Morgunblaðið - 21.03.2004, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 21.03.2004, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. MARS 2004 67 DAGBÓK Þórarinn Guðnason sérfræðingur í lyflækningum og hjartasjúkdómum opnar hinn 1. apríl nk. stofu í Læknasetrinu, Þönglabakka 1, 109 Reykjavík. Tímapantanir í síma 535 7700. „Taktu mér eins og ég er, svo ég geti lært hvað ég get orðið.“ Meðvirkni Fyrirlestrar um meðvirkni, samskipti, tjáskipti og tilfinningar verða haldnir föstudagskvöld 2. apríl kl. 20.00-22.00 og framhaldið laugardaginn 3. apríl kl. 9.30–16.00 í Kórkjallara Hallgrímskirkju. Föstudagskvöld 2. apríl kl. 20.00–22.00. • Hvað er meðvirkni? Jákvætt og neikvætt. Stefán Jóhannsson, fjölskylduráðgjafi. • Kvikmyndin „Mirror of a Child“ um meðvirka fjölskyldu. Laugardagur 3. apríl kl. 9.30–16.00. Tilfinningar. Ef þú stjórnar ekki tilfinningum þínum, þá stjórna þær þér. Stefán Jóhannsson, fjölskylduráðgjafi. Frá væntingum til veruleika. Jóhanna Guðrún Jónsdóttir, fjölskylduráðgjafi. Tjáskipti. Tölum við sama tungumálið? Stefán Jóhannsson, fjölskylduráðgjafi. Samskipti. Er þetta ég og þú, eða VIÐ? Stefán Jóhannsson, fjölskylduráðgjafi. Hvað er ofbeldi? Jóhanna Guðrún Jónsdóttir, fjölskylduráðgjafi. Innifalið er vinnublöð, kaffi og meðlæti. Skráning fer fram í síma 553 8800 Stefán Jóhannsson, fjölskyldu- ráðgjafi. Jóhanna Guðrún Jónsdóttir, fjölskyldu- ráðgjafi. Sjá nánar um starfsemi skólans á www.simnet.is/erlaara Uppl. í síma 891 7576 alla daga. Skelltu þér í enskunám. It's never too late. • Enskunám í Hafnarfirði fyrir fullorðna. • Enskunám í Englandi fyrir 12-16 ára. • Enskunám í Englandi fyrir fullorðna. Hópstjórar með í för allan tímann. Enskuskóli Erlu Ara li rl r Húsmæðraorlof Gullbringu- og Kjósarsýslu Bessastaðahreppur, Garðabær, Garður, Grindavík, Kjósarhreppur, Mosfellsbær, Reykjanesbær, Sandgerði, Seltjarnarnes, Vatnsleysuströnd. Rétt til þess að sækja um eftirfarandi ferðir hefur sérhver kona sem veitir eða hefur veitt heimili forstöðu án launagreiðslu fyrir það starf. Skagafjörður og Sauðárkrókur . . . . . . 11. til 13. júní. Ólafsfjörður, Grímsey og Hrísey .. . . . . 24. til 27. júní. Ítalía, Slóvenía og Króatía . . . . . . . . . . . 2. til 7. sept. Brüssel og Amsterdam . . . . . . . . . . . . 15. til 19. sept. Eftirtaldar konur veita nánari upplýsingar og taka á móti pöntunum í síma á milli kl. 17 og 19 á virkum dögum frá 22. mars til 2. apríl nk. Svanhvít Jónsdóttir . . . . . . . . . . . . . . 565 3708 Ína Jónsdóttir. . . . . . . . . . . . . . . . . . . 421 2876 Guðrún Sigurðardóttir . . . . . . . . . . . . 426 8217 Guðrún Eyvindsdóttir . . . . . . . . . . . . . 422 7174 Valdís Ólafsdóttir . . . . . . . . . . . . . . . . 566 6635 Sigrún Jörundsdóttir . . . . . . . . . . . . . 565 6551 Orlofsnefndin. STJÖRNUSPÁ Frances Drake HRÚTUR Afmælisbörn dagsins: Þú ert frumkvöðull og býrð yfir miklu hugrekki. Þú leggur mikla áherslu á að vera þú sjálf/ur og gera hlut- ina á þinn eigin hátt. Þú þarft að taka mikilvæga ákvörðun á árinu. Veldu vel. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú munt verja óvenjumiklum tíma til lesturs og skrifta á næstu vikum. Síðan fer að fær- ast meiri hraði í líf þitt. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú ert með hugann við fjár- málin og eigur þínar. Þig lang- ar til að kaupa eitthvað sem þú getur verðir stolt/ur af. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú þarft á meiri hreyfingu að halda næstu vikurnar. Mars er nýkominn inn í merkið þitt og það fyllir þig orku, ákveðni og framtakssemi. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú gætir fengið það á tilfinn- inguna að einhver sé að fara á bak við þig. Ef rétt reynist get- urðu lítið gert til að koma í veg fyrir það. Reyndu bara að fara ekki niður á sama plan og við- komandi. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Samband þitt við vini þína er eitthvað að íþyngja þér. Mundu að það er ekki alltaf hægt að gera öllum til hæfis og að oft má rekja ósætti á milli vina til þess að skoðanir þeirra skipta mann meira máli en skoðanir annarra. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Metnaður þinn er vakinn og verður mikill næstu sex vik- urnar. Notaðu tímann til að vinna að takmörkum þínum. