Morgunblaðið - 23.03.2004, Blaðsíða 20
AUSTURLAND
20 ÞRIÐJUDAGUR 23. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Fáskrúðsfjörður | Á miðvikudag
var önnur af tveimur lokahátíðum
Stóru upplestrarkeppninnnar
haldin í félagsheimilinu Skrúð á
Fáskrúðsfirði.
Þrettán börn úr 7. bekkjum
grunnskóla á Breiðdalsvík, Stöðv-
arfirði, Fáskrúðsfirði, Reyð-
arfirði, Eskifirði og Neskaupstað
tóku þátt í upplestrinum. Var les-
ið úr sögunni Hjalti kemur heim,
eftir Stefán Jónsson, ljóð eftir
Þuríði Guðmundsdóttur og ljóð að
eigin vali.
Besti upplesarinn var valinn
Valtýr Aron Þorrason, Fáskrúðs-
firði. Í öðru sæti var Anna Vil-
hjálmsdóttir, Neskaupstað og í því
þriðja Guðný Björg Guðlaugs-
dóttir, Neskaupstað.
Fór með ljóð á pólsku
Sérstaka athygli vakti pólski
drengurinn Darol Stencil, nem-
andi í grunnskóla Stöðvarfjarðar,
sem fór með ljóð á pólsku að lok-
inni keppni.
Keppendur fengu að launum
viðurkenningar og verðlaun frá
Eddu miðlun og Sparisjóði Norð-
fjarðar. Fjöldi fólks kom í Skrúð
að hlýða á upplesturinn og auk
hans var tónlistarflutningur barna
frá Fáskrúðsfirði og Stöðvarfirði.
Fyrri lokahátíðin eystra var
haldin á Vopnafirði og urðu þar
hlutskörpust Unnur Arna Borg-
þórsdóttir og Björgheiður Mar-
grét Helgadóttir, báðar frá Egils-
stöðum,,, og þriðja sætið hlaut
Öystein Magnús Gjerde úr Fella-
bæ.
Fjórtán skólar á Austurlandi
tóku þátt í upplestrarkeppninni,
en 154 nemendur eru nú í 7. bekk
skólanna.
154 lestrarhestar úr 14 skólum
Morgunblaðið/Albert Kemp
Lásu af snilld: Guðný Björg Guðlaugsdóttir, Neskaupstað, Arna Vilhjálms-
dóttir, Neskaupstað, og Valtýr Aron Þorrason, Fáskrúðsfirði.
Egilsstaðir | Yfirstjórn Heilbrigð-
isstofnunar Austurlands hefur farið
fram á það við heilbrigðisráðuneyti
að niðurskurður þessa árs verði 50
milljónir króna á árinu í stað 100
milljóna, sem ráðuneytið gaf skipun
um. Hafa svör ekki borist frá ráðu-
neytinu enn sem komið er.
Ýmis sparnaðarúrræði eru nú til
skoðunar hjá HSA, svo sem minni
sumarafleysingar og sparnaður í
framkvæmdum og innkaupum.
Meðal hugmynda um samdrátt í
þjónustu má nefna að hugsanlega
mun skurðdeild, lyflæknisdeild og
fæðingardeild Fjórðungssjúkra-
hússins í Neskaupstað verða lokað
tímabundið í sumar.
HSA býður svara frá heilbrigð-
isráðuneyti og fyrr en það fæst
verða sparnaðaraðgerðir ekki að
fullu ljósar, þó þegar sé byrjað að
draga saman seglin í rekstrinum.
Búið að kynna hugmyndir um
niðurskurð fyrir starfsfólki
Jón Kristjánsson hefur áður lýst
því yfir að HSA þurfi að búa við þær
fjárveitingar sem stofnuninni séu
ætlaðar og bent á að hún hafi farið
35 milljónir króna yfir fjárveitingu á
fyrra ári.
Einar Rafn Haraldsson, fram-
kvæmdastjóri HSA segir að fjár-
veiting til stofnunarinnar í fyrra
hafi verið um 1,2 milljarðar króna.
„Við erum búnir að kynna hug-
myndir um niðurskurð fyrir okkar
starfsfólki,“ segir Einar Rafn. „Við
höfum haldið starfsmannafundi á
stærstu stöðunum og farið yfir
verkefnin að stórum hluta. Við setj-
um niðurskurðaráætlanir strax í
gang, svo sem að draga úr sum-
arafleysingum, ráða ekki í störf sem
losna og aðrar hefðbundnar að-
haldsaðgerðir. Ekki er búið að
ákveða lokanir né uppsagnir starfs-
manna.“
Mæðir meira á heilsu-
gæslunni vegna þenslunnar
Síðari hluta febrúarmánaðar mót-
mælti læknaráð HSA niður-
skurðaráformum ráðuneytisins með
ályktun, sem send var heilbrigðis-
ráðherra. Telur ráðið niðurskurðinn
algerlega á skjön við raunveruleik-
ann, ekki síst þar sem Austurland
sé helsta þenslusvæði landsins um
þessar mundir.
