Morgunblaðið - 23.03.2004, Side 13
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. MARS 2004 13
ANDLEGUR leiðtogi og stofnandi
Hamas-samtaka Palestínumanna,
Sheikh Ahmed Yassin, var drepinn í
gær þegar Ísraelar gerðu þyrluárás
á Gaza-borg. Í kjölfarið lýstu sam-
tökin yfir allsherjarstríði á hendur
Ísraelum.
Yassin, sem var 67 ára klerkur,
bundinn við hjólastól, féll ásamt sjö
öðrum Palestínumönnum þegar
þrem eldflaugum var skotið frá ísr-
aelskri þyrlu í þann mund sem hann
kom út úr mosku í Sabra-hverfinu í
Gaza-borg að loknum bænum um
klukkan hálf sex í gærmorgun að
staðartíma, að því er haft var eftir
sjónarvottum og öryggisvörðum.
Tveir lífvarða Yassins og tengda-
sonur hans voru meðal þeirra sem
féllu. Salah Amudi var meðal þeirra
fyrstu sem komu að líki Yassins, og
sagði hann það hafa verið skelfilegt.
„Við vissum ekki hvað við áttum að
gera. Við vorum hrædd um að [Ísr-
aelar] myndu gera aðra árás.“ Við
annan mann flutti Amudi líkamsleif-
ar Yassins á sjúkrahús í plastpokum.
Ísraelar hafa ekki farið í launkofa
með þær fyrirætlanir sínar að fella
leiðtoga Hamas í kjölfar tveggja
sjálfsmorðssprengjutilræða í hafn-
arborginni Ashdod í síðustu viku, en
Hamas og Al-Aqsa-herdeildirnar,
önnur herská palestínsk samtök,
lýstu yfir ábyrgð á tilræðunum.
„Átti skilið að deyja“
Fyrsta tilkynning Ísraela um
drápið á Yassin kom frá Zeev Boim
aðstoðarvarnarmálráðherra, sem
sagði að Yassin hefði átt skilið að
deyja fyrir aðild sína að morðum á
hundruðum Ísraela frá því að upp-
reisn Palestínumanna, intifata, hófst
í september 2000. „Yassin átti skilið
að deyja fyrir öll þau hryðjuverk
sem Hamas hefur framið,“ sagði
Boim í viðtali við ísraelska útvarpið.
Shaul Mofaz, varnarmálaráðherra
Ísraels, sagði að „baráttunni gegn
Hamas yrði haldið áfram“, og gaf í
skyn að fleiri loftárásir og atlögur
yrðu gerðar að samtökunum. Sagði
Mofaz að Yassin hafi verið „palest-
ínskur bin Laden“, og skírskotaði
þar til Osama bin Ladens, leiðtoga
hryðjuverkasamtakanna al-Qaeda.
Leiðtogi ísraelsku stjórnarand-
stöðunnar, Shimon Peres, sagði á
þingi í gær að það hafi verið mistök
að ráða Yassin af dögum. Kvaðst
Peres telja, að drápið myndi ekki
draga úr hryðjuverkum, heldur
þvert á móti auka hættuna á þeim.
Yassin er hæst setti Palestínu-
maðurinn sem Ísraelar hafa ráðið af
dögum síðan intifadan hófst, en í
árásum sínum hafa Ísraelar yfirleitt
haft þann háttinn á, að reyna að fella
tiltekna menn í forystusveit Palest-
ínumanna. Yassin slapp lifandi úr
slíkri atlögu Ísraela 6. september í
fyrra. Pólitískur leiðtogi Hamas, Ab-
dulaziz Rantissi, slapp einnig lifandi
úr slíku tilræði í júní, en þriðji æðsti
maður samtakanna, Ismail Abu Sha-
nab, var drepinn í loftárás í ágúst.
Í kjölfar morðsins á Yassin í gær-
morgun lýsti hinn vopnaði armur
Hamas, Ezzedine al-Qassam-her-
deildirnar, því yfir, að hundruð Ísr-
aela yrðu drepin í hefndarskyni.
„Þeir sem tóku þá ákvörðun að
drepa Sheikh Yassin hafa undirritað
dauðadóm yfir hundruðum zíonista,“
sagði í yfirlýsingunni.
Rantissi lýsti yfir stríði. „Hér með
er stríði lýst á hendur þessum morð-
ingjum, þessum glæpamönnum og
þessum hryðjuverkamönnum,“ sagði
hann í viðtali við gervihnattasjón-
varpsstöðina al-Arabiya, og að baki
honum hrópuðu hundruð stuðnings-
manna og hvöttu til heilags stríðs.
Þúsundir Palestínumanna þustu
út á götur eftir að Yassin var drepinn
og hópuðust að heimili hans í Gaza,
og á Vesturbakkanum flykktust tug-
ir þúsunda til viðbótar út á götur.
