Morgunblaðið - 21.03.2004, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 21.03.2004, Blaðsíða 65
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. MARS 2004 65 Vinkilhnífur Eirberg hjálpartæki og heilbrigðisvörur Stórhöfða 25 • eirberg.is • 569 3100 Mikið úrval - Gott verð 10% afsláttur m.v. staðgreiðslu RAÐGREIÐSLUR á handhnýttum, austurlenskum gæðateppum á Grand Hóteli, Sigtúni, Reykjavík Sölusýning Í dag, sunnudag 21. mars, kl. 13-19 Sími 861 4883 Töfrateppið Fyrirtæki til sölu Upplýsingar um fyrirtæki ekki veittar í síma Við sölu fyrirtækja er gagnkvæmur trúnaður mikilvægur og við gefum því ekki upplýsingar um fyrirtæki í síma. Við viljum fá kaupendur til okkar og kynnast þeim, en með því móti getum við einnig þjónað þeim betur. Vinsamlega hringið áður og pantið tíma. Síminn er 533 4300, en einnig er hægt að nota tölvupóstinn: jens@husid.is . Eftirfarandi eru stuttar lýsingar á nokkrum fyrirtækjum sem eru fáanleg, en við auglýsum ekki nema brot af þeim fyrirtækjum sem höfum til sölu:  Fasteignasala í fullum rekstri. Gott húsnæði og allur búnaður. Þrír sölumenn og stækkunarmöguleikar.  Söluturninn Grandaver, Grandavegi. Lítill og rótgróinn söluturn á góðum stað í Vesturbænum.  Veitingahúsið Pasta Basta við Klapparstíg til sölu eða leigu.  Vitum af mörgum sérverslunum, heildverslunum og iðnfyrirtækjum í ýmsum greinum fyrir rétta kaupendur. Ársvelta 100-1000 m. kr.  Tvær litlar tískuverslanir í Kringlunni.  Þekkt lítið framleiðslufyrirtæki í matvælageiranum. Hentugt til samein- ingar.  Matvöruverslun, bensínsala og veitingarekstur í Búðardal. Eigið hús- næði. Ársvelta er nú tæpar 200 m. kr. og hefur farið vaxandi með hverju ári. Góður hagnaður um margra ára skeið og mjög heilbrigður rekstur. Sérstaklega hentugt fyrir stóra fjölskyldu eða tvenn hjón.  Rekstrarleiga með kauprétti. Þekkt dekurstofa. Nudd, Eurowave, hljóðbylgjutæki, leirpottur, ljós, naglaborð. Góð staðsetning.  Þekkt fyrirtæki í kvenfatnaði.  Flottur sportbar í góðu hverfi með nýjum innréttingum og tækjum, m.a. þrjú breiðtjöld. Velta 2-3 m. kr. á mánuði. Tilvalið fyrir samhent hjón.  Lítið og arðbært sjálfsalafyrirtæki. Hentugt sem aukavinna eða með öðrum rekstri. Góðir vaxtarmöguleikar.  Söluturninn Hagamel. Auðveld kaup.  Álgluggaverksmiðja með miklum tækjakosti. Tilvalið til sameiningar. Meðeign kemur til greina.  Arðbært þjónustufyrirtæki í byggingariðnaði með góða verkefnastöðu. Ársvelta 60 m. kr. Tilvalið til sameiningar við fyrirtæki tengd bygginga- riðnaði.  Söluturn í tengslum við bensínstöð í Grafarvogi. Mikil grillsala.  Rekstrarleiga með kauprétti. Stórt samkomuhús í nágrenni Reykjavíkur með góðri aðstöðu fyrir dansleiki, veislur og fundi. Ársvelta 30 m. kr. Gott tækifæri fyrir fagmenn.  Maraþon í Kringlunni. Sportvöruverslun með þekkt merki og mikla sölu. Rekstrarhagnaður 11 m. kr. á ári.  Þekkt vefnaðarvöruverslun. Ársvelta 60 m. kr. Góð framlegð. Tilvalið fyrir „saumakonur“ með góðar hugmyndir.  Gallery bón. Lítil bónstöð í Skeifunni. Gott byrjendafyrirtæki. Auðveld kaup.  Lítið landflutningafyrirtæki með föst viðskipti um fiskflutninga. Heppileg viðbót við annað álíka. Gagnlegur fróðleikur á heimasíðu fyrirtækjadeildar: www.husid.is . Suðurlandsbraut 50 (Bláu húsin v/Faxafen), sími 533 4300, GSM 820 8658. Spilakvöld Varðar sunnudaginn 28. mars Vörður – Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík Hið árlega spilakvöld Varðar verður haldið í Súlnasal Hótels Sögu sunnudaginn 28. mars kl. 20.30. Glæsilegir spilavinningar að vanda. Meðal annars : Utanlandsferðir, bækur, matarkörfur og fleira. Gestur kvöldsins: Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins. Aðgangseyrir er kr. 800 Allir velkomnir! Í ÞEIRRI umræðu sem fram hefur farið síðustu ár um sjálfsvíg hafa tvær skoðanir verið áberandi um þann verknað: 1) að sjálfsvíg stafi af einhvers konar geðsjúkdómum og sá sem fremur það sé þar af leiðandi ekki verknaðar síns ráðandi vegna brenglaðs veruleikaskyns, 2) að sjálfsvíg sé siðferðisbrestur og er þá fordæming manna oft eftir því. Þessi tvö grundvallarviðhorf koma fram í ýmsum tilbrigðum og stundum er þeim raunar blandað saman í ótrú- legum ruglingi. Bæði þessi umdeil- anlegu sjónarmið - sjálfsvíg sem af- leiðing andlegrar vanheilsu og sjálfsvíg sem siðferðisbrestur - koma fram í DV 6. mars s.l. með orðum tveggja þekktra einstaklinga í viðtali og eru túlkuð í all-ískyggilegu ljósi eða öllu heldur myrkri. Fyrra sjónarmiðið er í DV þannig sett fram: „Sá sem fremur sjálfsvíg er ekki andlega heilbrigður, það er uppgjöf sem enginn skyldi dæma. Kristur gaf okkur fordæmi þegar hann bað fyrir þeim sem deyddu hann á krossinum með þessum orð- um: Faðir fyrirgef þeim, þeir vita ekki hvað þeir gera. Sömu bæn eig- um við að biðja fyrir þeim sem gefast upp og taka eigið líf.