Morgunblaðið - 21.03.2004, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 21.03.2004, Blaðsíða 58
UMRÆÐAN 58 SUNNUDAGUR 21. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Soffía Theodórsdóttir löggiltur fasteignasali Breiðumörk 19, Hveragerði, www.byr.is sími 568 9800 PARHÚS Arnarheiði Nýlegt 114 m² parhús// Eignin skiptist í stofu, borðstofu, eldhús, bað/þvottahús, forstofu og þrjú herbergi// Fallegar flísar og ljóst plastparket á gangi og inn í stofu, eldhús og borðstofu// Lagnakjallari er undir húsinu// Falleg og vönduð eign. Verð kr. 13,5 m. EINBÝLI Þelamörk Glæsilegt 147 m2 einýlishús með 24,5 m2 bílskúr// 4 góð herbergi, stór og björt stofa// Í eldhúsi er ný innrétting// Snyrti- legt baðh. m/hvítri innréttingu og bað- kari// Góð gólfefni// Ný klæðning á húsinu og nýtt gler í gluggum, allar hita- og neysluvatnslagnir nýjar// Draumaeign með góðri verönd og fallegum garði. Verð kr. 15,1 m. Heiðmörk Hlýlegt og fallegt 125 m² einbýlishús og 44 m² bílskúr// 4 herb., rúmgóð stofa, stórt eldhús með góðri eldri inn- réttingu// Snyrtilegur gróinn garður og heitur pottur á hellulagðri lokaðri ver- önd. Verð kr. 14,9 m. Þelamörk Fallegt 215 m² einbýlishús þar af 50 m² bílskúr// 3 góð herbergi, stofa með arni og stór sólskáli// Mjög falleg og nýleg eldhúsinnrétting úr birkirót og mahóní// 2 baðherb. bæði nýuppgerð// Vönduð gólfefni og gott skápapláss// Garður gróinn og snyrtilegur með 7x3 m sund- laug. Verð kr. 18,8 m. SUMARBÚSTAÐUR Mjög fallegur 64 m² sumarbústaður auk 24 m² svefnlofts, tilbúinn til flutn- ings// Skilast rúmlega fokheldur eða fullbúinn// Nánari uppl. hjá Byr fast- eignasölu. Verð fokheldur kr. 6,2 m. Verð tilbúinn kr. 9,0 m. HVERAGERÐI Kaffihús/Veitingastaður Smáratorgi Veitingastaðurinn er staðsettur í verslunarmiðstöð miðsvæðis á Stór-Reykjavikursvæðinu. Sæti fyrir 100 manns. Bjór og vínveit- ingasala ásamt 2 risaskjávörpum. Salinn má einnig nýta til veit- ingaþjónustu á kvöldin. Mikil og vaxandi aðsókn í verslunarmið- stöðina. Ýmsar framkvæmdir fyrirhugaðar. Tilvalið framtíðar- tækifæri fyrir rétta aðila. Söluturn í eigin húsnæði Eigin samlokugerð og grill. Góð tæki og áhöld. Frábær staðsetn- ing. Traustur rekstur. Söluturn í rúmgóðu húsnæði, staðsettur í vesturbæ Reykjavíkur. Mikil íssala. Langur húsaleigusamningur. Ákveðin sala. Sólbaðsstofa. Stórglæsileg 10 bekkja sólbaðsstofa á besta stað í Grafarvogi til sölu af sérstökum ástæðum. Innréttingar og öll aðstaða sérflokki. Ýmis skipti möguleg, ákveðin sala. Spennandi rekstur! Upplýsingar um ofangreind fyrirtæki veitir Kristinn í síma 580 4600 eða 898 4125 Fyrirtæki í einkasölu Magnús Emilsson, löggiltur fasteignasali, Bæjarhrauni 10, Hafnarfirði SKÚLAGATA - RVÍK - 4RA Nýkomin í einkasölu á þessum frábæra stað í miðbæ Reykjavíkur glæsileg 94 fermetra 4ra herbergja íbúð á þriðju hæð í góðu lyftuhúsi. Íbúðin skiptist í forstofu, hol, eldhús, stofu, borðstofu, baðherbergi, þrjú