Margir báru eld að hjólbörðum, og
risu svört reykský til himins yfir göt-
um á Vesturbakkanum.
Arafat lýsir yfir þjóðarsorg
Yasser Arafat, leiðtogi Palestínu-
manna, fordæmdi drápið á Yassin og
sagði það „villimannslegan glæp“.
Lýsti hann yfir þriggja daga þjóð-
arsorg. Ahmed Qurei, forsætisráð-
herra palestínsku heimastjórnarinn-
ar, sagði við fréttamenn að árásin á
Yassin væri „mikill og fyrirlitlegur
glæpur, og það er heigulsháttur að
ráðast á einn af leiðtogum palest-
ínsku þjóðarinnar“.
Al-Aqsa-herdeildirnar sögðu að
ráðist yrði á þúsundir Ísraela í
hefndarskyni, en helsta skotmark
herdeildanna væri varnarmálaráð-
herrann Shaul Mofaz. Hvöttu her-
deildirnar öll palestínsk samtök til
að „lýsa yfir miskunnarlausu stríði á
hendur zíonísku þjóðinni“.
Í Kaíró komu hundruð stúdenta
við al-Azhar-háskólann saman og
kröfðust hefnda. „Gyðingarnir hafa
myrt Yassin, hver verða viðbrögð
múslíma?“ hrópuðu stúdentarnir.
VOPNAÐIR vígamenn úr Hamas-
samtökum Palestínumanna bera
kistuna með líki Sheikh Ahmed
Yassins um götur Gaza-borgar í
gær, þegar útför hans fór fram.
Tugir þúsunda Palestínumanna
flykktust út á götur bæði á Gaza-
svæðinu og Vesturbakkanum í
kjölfar þess að Ísraelar drápu
Yassin með eldflaugaárás í dög-
un. Kista Yassins var sveipuð
grænum fána Hamas.
„Reiðinni og hatrinu sem býr í
hjörtum okkar verður ekki með
orðum lýst,“ sagði Ismail Han-
iyeh, stjórnarmaður í Hamas og
náinn aðstoðarmaður Yassins.
Meðal þeirra sem voru saman
komnir við heimili hans í Gaza-
borg í gær voru þrjár konur sem
veifuðu hríðskotarifflum. Ein
kvennanna, sem er á sjötugsaldri,
sagðist vera reiðubúin að fremja
sjálfsmorðstilræði í hefndarskyni.
„Öll berjumst við, öll erum við
píslarvottar. Við erum öll tilbúin
til að verða píslarvottar,“ sagði
hún.
Yassin var jarðaður í „Písl-
arvottagarðinum“ í Gaza-borg,
fáeinum klukkustundum eftir að
Ísraelar réðu hann af dögum.
Reuters
„Hatrinu verður ekki
með orðum lýst“
Ísraelar drepa stofnanda Hamas-samtaka Palestínumanna í eldflaugaárás
Hamas lýsa yfir allsherj-
arstríði á hendur Ísrael
Ísraelar segja
Yassin hafa verið
„palestínskan
bin Laden“
Gaza-borg, Jerúsalem. AFP.
SHEIKH Ahmed Yassin, stofnandi
og andlegur leiðtogi Hamas-sam-
taka Palestínumanna, var veiklu-
legur og svo að segja alveg blindur.
Röddin var mjó og skjálfandi, að
því er fréttaskýrandi breska rík-
isútvarpsins, BBC, segir.
Samt fóru völd hans meðal Pal-
estínumanna vaxandi, en þeir hafa
lengi verið örvæntingarfullir vegna
þess hve hið svonefnda friðarferli í
Miðausturlöndum hefur litlu breytt
um hlutskipti þeirra. Þúsundir
fagnandi stuðningsmanna Yassins
hlýddu á hann hóta hefndum þegar
ísraelskir hermenn höfðu sýnt hon-
um banatilræði í september í fyrra.
Yassin fæddist árið 1938 í Palest-
ínu, sem þá var undir forræði
Breta. Stjórnmálaskoðanir hans
mótuðust á tímum niðurlægingar
og uppgjafar Palestínumanna.
Hann lenti í slysi í æsku og lam-
aðist. Eftir það helgaði hann sig
rannsóknum á íslam og stundaði
nám í Kaíró. Hann öðlaðist þá sann-
færingu, að Palestína væri íslamskt
land „helgað múslímum uns yfir
lýkur“, og að enginn arabaleiðtogi
hefði leyfi til að láta eftir hinn
minnsta skika af því landi.
