé blessun Guðs og náð. (Guðríður S. Þóroddsdóttir.) Þórunn Óskarsdóttir og fjölskylda. Fallin er frá heiðurskonan Björg Sigurjónsdóttir þekkt sem frv. póst- meistari í Vestmannaeyjum. Við andlát Halldórs bróður míns og mágs hennar, fluttist hún frá Reykjavík til Vestmannaeyja og tók að sér heimili og umönnun barna þeirra Guðbjargar og Halldórs með systur sinni. Það var mikið örlæti og sýnir góðvild hennar að flytja til systur sinnar við þessar erfiðu að- stæður og annast með henni litlu börnin þrjú er voru 1, 2 og 3 ára er faðir þeirra fórst til sjós nýorðinn 30 ára. Björg var mjög vel látin í starfi og samviskusöm. Minnist ég grínmynd- ar af henni er Sigmund gerði í gos- inu þar sem hún er að henda bréfi niður um stromp húss er umlukið var ösku, en hún þurfti að flytja aft- ur út í Eyjar eins og aðrir frum- herjar fljótt í goslok. Í allmörg ár á síðari hluta starfs- daga og svo í starfslok hafa þær systur búið saman hér í Reykjavík. Vil ég þakka Björgu samfylgdina. Jóhann Ágústsson. Í dag kveðjum við Björgu Sig- urjónsdóttur vinkonu mína og frænku barnanna minna þriggja. Björg var mikil sómakona sem bar sitt nafn með réttu. Hún var einstök manneskja sem helgaði líf sitt öðrum og var trúföst og trygg sem bjarg. Börnin mín þakka fyrir dýrmætt veganestið sem hún gaf þeim í æsku. Hjá Björgu var af þolinmæði nóg en líka festu, gæsku og góðum ráðum. Klökk hún þakkar, þrungin trega, þína blíðu, fasta tryggð, brosið hlýja, hjartanlega, himinborna rækt og dygð. (G.G.) Innilegar þakkir fyrir ævilanga samfylgd, sanna vináttu, einstaka ræktarsemi og tryggð. Kæra Guðbjörg, börn og fjöl- skyldur. Kæra Þóra og fjölskylda. Börn Sigríðar Önnu og fjölskyldur. Við sendum ykkur innilegar sam- úðarkveðjur og biðjum Guð að vera með ykkur og styrkja. Blessuð sé minning Bjargar Sig- urjónsdóttur. Guðríður Guðmundsdóttir frá Viðey og börn. Við kvöddum ástkæra frænku okkar á hjartadeild Landspítalans þriðjudagskvöldið 2. mars. Það var svo yndislegt að finna fyrir þeim friði sem Drottinn hafði umsveipað hana og að vita að nú er hún búin að fá hvíld hjá Honum. Móðursystir mín eða frænka, eins og hún var alltaf kölluð af sínum nánustu, flutti inn á bernskuheimili mitt árið 1957 þegar að móðir mín var orðin ekkja með eins, tveggja og þriggja ára gömul börn. Upp frá því varð frænka eins konar fósturmamma okkar systkinanna, við hlið móður okkar. Mér eru minnisstæðar allar þær stundir þegar ég laumaðist inn í herbergi frænku eftir að hún kom heim úr vinnunni, settist í fang hennar og bað hana að lesa fyrir mig úr dönsku eða norsku blöðun- um. Hún tók því alltaf vel og alltaf hafði hún tíma fyrir okkur börnin. Frænka bjó yfir einstökum fróðleik því að alla tíð hafði hún gaman af að lesa, sérstaklega um önnur þjóðlönd og menningu og siði þeirra. Af þess- um fróðleik miðlaði hún síðan til systrabarna sinna og síðan barnanna okkar. Hún hafði mjög gaman af að ferðast og fór víða um heiminn. Í þau ellefu ár sem ég bjó ásamt fjölskyldu minni á Nýja- Sjá- landi heimsótti frænka okkur fjór- um sinnum, síðast árið 1993, þá 76 ára að aldri. Börnin mín biðu þess alltaf með eftirvæntingu þegar von var á frænku í heimsókn frá Íslandi. Hún hafði sérstakt lag á að laða að sér börn, því að hún bjó yfir svo mikilli þolinmæði og var alltaf tilbú- in að segja sögur, spila á spil eða fara í göngutúra. Oft rifjuðum við hlæjandi upp ferðalagið sem við fór- um í saman á Nýja-Sjálandi þegar að silfurgráa hárið hennar frænku varð grænt í laug sem nýbúið var að mála græna að innan. Frænka hló mest af öllum sem lýsir því hversu létt hún var í lund. Þó að söknuðurinn sé mikill þá lifa bjartar og yndislegar minningar í hjarta mínu um frænku mína og gleði yfir að nú er hún í „faðmi Frelsarans“. Fyrir þig, elsku mamma, er þetta mikill missir eftir öll árin sem þið frænka bjugguð saman og einnig fyrir þig, elsku Þóra frænka, en ég veit að Drottinn Jesú mun hugga og styrkja ykkur. Björg Halldórsdóttir. Eiginkona mín og móðir, VILBORG ÞÓRÐARDÓTTIR, Vatnsnesi, Grímsnesi, sem lést á Landspítalanum þriðjudaginn 16. þessa mánaðar, verður jarðsunginn frá Selfosskirkju þriðjudaginn 23. mars kl. 11.00. Greftrað verður frá Húsafelli kl. 17.00 sama dag. Magnús Þorsteinsson, Þorsteinn Magnússon. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, dóttir, systir, mágkona, tengdadóttir, tengdamóðir og amma, MAGÐALENA KRISTÍN BRAGADÓTTIR, Tunguseli 3, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðju- daginn 23. mars kl. 15.00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á krabbameisfélögin. Guðbjörn Karl Ólafsson, Bragi Hlífar Guðbjörnsson, Thelma Dögg Guðbjörnsdóttir, Ólafur Ragnar Guðbjörnsson, María Albertsdóttir, Kolbrún Guðbjörnsdóttir, Helga Kristín Kristvaldsdóttir, Tómas Magni Bragason, Anna Ragna Bragadóttir, Margrét Steinunn Bragadóttir, Valdimar Ólafsson, Hólmfríður Jóna Bragadóttir, Geir Sigurður Sigurjónsson, Björg Ólöf Bjarnadóttir, Ragnar Óskarsson, Bogi Thorarensen Bragason, Sólveig Ásgeirsdóttir, Sigríður Carson, William Steve Carson, Ragna Klara Björnsdóttir og aðrir aðstandendur. Hjartkær móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, INGVELDUR PÉTURSDÓTTIR, Skeljatanga 1, Reykjavík, sem andaðist á hjúkrunarheimilinu Sóltúni fimmtudaginn 11. mars, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 23. mars kl. 13.30. Áslaug Ottesen, Hörður Sigurgestsson, Inga Harðardóttir, Vicente Sanchez-Brunete, Jóhann Pétur Harðarson, Helga Zoëga og barnabarnabörn. Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma, systir og mágkona, VALGERÐUR KRISTJÁNSDÓTTIR, Hraunbæ 100, Reykjavík, sem lést á líknardeild Landspítalans í Kópa- vogi mánudaginn 15. mars, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 24. mars kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á líknardeild Landspítalans í Kópavogi. Kristján V. Jónsson, Fjóla Jónsdóttir, Vala Rún Kristjánsdóttir, Eiríkur Kristjánsson, Gréta Þórdís Grétarsdóttir Kragesteen.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.