Morgunblaðið - 21.03.2004, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 21.03.2004, Blaðsíða 52
SKOÐUN 52 SUNNUDAGUR 21. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn HINN 12. febrúar sl. gekkst Félag prófessora í Háskóla Íslands fyrir fundi um háskóla og rannsóknarhá- skóla. Höfundi þessa greinarkorns var boðið að halda erindi á þessum fundi. Hér fylgir erind- ið, nokkuð aukið þó. Háskólar Á Íslandi er nú starf- andi hartnær tugur skóla á háskólastigi. Orðið háskóli merkir ekki annað en skóli sem nemendur sækja sem lokið hafa stúdents- prófi. Fyrir fáum árum skaut upp nýju orði, rannsóknarháskóli. Ekki fer milli mála að þetta orð var búið til í þeim tilgangi að að- greina háskóla eftir hlutverki sínu, nefni- lega að sumir skólar á háskólastigi væru rann- sóknarstofnanir en að allir háskólar þyrftu ekki að vera það. Sam- kvæmt þessu liggur það ekki í eðli háskóla að þeir hafi það hlut- verk að vera rannsókn- arstofnanir. Síleit1 og fræði við háskóla teng- ist fyrst og fremst framhaldsnámi. Sumir skólar á háskólastigi geta þjónað grunnnámi eingöngu. Slíkir skólar eru til vegna nemendanna. Eins og ég skil orðið rannsókn- arháskóli þýðir það stofnun þar sem lögð er stund á síleit og fræði, gra- duate school á ensku. Slíkar stofnanir eru til vegna menningar og sköpunar á nýrri þekkingu, nefnilega vegna menningarinnar í heiminum og vegna þekkingarinnar í heiminum. Sama er að segja um ýmsar rannsóknarstofn- anir eins og t.d. Árnastofnun. Mun- urinn á rannsóknarháskóla og rann- sóknarstofnun liggur aðallega í tvennu: 1) Við rannsóknarháskóla eru nemendur í framhaldsnámi en svo er ekki með rannsóknarstofnanir (til eru þó undantekningar); 2) val á rann- sóknarverkefnum er með öðrum hætti. Í umræðunni um háskóla og rann- sóknarháskóla skiptir mestu máli að ganga út frá því að nám eftir stúd- entspróf skiptist í tvö stig: 1) grunn- nám og 2) framhaldsnám. Það er meira bil á milli þessara tveggja skólastiga en nokkurra annarra sam- liggjandi skólastiga í menntakerfi heimsins. Venjan er þó sú að skipta háskólum í tiltölulega sjálfstæðar ein- ingar eftir fagsviðum en ekki í grunn- nám annars vegar og framhaldsnám og rannsóknir hins vegar. Háskóli Ís- lands er þó svolítið afbrigðilegur að þessu leyti. Stundum svara hinar sjálfstæðu einingar (deildir) til fag- sviða. Stundum eru mörg fagsvið í einni deild. Þannig er efnafræði t.d. hluti af raunvísindadeild en lyfja- fræðin sérstök deild þótt hún sé í raun hluti af efnafræði. Fjölgun nemenda og hlutverk háskóla Hin mikla aukning sem orðið hefur á fjölda nemenda í grunnnámi und- anfarna áratugi, a.m.k. í hinum vest- ræna heimi, hefur leitt til breytts hlutverks háskóla. Við því þarf að bregðast og það með því að líta á há- skólastigin sem tvö. Pólitísk og fagleg ákvörðun um umfang rannsókna í til- teknu þjóðfélagi hlýtur að ráðast af 1) menningararfi, 2) náttúruauðlindum og 3) atvinnuvegum en ekki af fjölda nemenda sem sækja grunnnám í há- skóla. Það getur ekki talist rökrétt að miða áherslur í rannsóknum á Íslandi við fjölda nema í grunnnámi við há- skóla hér á landi. Á mesta áherslan í rannsóknum á Íslandi að vera í við- skiptafræðum en nær engin í íslensk- um fræðum, jarðvísindum og á auð- lindum hafsins? Íslendingar þurfa að móta sér rannsóknarpólitík. Ekki dugir sú einfalda lausn ein sér að styrkja samkeppnissjóði en sú lausn virðist nú eiga fylgi að fagna. Það þarf meira til. Hefðin í rannsóknum á Íslandi er svo stutt að við erum ekki