“ Hér er sann- arlega dæmt þó sagt sé að ekki skuli dæma. Í kristnum þjóðfélögum er litið á krossfestingu Krists sem níð- ingsverk allra níðingsverka. Það skilja allir, líka hinir vantrúuðu. Að láta sér detta í hug að bendla sjálfs- víg á einhvern hátt við þennan verknað er alveg óskiljanlegt. Auk þess eru þeir sem fyrirfara sér hér sviptir allri mannlegri reisn. Þeir vita greinilega ekki sitt rjúkandi ráð svo biðja verður fyrir þeim eins og skilningslausustu níðingum mann- kynssögunnar. Og svo er þetta tómt bull um staðreyndir, örgustu for- dómar. Samtök gegn sjálfsvígum eru með heimasíðu á netinu sem er til fyrirmyndar um varfærni og hlut- lægni. Þar segir m.a.: „Innan við 10% þeirra sem fremja sjálfsvíg eiga við geðræn veikindi að stríða ... . Flestir sem fremja sjálfsvíg eru eðli- legt fólk sem á að stríða við vanda- mál ...“ Ofan á allt þetta er það aug- ljóst að þessi orð Krists eru ekki hugsuð sem fordæmi fyrir mennina eins og t.d. boðorðið um að elska náungann. Orðunum „faðir, fyrirgef þeim, því þeir vita ekki, hvað þeir gjöra“, er ekki beint til manna held- ur til guðs og þau eiga aðeins við um þetta einstaka atvik, krossfest- inguna, atburð sem að kristnum skilningi er úrslitastund í mannkyns- sögunni. Það er óviðeigandi að nota þau, eins og oft gerist, til að hneyksl- ast á náunganum. Seinna sjónarmiðið um sjálfsvíg er þannig tilreitt í DV: „Í kaþólskri trú kemur fram að ef þú fremur sjálfsvíg ferðu hvorki til himnaríkis né helvít- is heldur ertu dæmdur til eilífðar í þínu eigin helvíti. Ég trúi þessu því ef þú tekur þitt eigið líf þá eyðilegg- urðu allt í kringum þig, fjölskyldu og vini. Ef þú gerir það átt þú eftir að ganga um í andlegu tómarúmi um alla eilífð.“ Hér er siðferðislega for- dæmingin svo ofboðsleg að lesanda rennur kalt vatn milli skinns og hör- unds. Ekki er svo mikið sem reynt að setja sig í spor þess er tekur líf sitt, skilja þá angist, örvæntingu, kvöl og einsemd sem hlýtur að búa að baki slíkum verknaði. Helvíti þess ein- staklings sem fyrirfer sér er víst ekki nógu langt og kvalafullt í jarð- vistinni. Eftir dauðann skal hann því pínast frá eilífð til eilífðar löngu eftir að fjölskylda hans og vinir hafa liðið undir lok. Þótt mönnum sé mikið í mun að koma í veg fyrir sjálfsvíg og forðist eins og heitan eldinn að sjá þau í jákvæðu ljósi verða þeir að gæta þess að fara ekki út fyrir allt velsæmi í orðum sínum. Og skoðanir eru ekki einkamál hvers og eins, allra síst þegar þær koma fram op- inberlega. Landlæknisembættið og Samtök gegn sjálfsvígum og jafnvel fleiri hópar reyna að vinna gegn sjálfsvíg- um, eyða fordómum og auka skilning manna, þó margt sé reyndar umdeilt og á huldu um sjálfsvíg. Og í alvöru talað: Er ekki nauðsynlegt að þessir aðilar berjist feimnislaust gegn trúarlegum fordómum um sjálfsvíg, fordómum sem hreinlega vanvirða þá sem taka líf sitt og misbjóða þeim sem syrgja þá? Eru fordómar sem hvíla á trúarlegum grunni friðhelgir? Fordómar þrífast á afskiptaleysi. Þegar þeim er mótmælt aftur og aft- ur og enn og aftur kemur að því að úr þeim er mesti vindurinn. Þeir verða fyrirlitlegir og þeir sem halda þeim fram verða óalandi og óferjandi í sið- uðu samfélagi. Þá leið eiga þeir mis- kunnarlausu fordómar sem fram komu í DV að fara. Og því fyrr því betra. SIGURÐUR ÞÓR GUÐJÓNSSON, Skúlagötu 68, 105 Reykjavík. Því fyrr því betra Frá Sigurði Þór Guðjónssyni, rithöfundi: Húsgögn Ljós Gjafavara Mörkinni 3, sími 588 0640 www.casa.is Opið mán.-fös. 11-18, lau. 11-15. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.