Í október í fyrra gerði HSA sér-
stakan samning við Landsvirkjun
um heilbrigðisþjónustu fyrir starfs-
menn allra verktaka á virkjunar-
svæðinu við Kárahnjúka. Tók HSA
þar með við allri skipulagningu og
stjórnun aðgerða, ásamt forræði
þess mannafla og tækjabúnaðar
sem Landsvirkjun og Impregilo
hafa á svæðinu. Kostnaðarhlutur
HSA er 20 milljónir króna, sem
greiðast af sérstakri fjárveitingu frá
ríkinu.
Læknaráðið ályktaði jafnframt að
erfitt hefði verið að fá nýja lækna til
starfa á svæðinu um hríð og því afar
torvelt að draga enn úr þjónustu og
kostnaði. Mun ekki, þrátt fyrir end-
urteknar auglýsingar, hafa tekist að
fá lækna til starfa á Egilsstöðum og
Reyðarfirði. Þá var fæðingardeild
lögð niður á Egilsstöðum eftir að
ítrekað hafði verið auglýst eftir ljós-
mæðrum til starfa án árangurs.
Einar segir vaktabyrði megin-
ástæðu fyrir því að erfitt er að fá
lækna til starfa.
Í nýlegri skýrslu stjórnsýsluskoð-
unar kom m.a. fram að heildar-
launakostnaður heilbrigðisstétta á
Egilsstöðum og Seyðisfirði fer úr
rúmum 346,5 milljónum í tæpar 450
milljónir króna frá árinu 2000 til
2002, þó ársverkum fjölgi aðeins um
0,4%. Í Neskaupstað hækka laun í
heilbrigðisstéttum á sama tíma úr
rúmum 253 milljónum í rúmar 316
milljónir króna og fjölgar ársverk-
um þar um tæp fjögur. Af öllum
stöðum sem bornir eru saman í
skýrslu stjórnsýsluskoðunar er árs-
verk lækna dýrast í Neskaupstað
árið 2002, eða rúmar 15 milljónir
króna. Meðallaun lækna í Neskaup-
stað eru 71% hærri en lækna hjá
Landspítala háskólasjúkrahúsi, en
læknar á Egilsstöðum og Seyðisfirði
hafa að meðaltali 27% hærri laun en
læknar á LSH.
Einar Rafn segir niðurstöðurnar
sýna að hækkanir hafi mikið til
gengið eftir því sem spáð var. „Hvað
okkar stofnun varðar virðumst við
vera innan marka eða í meðallagi.“
Það nýjasta í heilsugæslumálefn-
um á Austurlandi er að hreppsnefnd
Borgarfjarðarhrepps bókaði í fund-
argerð nýverið áhyggjur sínar af
fækkun ferða læknis til Borgar-
fjarðar eystri. Læknir hefur ekki
komið í heilsugæsluna á staðnum
undanfarnar vikur og mun hans
ekki vera að vænta fyrr en í maí n.k.
Forsvarsmenn Heilbrigðisstofnunar Austurlands segja
óhægt um vik með aðhaldsaðgerðir í rekstri vegna þenslu
Velta fyrir sér
hverri krónu
Morgunblaðið/Kristín Ágústsdótti
Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupstað: Lokanir á deildum eru yfirvofandi.
Þorgerður Malmquist nuddar fætur Ólafar Ólafsdóttur frá Neskaupstað.
Greiðasala | Fengist hafa rekstrar-
aðilar að söluskála Skeljungs í Esso-
húsnæðinu við Hafnargötu á Seyðis-
firði. Skeljungur ákvað sem kunnugt
er að leigja út aðstöðuna í stað þess að
fyrirtækið ræki sjálft greiðasölu
ásamt eldsneytisafgreiðslu. Það eru
hjónin Birna Pálsdóttir og Guðni
Hjörtur Sigurðsson sem ætla að reka
söluskálann og hyggjast þau leigja
húsið og ráðast í endurbætur og
breytingar innanhúss. Verður það
gert í samvinnu við Skeljung.
Reiknað er með að hægt verði að
opna söluskálann fyrsta sumardag.
Landbótasjóður | Á annað hundrað
milljónir verða í sérstökum landbóta-
sjóði fyrir Norður-Hérað, sem
Landsvirkjun fjármagnar. Honum er
ætlað að kosta uppgræðslu og ræktun
lands í stað þess sem fer undir vatn
vegna Kárahnjúkavirkjunar. Stjórn
sjóðsins hefur tekið tilboði Sparisjóðs
Norðfjarðar í vörslu og ávöxtun fjár-
magnsins, en einnig buðu Lands-
bankinn og KB-banki í sjóðvörsluna.
