Morgunblaðið - 23.03.2004, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 23.03.2004, Qupperneq 16
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 897-9706. Akureyri Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 862-1169. Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Úr bæjarlífinu RANGÁRÞING EYSTRA EFTIR STEINUNNI ÓSK KOLBEINSDÓTTUR FRÉTTARITARA Félagsheimili til leigu | Eftir sameiningu sveitarfélaga í eystri hluta Rangárvalla- sýslu hefur orðið talverð umræða um stöðu og hlutverk félagsheimilanna í hinu nýja sveitarfélagi. Alls eru sjö stór og glæsileg félagsheimili í Rangárþingi eystra og er það talsverður baggi fyrir ekki stærra sveitarfélagið að reka öll þessi hús og skapa þeim verkefni. Nú hefur verið ákveðið að auglýsa Fossbúð á Skógum til leigu og jafn- vel að leigja húsið til lengri tíma.    Bíræfnir þjófar| Morgun einn í liðinni viku urðu íbúar á Hvolsvelli varir við að óboðnir næturgestir höfðu verið á ferðinni í bílskúrum og bílum í þorpinu. Víða var búið að róta hressilega til í bílskúrum en eins og flestir vita endar venjulega það sem enginn þarf að nota í bílskúrnum. Eitthvað höfðu þjófarnir uppúr krafsinu því eftir þessar næturheimsóknir fóru þeir á eitt fínasta hótelið í nágrenninu, Hótel Rangá, og beiddust gistingar. Þegar þeir ætluðu að fara áttu þeir ekki fyrir næturgistingunni svo að stúlkan í afgreiðslunni tók niður bíl- númerið þeirra og fékk einnig gemsa í pant. Þegar í ljós kom að ýmislegt vantaði úr her- berginu, svo sem veigar á míníbarnum, hringdi stúlkan í lögregluna sem handsam- aði þjófana og nú eru bílskúrseigendur í óða önn við að skoða dótið sitt hjá löggunni og kannast sumir hreinlega ekki við neitt enda ágætt að losna við dálítið drasl úr skúrnum! Hins vegar, að öllu gamni slepptu, er senni- lega betra að læsa skúrunum.    Kjötmeistarar slá í gegn|Það er ekki hægt að segja annað en að kjötiðn- aðarmenn á Hvolsvelli hafi átt góðan dag í fagkeppni Meistarafélags kjötiðn- aðarmanna sem var haldin í tengslum við sýninguna Matur 2004 í Kópavogi. Kjöt- meistararnir sendu inn 35 vörutegundir og fengu alls 33 verðlaun fyrir.    Fjör í menningarlífinu| Mikið hefur ver- ið að gera í menningarlífinu hér í vetur. Reglulega bjóða eigendur Hótel Hvols- vallar uppá vandaða skemmtidagskrá og mikla fjölbreytni í matargerð. Um helgina skemmtu KK og Maggi Eiríks með Vega- lögum sínum og fyrir skemmstu söng Guð- rún Gunnarsdóttir lög Ellýjar. Kórar skemmta reglulega, nú um helgina kvenna- kórinn Ljósbrá ásamt kór eldri borgara. Á Skógum voru söngbúðir skólakóra og svo mætti lengi telja. Sumir hafa það á orði að menningarlífið sé svo líflegt hér um slóðir að aðalvandinn sé að velja á milli. Skólastjórnendum ígrunnskólum Ak-ureyrar hafa verið afhent fyrstu eintökin af SAFT-kennsluefni um örugga netnotkun fyrir nemendur í 1. til 4. bekk grunnskóla. Það voru fulltrúar Heimilis og skóla sem afhentu kennsluefnið, sem ætlað er að auka vit- und barna á möguleikum og hættum Netsins og fell- ur kennsluefnið undir kennslu í upplýsingatækni eða lífsleikni. Efnið er samsett af gagnvirkum æfingum sem hafa að markmiði að auka öryggi barnsins þegar það vafrar um Netið. SAFT- kennsluefnið er hluti af Evrópuverkefni sem Heimili og skóli taka þátt í fyrir hönd Íslands. Netnotkun Það var sannarlegalíf og fjör þegarnemendur Flúða- skóla héldu árshátíð sína á föstudaginn var. Skemmtu nemendur, kennarar og gestir sér hið besta. Yngri nem- endur voru með skemmt- un um miðjan daginn með tilheyrandi gamanþáttum og spaugi auk þess sem var dansað. Á myndinni sýna stúlkur í 4. bekk dans.Um kvöldið var skemmtun nemenda í 8. til 10 bekk ásamt veglegri matarveislu fyrir nem- endur og gesti. Nú stunda 189 nám í skólanum en kennarar eru 24 auk þriggja stundakennara. Skóla- stjóri er Guðjón Árnason. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Árshátíð Flúðaskóla Ósk Þorkelsdóttirvelti fyrir sérfegrunar- aðgerðum á hagyrð- ingakvöldi Lions og Kveðanda á Húsavík. Hún hafði heyrt að sumum þætti sjálfsagt að konur færu að huga að fegr- unaraðgerð um fertugt. Um fertugt liggur það fyrir þér að fletja úr gárum; trúlega átti að teygja á mér fyrir tuttugu árum. Svo kom Ósk til hugar að hún horfði minna á and- litið á sér en aðrir: Að ungmeyjarfésið endist mér er andskoti tæpt að vona svo heilagur drottinn hjálpi þér að horfa á andlitið svona. SPRON auglýsir mikið e- kortið þessa dagana und- ir yfirskriftinni Fundið fé. Ykkur við látum allt í té ef eyðslu góða þið