Morgunblaðið - 23.03.2004, Side 23

Morgunblaðið - 23.03.2004, Side 23
DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. MARS 2004 23 Hjónin Hálfdán Sveinbjörn Kristinsson og Mar-grét Gestsdóttir hafa nýlega opnað nýtt bakaríað Smiðjuvegi 4 í Kópavogi sem hlotið hefur nafnið Gullofninn. Hálfdán, sem er borinn og barnfædd- ur Búðdælingur, segist hafa flust suður á mölina fimm- tán ára gamall og farið að læra bakaraiðn hjá Sandholts- bakaríi. Þar hafi hann starfað í heil sautján ár, en þau hjónin hafi einnig verið búsett í Óðinsvéum í Danmörku í þrjú ár, þar sem Hálfdán starfaði sem bakari. Þegar Daglegt líf fór í morgunkaffi í nýja bakaríið í gærmorgun, var í mörg horn að líta hjá Hálfdáni enda naut hann þá ekki eins og endranær aðstoðar eiginkon- unnar, sem „óvænt“ hafði lent upp á fæðing- ardeild Landspítalans á sunnudag- inn þar sem hún ól son þremur vikum fyrir tímann. „Margrét stóð hins vegar í bakaríinu með mér allan laugardag- inn því drengurinn átti ekkert að koma alveg strax,“ útskýrir Hálfdán, en fyrir eiga þau níu ára gamla dóttur. Þau Hálfdán og Mar- grét, sem reyndar kynntust á bak við búðarborðið í Sand- holtsbakaríi, ætla að leggja áherslu á smurt brauð með girni- legu áleggi, danska kaffisnúða og rúnn- stykki úr sérinnfluttu dönsku rúnn- stykkjahveiti og hollustubrauð. Þau framleiða meðal annars í því augnamiði gróf og fín súrdeigsbrauð, sem læknar hafa vísað þeim á sem lifa við óþol gagnvart geri og hvítu hveiti, en í súrdeigsbrauðunum er mest notað klíð og rúgmjöl. Boðið er upp á heita súpu í hádeginu og tertur eru einnig í þó nokkru úrvali, til dæmis toffítertur, súkkulaðitertur, sachertertur og gulrótartertur. Bakarameistarinn segist taka daginn snemma því venjulega þurfi hann að hefjast handa við bakkelsið klukkan 3 á næturnar, en opið er virka daga kl. 7–18 og á laugardögum kl. 7–16. Að lokum var Hálfdán beðinn um uppskrift að eigin vali og urðu hvítar súkkulaðibitakökur fyrir valinu. Þær renna út eins og heitar lummur, segir hann að lokum. Hvítar súkkulaði- bitakökur (um það bil 20 kökur) 150 g smjörlíki 240 g sykur 1 stór msk. sýróp 3 egg 275 g hveiti 100 g saxað hvítt súkkulaði 100 g saxað suðusúkkulaði 1 tsk. salt 1 tsk. natron Allt hráefnið er hrært saman. Deigið svo vigtað í 50 gramma stykki, sem rúlluð eru í kúlur. Þær eru svo sett- ar á bökunarplötu, klædda smjörpappír, og pressaðar lít- illega niður. Bakað í ofni í 15 mínútur við 200°C.  GULLOFNINN| Súrdeigsbrauð og dönsk rúnnstykki Hollustan í fyrirrúmi Morgunblaðið/Jón Svavarsson Bakarameistarinn: Hálfdán Svein- björn Kristinsson. T.v. hvítu súkku- laðibitakökurnar sem þykja einkar gómsætar. Morgunblaðið/Ásdís join@mbl.is Fréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.