Morgunblaðið - 23.03.2004, Side 12

Morgunblaðið - 23.03.2004, Side 12
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 12 ÞRIÐJUDAGUR 23. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Aðalfundur Pharmaco fyrir árið 2003 verður haldinn á Hótel Nordica í Reykjavík miðvikudaginn 31. mars 2004 kl. 16:00. Dagskrá fundarins eru venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt gr. 4.04 samþykkta félagsins. Auk þess verður lögð fram tillaga um heimild til kaupa á eigin hlutabréfum. Dagskrá aðalfundarins, ársreikningur þess og endanlegar tillögur munu liggja frammi á skrifstofu félagsins, Reykjavíkurvegi 76-78, Hafnarfirði, hluthöfum til sýnis viku fyrir fundinn. Fundargögn og atkvæðaseðlar verða afhentir á fundarstað. Hafnarfirði, 23. mars 2004 Stjórn Pharmaco hf. Aðalfundur Pharmaco hf. www.pharmaco.is ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI ● VIÐSKIPTI með hlutabréf Eim- skipafélags Íslands voru stöðvuð í tæpan hálftíma í gærmorgun. Við- skipti í Kauphöll- inni hefjast al- mennt klukkan tíu og um klukkan hálf ellefu var opnað fyrir við- skipti með Eim- skip á nýjan leik, en þá birtist í fréttakerfi Kaup- hallarinnar ræða stjórnarformanns félagsins, Björgólfs Thors Björgólfs- sonar, frá aðalfundi þess á föstudag. Að sögn Þórðar Friðjónssonar, for- stjóra Kauphallarinnar, er ástæða lokunarinnar að Kauphöllinni höfðu ekki borist til birtingar í fréttakerfi sínu upplýsingar sem komið höfðu fram í ræðu Björgólfs og taldar voru geta haft verðmyndandi áhrif. Þórður segir að Kauphöllin hafi óskað eftir því við félagið að fá þessar upplýs- ingar til birtingar til að tryggja jafn- ræði fjárfesta og félagið hafi brugð- ist skjótt við þeirri beiðni. Hann sagðist ekki gera ráð fyrir frekari að- gerðum af hálfu Kauphallarinnar vegna þessa, en þó verði farið yfir málið með Eimskipsmönnum til að tryggja að slíkt endurtaki sig ekki. Viðskipti stöðvuð með Eimskipafélagið Þórður Friðjónsson NÝTT stjórnskipulag Íslandsbanka felur í sér talsverðar breytingar á yf- irstjórn bankans, líkt og fram kom í Morgunblaðinu í gær. Bjarni Ár- mannsson forstjóri segir að mark- miðið með nýja skipuritinu sé að það endurspegli áherslur og áherslu- breytingar hjá bankanum og hvar hann sjái fyrir sér vöxt og vaxtar- brodda. Á sumum stöðum muni það fela í sér stækkun á núverandi starf- semi en á öðrum stöðum þurfi að leita nýrra leiða í ytri vexti bankans erlendis. Viðskiptabankastarfsemi skýrt afmörkuð Bjarni segir að í nýja skipuritinu verði skýrt afmörkuð viðskipta- bankaeining og einfaldara stjórn- skipulag, sem skipti miklu máli fyrir snerpu í samkeppni. Þannig verða fjögur afkomusvið bankans, auk markaðsmála, samein- uð undir nýtt viðskiptabankasvið undir stjórn Jóns Þórissonar, en hann verður jafnframt aðstoðarfor- stjóri og staðgengill forstjóra. Er hér um að ræða alla viðskiptabanka- þjónustu við einstaklinga og fyrir- tæki, þ.e. útibú bankans, fyrirtækja- þjónustu, eignastýringu (áður VÍB) og eignafjármögnun (Glitnir). Fram- kvæmdastjórarnir Guðmundur Tómasson, Sigurður B. Stefánsson og Kristján Óskarsson hafa stýrt og munu áfram stýra þremur síðast- nefndu og Jón Þórisson stýrir áfram útibúasviðinu. Að auki mun Jón hafa umsjón með markaðsmálum bank- ans, sem áður heyrðu undir Huldu Dóru Styrmisdóttur. Jón sagði í samtali við Morgun- blaðið að með þessu næðist fram meiri aðgreining þessarar starfsemi frá annarri starfsemi bankans, sem endurspeglaði meðal annars þá um- ræðu sem verið hefði um aðgrein- ingu fjárfestingarbankastarfsemi og viðskiptabankastarfsemi. Bjarni stýrir fjárfestingum Alþjóðasvið bankans rennur inn í nýtt svið sem kallast fjárfestinga- og alþjóðasvið og verður undir stjórn Bjarna Ármannssonar. Til þessa sviðs heyra útibú Íslandsbanka í London og Lúxemborg, þ.m.t. al- þjóðleg lánastarfsemi og ráðgjöf til erlendra aðila. Fjárfestinga- og al- þjóðasvið verður ennfremur farveg- ur bankans til áhrifafjárfestinga í samstarfi við önnur svið bankans eða aðra aðila. Erlendur Magnússon, sem hefur stýrt alþjóðasviði Íslands- banka, verður annar framkvæmda- stjóra á þessu sviði og leiðir alþjóð- legar lánveitingar. Hinn framkvæmdastjórinn á sviðinu verð- ur Hulda Dóra Styrmisdóttir. Önnur svið bankans eru