stundið, en er ekki betra að eyða fé eftir að það er fundið. Fundið fé pebl@mbl.is TÖLUVERÐ andstaða er við hugmyndir um sorpurðun í Arnarneshreppi, að sögn Jóns Þórs Brynjarssonar, íbúa á Hjalteyri. Hann er einn þeirra sem stóð fyrir undirskrifta- söfnun í sveitarfélaginu, þar sem því er mót- mælt að leyfðar verði jarðvegsrannsóknir á ríkisjörðinni Syðri-Bakka, eða að laust sorp verði urðað í sveitarfélaginu. Jón Þór sagði að 66 manns hefðu skrifað á listann, eða um 60% kosningabærra íbúa sveitarfélagsins. Undirskriftalistarnir hafa verið afhentir fulltrúum í hreppsnefnd Arnarneshrepps. Jón Þór sagði að mun meiri áhugi væri fyr- ir því að skoða þann möguleika að hýsa sorp- brennslu í sveitarfélaginu. „En okkur finnst það alveg skelfilegt að ætla að færa sorp- haugana af Glerárdal hingað niður í byggðina og sú afstaða kom skýrt fram hjá þeim sem skrifuðu undir.“ Eins og fram kom í Morgunblaðinu á laug- ardag horfir stjórn Sorpsamlags Eyjafjarðar til jarðarinnar Syðri-Bakka sem hugsanleg- an stað fyrir sorpurðun fyrir sveitarfélög í firðinum. Sem fyrr sagði er um ríkisjörð að ræða, norðan við Dysnes, og þarf leyfi land- búnaðarráðuneytisins til að gera þar jarð- vegsrannsóknir. Fulltrúar Sorpsamlagsins funduðu með hreppsnefnd Arnarneshrepps á dögunum en hreppsnefndin tók ekki afstöðu með eðaá móti því að farið yrði í rannsóknir á Syðri-Bakka. Töluverð andstaða meðal íbúa Hugmyndir um sorpurðun í Arnarneshreppi SKRIFAÐ hefur verið undir samninga milli Blönduósbæjar og Skríns um kerfisleigu fyr- ir bæjarskrifstofuna og nokkrar stofnanir sveitarfélagsins. Uppsetning búnaðarins fer fram nú í marsmánuði, en í frétt frá fyrirtækinu kemur fram að Blönduósbær hafi um langt skeið átt viðskipti við Skrín, m.a. vegna nettenginga og IP-gagnasambands fyrir stofnanir sínar og grunnskóla. Kerfisleigulausnin komi því í framhaldi af fyrri viðskiptum milli aðila. Komið var að því að endurnýja netþjón á bæjarskrifstofunum og komust forráðamenn bæjarins að því að kerfisleiga væri hag- kvæmari leið. Verða bæjarskrifstofa, leik- skóli, bókasafn og áhaldahús tengd kerfis- leigunni en það er stefna sveitarfélagsins að helstu stjórnendur hafi einnig aðgang að henni heiman frá sér, auk þess sem kerfis- uppbygging af þessu tagi býður upp á þann möguleika að bæjarfulltrúar fái betri aðgang að miðlægum gögnum og kerfum bæjarins. Blönduósbær semur við Skrín um kerfisleigu ♦♦♦ Húsavík | Framkvæmdir hófust á dögunum við dýpkun og gröft á stálþilsskurði við Bökugarð. Það er fyrirtækið Sæþór ehf. sem sér um verkið og notar til þess m.a. gröfupramma og efn- isprammann Pétur mikla. Samkvæmt verksamningi skal framkvæmdum lokið 1. apríl nk. en þó er viðbúið að svo verði ekki. Dýpi við þilið verður 100 metrar, en stálþilið rekið það langt niður að auðvelt verð- ur að dýpka síðar í 12 metra t.d. vegna þarfa orkufreks iðnaðar. Ríkiskaup hafa auglýst útboð á efni í stálþilið sem reka á niður síðar á árinu, en gert er ráð fyr- ir að þær framkvæmdir geti haf- ist síðsumars. Rekið verður nið- ur 130 metra langt stálþil, kantur og pollar steyptir og fyllt að. Lokafrágangur fer svo fram á næsta ári. Morgunblaðið/Hafþór Framkvæmdir við Bökugarð; gröfupramminn og efnispramminn Pétur mikli að störfum. Grafið fyrir stálþili við Bökugarðinn Framkvæmdir Ólafsfjörður | Mikið fjör ríkti í óvissuferð kennara við Barnaskól- ann og Gagnfræðaskólann í Ólafs- firði fyrir skemmstu. Eftir kennslu í línudansi við barnaskólann var farið í ratleik utanhúss. Kristján Hauksson á netaverkstæðinu Kristbjörgu lagði þvínæst ýmsar þrautar fyrir kenn- arana, og fólust þær aðallega í því að sauma saman net. Sjá má sig- urvegarann í þeirri keppni á myndinni þar sem Björn Þór Ólafsson hefur verið straujaður inn í kvenbúning! Frá netaverkstæðinu var haldið og komið við á Tjörn, jarðhæð, þar sem hugmyndin var að „mála bæinn rauðan“ hjá Guðrúnu mynd- menntakennara, en gallinn var sá að fólk átti að koma með rauða málningu með sér og þeir sem ekki gerðu það gátu ekkert málað. Fengu þeir því að syngja fyrir íbúa jarðhæðar. Barnið grét mik- ið. Loks var komið við á Glaumbæ, þar sem kennara biðu enn fleiri þrautir í anda Fear Factor (ógeðs- drykkur, karaoke, tískusýning). Var svo sest að borðum og mat- arins notið. Morgunblaðið/Helgi Jónsson Skemmtu sér vel: Björn Þór Ólafsson kominn í kvenbúning sem skipstjóra- dæturnar saumuðu. Ágúst, Þórgunnur og Villa sáu um að sauma. Fjör í óvissuferð kennara

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.