Morgunblaðið - 23.03.2004, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.03.2004, Blaðsíða 20
AUSTURLAND 20 ÞRIÐJUDAGUR 23. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Fáskrúðsfjörður | Á miðvikudag var önnur af tveimur lokahátíðum Stóru upplestrarkeppninnnar haldin í félagsheimilinu Skrúð á Fáskrúðsfirði. Þrettán börn úr 7. bekkjum grunnskóla á Breiðdalsvík, Stöðv- arfirði, Fáskrúðsfirði, Reyð- arfirði, Eskifirði og Neskaupstað tóku þátt í upplestrinum. Var les- ið úr sögunni Hjalti kemur heim, eftir Stefán Jónsson, ljóð eftir Þuríði Guðmundsdóttur og ljóð að eigin vali. Besti upplesarinn var valinn Valtýr Aron Þorrason, Fáskrúðs- firði. Í öðru sæti var Anna Vil- hjálmsdóttir, Neskaupstað og í því þriðja Guðný Björg Guðlaugs- dóttir, Neskaupstað. Fór með ljóð á pólsku Sérstaka athygli vakti pólski drengurinn Darol Stencil, nem- andi í grunnskóla Stöðvarfjarðar, sem fór með ljóð á pólsku að lok- inni keppni. Keppendur fengu að launum viðurkenningar og verðlaun frá Eddu miðlun og Sparisjóði Norð- fjarðar. Fjöldi fólks kom í Skrúð að hlýða á upplesturinn og auk hans var tónlistarflutningur barna frá Fáskrúðsfirði og Stöðvarfirði. Fyrri lokahátíðin eystra var haldin á Vopnafirði og urðu þar hlutskörpust Unnur Arna Borg- þórsdóttir og Björgheiður Mar- grét Helgadóttir, báðar frá Egils- stöðum,,, og þriðja sætið hlaut Öystein Magnús Gjerde úr Fella- bæ. Fjórtán skólar á Austurlandi tóku þátt í upplestrarkeppninni, en 154 nemendur eru nú í 7. bekk skólanna. 154 lestrarhestar úr 14 skólum Morgunblaðið/Albert Kemp Lásu af snilld: Guðný Björg Guðlaugsdóttir, Neskaupstað, Arna Vilhjálms- dóttir, Neskaupstað, og Valtýr Aron Þorrason, Fáskrúðsfirði. Egilsstaðir | Yfirstjórn Heilbrigð- isstofnunar Austurlands hefur farið fram á það við heilbrigðisráðuneyti að niðurskurður þessa árs verði 50 milljónir króna á árinu í stað 100 milljóna, sem ráðuneytið gaf skipun um. Hafa svör ekki borist frá ráðu- neytinu enn sem komið er. Ýmis sparnaðarúrræði eru nú til skoðunar hjá HSA, svo sem minni sumarafleysingar og sparnaður í framkvæmdum og innkaupum. Meðal hugmynda um samdrátt í þjónustu má nefna að hugsanlega mun skurðdeild, lyflæknisdeild og fæðingardeild Fjórðungssjúkra- hússins í Neskaupstað verða lokað tímabundið í sumar. HSA býður svara frá heilbrigð- isráðuneyti og fyrr en það fæst verða sparnaðaraðgerðir ekki að fullu ljósar, þó þegar sé byrjað að draga saman seglin í rekstrinum. Búið að kynna hugmyndir um niðurskurð fyrir starfsfólki Jón Kristjánsson hefur áður lýst því yfir að HSA þurfi að búa við þær fjárveitingar sem stofnuninni séu ætlaðar og bent á að hún hafi farið 35 milljónir króna yfir fjárveitingu á fyrra ári. Einar Rafn Haraldsson, fram- kvæmdastjóri HSA segir að fjár- veiting til stofnunarinnar í fyrra hafi verið um 1,2 milljarðar króna. „Við erum búnir að kynna hug- myndir um niðurskurð fyrir okkar starfsfólki,“ segir Einar Rafn. „Við höfum haldið starfsmannafundi á stærstu stöðunum og farið yfir verkefnin að stórum hluta. Við setj- um niðurskurðaráætlanir strax í gang, svo sem að draga úr sum- arafleysingum, ráða ekki í störf sem losna og aðrar hefðbundnar að- haldsaðgerðir. Ekki er búið að ákveða lokanir né uppsagnir starfs- manna.