Morgunblaðið - 21.03.2004, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 21.03.2004, Blaðsíða 59
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. MARS 2004 59 Í MORGUNBLAÐINU 11. febr- úar gerir Helga Bragadóttir skipu- lagsstjóri í Reykjavík grein fyrir því sem hún kallar uppbyggingu og verndun við Laugaveginn og er af- rakstur af skipulagsvinnu á vegum borgarinnar. Þar kemur m.a. fram að ráðgert er að rífa allmörg hús við þessa götu, sem nemur um 13.000 fermetrum, en byggja í staðinn á um 60.000 fer- metrum, að hluta á óbyggðum lóðum. Svo virðist sem „hags- munaaðilar“, en þar mun aðallega vera um að ræða verslunarmenn og byggingarverktaka, leggi áherslu á að byggja ný hús við Laugaveginn. Verktak- ar sjá fram á ný verk- efni og verslunarmenn væntanlega hagkvæm- ara húsnæði. Ekkert bendir þó til að húsaleiga í nýjum húsum við Laugaveginn verði lægri en í gömlu húsunum, líkega frekar hærri ef eitthvað er, svo spurning er um þann ábata. Ef þessar hugmyndir verða að veruleika mun Laugavegurinn gjör- breytast á næstu árum og mörg göm- ul hús hverfa. Reykjavík er til- tölulega ung borg og þar er fátt um sýnilegar menningarminjar. Talsvert mörg hús í Kvosinni og nálægum hverfum, m.a. við neðanverðan Laugaveg, eru frá því um miðja 19. öldina, ca. 150 ára gömul. „Gamla“ Reykjavík er á mjög litlu svæði, frá Garðastræti í vestri, yfir Kvosina og upp í Þingholtin að Skólavörðustíg og síðan upp með Laugavegi og Hverf- isgötu. Í húsunum þarna áttu merkir menn og konur heima, þar urðu sögu- frægir atburðir og þarna fæst yfirsýn yfir byggingarsögu borgarinnar og þróun. Hér eiga Reykvíkingar því mikinn menningarsögulegan og list- rænan fjársjóð. Fyrir nú utan það að mörg þessi gömlu hús búa yfir þokka sem nútíma arkitektum virðist fyr- irmunað að ná fram í verkum sínum. En aftur að Laugaveginum. Þegar gengið er eftir götunni sést vel hvað húsin þar eru fjölbreytileg; sum eru stór, önnur lítil, á sumum eru kvistir, önnur með sléttu þaki. Á sumum er margs konar skreyti, eða mik- ilfengleg þakskegg og litirnir eru með margvíslegu móti. Laugaveg- urinn geislar af fjölbreytileika. Þetta á einnig við um Hverfisgötuna. En nú stendur sem sé til að gjörbreyta þessu með stórfelldu niðurrifi gamalla húsa. Í skipulagstillögum er gert ráð fyrir þriggja til fjögurra hæða bygg- ingum beggja vegna við Laugaveginn frá Snorrabraut og niður úr. Þegar hafa verið reist nokkur svona hús, flest svipdauf. Í gögn- um borgarstofnana um skipulag götunnar er stundum talað fjálglega um að „þétta götulín- una“. Það merkir ein- faldlega að rífa lítil hús og byggja önnur stærri í þeirra stað, þ.e. þriggja til fjögurra hæða kassa, alla eins. Er það framför? Gott dæmi er þegar Ísafoldarhúsið við Austur- stræti var fjarlægt, hús sem skar sig úr svo maður tók eftir því, og enn eitt steinsteypubáknið sett í staðinn, hvorki ljótt né fallegt og gleður aug- að á engan hátt. Skipulagshugmynd- irnar við Laugaveginn ganga á sama hátt fyrst og fremst út á að draga úr fjölbreytileikanum en skapa í staðinn svokallað „samræmt“ yfirbragð. Oft er talað um „hnignun“ miðbæj- arins og kann að vera rétt að færra fólk sé þar á ferðinni en áður. En það á sér