herbergi ásamt geymslu í kjallara. Glæsilegar innréttingar og gólfefni. Suðursvalir. Útsýni. Stutt í alla þjón- ustu. Eign sem vert er að skoða. Verð 18,9 millj HRINGBRAUT - HF. - SÉRHÆÐ Nýkomin í einkasölu á þessum frábæra út- sýnisstað glæsileg, mikið endurnýjuð efri hæð og ris, samtals um 152,3 fermetrar, vel staðsett í suðurbæ Hafnarfjarðar. Eignin skiptist í forstofu, hol, tvöfalda stofu, eldhús, sjónvarpshol, 3-4 svefnherbergi, þvottahús og geymslu. Glæsilegur garður með skjól- girðingum og tjörn. Frábær staðsettning. Verð 18,5 millj. STEINAHLÍÐ - HF. - EINBÝLI Nýkomið glæsilegt og vandað einbýli á einni hæð, 136 fm, auk 34 fm jeppaskúrs. Húsið skiptist þannig: Fjögur svefnherbergi, stofa, borðstofa, sjónvarpsskáli o.fl. Tvær verandir (frá stofu og eldhúsi). Parket. Nuddpottur á verönd. Fallegur garður. Frábær staðsetning innst í botnlanga. Verð 25,8 millj. NAUSTAHLEIN - RAÐH. - M.BÍLSKÚR Eldri borgarar Nýkomið í einkasölu á þessum frábæra stað mjög gott raðhús á einni hæð, ásamt góðum bílskúr með geymslulofti, samtals um 101 fm. Húsið stendur á fallegum útsýnisstað og skiptist í forstofu, þvottahús, hol, eldhús, garðskála, stofur og svefnherbergi. Gólfefni eru parket og flísar. Fallegur gróinn garður. Útsýni. Verð 18,5 millj. Eignin er laus strax. GARÐATORG - GBÆ - LYFTUHÚS Nýkomin í einkasölu á þessum góða stað mjög falleg 103 fm 3ja herb. íbúð á þriðju hæð í góðu lyftuhúsi, vel staðsettu í göngu- færi við alla þjónustu sem býðst við Garða- torg. Íbúðin er með sérinngang, forstofu, baðherbergi, tveimur góðum herbergjum, stofu, borðstofu, eldhúsi, þvottahúsi og geymslu. Fallegar innréttingar og gólfefni. Suðaustur svalir. Stæði í bílageymslu. Verð 17,9 millj. MIÐVIKUDAGINN 25. febrúar síðastliðinn birtist eftirfarandi grein undir nafni Víkverja í Morg- unblaðinu. Það var í vonda veðrinu um daginn að unglingsstúlkur flykktust með Herj- ólfi til Vestmannaeyja á handboltamót. Vík- verji átti barn um borð. Það ældi alla leiðina til Eyja. Fyrir bragðið var stúlkan þrælslöpp og vansæl þegar kom að fyrsta handboltaleiknum og gat ekki sýnt þá til- burði sem hún gerir allajafna. Víkverji skilur ekki hvers vegna Vestmannaeyingar eru látn- ir halda handboltamót fyrir ung- lingsstúlkur í febrúar þegar allra veðra er von og það getur brugðið til beggja vona bæði með báts- ferðir og flug. Foreldrar voru með áhyggjur af börnunum og varla er mjög margt hægt að skoða og gera í Vestmannaeyjum þegar veðrið er svona eins og það var um þessa helgi. Víkverji veltir fyrir sér hvers vegna mótin í febrúar eru ekki haldin annars staðar þar sem skaplegra er að komast á milli yfir hávetur og mótið í Vestmannaeyjum t.d. haldið á haustin eða vorin? Eitt er víst. Dóttir Víkverja fer ekki aftur til Vest- mannaeyja í febrúar. Ef það er eitthvað sem fer fyrir brjóstið á Eyjamönnum þá er það þegar gestir okk- ar lenda í óskemmti- legri sjóferð á leið til okkar, kannski er það vegna