Morgunblaðið - 21.03.2004, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 21.03.2004, Blaðsíða 72
FÓLK Í FRÉTTUM 72 SUNNUDAGUR 21. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hann er ekki ennþá orðinneinn af þessum stóru.Trúlega ekki farinn aðnjóta nægilegrar lýðhylli til að geta fyllt Laugardalshöllina. En sé mið tekið af hans fyrstu og einu plötu – O – og hægt en örugg- lega vaxandi velgengni mun ekki líða á löngu áður en hann fyllir Höllina og vel það. En að þessu sinni lætur hann sér nægja að fylla Nasa, selja upp alla miða sem í boði voru, á aðeins einum degi. Sex hundruð nýfrelsaðir ís- lenskir fylgismenn þessa næsta tón- listarfrelsara sem stendur á þrítugu og á rætur sínar að rekja til sveita- þorps í nágrenni Dyflinnar sem heit- ir County Kildare. Þeir hafa ugg- laust flestir fallið fyrir plötunni O, kolfallið líkt og sá er þetta ritar sem valdi hana þá bestu sem rak á ís- lenskar fjörur árið 2003. Rice er búinn að vera óvenju lengi hér á landi af erlendum tónlistar- manni að vera, kom á miðvikudaginn var og fer í dag, sunnudag – „ef ég er þá enn á lífi“ – segir þessi heim- spekilega þenkjandi efahyggjumað- ur sem neitar að stóla á hið ókomna. „Ég geri mér aldrei neinar vænt- ingar, býst ekki við neinu af framtíð- inni. Þá veldur hún mér ekki von- brigðum,“ segir hann krjúpandi í opnum inniskóm í grænbólstruðum antíkstól í anddyri Hótels Borgar og vefur sér næfurþunna líkkistunagla sem honum tekst engan veginn að halda glóðinni í. Þannig segist hann ekki hafa gert sér neinar væntingar um hvernig Reykjavík yrði en segist hrifinn af því sem hann hefur kynnst og séð, segir að hér sé greinilega gott fólk, enda hafi hann reyndar verið búinn að komast að því með ánægjulegum kynnum sínum af Em- ilíönu Torrini. „Hún er mjög vin- gjarnleg og ljúf, með fyndinn hreim. Þá hef ég hlustað af athygli á það sem Björk og Sigur Rós hafa verið að gera þannig að ég var vissulega orðinn forvitinn um þetta land. Nafnið á landinu nægir reyndar til að vekja forvitni. En væntingarnar voru samt engar. Ég er bara ekki þannig.“ Stund milli stríða Það er ennþá morgun. Rice ný- risinn úr rekkju og segist úrvinda af þreytu. Langþreyttur eftir stíft tón- leikaflakk síðustu vikur og mánuði. Hann sá líka Íslandsferðina miklu fremur sem frí heldur en hluta af tónleikaferðinni sem enn eru tveir mánuðir eftir af. Enda kom hann einn og án hljómsveitarinnar, því þótt nafnið sé hans þá er platan um- rædda sannarlega verk hljómsveitar þar sem söngkonan Lisa Hannigan fer einnig með stóra rullu. En hann segir það einmitt hafa verið út af þessu sem ákveðið var að kenna bandið við hann, svo hann gæti án vandkvæða troðið einn upp ef hann kærði sig um það. „Ég kom hingað til að kasta mæð- inni og skoða land sem mig hefur alltaf langað til að heimsækja,“ segir hann með sínum skemmtilega írska hreim. „Það að ég skuli halda eina tónleika í leiðinni skemmir síður en svo fríið vegna þess að ég hef hvort eð er aldrei séð tónlistina og að troða upp sem vinnu eða lifibrauð mitt heldur er það órjúfanlegan hluti af því sem ég er og lifi fyrir.“ Hann er greinilega maður prins- ípa, hefur fastmótaðar skoðanir á öllum hlutum, lífinu, umhverfinu og þeim bransa sem starfræktur er í kringum listform hans. Með áherslu á LIST því Rice fer ekki í grafgötur með það að hann sjái sig sem lista- mann fyrst og fremst og gefur lítið fyrir bransahliðina. „Ég hef alltaf látið stjórnast af tilfinningu minni og listrænu innsæi. Bý t.d. aldrei til spilunarlista áður en ég stíg á svið heldur leik það sem ég er í skapi fyr- ir hverju sinni.“ Örlagatrúar Þannig segist hann á vissan hátt sakna gömlu áranna, frá því fyrir O – ekki árið heldur plötuna. Þegar hann var enn í harkinu og þurfti að hafa fyrir því að ná eyrum fólks. Þá ferðaðist hann um Evrópu, slyppur og snauður, spilaði fyrir gesti og gangandi og tókst alltaf að nurla saman nægilega miklu fé til að tóra og koma sér á næsta áfangastað. Lengst af dvaldist hann í Toskana- héraði á Ítalíu og segist dýrka þann hluta heimsins og langa þangað aft- ur. Ekkert hafi þannig breyst með nýfenginni frægð. Þótt þyngra sé í vösunum þá sé löngunin og lífsfyll- ingin enn sú sama, að semja og spila tónlist fyrir þá sem vilja heyra og njóta hennar. Það var á þessum flökkutíma hans sem hófst 1999, eft- ir að hann hætti í hljómsveitinni Juniper, sem hann