“ Mæðir meira á heilsu- gæslunni vegna þenslunnar Síðari hluta febrúarmánaðar mót- mælti læknaráð HSA niður- skurðaráformum ráðuneytisins með ályktun, sem send var heilbrigðis- ráðherra. Telur ráðið niðurskurðinn algerlega á skjön við raunveruleik- ann, ekki síst þar sem Austurland sé helsta þenslusvæði landsins um þessar mundir. Í október í fyrra gerði HSA sér- stakan samning við Landsvirkjun um heilbrigðisþjónustu fyrir starfs- menn allra verktaka á virkjunar- svæðinu við Kárahnjúka. Tók HSA þar með við allri skipulagningu og stjórnun aðgerða, ásamt forræði þess mannafla og tækjabúnaðar sem Landsvirkjun og Impregilo hafa á svæðinu. Kostnaðarhlutur HSA er 20 milljónir króna, sem greiðast af sérstakri fjárveitingu frá ríkinu. Læknaráðið ályktaði jafnframt að erfitt hefði verið að fá nýja lækna til starfa á svæðinu um hríð og því afar torvelt að draga enn úr þjónustu og kostnaði. Mun ekki, þrátt fyrir end- urteknar auglýsingar, hafa tekist að fá lækna til starfa á Egilsstöðum og Reyðarfirði. Þá var fæðingardeild lögð niður á Egilsstöðum eftir að ítrekað hafði verið auglýst eftir ljós- mæðrum til starfa án árangurs. Einar segir vaktabyrði megin- ástæðu fyrir því að erfitt er að fá lækna til starfa. Í nýlegri skýrslu stjórnsýsluskoð- unar kom m.a. fram að heildar- launakostnaður heilbrigðisstétta á Egilsstöðum og Seyðisfirði fer úr rúmum 346,5 milljónum í tæpar 450 milljónir króna frá árinu 2000 til 2002, þó ársverkum fjölgi aðeins um 0,4%. Í Neskaupstað hækka laun í heilbrigðisstéttum á sama tíma úr rúmum 253 milljónum í rúmar 316 milljónir króna og fjölgar ársverk- um þar um tæp fjögur. Af öllum stöðum sem bornir eru saman í skýrslu stjórnsýsluskoðunar er árs- verk lækna dýrast í Neskaupstað árið 2002, eða rúmar 15 milljónir króna. Meðallaun lækna í Neskaup- stað eru 71% hærri en lækna hjá Landspítala háskólasjúkrahúsi, en læknar á Egilsstöðum og Seyðisfirði hafa að meðaltali 27% hærri laun en læknar á LSH. Einar Rafn segir niðurstöðurnar sýna að hækkanir hafi mikið til gengið eftir því sem spáð var. „Hvað okkar stofnun varðar virðumst við vera innan marka eða í meðallagi.“ Það nýjasta í heilsugæslumálefn- um á Austurlandi er að hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps bókaði í fund- argerð nýverið áhyggjur sínar af fækkun ferða læknis til Borgar- fjarðar eystri. Læknir hefur ekki komið í heilsugæsluna á staðnum undanfarnar vikur og mun hans ekki vera að vænta fyrr en í maí n.k. Forsvarsmenn Heilbrigðisstofnunar Austurlands segja óhægt um vik með aðhaldsaðgerðir í rekstri vegna þenslu Velta fyrir sér hverri krónu Morgunblaðið/Kristín Ágústsdótti Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupstað: Lokanir á deildum eru yfirvofandi. Þorgerður Malmquist nuddar fætur Ólafar Ólafsdóttur frá Neskaupstað. Greiðasala | Fengist hafa rekstrar- aðilar að söluskála Skeljungs í Esso- húsnæðinu við Hafnargötu á Seyðis- firði. Skeljungur ákvað sem kunnugt er að leigja út aðstöðuna í stað þess að fyrirtækið ræki sjálft greiðasölu ásamt eldsneytisafgreiðslu. Það eru hjónin Birna Pálsdóttir og Guðni Hjörtur Sigurðsson sem ætla að reka söluskálann og hyggjast þau leigja húsið og ráðast í endurbætur og breytingar innanhúss. Verður það gert í samvinnu við Skeljung. Reiknað er með að hægt verði að opna söluskálann fyrsta sumardag. Landbótasjóður | Á annað hundrað milljónir verða í sérstökum landbóta- sjóði fyrir Norður-Hérað, sem Landsvirkjun fjármagnar. Honum er ætlað að kosta uppgræðslu og ræktun lands í stað þess sem fer undir vatn vegna Kárahnjúkavirkjunar. Stjórn sjóðsins hefur tekið tilboði Sparisjóðs Norðfjarðar í vörslu og ávöxtun fjár- magnsins, en einnig buðu Lands- bankinn og KB-banki í sjóðvörsluna. Egilsstaðir | Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra sagði nýlega við úthlutun menningar- styrkja á Austurlandi að endanleg ákvörðun um byggingu menningar- húss á Egilsstöðum hefði ekki verið tekin og biðu nú stjórnvöld eftir ákvörðun heimamanna þar um. Bæj- arstjórn