þess hversu Vestmannaeyingar þekkja það vel af eig- in raun hversu óblíður þessi sam- göngumáti getur verið. Þessi ferð sem Víkverji vitnar til var erfið og margir farþegar Herjólfs sjálfsagt óskað þess frá innstu hjartans rót- um að þeir væru frekar með fast land undir fótum meðan á ferðinni stóð. En sjóveikin er ekki eins og gulan, sem betur fer, ferðalangar sem hana fá eru yfirleitt fljótir að ná sér eftir að stigið er á land (þó ekki séu þeir með hýrri há fyrst eftir að í land er komið) þeir eru til sem eru eins og hrútspungar upp úr súru nokkra stund eftir að landi er náð. Það sem vekur athygli í skrifum Víkverja er að honum finnst greinilega sjálfsagt að stúlkur og drengir frá Vestmannaeyjum legg- ist í ferðalög á þeim árstíma sem það er hvað erfiðast. Einnig finnst Víkverja mikið betra að foreldrar á landsbyggðinni hafi áhyggjur börnum sínum en þeir sem búa í Reykjavík. Það vekur líka athygli að Víkverji hefur áhyggjur af því að lítið sé hægt að skoða og gera í Vestmannaeyjum þegar veðrið er snarvitlaust. Ekki veit ég hvað Víkverji er að fara með þessu en kannski er hann einn af þeim sem fara út með fjölskylduna þegar úti geisar bylur og norðanbál og sýnir henni styttur bæjarins eða notfær- ir sér útitaflið og svo fá allir ís á eftir. Leikmenn ÍBV þekkja það bet- ur en flestir aðrir hvað erfið ferðalög geta haft slæm áhrif á ár- angur í keppni. ÍBV er metn- aðarfullt íþróttafélag sem teflir fram liðum í efstu deildum bæði í handknattleik og knattspyrnu. Um fyrri helgi var leikið til úrslita í bikarkeppni HSÍ. Í kvennaflokki bar lið ÍBV sigur úr býtum og það er merkilegt að í karlaflokki sigr- aði lið KA frá Akureyri. Á þeim bæ þekkja menn líka vel til þess að ferðast langa leið við erfiðar aðstæður en Akureyringar eru öfl- ugir eins og margir aðrir lands- byggðarmenn sem berjast hart fyrir því að börn þeirra taki þátt í íþróttamótum og þá ekki síst vegna þess hversu öflugt forvarn- argildi íþróttir hafa fyrir æskuna. Víkverji verður að skilja tvennt, að það mót sem fór fram þessa helgi í Vestmannaeyjum var Ís- landsmót en ekki Reykjavíkurmót og þá staðreynd að hann er bú- settur á Íslandi sem er örlítið stærra en suðvesturhornið og hér á Fróni eru veðurguðirnir oft harðir húsbændur. Bættar sam- göngur eru okkur Eyjamönnum mikið hjartans mál og það er von okkar að eftir þessa reynslu dótt- urinnar muni Víkverji leggja okk- ur lið. Því bættar samgöngur á landsbyggðinni eru hagsmunamál okkar allra en ekki bara okkar sem búum á landsbyggðinni. Með vinsemd og virðingu. E.s. ÍBV mun halda áfram að senda lið sín til keppni í febrúar. Makalaus skrif Víkverja Páll Scheving Ingvarsson svarar Víkverjapistli ’Bættar samgöngur álandsbyggðinni eru hagsmunamál okkar allra en ekki bara okkar sem búum á lands- byggðinni.‘ Páll Scheving Ingvarsson Höfundur er framkvæmdastjóri ÍBV – íþróttafélags Vestmannaeyjum. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.