Morgunblaðið - 21.03.2004, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 21.03.2004, Blaðsíða 68
AUÐLESIÐ EFNI 68 SUNNUDAGUR 21. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ BALDVIN Þorsteinsson EA 10 komst á flot aðfara- nótt miðvikudags eftir umfangsmiklar björgunar- aðgerðir í Meðallandsfjörum undangengna viku. Þegar ljóst var orðið að skipið var laust af strandstað réðu björgunarmenn sér vart fyrir kæti. Flestir voru orðnir þreyttir eftir mikla vinnu, en þessi frækilega björgunaraðgerð tókst án þess að fólk slasaðist. Gert verður við Baldvin Þorsteinsson í Noregi. Kostnaður við björgunina hefur enn ekki verið tekinn saman, að sögn Gunnars Felixsonar, forstjóra Tryggingamiðstöðvarinnar. Gunnar segir þó ljóst að kostnaðurinn nemi tugum milljóna króna. Landhelgisgæslan/JónPáll ÁsgeirsDráttarskipið Normand Mariner með fjölveiðiskipið Baldvin Þorsteinsson EA í togi. Björgun Baldvins ÁSTHILDUR Helgadóttir, fyrirliði landsliðs í knattspyrnu, er með slitið krossband í hægra hné og leikur ekki meira á þessu ári. Hvorki með íslenska landsliðinu né félagi sínu í Svíþjóð, Malmö FF. Hún varð fyrir þessu áfalli í landsleiknum gegn Skotum í Egilshöllinni á laugardaginn, þegar brotið var á henni snemma í síðari hálfleik. Íslendingar lögðu Skota, 5:1. Á mánudaginn reið annað áfall yfir hjá Ásthildi þegar hún fékk blóðtappa í hægri kálfa sem tefur enn fyrir bata og þar með er ljóst að hún fer ekki í aðgerð á hnénu fyrr en í sumar, auk þess sem hún verður að taka lyf til að þynna blóðið um nokkurn tíma. Ásthildur sagði við Morgunblaðið að krossbandið væri slitið, það hefði verið staðfest. „Ég var með boltann þegar einn skosku leikmannanna fór aftan í mig, ég fékk högg á kálfann og fann síðan þegar eitthvað gaf sig. Það fer ekki á milli mála að þetta ár er búið hjá mér, hvað fótboltann varðar.“ Slysið varð á versta tíma fyrir alla aðila. Ásthildur var búin að festa sig í sessi hjá Malmö FF, einu af sterkustu félagsliðum í Evrópu, sem leikur gegn Frankfurt í undanúrslitum UEFA-bikarsins í lok þessa mánaðar. Enn fremur eru stór verkefni framundan hjá íslenska landsliðinu sem á ágæta möguleika á að komast áfram í Evrópukeppni landsliða en án Ásthildar er ljóst að það verður þungur róður. „Já, ef hægt er að tala um góðan eða slæman tíma fyrir svona meiðsl þá verður þetta víst að teljast vera á versta tíma því það var mjög spennandi tímabil framundan hjá mér, með Malmö og landsliðinu. En ég mun einbeita mér að náminu í Svíþjóð og endurhæfingunni, og reyni að styrkja mig eins vel og ég get,“ sagði Ásthildur Helgadóttir. Morgunblaðið/Golli Ásthildur Helgadóttir í landsleiknum gegn Skotum í Egilshöll. Ásthildur úr leik í ár SÖGULEG úrslit urðu í Gettu betur – spurningakeppni framhaldsskólanna – á fimmtudaginn. Þá sigraði Borgarholtsskóli Menntaskólann í Reykjavík með 31 stigi gegn 28. MR hefur unnið ellefu ár í röð. Með þessu er Borgarholtsskóli kominn í úrslit. Í liðinu sem batt enda á ellefu ára sigurgöngu MR eru Björgólfur Guðbjörnsson, Steinþór Helgi Arnfinnsson og Baldvin Már Baldvinsson. Þeir félagar hafa lýst því yfir að þeir ætli alla leið og muni vinna keppnina. Gríðarleg fagnaðarlæti brutust út þegar ljóst varð að Borgarholtsskóli hafði sigrað. Borgarholtsskóli vann MR Ljósmynd/borgari.is FORSETI og varaforseti Taívans urðu fyrir skotárás á föstudag en særðust ekki lífshættulega. Árásin var gerð daginn áður en forsetakosningar fóru fram í landinu. Chen Shui-bian forseti fékk skot í magann og Annette Lu varaforseti varð fyrir skoti í hné. Skotið var á þau þegar þeim var ekið um götur bæjarins Tainan á sunnanverðri eyjunni. Embættismenn sögðu að forsetakosningunum yrði ekki frestað þrátt fyrir tilræðið. Lien Chan, forsetaefni stjórnar- andstöðunnar, fordæmdi skotárásina. Síðustu skoðanakannanir bentu til þess að fylgi Liens Chans og forsetans væri hnífjafnt. Auk þess að kjósa forseta gátu Taívanar tekið þátt í þjóðaratkvæðagreiðslu um tvær tillögur stjórnarinnar. Annars vegar var spurt hvort efla ætti varnir gegn hugsanlegri eldflaugaárás Kínverja og hins vegar hvort reyna ætti að hefja beinar viðræður við kínversku kommúnistastjórnina. Chen forseti er hlynntur því að Taívan lýsi yfir sjálfstæði. Stjórn kommúnista í Peking lítur á Taívan sem hérað í Kína. Hún hefur hótað að leysa deiluna um stöðu Taívans með hervaldi. Forseta Taívans sýnt banatilræði AP Chen Shui-bian, forseti Taívans, fékk byssuskot í magann þegar hon- um var sýnt banatilræði á föstudag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.