Á meðan hann sat í ísraelsku
fangelsi, 1989-1997, hafði táknrænt
mikilvægi hans meðal Palestínu-
manna aukist, þótt hann nyti hvergi
nærri jafn mikilla vinsælda og
Yasser Arafat. Hann veitti ungum
Palestínumönnum, sem glatað
höfðu allri von um frið, innblástur
til að fórna lífinu fyrir málstað pal-
estínsku þjóðarinnar, fremja sjálfs-
morðssprengjutilræði og verða
píslarvottar.
Yassin hvikaði aldrei frá afstöðu
sinni til friðarsamninga við Ísraela:
„Þessi svokallaða friðarleið er eng-
inn friður og mun aldrei koma í
staðinn fyrir heilagt stríð og and-
spyrnu,“ sagði hann ítrekað.
Andlegt
tákn
!
"
# $
!
%&''
!
()
!
*
$ +
, 8 -$(
7
9!
: 7 $
!:: +;<==( !)$ :
! 7: 7
7
7
&
&& 6!
!
! 9!
: 7
6 >?;<<@
: $ 6:$ $ 0
9!
:
A
! 0
-*
./01:9!
:(
) 7
0
#
#
233
!
$7 :20
'
()
./41
!4
:7A
!
./15766$
66
9!
: 0
./1/ 2 :!: :
! 6 6 :
! $
0
6'
.//5:6 7
:
!
7 :$! :0
$$
A
!
$:$
7880
ARIEL Sharon, forsætisráðherra
Ísraels, tók gífurlega áhættu þegar
hann fyrirskipaði að stofnandi
Hamas-samtaka Palestínumanna,
Sheikh Ahmed Yassin, skyldi ráð-
inn af dögum. Sharon vonast til að
vinna algeran sigur á herskáum
Hamas-liðum áður en Ísraelar
kveðja lið sitt heim frá Gaza-
svæðinu, en um leið hættir Sharon
á að kalla yfir sig og ísraelsku
þjóðina öldu hefndaraðgerða Pal-
estínumanna, og það er allsendis
óljóst hvar slíkt kann að enda.
Yassin var auðunnið og eft-
irsóknarvert skotmark fyrir Ísr-
aela. Hann var lamaður og bundinn
hjólastól, en var framarlega í flokki
sem andlegur leiðtogi samtakanna,
þótt ekki hafi hann verið talinn
eiga hlut að máli við skipulagningu
árása á Ísrael.
Þótt Ísraelar hafi fyrir
skemmstu tilkynnt að
Yassin væri „dauða-
merktur“ fór hann ekki
í felur heldur lét sem
ekkert væri og fór m.a.
daglega til mosku
skammt frá heimili sínu.
Ísraelar skutu á hann
eldflaugum í dögun í
gær er hann var að
koma út úr moskunni að
loknum morgunbænum.
Átök Ísraela og Pal-
estínumanna tóku
breytta stefnu í síðasta
mánuði, þegar Sharon
tilkynnti að hann teldi
koma til greina að kalla
ísraelskt lið heim frá Gaza og
leggja niður allar landnemabyggðir
þar. Þessi yfirlýsing varð til þess,
að átökin á milli ísraelsku hersveit-
anna og Hamas urðu harðari, því
að báðir vildu geta
lýst brotthvarfi Ísr-
aela sem sigri sínum.
Ísraelskir hers-
höfðingjar létu í ljósi
áhyggjur af því að
svo myndi virðast
sem Ísraelar væru
að flýja frá Gaza, og
hafa hvatt til harðari
árása á Hamas.
Kváðust þeir ekki
vilja hætta á að
skyndilegt brott-
hvarf Ísraela frá
Líbanon í maí 2000
endurtæki sig, en því
var lýst sem sigri
líbönsku skæruliðasamtakanna
Hezbollah, og talið ein helsta
ástæða uppreisnar Palestínumanna
tveim mánuðum síðar. Þótt svo
kunni að virðast sem ísraelskur al-
menningur sé yfirleitt sáttur við að
Yassin hafi verið drepinn kann al-
menningsálitið að breytast skyndi-
lega ef hefndaraðgerðir verða
margar og mannskæðar. „Nú bíð-
um við eftir næsta hryðjuverki, og
spurningin er hversu margir Ísr-
aelar muni láta lífið,“ sagði Yossi
Beilin, hófsamur, ísraelskur stjórn-
málamaður.
Aðrir halda því þó fram, að þrátt
fyrir stór orð Hamas geti samtökin
litlu bætt við það sem þau hafi þeg-
ar gert. „Þótt þeir kunni að hafa
meiri hvatningu núna breytir það
engu um getu þeirra,“ sagði ísr-
aelski fréttaskýrandinn Yossi Alp-
her.
Pólitískur leiðtogi samtakanna,
Mahmud al-Zahar, sagði aftur á
móti í gær, að leitað yrði nýrra
leiða til að „halda aftur af Ísr-
aelum“ og hefna morðsins.
Sharon tók mikla áhættu
Ariel Sharon
Jerúsalem. AP.