vel í stakk búin til að byggja úthlutun úr slíkum sjóðum á jafningjamati. Raunar fékk ég það á tilfinninguna þegar ég las auglýsingu í Morg- unblaðinu 21. febrúar sl. frá RANNÍS og fleiri aðilum um ráðgjöf við umsóknir um rannsókn- arstyrki að þeir sem orðuðu auglýsinguna áttuðu sig ekki á því hvað jafningjamat fæli í sér og hvaða hlutverki það þjónaði. Réttlæt- ingin fyrir tilvist sam- keppnissjóða byggir á jafningjamati. Við suma háskóla er boðið upp á kennslu til grunnnáms í flestum eða öllum fögum en ekki framhaldsnám. Við aðra háskóla er einnig boðið upp á framhaldsnám en aðeins á sumum fagsv- iðum eða í tilteknum greinum innan fagsviða. Við enn aðra háskóla er boðið upp á grunn- og framhaldsnám á öllum fagsviðum. Loks bjóða sumir háskólar upp á framhaldsnám eingöngu. Af þessu leiðir að: 1) sumir háskólar eru fyrir grunn- nám 2) sumir háskólar eða hlutar háskóla eru rannsóknarháskólar 3) á sumum fagsviðum er áherslan á framhaldsnám en grunnnám hef- ur minna vægi. 4) sumir háskólar eru fyrir fram- haldsnám og rannsóknir ein- göngu. Háskóli Íslands Við Háskóla Íslands eru kennd nær öll fög: 1) fræði ýmiskonar 2) þjálfun til margþættra starfa 3) raunvísindi í víðustu merkingu þess orðs 4) tækni Það er ekki vænlegt til árangurs að skipuleggja þessa starfsemi á þeirri forsendu að hún sé einsleit. Hún er það ekki. Hver fageining hefur sitt hlutverk, sínar þarfir, sitt gildi og skyldur. Það þarf að búa við þannig skipulag að allir geti notið sín. Það verður ekki gert með öðrum hætti en aukinni valddreifingu og öðrum að- ferðum til að meta fjárþörf Háskóla Íslands en nú eru viðhafðar. Aukinni valddreifingu verður ekki náð nema með því að skipta Háskóla Íslands upp í sjálfstæðar einingar. Sú eining er sjálfstæð sem hefur: 1) eigin talsmann út á við 2) fjárhagslegt sjálfstæði 3) vald til að skipuleggja eigin starf- semi inn á við og á eigin for- sendum með tilliti til: a) aðstöðu b) mannafla c) ráðstöfunar tekna d) kjaramála e) daglegs rekstrar Hvað varðar kaup og kjör þarf að meta þrjá þætti til launa (eins og nú er vissulega gert): 1) kennslu 2) stjórnun 3) rannsóknir Ástæða er til að nefna það sér- staklega að við mat á rannsókn- arþættinum þarf að taka mið af 1) virkni í rannsóknum 2) frumkvæði 3) frumleika/mikilvægi rannsókn- arverkefna 4) áhrifum á vísindasamfélagið 5) áhrifum á atvinnuvegi/menningu. Það vinnumatskerfi sem nú er við lýði til að meta einstaklinga til launa eftir árangri í rannsóknum er allt í senn órökrétt, óréttlátt og þjónar ekki tilgangi sínum. Í eðli sínu er ákvörðun um kaup og kjör óhlutlæg og afstæð. Það breytir engu þar um þótt núverandi kerfi byggi á því að skálda tölur um ritverk sem er síðar raðað í tiltekna stiga- eða greiðslu- flokka. Ákvörðun um kaup og kjör er jafnóhlutlæg eftir sem áður. Rannsóknarhópurinn Hin raunverulega starfseining rann- sóknarháskóla er rannsóknarhóp- urinn. Þetta á þó ekki við á öllum sviðum. Í sumum fögum má vera að árangur hvíli í höndum einyrkja. Rannsóknarhópur samanstendur af: 1) kennurum 2) sérfræðingum 3) ungum vísindamönnum („póst- dokkum“) 4) tæknimönnum 5) framhaldsnemum Þessi hópur myndar órofa heild. Hver hefur sitt hlutverk og allir eru nauðsynlegir. Sem dæmi má nefna að framhaldsnemar læra af tæknimönn- um og „póstdokkum“ ekki síður en af sérfræðingum og kennurum og þá ekki síst þegar um er að ræða prakt- ísk atriði eða að fá svör við „heimsku- legum“ spurningum sem þeir leggja fremur fyrir þá sem þeim eru nær sem jafningjar