Morgunblaðið - 23.03.2004, Síða 11

Morgunblaðið - 23.03.2004, Síða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. MARS 2004 11 ÚR VERINU Fjarri ys og þys þéttbýlisinsí Hólaskógi í Þjórsárdalhefur forvarna- og kynn-ingarmiðstöð fyrir skóla- börn verið starfrækt undanfarna tvo vetur þar sem nemendum í skólum á unglingastigi víðsvegar af landinu er boðið upp á fræðslu um skaðsemi vímuefna. Þangað mæta fulltrúar frá lögreglunni í Reykjavík, sýnt er hvernig hasshundar starfa, fjallað er um einelti og vímuefni og þekktir tónlistarmenn mæta á svæðið, svo fátt eitt sé nefnt. Úr spilamennsku í forvarnarstarf Forvígismaður verkefnisins er Sigurður Gröndal gítarleikari sem undanfarna tvo áratugi hefur verið áberandi í íslenskri popptónlist en hefur nú lagt gítarinn á hilluna. Að hans sögn er hugmyndin sótt í eigin upplifun af sams konar fræðsluverk- efni í Ölfusborgum fyrir röskum þremur áratugum, um það leyti sem Sigurður þreytti landspróf. Fyrir nokkrum árum lenti systursonur hans einnig í slæmum fíkniefna- vanda á útihátíðinni Uxa en þar var Sigurður sjálfur að spila. „Eftir að ég hætti að spila tók ég þetta hús á leigu [Hólaskógur] og langaði að gera eitthvað í þessa átt- ina þó að ég viti lítið um forvarnir. Ég fékk Sigurð Pétursson, lögreglu- mann hjá fíkniefnadeild lögregl- unnar í Reykjavík, Frímann Bald- ursson sem hefur sinnt fræðslu um einelti í grunnskólum og Þorgrím Þráinsson, framkvæmdastjóra tób- aksvarnarnefndar, í lið með mér og fór að leita eftir styrkjum,“ segir hann. „Hefði ekki getað gert þetta án Guðna“ „Það má segja að ég hafi komið alls staðar að lokuðum dyrum nema hjá Guðna Ágústssyni landbún- aðarráðherra. Ég hefði ekki getað gert þetta án Guðna,“ segir Sigurður um viðtökur ráðherrans sem heim- sótti staðinn, leist vel á og ákvað í framhaldinu að styðja við starfsem- ina. Þá hefur Hveragerðisbær og nokkur fyrirtæki stutt við bakið á verkefninu með ýmsum hætti. Á sumrin er Hólaskógur þéttset- inn af ferðamönnum en á veturna koma nemendur í forvarnarfræðslu. Sem dæmi um áherslurnar er notk- un farsíma og neysla sælgætis ekki leyfð meðan á dvölinni stendur, börnin fá staðgóða málsverði, hlýða á fræðandi erindi, m.a. um vímuefni, og skemmta sér í bland. Um kvöldið fá þau sinn skammt af ósviknum draugasögum. Þá fá krakkarnir að sjá fíkniefnahund að störfum og ræða um einelti. Lætur nærri að Sigurður og samstarfsfólk hans hafi tekið móti 15–20 stórum hópum nemenda það sem af er. Börnin dvelja í Hólaskógi yfir nótt en verkefninu lýkur á því að forvarn- arfulltrúi lögreglunnar hittir for- eldra barnanna viku síðar í viðkom- andi skóla og fræðir þau um vímuefni, hegðunarbreytingar sem fylgja neyslu vímuefna og margt fleira. Vantar frekari stuðning frá fyrirtækjum og stofnunum Til að unnt sé að halda verkefninu gangandi stefnir Sigurður á að fá fleiri fyrirtæki og aðila í lið með sér. Markmiðið sé að auka fræðsluna að umfangi og bjóða öllum 8., 9. og 10. bekkjum á Suðurlandi upp á hana sér að kostnaðarlausu. Þá sér hann fyrir sér að aðilar annars staðar á landsbyggðinni nýti sér gistiskála sem eru lítt notaðir á veturna og bjóði krökkum upp á sams konar fræðslu og boðið er upp á í Hóla- skógi. „Við erum af veikum mætti að berjast við að halda verkefninu áfram. Ég sótti um í Pokasjóð til að fá styrk til að búa til margmiðl- unardisk. Mig dauðlangar