samdi lögin fyrir O. Svo sneri hann heim og áður en hann vissi af var hann búinn að setja saman aðra sveit, kenna henni lögin og útsetja á augabragði – „ég sver að við höfum örugglega haldið hljóm- sveitaræfingu tvisvar, ekki oftar“ – og hljóðrita plötu og gefa út upp á eigin spýtur og með hjálp góðra vina á borð við upptökustjórann og tón- skáldið David Arnold, sem unnið hefur með Björk. Heppni? Eða laun erfiðisins? Nei, ekki vill hann meina það. „Ég trúi ekki á heppni. Þetta átti að gerast, voru greinilega örlög mín. Ég spái ekki í framtíðina en trúi samt að örlög okkar séu óumflýj- anleg, að sumt eigi bara að gerast. Ég rækta grænmeti en hef engan áhuga á að flýta fyrir vextinum eða þvinga hann með áburði eða fölsku sólarljósi. Ef það vex, dafnar og verður gott þá er það fínt og ég nýt ávaxtanna, annars átti það bara aldrei að taka við sér.“ Sama gildir um tónlistina. Rice kærir sig ekki um að of mikill áburð- ur í formi auglýsinga sé borinn á hana, í þeirri von um að hún vaxi upp vinsældalistana: „Mér blöskraði eitt sinn hversu oft þeir keyrðu sjón- varpsauglýsingar um plötuna og bað útgefandann því í góðu um að draga úr þeim samstundis. Þeir svöruðu því til að platan væri bara í 43. sæti en ég sagði þá bara: hvað með það?!? Þegar ég fell fyrir tónlist þá leita ég hana sjálfur uppi og uppgötva og ég get ekki hugsað þá hugsun til enda að það sé verið að þröngva tónlist- inni minni upp á einhverja sem hafa ekki áhuga á henni. Vil miklu heldur að fólk uppgötvi hana upp á eigin spýtur, þurfi að bera sig eftir henni. Ef það hefur í för með sér minni sölu þá verður bara að hafa það því það er ekki þess vegna sem ég bý til tón- list.“ Frægðin ei fölskvalaus Mikið hefur verið úr því gert hversu mjög manninum mislíkar frægðin. Hann hristir þó höfuðið þegar blaðamaður fer með þá stað- hæfingu og segir það ranghermt eft- ir sér, eins og svo margt annað. „Það er ekki það að mér mislíki frægðin og reyni að gera allt sem ég get til að sporna við henni. Auðvitað er það gefandi þegar tónlist manns vekur athygli og áhuga. En það er bara allt hitt sem ég kæri mig ekki um. Þannig er ég bara, enda ekki hægt að ætlast til að allir séu þannig gerðir að frægð og frami henti þeim. Þó maður hafi þá köllun að búa til tónlist þá er ekki þar með sagt að maður þrái athygli líka. Það þarf ekkert endilega að fara saman.“ Og þær eru fleiri mýturnar um Rice sem hann notar tækifærið til að leiðrétta. „Þó ég segi stundum að ég gæti fengið þá flugu í höfuðið að hætta alfarið að búa til tónlist og gefa ekki út aðra plötu þá segi ég það bara vegna þess að maður veit aldrei hvað gerist, hvað framtíðin ber í skauti sér. Ég er þannig gerður að ef ég finn að ég sé hættur að fá eitthvað út úr því að búa til tónlist, fer að finnast það leiðigjarnt og þrúgandi, þá mun ég hiklaust segja skilið við hana.“ Sannarlega veit enginn sína ævina fyrr en öll er en mikið vonar blaða- maður að það sé nú þegar skrifað í skýin að Damien Rice eigi um ókom- in ár eftir gefa okkur meira af tónlist sinni, senda frá sér fleiri snilld- arplötur og spila á ógleymanlegum hljómleikum eins og þeim sem hann hélt á Nasa á föstudaginn. Morgunblaðið/Jim Smart Það voru örlögin sem réðu því að Damien Rice kom til Íslands og lék á frá- bærum tónleikum á föstudag. En þvílíkur happafengur samt sem áður! Gæfa eða gjörvuleiki „Ég veit ekki hvað gerist næst, enginn veit hvað gerist næst,“ sagði írski tónlistarmaðurinn Damien Rice er hann ræddi við Skarphéðin Guðmundsson í anddyri Hótels Borgar á föstudag um forlögin, frægðina og fríið sitt á Íslandi. skarpi@mbl.is Írski tónlistarmaðurinn Damien Rice er staddur í stuttu fríi á Íslandi Hátíðartónleikar á boðunardegi Maríu L I S T V I N A F É L A G H A L L G R Í M S K I R K J U Magnificat - Önd mín miklar Drottinific t í i l r r tti í Hallgrímskirkju sunnudaginn 28. mars 2004 kl.16.00 Efnisskrá: J.S. Bach: Magnificat, BWV 243 J.S. Bach: Meine Seel erhebt den Herren, BWV 10 D. Buxtehude: Magnificat Flytjendur: Marta Guðrún Halldórsdóttir sópran Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir mezzósópran Gunnar Guðbjörnsson tenór Magnús Baldvinsson bassi Mótettukór Hallgrímskirkju Kammersveit Hallgrímskirkju Stjórnandi: Hörður Áskelsson Miðaverð 2.500 kr. • Aðgöngumiðasala í Hallgrímskirkju • sími 510 1000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.