heldur en eldri kenn- ara og sérfræðinga. Niðurstaða Ekki er rökrétt að tala um rannsókn- arháskóla. Betra væri að tala um „akademíska rannsóknastofnun“ sem er hluti af háskóla. Það sem einkennir akademíska rannsóknarstofnun er 1) grunneiningin er rannsókn- arhópur 2) aðstaða er til mælinga og gagna- söfnunar 3) rannsóknarhópurinn velur verk- efni á því sviði sem honum er ætl- að að starfa 4) hópurinn aflar tekna til verkefn- anna að hluta 5) niðurstöður eru kynntar í alþjóð- legum fagtímaritum 6) akademísk rannsóknarstofnun getur annast kennslu fyrir grunnnám en það er ekki skilyrði 7) Það mætti vissulega hugsa sér að stofna akademíska rannsókn- arstofnun við hvaða háskóla á Ís- landi sem er 8) Skilyrðið fyrir stofnun slíkrar stofnunar er að skilgreina verður rannsóknarsvið út frá rannsókn- arpólitík 9) Skilgreina þarf aðstöðu miðað við rannsóknarsviðið 10) Velja þarf einstakling til að veita slíkri stofnun forstöðu sem hefur náð árangri á alþjóðlega vísu á verksviði stofnunarinnar 11) Ráða þarf akademískt starfslið samkvæmt þeim reglum sem gilda á alþjóðavettvangi. Ekki eru allir einstaklingar þeim eiginleikum búnir sem nauðsynlegir eru til að ná árangri í rannsóknum. Til þess að geta náð slíkum árangri er vissulega mikilvægt að hafa verið góður námsmaður en aðrir eig- inleikar skipta þó meira máli, sér- staklega að hafa góð tök á þekkingu á rannsóknarsviðinu, frumkvæði, sjálf- stæði, sköpunargáfu og ritfærni. Góð- ir rannsóknarmenn eru gjarnan með starfið á heilanum. Þeir eiga margt sameiginlegt með rithöfundum og listamönnum. Stundum fæ ég á til- finninguna að fólki þyki að hver sem er geti stundað rannsóknir með ár- angri og örugglega ef þeir hafi verið góðir námsmenn. Ef svo er geta allir orðið góðir rithöfundar eða góðir list- málarar. 1 Ég nota nota síleit sem orð sömu merking- ar og orðið research eins og það er skilgreint í orðabókum, a.m.k. sumum, en það merkir leit að nýrri þekkingu með raunvís- indalegum aðferðum. Íslenska orðið rann- sókn hefur mun víðtækari merkingu en enska orðið (franskt að uppruna) research. Því er þó ekki að neita að nokkur verðbólga hefur orðið í hinu enska orði en þó miklu minni en í íslenska orðinu rannsókn. Ís- lenska orðið rannsókn er samheiti yfir síleit og fræði og raunar miklu fleira. Háskólar og rannsóknarháskólar Eftir Stefán Arnórsson ’Aukinni vald-dreifingu verður ekki náð nema með því að skipta Háskóla Íslands upp í sjálfstæðar einingar. ‘ Stefán Arnórsson Höfundur er prófessor í jarð- efnafræði við Háskóla Íslands. Staður Nafn Sími 1 Sími 2 Akranes Jón Helgason 431 1347 431 1542 Akureyri Skrifstofa Morgunblaðsins 461 1600 Bakkafjörður Stefnir Elíasson 473 1672 Bifröst Ólafur Snorri Ottósson 435 0098 694 7372 Bíldudalur Pálmi Þór Gíslason 456 2243 Blönduós Björn Svanur Þórisson 452 4019/864 4820/662 0984 Bolungarvík Nikólína Þorvaldsdóttir 456 7441 867 2965 Borgarnes Þorsteinn Viggósson 437 1474 898 1474 Breiðdalsvík María Jane Duff 475 6662 Búðardalur Anna María Agnarsdóttir 434 1381 Dalvík Halldór Reimarsson 466 1039 862 1039 Djúpivogur Sara Dís Tumadóttir 478 8161 662 1373 Egilsstaðir Páll Pétursson 471 1348 471 1350 Eskifjörður Björg Sigurðardóttir 476 1366 868 0123 Eyrarbakki R. Brynja Sverrisdóttir 483 1513 699 1315 Fáskrúðsfjörður Jóhanna Sjöfn Eiríksdóttir 475 1260/853 9437/475 1370 Flateyri Hjördís Guðjónsdóttir 456 7885 Garður Álfhildur Sigurjónsdóttir 422 7310 846 8123 Grenivík Hörður Hermannsson 463 3222 Grindavík Kolbrún Einarsdóttir 426 8204 426 8608 Grímsey Ragnhildur Hjaltadóttir 467 3148 Grundarfjörður Bjarni Jónasson 438 6858/854 9758/894 9758 Hella Brynja Garðarsdóttir 487 5022 895 0222 Hellissandur/Rif Aron Jóhannes Leví Kristjáns. 