að hafa samband við matvælafyrirtæki um hvort þau myndu geta stutt við verk- efnið með matargjöfum því það er dýrt að kaupa mat og svona mætti telja áfram,“ segir hann. Sigurður hefur jafnframt rætt við alla þing- menn á Suðurlandi varðandi stuðn- ing en fengið misgóðar undirtektir. Kynningarefni hefur verið sent í fjölmarga skóla og segja má að for- eldrar hafi tekið verkefninu opnum örmum, að hans sögn. „Það hefur mikið af foreldrafélögum haft sam- band. Hingað hafa komið skólar úr Reykjavík, Þorlákshöfn, Keflavík og Hveragerði. Þetta er alltaf að aukast og margir sem hringja, jafnvel for- eldrar sem vita ekki hvað þau eiga að gera og eru í vandræðum með börnin sín. Það er greinilegt að þörf- in er gífurleg.“ Leitarhundur fann hass á fermingarbarni í skólastofu Hann tekur dæmi af ferming- arárgangi í ónefndum grunnskóla sem dvaldi í Hólaskógi. Tveimur mánuðum síðar fékk Sigurður beiðni um að hafa milligöngu um að fíkni- efnaleitarhundur kæmi í skólann og leitaði fíkniefna. Það var árvökull kennari sem vakti máls á þessu en hundurinn fann við leit dollu með hassi sem unglingur á fjórtánda ári gekk með á sér í skólanum og seldi til að fjármagna eigin neyslu. „Þetta er miklu stærra vandamál heldur en við nokkurn tímann ger- um okkur grein fyrir,“ segir Sig- urður og segist sjá skýr merki í gegnum eigin spilamennsku und- anfarna áratugi að neysla harðari efna sé að aukast meðal ungmenna. Foreldrar viti oft á tíðum ekki hvert eigi að snúa sér með neyslu barna sinna og þörf sé á upplýsingasíðu á Netinu þar sem allar upplýsingar eru aðgengilegar á sama stað. Forvarnamiðstöð fyrir skólabörn um skaðsemi vímuefna starfrækt í Hólaskógi undanfarna tvo vetur Án gsm og sælgætis í tveggja daga sveitasælu Morgunblaðið/Árni Sæberg Sigurður Gröndal vill gjarnan fá fleiri fyrirtæki og stofnanir í lið með sér og útvíkka starfsemina sem fram hefur farið í Hólaskógi síðustu tvo vetur. Ljósmynd/Sigurður Gröndal Einn af leitarhundum lögreglunnar í Reykjavík þefar af nemendum. Í bak- sýn stendur Sigurður Pétursson, sem er lögreglunni í Reykjavík. Ljósmynd/Sigurður Gröndal Tveir bekkir í níunda bekk Holtaskóla dvöldu í Hólaskógi fyrir skemmstu þar sem myndin var tekin. LOÐNUVEIÐUM á vertíðinni er að öllum líkindum lokið þrátt fyrir að rúm 180 þúsund tonn séu enn eftir af útgefnum kvóta. Nokkur loðnuskip fengu reytingsafla á Faxaflóa í síð- ustu viku, en ekki hafa borist fréttir af loðnu síðan. Loðnan er sögð lögst á botninn til hrygningar. Áhafnir loðnuskipanna eru nú komnar í frí eftir loðnuvertíðina áður en önnur verkefni taka við. Heildarafli vertíðarinnar er alls 557 þúsund tonn, en þar af voru veidd 461 þúsund tonn á vetrarver- tíð. Það er minnsti afli á vetrarvertíð frá árinu 1991 en þá veiddust aðeins 202 þúsund tonn en heildarafli þeirr- ar vertíðar var aðeins 258 þúsund tonn. Heildarkvóti vertíðarinnar sem nú er nýlokið var alls 737 þús- und tonn þannig að um 180 þúsund tonn af kvótanum falla óveidd niður. Ætla má að útflutningsverðmæti þeirra nemi hátt í tveimur milljörð- um króna, miðað við að allur aflinn færi til bræðslu. Samkvæmt aflastöðulista Fiski- stofu er Hólmaborg SU frá Eskifirði aflahæsta skip loðnuvertíðarinnar en skipið veiddi samtals 34.767 tonn. Næstur kemur Víkingur AK frá Akranesi með 27.520 tonna afla, Börkur NK frá Neskaupstað veiddi 26.841 tonn og