Egilsstaðir | Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir menntamálaráðherra
sagði nýlega við úthlutun menningar-
styrkja á Austurlandi að endanleg
ákvörðun um byggingu menningar-
húss á Egilsstöðum hefði ekki verið
tekin og biðu nú stjórnvöld eftir
ákvörðun heimamanna þar um. Bæj-
arstjórn Austur-Héraðs og stjórn
Eiða ehf. greinir á um hvar og með
hvaða hætti menningarhús skuli
byggt upp.
Fyrir þremur árum gerðu sveitar-
félögin á Austurlandi og menntamála-
ráðuneytið samning um þrenns konar
stuðning ríkisins við menningarmál
eystra. Lagðir voru fjármunir veittir
til menningarstarfs og menningar-
verkefna og Menningarráð Austur-
lands stofnað til að standa fyrir ráð-
gjöf og þróunarstarfi og útdeila
þessum fjármunum. Í öðru lagi komu
stofnfjármunir frá ríkinu til þriggja af
fjórum menningarhúsum á Austur-
landi; á Seyðisfirði, í Fjarðabyggð og
á Hornafirði, en ekki til menningar-
húss á Egilsstöðum þar sem allt er
óráðið um fyrirkomulag og uppbygg-
ingu þess enn sem komið er. Þá lagði
ráðuneytið rekstrarstyrki til áður-
greindra menningarmiðstöðva.
Vilja menningarhúsið í Eiða
Forsvarsmenn Eiða ehf. hafa biðl-
að til sveitarfélagsins um að leggja fé
til uppbyggingar sviðslistahúss á Eið-
um, en ekki fengið vilyrði þar um.
Mun þetta hafa skapað einhvers kon-
ar pattstöðu bæði í uppbyggingu á
Eiðum og ákvörðun um staðsetningu
menningarhúss á Austur-Héraði. Sig-
urjón Sighvatsson, einn eigenda Eiða,
er væntanlegur til landsins undir
mánaðamót og hugsanlega munu þá
línur skýrast eitthvað í málinu.
Engin stefna verið
tekin í málinu
Eiríkur Bj. Björgvinsson, bæjar-
stjóri Austur-Héraðs, segir stefnu-
mótun um menningarmiðstöð eða
sviðslistahús, ekki liggja fyrir hjá
bæjaryfirvöldum, en þríhliða viðræð-
ur hafi þó farið fram milli sveitarfé-
lagsins, menntamálaráðuneytis og
Eiða ehf. vegna málefnisins. Hann
segir niðurstöðu þurfa að fást fljót-
lega, ekki síst í ljósi þess að nú standi
fyrir dyrum að fá endurnýjun á sam-
starfssamningnum um menningar-
mál milli austfirskra sveitarfélaga og
ráðuneytisins, en hann var gerður til
þriggja ára og rennur út í ár.
„Viðræður um menningarhús hafa
legið aðeins í láginni,“ segir Eiríkur.
„Ég veit að Eiðamenn hafa verið í
beinu sambandi við nýjan mennta-
málaráðherra, en hef ekki sjálfur haft
tök á að ræða við ráðherra um málið
og upplýsa um hvaða hugmyndir hafa
verið uppi á borðinu. Menn benda
gjarnan á okkur og segja að boltinn sé
hjá sveitarfélaginu. Þar gætir nokk-
urs misskilnings. Boltinn er hjá okkur
að því leyti að við þurfum að ákveða
hvort gera á eitthvað strax varðandi
menningarhús eða að fresta því. Við
höfum tekið frá fjármagn í okkar
langtímaáætlun á árinu 2009 til þess-
ara mála og því gerist ekkert hjá okk-
ur fyrr en á þeim tíma. Við þufum að
fara í þessu lögbundnu verkefni sem
brenna mest á okkur í dag vegna
þeirrar uppbyggingar sem er í gangi
og ríkið er að slá á puttana á okkur
með að fara ekki offari í fjárfesting-
um. Þá fara svona fjárfestingar eins
og hér er rætt um afturfyrir.“
Eiríkur segir sveitarfélagið ekki
hafa tekið ákvörðun um hvort það vilji
að menningarhús rísi á Egilsstöðum,
bæði þar og á Eiðum, eða einvörð-
ungu á Eiðum. „Spurningin í þessum
þríhliða viðræðum er sú, hvort ráðu-
neytið sé tilbúið til að fara sérstaklega
í það að ræða við okkur annars vegar
og Eiðamenn hins vegar. Ráðuneytið
hefur ekkert gefið út um slíkt. Við
höfum rætt við Eiða ehf. á þeim nót-
um að geti þeir náð fjármagni frá rík-
inu í uppbyggingu hjá sér séum við
dús við það, svo framarlega sem það
komi ekki niður á fjárveitingum til
sveitarfélagsins. Við ætlum ekki að
standa í vegi fyrir því að Eiðar ehf.
geti byrjað strax að renna stoðum
undir sína starfsemi. Við bíðum hins
vegar eftir því að sjá eitthvað áþreif-
anlegt um þau verkefni sem Eiðar
ehf. hyggjast framkvæma á Eiðum.“
Vantar sómasam-
legt sviðslistahús
♦♦♦