eðlilegar skýringar. Ný hverfi hafa byggst upp og fólk þar á ekkert sérstakt erindi vestur í bæ. Það kaupir í matinn og föt á sig í stór- mörkuðum og fer á mannamót í heimahverfunum. Það er alveg sama hvað borgaryfirvöld láta rífa mörg gömul hús í gamla bænum, fólk í út- hverfunum sækir ekkert frekar vest- ur í bæ fyrir það. Í áðurnefndri grein segir Helga Bragadóttir að lögð sé áhersla á að „Laugavegurinn sé aðalversl- unarsvæði og að í hliðargötum frá honum eigi verslun sér vaxtarmögu- leika“. Þetta er kynleg óskhyggja. Enginn hefur bannað neinum að versla í hliðargötum út frá Lauga- veginum, en raunveruleikinn er sá að verslun þrífst ekki þar. Það eru fáein- ar búðir til hliðar við neðanverðan Laugaveginn, en sú verslun er langt í frá blómleg og hefur aldrei verið. Það hefur ekkert með húsakostinn að gera. Verslunum hefur fækkað við Laugaveg undanfarin ár, en í staðinn hefur veitingahúsum af ýmsu tagi fjölgað og á götunni er oft margt um manninn þeirra vegna. Þarna virðist hin blinda hönd markaðarins vera að verki, sú þróun er ekkert sérstaklega slæm. Þær hugmyndir sem Helga Braga- dóttir kynnti í áðurnefndri Morg- unblaðsgrein lýsa áætlunum um stór- fellt niðurrif menningarminja. Ekki er óeðlilegt þótt hús hverfi, t.d. við bruna, og sjálfsagt að byggja þá ný í staðinn. Þannig eiga hlutirnir að ger- ast, en ekki með stórfelldu niðurrifi eins og nú er boðað á Laugavegi og raunar Hverfisgötu líka. Flestum er í fersku minni klúðrið við suðurenda Aðalstrætis þar sem hugsanlegum minjum um fyrsta landnámsmanninn á Íslandi, síðustu leifum af bæ Ingólfs Arnarsonar, var umsvifalaust mokað á haugana, mistök sem aldrei nokk- urn tíma verður bætt fyrir. Borgaryf- irvöld halda sér við sömu stefnu hvað varðar Laugaveginn, að herja af lítt skiljanlegu offorsi á byggingarsögu- legar minjar bæjarbúa. Niðurrif á Laugavegi Jón Torfason skrifar um skipulagsmál ’Ef þessar hugmyndirverða að veruleika mun Laugavegurinn gjör- breytast á næstu árum …‘ Jón Torfason Höfundur er íslenskufræðingur. VERKASKIPTING ríkis og sveitarfélaga á að vera í sífelldri endurskoðun. Sveitarfélögin eiga að fá fleiri verkefni sem varða nærþjón- ustu við íbúa en þó þannig að þeim séu tryggðir tekjustofnar til að sinna þjónustunni vel. Það er þekkt saga að ríkisvaldið dregur oft lappirnar í hags- munamálum einstakra sveitarfélaga. Þekkjum við þetta vel hér úr Kópavogi en mikið hef- ur þurft að hafa fyrir því að ríkisstjórnin stæði við fyrirheit um uppbyggingu heilsu- gæslunnar í bænum. Í ljósi þeirrar forsögu og í fram- haldi af kjaradeilu starfsfólks í heimahjúkrun lagði undirritaður fram á bæjarstjórnarfundi 9. mars eftirfarandi tillögu fyrir hönd Sam- fylkingarinnar: „Bæjarstjórn Kópa- vogs fagnar því að samningar hafa tekist í deilustarfsfólks við heima- hjúkrun í Reykjavík og Kópavogi. Um leið lýsir bæjarstjórn Kópavogs því yfir að hún telur að heilsugæslan og verkefni hennar eigi að vera órjúfanlegur hluti af nærþjónustu í hverju sveitarfélagi. Það er því eðli- legt að stefna að því að heilsugæslan flytjist til sveitarfélaganna og þann- ig að stjórnsýsla hennar verði í nán- ari sambandi við þá sem nota þjón- ustu hennar. Jafnframt verður að tryggja heilsugæslunni traustan fjárhagslegan grundvöll þannig að sveitarfélögin geti leyst þetta við- fangsefni vel af hendi.