Beitir NK frá Nes- kaupstað 25.911 tonn. Mest barst af loðnu til Síldar- vinnslunnar hf. í Neskaupstað á ver- tíðinni, alls 62.506 tonn, samkvæmt samantekt Samtaka fiskvinnslu- stöðva. Eskja hf. á Eskifirði tók á móti 61.562 tonnum, fiskimjölsverk- smiðja Síldarvinnslunnar hf. á Seyð- isfirði á móti 55.922 tonnum og Har- aldur Böðvarsson hf. á Akranesi tók á móti um 44.107 tonnum af loðnu á vertíðinni. Getum vel við unað Freysteinn Bjarnason, fram- kvæmdastjóri útgerðar Síldarvinnsl- unnar í Neskaupstað, sagði við fréttavef Morgunblaðsins í gær að loðnuskip fyrirtækisins væru hætt veiðum. „Nú er verið að þrífa skipin og lagfæra ýmislegt áður en haldið verður á kolmunnaveiðar. Við öndum bara rólega með nefinu þessa dag- ana. Síldarvinnslan átti aðeins 4.000 þúsund tonn eftir af loðnukvóta fyr- irtækisins þannig að við getum vel við unað,“ sagði Freysteinn. Hann sagði að kolmunninn veidd- ist nú suðvestur af Rockall-svæðinu, um 550 sjómílur frá Neskaupstað. Hann sagði að kolmunnakvóti Síld- arvinnslunnar og dótturfélaga væri 174 þúsund tonn. Einhver íslensk skip munu þegar lögð af stað til kolmunnaveiðanna vestur af Írlandi. 180 þúsund tonn eftir af loðnu- kvótanum í lok vertíðar Tekjutapið um tveir milljarðar Í SÍÐUSTU viku var mokað frá bryggjunni í Haganesvík í Fljót- um, en það er árviss framkvæmd í byrjun grásleppuvertíðar. Ástæða þess að grafið er frá bryggjunni er sú að bryggjan er nánast fyrir opnu hafi þannig að í brimum vetrarins skolar miklu af sandi og möl að henni svo að bátarnir geta ekki legið þar við þegar fellur út. Það er nauðsynlegt að bátarnir hafi sæmilegt rými við bryggjuna því þá verður að taka á land þeg- ar eitthvað brimar að ráði meðan á vertíðinni stendur. Grá- sleppuveiðar verða stundaðar frá fjórum stöðum í Skagafirði líkt og undanfarin ár. Auk Haganesvíkur verður lagt upp í Hofsósi, Sauð- árkróki og Selvík á Skaga. Í fyrra stunduðu alls 19 bátar veiðar frá þessum stöðum og fengu tæplega 840 tunnnur af hrognum. Á því má sjá að þessi veiðiskapur hefur talsverða þýðingu fyrir héraðið, en svipaður fjöldi mun stunda veiðarnar í ár. Grásleppukarlar er nokkuð bjartsýnir fyrir komandi vertíð. Leyfilegt var að leggja net- in 20. mars en daginn áður gerði talsvert brim þannig að ekki gaf á sjó um helgina og útgerðarmenn urðu því að bíða í startholunum eftir betra veðri. Morgunblaðið/Örn Þórarinsson Árleg hreinsun: Grafið frá bryggjunni í Haganesvík. Grásleppukarlar í startholunum Fljót. Morgunblaðið VERÐMÆTI sjávarafurða var um 36% af heildarútflutningsverðmæti vöru og þjónustu árið 2003. Tekjur af útflutningi námu samtals 300 millj- örðum króna. Greining Íslands- banka gerir ráð fyrir að þær aukist að meðaltali um 2,5%–3,0% til ársins 2012. Samkvæmt spá Greiningar ÍSB þá mun draga úr vægi sjávarútvegs í út- flutningstekjum þjóðarinnar á næstu árum. Sjávarafurðir voru um 46% útflutningstekna árið 1998 en hlutdeildin verður 27% samkvæmt spánni árið 2012. Mest munar um aukið verðmæti útflutts áls enda munu álver Norðuráls og Alcan á Ís- landi verða stækkuð á næstu árum auk þess sem álver Reyðaráls verður reist á tímabilinu. Sjávarútvegur mun þó áfram verða mikilvægasti þáttur vöruskiptajöfnuðar þar sem samfara auknum útflutningi áls eykst jafnframt innflutningur súráls. Minna vægi útvegsins

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.