markaðs- viðskipti undir stjórn Finns Reys Stefánssonar, fjármálasvið undir stjórn Tómasar Kristjánssonar, rekstrarsvið undir stjórn Hauks Oddssonar og lánaeftirlit undir stjórn Björns Björnssonar aðstoðar- forstjóra. Skipulagsbreytingarnar miða að því að einfalda yfirstjórn fyrirtæks- ins. Áður voru framkvæmdastjórar sviðanna ellefu talsins auk forstjóra en framkvæmdastjórn Íslandsbanka skipa nú sex framkvæmdastjórar auk forstjórans Bjarna Ármanns- sonar. Þetta eru þeir Jón Þórisson, Björn Björnsson, Finnur Reyr Stef- ánsson, Haukur Oddsson, Tómas Kristjánsson og Þorgils Óttar Mat- hiesen, en hann hefur verið ráðinn forstjóri Sjóvár-Almennra.                                           !"#$                 !   %  " #  &  '   (    (!)! !   (*   *+, - .  /!      !!-0 &  '1-+( 2) (  3 (          ! &  & -/  ! !  !  !   !    &  '%$2 4 3 (  3 (   $! 2! &  566!3 2   ! 767  &  '* 4 !(  4 )  ! 2 ! Fækkað í yfirstjórn Íslandsbanka úr 12 í 7 ORKUVEITA Reykjavíkur, OR, verður að fylgja leikreglum um eðli- lega viðskiptahætti að því er fram kom í ræðu Rannveigar Rist, stjórn- arformanns Símans, á aðalfundi fyr- irtækisins í gær. Rannveig sagði Símann telja líklegt að uppbygging á fjarskiptastarfsemi OR hefði verið fjármögnuð með tekjum sem orðið hefðu til af annarri starfsemi OR, sem nyti einkaleyfisverndar. Samkeppnisumhverfi Símans sagði Rannveig stöðugt vera að breytast og ýmislegt stuðlaði að því að fyrirtækið þyrfti að vera á varð- bergi og verja markaði sína. Orku- veitan hefði um nokkurt skeið byggt upp fjarskiptaþjónustu í samkeppni við Símann, en til að tryggja heil- brigða samkeppni væri nauðsynlegt að OR skildi alveg á milli þeirrar starfsemi sem nyti sérstakrar vernd- ar og fjarskiptastarfsemi þar sem samkeppni ætti að ríkja. Ekki dygði að stofna dótturfélög sem móður- félagið hlypi undir bagga með ef illa gengi. Síminn hefði gert margvísleg- ar kröfur fyrir samkeppnisyfirvöld- um sem hefðu það að markmiði að tryggt yrði að OR raskaði ekki sam- keppni á fjarskiptamarkaði. Rannveig kom inn á þátttöku Sím- ans í kaupum á búlgarska ríkissíma- fyrirtækinu BTC. Kaupverð 65% hlutarins hefði verið 24 milljarðar króna og þar af hefði hlutur Símans verið 342 milljónir króna. Rannveig nefndi að einkavæðing- arnefnd gerði ráð fyrir að ráðgjöf vegna einkavæðingar Símans yrði boðin út á alþjóðlegum vettvangi á næstunni. Of miklar kröfur Forstjóri Símans, Brynjólfur Bjarnason, ræddi á aðalfundinum meðal annars um þriðju kynslóð far- síma. Hann sagði Símann telja að í drögum að frumvarpi um þriðju kyn- slóðina væru gerðar of miklar kröfur til hraða uppbyggingar og útbreiðslu kerfisins, en kröfur yrðu að vera raunhæfar svo að fjarskiptafyrir- tæki sæju sér hag í að byggja upp kerfin og gætu boðið þjónustuna á hagkvæmu verði. Morgunblaðið/Golli Orkuveitan fylgi leikreglunum Vill verja markaði Rannveig Rist, stjórnarformaður Símans. KB BANKI hefur veitt ráðgjöf og séð um fjármögnun vegna yf- irtöku finnsks kælitæknifyrir- tækis á bresku fyrirtæki á sama markaði. Finnska fyrirtækið, sem er í helm- ingseigu KB banka, heitir Huurre og breska fyrir- tækið heitir WR Refrigera- tion. Helgi Þór Bergs, fram- kvæmdastjóri Kaupthing London, dótturfyrirtækis KB banka, segir að þetta sé í fyrsta sinn sem bankinn sjái um yfir- töku þar sem um tvö erlend fyr- irtæki er að ræða. Hann segir að með þessu sé bankinn að veita Huurre sambærilega þjónustu og hann hafi áður veitt íslensk- um útrásarfyrirtækjum, svo sem Bakkavör Group. Megin- vinnan vegna yfirtökunnar hafi farið fram í bankanum í London en aðstoð hafi einnig komið frá finnska hluta bankans. Helgi segir að ætlunin sé að láta Huurre stækka meira áður en bankinn selji sig útúr fyrir- tækinu. Aðspurður segir hann að ein möguleg útgönguleið gæti verið skráning fyrirtækisins á finnska markaðinn, en það verði þó ekki á næstunni. Samanlögð velta fyrirtækj- anna er 21 milljarður króna og þar af er velta breska fyrirtæk- isins 8 milljarðar króna. Saman- lagður hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði er 2,3 milljarð- ar króna. Fyrsta erlenda yfirtakan Helgi Þór Bergs Aðalfundur Kögunar kl. 12 á Grand Hóteli Reykjavík, Háteigi, 4. hæð. Í DAG

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.