Morgunblaðið - 21.03.2004, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 21.03.2004, Blaðsíða 55
þess hæfum sérfræðingum. Nátt- úrufræðistofnun ætti einnig að sjá sóma sinn í því að endurskoða rannsóknaráætlanir sínar hvað varðar rjúpuna. Stofnunin getur ekki annað en tekið mark á þeirri al- varlegu gagnrýni sem á hana hefur verið sett fram hvað varðar rannsóknir á íslenska rjúpnastofninum. Í nágrannalöndum okkar og raunar einn- ig hér á landi eru veiðimenn afar mik- ilvægur þáttur í rann- sóknum á veiðidýrum. Þeir skila inn merkjum af fuglum og veiðiskýrslum. Þeir senda inn vængi, þeir aðstoða við talningar að vori og veita ýmsar aðrar mik- ilvægar upplýsingar. Þá má ekki gleyma því að frá árinu 1995 hafa íslenskir skotveiðimenn lagt til 107 milljónir króna til rannsókna. Það er því gríðarlega þýðingarmikið fyrir framtíð rannsókna á veiðidýr- um hér á Íslandi að rannsóknir Náttúrufræðistofnunar séu trú- verðugar og upplýsingar sem veiði- menn afla séu ekki notaðar gegn þeim eins og margir veiðimenn telja að gert sé í dag. Þess vegna ber umhverfisráðherra skylda til að grípa til allra þeirra aðgerða sem þarf, til þess að starf Nátt- úrufræðistofnunar og rannsóknir verði trúverðugar í augum þjóð- arinnar, þá ekki síst veiðimanna og að sættir takist á milli Nátt- úrufræðistofnunar og íslenskra skotveiðimanna. Veiðikortakerfið Þýðingarmesti gagnagrunnur um íslensk veiðidýr er veiðikortakerf- ið. Þessi gagnagrunnur er mjög mikilvægur hvað varðar allar rann- sóknir á veiðidýrum og raunar einnig öðrum dýrum. Skoð- anakönnun veiðistjóraembættisins sem framkvæmd var árið 2002 sýndi að upplýsingar í þessum gagnagrunni eru nákvæmar. Fram til þessa hafa því íslenskir skot- veiðimenn útfyllt veiðiskýrslur sín- ar af mikilli samviskusemi. Veiðikortakerfið var sett á lagg- irnar 1995. Veiðimönnum var gert skylt að greiða fyrir sérstakt veiði- kort til þess að fá að stunda veiðar og til þess að fá kortið endurnýjað verða þeir að skila inn veiði- skýrslu. Í upphafi mátti heyra óánægju- raddir meðal veiðimanna með þetta kerfi, m.a. voru sumir veiði- menn hræddir um að upplýsingar úr kerfinu gætu síðar meir verið notaðar gegn þeim. Segja má að veiðikortasjóður sé sameign- arsjóður skotveiðimanna sem um- hverfisráðherra ráðstafar úr. Fram til þessa hefur verið nokkuð góð sátt á meðal veiðimanna og stjórn- valda um þetta kerfi. Með rjúpna- veiðibanninu hefur hins vegar þessi sátt verið rofin. Margir veiði- menn skila ekki inn réttum upplýs- ingum í veiðiskýrslum sínum og fjölmargir veiðimenn leysa ekki til sín veiðikort. Veiðikortasjóður verður því fyrir verulegum tekju- missi. Frá árinu 1995 hafa, eins og áður sagði, um 107 milljónir króna runnið í sjóðinn frá veiðimönnum. Mestur hluti þessa fjár hefur farið til Náttúrufræðistofnunar, eða um 80 milljónir króna. Þar af hafa heilar 55 milljónir farið í rjúpna- rannsóknir og rúmar 24 milljónir farið til gæsa- og andarannsókna. Það virðist því vera að neikvæð áhrif rjúpnaveiðibannsins séu tölu- vert mikið meiri en ef rjúpnaveiðum hefði verið haldið áfram, því eins og áður hefur komið fram, eru líkur á að veiðiálag á gæs hafi aukist nokkuð og muni aukast töluvert á meðan á rjúpna- veiðibanninu stendur. Það er því ljóst að ábyrgð Nátt- úrufræðistofnunar er mikil í þessu máli og ekki verður hægt að halda áfram á sömu braut og verið hefur. Rjúpnarannsóknirnar til Akureyrar Í grein Birkis J. Jónssonar í Morg- unblaðinu bendir þingmaðurinn m.a. á að rétt sé að rjúpnarann- sóknum verði stjórnað frá Ak- ureyrarsetri Náttúrufræðistofn- unar. Rjúpnarannsóknirnar væru þá unnar í náinni samvinnu við Veiðistjórnunarsvið Umhverf- isstofnunar sem einnig er staðsett á Akureyri. Við höfum nefnilega ágæta reynslu af svona fyr- irkomulagi því að vöktun hrein- dýrastofnsins er stjórnað frá Nátt- úrufræðistofu Austulands á Egilsstöðum. Raunar væri einnig sá möguleiki fyrir hendi að fugla- fræðingur yrði ráðinn til Veiði- stjórnunarsviðs Umhverfisstofn- unar sem stundaði rannsóknir á veiðidýrum, þ.e.a.s. rjúpu, gæs