“ Góðar og málefnalegar umræður spunnust um málið í bæjarstjórn enda hefur verið samstaða um það í bæjarstjórn að heilsugæslan ætti að vera verkefni sveitarfélagsins. Þó kom Hansína S. Björgvinsdóttir, einn bæjarfulltrúa Framsókn- arflokksins, í ræðustól og taldi þetta hvorki tímabæra né skyn- samlega tillögu og vel væri staðið að þessum málum af hendi rík- isstjórnarinnar. Virtist hún vera ein um þá skoðun. Tillaga Sam- fylkingarinnar var samþykkt með 9 at- kvæðum – 3 atkvæðum Samfylkingar, 5 at- kvæðum Sjálfstæð- isflokks en aðeins eins af fulltrúum Fram- sóknar, Sigurður Geirdal bæj- arstjóri studdi tillöguna. Hansína og Ómar Stefánsson, þriðji framsókn- armaðurinn, sátu hjá við afgreiðsl- una og rufu þannig samstöðu bæj- arstjórnarinnar. Kosningaloforðin gleymd Afstaða Hansínu og Ómars kom mjög á óvart og dapurlegt til þesss að vita að tveir af bæjarfulltrúum Kópavogs treysti heilbrigðisráðu- neytinu betur en bæjarstjórn til þess að sjá um uppbyggingu heilsu- gæslunar í bænum. Reynsla bæj- arbúa er á annan veg. Afstaða þeirra verður enn undarlegri þegar stefnu- skrá Framsóknarflokksins í Kópa- vogi fyrir bæjarstjórnarkosningar 2002 er skoðuð en þar segir orðrétt: „Vinna þarf að því að rekstur heilsu- gæslustöðvanna færist frá ríki til sveitarfélaga og teljum við að það sé besta leiðin til að fjölga heilsugæslu- stöðvum í bænum og bæta nýtingu þeirra sem fyrir eru.“ Svo virðist sem bæjarfulltrúarnir telji sig alls ekki vera bundna af því sem þeir sögðu og skrifuðu fyrir kosningar. Loforðin virðast hafa gleymst strax og talið var upp úr kössunum. Slík vinnubrögð eru ekki til þess að auka hróður bæj- arstjórnar, viðkomandi bæjarstjórn- armanna nú eða Framsóknarflokks- ins í Kópavogi. Á móti sínum eigin loforðum Flosi Eiríksson skrifar um bæjarstjórnarmál í Kópavogi ’Svo virðist sem bæjarfulltrúarnir telji sig alls ekki vera bundna af því sem þeir sögðu og skrifuðu fyrir kosningar.‘ Flosi Eiríksson Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi. Langagerði 20- Opið hús í dag sími 530 6500 Bogi Pétursson löggiltur fasteignasali Opið mán.- fös. frá kl. 9-17 Á þessum rólega stað er til sölu um 144 fm einbýli á tveimur hæðum ásamt 38 fm bílskúr. Húsið býður upp á allt að 5 svefnherb. auk stofu. Innréttingar og gólfefni eru að mestu frá árinu 1972. Húsið er á sérlega góðum og rólegum stað í Gerðunum. Húsið þarfnast standsetningar. Verð 21,5 millj. Ekkert áhv. Húsið er sýnt í opnu húsi í dag frá kl. 16-18. Sölumenn Heimilis verða á staðnum og sýna húsið. Til leigu í Borgartúni Gott 692 m² verslunarhúnæði á tveimur hæðum til leigu og af- hendingar strax. Húsnæðið er staðsett á áberandi stað við Borgartúnið með þægilegri aðkomu og nægum bílastæðum. Hæðirnar eru jafnstórar, eða 346 m² hvor, með góðri tengingu á milli, þannig að þær nýtast mjög vel saman. Á verslunarhæð- inni eru innkeyrsludyr á bakhlið og stórir gluggar á þrjá vegu. Lyfta í sameign. Mánaðarleiga kr. 565.000. Sími 511 2900 Áhugasamir hafi samband við sölumenn Leigulistans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.