Austur-Héraðs og stjórn Eiða ehf. greinir á um hvar og með hvaða hætti menningarhús skuli byggt upp. Fyrir þremur árum gerðu sveitar- félögin á Austurlandi og menntamála- ráðuneytið samning um þrenns konar stuðning ríkisins við menningarmál eystra. Lagðir voru fjármunir veittir til menningarstarfs og menningar- verkefna og Menningarráð Austur- lands stofnað til að standa fyrir ráð- gjöf og þróunarstarfi og útdeila þessum fjármunum. Í öðru lagi komu stofnfjármunir frá ríkinu til þriggja af fjórum menningarhúsum á Austur- landi; á Seyðisfirði, í Fjarðabyggð og á Hornafirði, en ekki til menningar- húss á Egilsstöðum þar sem allt er óráðið um fyrirkomulag og uppbygg- ingu þess enn sem komið er. Þá lagði ráðuneytið rekstrarstyrki til áður- greindra menningarmiðstöðva. Vilja menningarhúsið í Eiða Forsvarsmenn Eiða ehf. hafa biðl- að til sveitarfélagsins um að leggja fé til uppbyggingar sviðslistahúss á Eið- um, en ekki fengið vilyrði þar um. Mun þetta hafa skapað einhvers kon- ar pattstöðu bæði í uppbyggingu á Eiðum og ákvörðun um staðsetningu menningarhúss á Austur-Héraði. Sig- urjón Sighvatsson, einn eigenda Eiða, er væntanlegur til landsins undir mánaðamót og hugsanlega munu þá línur skýrast eitthvað í málinu. Engin stefna verið tekin í málinu Eiríkur Bj. Björgvinsson, bæjar- stjóri Austur-Héraðs, segir stefnu- mótun um menningarmiðstöð eða sviðslistahús, ekki liggja fyrir hjá bæjaryfirvöldum, en þríhliða viðræð- ur hafi þó farið fram milli sveitarfé- lagsins, menntamálaráðuneytis og Eiða ehf. vegna málefnisins. Hann segir niðurstöðu þurfa að fást fljót- lega, ekki síst í ljósi þess að nú standi fyrir dyrum að fá endurnýjun á sam- starfssamningnum um menningar- mál milli austfirskra sveitarfélaga og ráðuneytisins, en hann var gerður til þriggja ára og rennur út í ár. „Viðræður um menningarhús hafa legið aðeins í láginni,“ segir Eiríkur. „Ég veit að Eiðamenn hafa verið í beinu sambandi við nýjan mennta- málaráðherra, en hef ekki sjálfur haft tök á að ræða við ráðherra um málið og upplýsa um hvaða hugmyndir hafa verið uppi á borðinu. Menn benda gjarnan á okkur og segja að boltinn sé hjá sveitarfélaginu. Þar gætir nokk- urs misskilnings. Boltinn er hjá okkur að því leyti að við þurfum að ákveða hvort gera á eitthvað strax varðandi menningarhús eða að fresta því. Við höfum tekið frá fjármagn í okkar langtímaáætlun á árinu 2009 til þess- ara mála og því gerist ekkert hjá okk- ur fyrr en á þeim tíma. Við þufum að fara í þessu lögbundnu verkefni sem brenna mest á okkur í dag vegna þeirrar uppbyggingar sem er í gangi og ríkið er að slá á puttana á okkur með að fara ekki offari í fjárfesting- um. Þá fara svona fjárfestingar eins og hér er rætt um afturfyrir.“ Eiríkur segir sveitarfélagið ekki hafa tekið ákvörðun um hvort það vilji að menningarhús rísi á Egilsstöðum, bæði þar og á Eiðum, eða einvörð- ungu á Eiðum. „Spurningin í þessum þríhliða viðræðum er sú, hvort ráðu- neytið sé tilbúið til að fara sérstaklega í það að ræða við okkur annars vegar og Eiðamenn hins vegar. Ráðuneytið hefur ekkert gefið út um slíkt. Við höfum rætt við Eiða ehf. á þeim nót- um að geti þeir náð fjármagni frá rík- inu í uppbyggingu hjá sér séum við dús við það, svo framarlega sem það komi ekki niður á fjárveitingum til sveitarfélagsins. Við ætlum ekki að standa í vegi fyrir því að Eiðar ehf. geti byrjað strax að renna stoðum undir sína starfsemi. Við bíðum hins vegar eftir því að sjá eitthvað áþreif- anlegt um þau verkefni sem Eiðar ehf. hyggjast framkvæma á Eiðum.“ Vantar sómasam- legt sviðslistahús ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.