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Láttu það ekki koma þér á óvart þótt þig langi til að flýja raunveruleika þinn. Þú hefur verið að reyna að gera öllum í kringum þig til geðs og það tekur á. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Ástríða þín er vakin. Reyndu að nýta alla þá orku sem þessu fylgir á skapandi hátt. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Sýndu maka þínum sérstaka þolinmæði. Mundu að þú þarft að hafa góð áhrif á hann/hana ekki síður en hann/hún á þig. Reyndu að ýta undir jákvæðar tilfinningar á milli ykkar. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú hefur góða yfirsýn yfir hlut- ina og ert auk þess tilbúin/n að leggja hart að þér þessa dag- ana. Þetta gerir þig sérlega hæfa/n til skipulagningar. Hik- aðu ekki við að taka stjórnina. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú þarft á tilbreytingu að halda og ættir því að reyna að fara í stutt ferðalag. Þér mun líða betur á eftir og því mun það margborga sig. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Gerðu ráð fyrir auknu annríki á heimilinu. Viðgerðir eða aðr- ar endurbætur munu hugs- anlega setja hlutina úr skorð- um á næstunni. Reyndu að halda í þolinmæðina. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. STUNDUM er makker erf- iðasti andstæðingurinn í vörninni. Settu þig í spor vesturs, sem er í vörn gegn þremur gröndum: Norður gefur; allir á hættu. Norður ♠103 ♥D6 ♦ÁK3 ♣KG9642 Vestur ♠KG9 ♥Á754 ♦10642 ♣D8 Vestur Norður Austur Suður -- 1 lauf Pass 1 tígull Pass 2 lauf Pass 3 grönd Pass Pass Pass Þú velur að spila út smáu hjarta og sagnhafi stingur upp drottningu blinds – tían frá makker (til að sýna röðina), en tvist- urinn frá suðri. Í öðrum slag spilar sagnhafi litlu laufi úr blindum á tíuna heima. Þú fær óvæntan slag á drottninguna, en hvert verður framhaldið? Fyrst er að teikna og telja. Suður á greinilega KG í hjarta. Og væntanlega laufásinn. Eitthvað á hann í spaða, en ekki endilega ás- inn. Alla vega fer spilið aldrei niður nema makker eigi ásinn í spaða. Þú spilar því spaðaníu... Norður ♠103 ♥D6 ♦ÁK3 ♣KG9642 Vestur Austur ♠KG9 ♠Á742 ♥Á754 ♥10983 ♦10642 ♦75 ♣D8 ♣753 Suður ♠D865 ♥KG2 ♦DG98 ♣Á10 Nei, nei, nei! Þú verður að reikna með makker. Hann er ekki alvitur og mun auðvitað drepa á spaðaás og spilar hjarta í þeirri von að þú eigir ÁGx. Til að fyrirbyggja þau ósköp er best að taka fyrst á hjartaásinn áður en þú spilar spaðaníu. Sástu þetta? BRIDS Guðmundur Páll Arnarson ÁRNAÐ HEILLA 60 ÁRA afmæli. Ámorgun, mánudag- inn 22. mars, er sextug Katrín Guðmundsdóttir, þroskaþjálfi, Asparfelli 6, Reykjavík. Hún tekur á móti ættingjum og vinum í matsal Bláa lónsins í dag, sunnudag, kl. 13-15.30. SÓLSTAFIR Sólstafir glitra um sumardag. Sælt er á grund og tindi. Algróið tún og unnið flag ilmar í sunnanvindi. Kveður sig sjálft í ljóð og lag landsins og starfans yndi. Annir og fegurð augað sér. Yfir er sólarbjarmi. Léttklætt til vinnu fólkið fer, fölbrúnt á hálsi og armi. Sumarsins gleði í svipnum er, sólstafir innst í barmi. Guðmundur Ingi Kristjánsson LJÓÐABROT 1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 Bg7 4. e4 d6 5. Rf3 O-O 6. Be2 e5 7. O-O Rc6 8. d5 Re7 9. Rd2 a5 10. a3 Rd7 11. Hb1 f5 12. b4 Kh8 13. Dc2 Rg8 14. exf5 gxf5 15. f4 Re7 16. Bb2 exf4 17. Bd3 axb4 18. axb4 Re5 19. Re2 R7g6 20. Rxf4 Dg5 21. g3 Ha2 22. Be2 Rxf4 23. Hxf4 He8 24. Rb3 Staðan kom upp á Reykjavík- urskákmótinu sem lauk nýverið í Ráð- húsi Reykjavíkur. Ja- an Ehlvest (2599) hafði svart gegn Suat Atalik (2554). 24... Hxb2! með þessari skiptamunarfórn öðl- ast svartur öflug sóknarfæri sem hvítur ræður lítt við. 25. Hxb2 Rg6! 26. Hf2 f4 27. Dd2 De5 28. Hb1 fxg3 29. hxg3 Dxg3+ 30. Hg2 Dh4 31. De1 De4 32. Rd2 Dd4+ 33. Kh1 Rf4 34. Hh2 Bf5 35. Hd1 De3 og hvítur gafst upp. Úrslit í Reykja- vík rapid fara fram á Nasa við Austurvöll í dag. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. HLUTAVELTA Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Þessir ungu drengir héldu hlutaveltu á Akureyri til styrkt- ar Rauða krossi Íslands og söfnuðust 1.213 krónur. Þeir heita Viðar Örn Stefánsson og Úlfar Logi Hafþórsson. MEÐ MORGUNKAFFINU Gleymum eitt augna- blik að ég er stjórn- arformaður, formaður byggingarnefndar og sit í stjórnum allra dótturfélaganna … Þú verður að spila tölvuleikinn þinn seinna, Nonni. Pabbi þarf að gera skattaskýrsluna núna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.