436 6925 Hnífsdalur Auður Yngvadóttir 456 5477 893 5478 Hofsós Bylgja Finnsdóttir 453 7418 893 5478 Hólmavík Ingimundur Pálsson 451 3333 893 1140 Hrísey Siguróli Teitsson 466 1823 Húsavík Bergþóra Ásmundsdóttir 464 1086 893 2683 Hvammstangi Gunnar Þorvaldsson 451 2482 894 5591 Hveragerði Erna Þórðardóttir 483 4421 862 7525 Hvolsvöllur Helgi Ingvarsson 487 8172/893 1711/853 1711 Höfn Ranveig Á. Gunnlaugsdóttir 478 2416 862 2416 Innri-Njarðvík Eva Gunnþórsdóttir 421 3475 821 3475 Ísafjörður Auður Yngvadóttir 456 5477 893 5478 Keflavík Elínborg Þorsteinsdóttir 421 3463 820 3463 Kirkjubæjarkl. Birgir Jónsson 487 4624 854 8024 Kjalarnes Haukur Antonsson 566 8378 895 7818 Kópasker Hrönn Guðmundsdóttir 465 2112 Laugarás Jakop Antonsson 486 8983 Laugarvatn Berglind Pálmadóttir 486 1129 865 3679 Neskaupstaður Sólveig Einarsdóttir 477 1962 848 2173 Ólafsfjörður Árni Björnsson 466 2347 866 7958 Ólafsvík Laufey Kristmundsdóttir 436 1305 Patreksfjörður Björg Bjarnadóttir 456 1230 Raufarhöfn Alda Guðmundsdóttir 465 1344 Reyðarfjörður Guðmundur Fr. Þorsteinsson 474 1488/892 0488/866 9574 Reykholt Bisk. Oddur Bjarni Bjarnason 486 8900 Reykhólar. Ingvar Samúelsson 434 7783 Reykjahlíð v/Mýv. Margrét Hróarsdóttir 464 4464 Sandgerði Sigurbjörg Eiríksdóttir 423 7674 895 7674 Sauðárkrókur Ólöf Jósepsdóttir 453 5888 862 2888 Selfoss Jóhann Þorvaldsson 482 3375 899 1700 Seyðisfjörður Hanna Lísa Vilhelmsdóttir 472 1102 690 2415 Siglufjörður Sigurbjörg Gunnólfsdóttir 467 1286 467 2067 Skagaströnd Þórey og Sigurbjörn 452 2879 868 2815 Stokkseyri Kristrún Kalmansdóttir 867 4089 Stykkishólmur Erla Lárusdóttir 438 1410 690 2141 Stöðvarfjörður Sunna Karen Jónsdóttir 475 8864 Suðureyri Tinna Sigurðardóttir 456 6244 Súðavík Ingibjörg Ólafsdóttir 456 4936 Tálknafjörður Rakel Guðbjörnsdóttir 456 2595 696 2663 Varmahlíð Ragnar Helgason 453 8134 867 9649 Vestmannaeyjar Sigurgeir Jónasson 481 1518 897 1131 Vík í Mýrdal Hulda Finnsdóttir 487 1337 698 7521 Vogar Hrönn Kristbjörnsdóttir 424 6535 Vopnafjörður Svanborg Víglundsdóttir 473 1289 473 1135 Ytri-Njarðvík Eva Gunnþórsdóttir 421 3475 848 6475 Þingeyri Arnþór Ingi Hlynsson 456 8285 Þorlákshöfn Ragnheiður Hannesdóttir 483 3945 483 3627 Þórshöfn Ragnheiður Valtýsdóttir 468 1249 Dreifing Morgunblaðsins Hér eru upplýsingar um þá sem dreifa blaðinu á landsbyggðinni Skúlagata 15 Einbýlishús á þremur hæðum, (kjallari, hæð og ris), byggt 1932 ásamt sambyggðum bíl- skúr, byggðum árið 1965. Hæð skiptist í for- stofu, þvottahús, hol, litla geymslu, eldhús, tvær samliggjandi stofur, svefnherbergi og baðherbergi. Í risi er stórt sjónvarpshol og eitt herbergi. Húsið hefur verið endur- byggt og er fullklárað að utan og lítur mjög vel út. Ný innrétt- ing er í eldhúsi og ný tæki eru á baðherbergi. Stór sólpallur. Ýmis frágangur er eftir innanhúss. Staðsetning hússins er ein- stök en það stendur á mjög fallegum stað niður við sjó við Maðkavík. Bryggja út af lóð hússins. Bátur „færeyingur“ getur fylgt. Verð 15.500.000. Fasteigna- og skipasala Snæfellsness, Aðalgötu 2, 2. hæð, 340 Stykkishólmi, sími 438 1199, fax 438 1152 • Heimasíða: fasteignsnae.is Pétur Kristinsson hdl., löggiltur fasteigna- og skipasali. NÝ EIGN Á SKRÁ ,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.