og öndum. Á þennan hátt myndi fé úr veiðikortasjóði nýtast betur og lík- ur á að sátt væri um þetta fyr- irkomulag meðal veiðimanna. Þrátt fyrir að um 55 milljónir króna hafi runnið úr vösum veiði- manna til rjúpnarannsókna sem stundaðar hafa verið af Nátt- úrufræðistofnun hefur stofnunin enn ekki getað svarað gríðarlega mikilvægum spurningum um ís- lenska rjúpnastofninn. Í því sam- bandi mætti nefna spurningar eins og; hvað er það sem hefur áhrif á 10 ára sveiflur í íslenska rjúpn- astofninum, hvaða áhrif hafa skot- veiðar á rjúpuna og hvað er stofn- inn stór. Þrátt fyrir að Náttúru- fræðistofnun hafi ekki getað svar- að þessum áleitnu spurningum hef- ur hún þó sett rjúpuna á válista, sem er með ólíkindum eins og margt annað sem kemur frá þess- ari opinberu stofnun. Friðrik Friðriksson Höfundur er gjaldkeri í stjórn Skotveiðifélags Íslands og búsettur á Dalvík. SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. MARS 2004 55                   ! " !   #      $  !% ! &'(    ) (  !!  !   ) &  !!( )     )   '  & !  '  ' ** '  !% +         ! $   & ' ! ! ,! )! - ' !  .  /% )!       " "#"  #  $ 0' % $        & ' ! !  Sigurbjörn Skarphéðinsson, lögg. fasteignasali Geirsgötu 9, 101 ReykjavíkSími 590 9500 OPIÐ HÚS Í HAFNARFIRÐI - NJÁLSGATA 18 Opið hús í dag sunnudag milli kl 14 og 16 Kjartan og Þórarinn verða á staðnum Sigurbjörn Skarphéðinsson, lögg. fasteignasali Geirsgötu 9, 101 ReykjavíkSími 590 9500 OPIÐ HÚS - BRÆÐRABORGARSTÍGUR 18 Opið hús í dag, sunnudag, milli kl. 15 og 17. Sjón er sögu ríkari. Ásgeir verður á staðnum Brekkutún 16 - 200 Kópavogi Opið hús milli kl. 15 og 16 í dag Reisulegt 274 fm einbýlishús með bílskúr. Húsið stendur við botnlangagötu á góðum stað. Gott viðhald á húsi jafnt að innan sem utan. Fallegur suðurgarður með timburverönd. Bílskúr og jarðhæð nýtist í dag sem rúmgóð 2ja herb. útleiguí- búð. Laus fljótlega. Verð 28,9 millj. 6391 Upplýsingar gefur Böðvar, sölumaður Foldar, í síma 892 8934 Opið hús Laugavegi 170, 2. hæð. Opið virka daga kl. 8-17. Sími 552 1400  Fax 552 1405 www.fold.is  fold@fold.is Þjónustusími eftir lokun er 694 1401 Opið hús sunnudag frá 15-17. Anna tekur á móti áhugasömum. Glæsileg, mikið endurnýjuð 3ja herbergja 82,2 fm íbúð á 3ju hæð til hægri. Gott skipulag, skemmti- leg útfærsla á íbúðinni. Á gólfum eru parket og flísar. Sameign mjög snyrtileg. Húsið steniklætt að framnaverðu. Barnvænn stað- ur. Getur losnað strax. Verð 11,9 millj. OPIÐ HÚS Hraunbær 124 - 3ja hæð til hægri Netfang: kjoreign@kjoreign.is Heimasíða: www.kjoreign.is Sími 533 4040 • Fax 533 4041 Opið í dag frá kl. 12.00-14.00 TRAUST OG ÖRUGG ÞJÓNUSTA Ármúla 21 • Reykjavík jöreign ehf Dan V.S. Wiium hdl., lögg. fasteignasali Erlendur Davíðsson, lögg. fasteignasali Hákon R. Jónsson, sölumaður Ólafur Guðmundsson sölustjóri, ELDRI BORGARAR SMÁÍBÚÐAHVERFI/HÚSVÖRÐUR. Falleg og björt 2ja herb. emda íbúð á 5.hæð efstu í lyftuhúsi. Húsið stendur við Hæðargarð. Glæsilegt útsýni. Suður svalir. Mikil og góð sameign. Þjónustumiðstöð. Ath. Laus strax. Verð 14,9 nr. 3860 2JA HERB. MARKLAND-FOSSVOGI. Góð 2ja herb. íbúð á á jarðhæð með sér garði í litlu fjölbýli. Húsið allt klætt að utan og sameign góð. Íbúðin er í góðu ástandi, parket og góðar innréttingar. Lagt fyrir þvottavél á baðinu. Góð geymsla. Áhv. Húsbréf 5 milljónir. LAUS STRAX. Verð 9,550 millj. nr. 3822 ÁRKVÖRN-ÁRTÚNSHOLT Góð 2ja herb. íbúð með sérinngangi í þessu vinsæla hverfi. Stutt í skóla. Rólegt hverfi. Tengt f. þvottavél í íbúð. Parket á gólfum. Fallegt útsýni. Verð 12,9 Nr. 2326 4RA HERB LEIFSGATA Góð íbúð á efrI hæð í fjórbýlishúsi. Björt og vel skipulögð íbúð. Hús nýlega viðgert að utan. Parket og dúkar á gólfum. Nýleg rafmagnstafla. Stærð um 93 fm Verð 14,0 millj. nr. 3861 GLAÐHEIMAR. Huggulega innréttuð 4ra til 5 herb. íbúð á efstu hæð í fjórbýli. Stærð 115,0 fm Glæsilegt útsýni. Gott skipulag. Stórar ca, 40 fm svalir. Frábær staðsetning. Áhv. húsbréf 5,0 millj. Verð 16,0 Nr. 3868
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.