Morgunblaðið - 23.03.2004, Síða 34

Morgunblaðið - 23.03.2004, Síða 34
MINNINGAR 34 ÞRIÐJUDAGUR 23. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Bryndís Krist-insdóttir fæddist í Reykjavík 8. októ- ber 1955. Hún lést á kvennadeild Land- spítalans við Hring- braut 13. mars síð- astliðinn. Foreldrar hennar eru Kristinn Ágúst Guðjónsson klæðskeri, f. 13. september 1926, og Svava Brynjólfsdótt- ir húsmóðir, f. 29. maí 1925. Systkini Bryndísar eru fjög- ur: 1) Ómar, f. 2. október 1947, maki Kristín Geirs- dóttir, f. 25. ágúst 1948, þau eiga tvö börn; 2) Hörður, f. 27. mars 1952, maki Rut María Jóhann- esdóttir, f. 7. janúar 1956, þau eiga þrjú börn; 3) Pálmi, f. 12. 1979, maki Bryndís Yngvadóttir mannfræðingur, f. 9. janúar 1979; 2) Svava Dís menntaskólanemi, f. 27. mars 1985; 3) Ásdís grunn- skólanemi, f. 24. febrúar 1993. Bryndís ólst upp í Langagerði í Reykjavík. Að loknu gagnfræða- prófi frá Réttarholtsskóla starf- aði hún um árabil sem ritari á skrifstofu SÍS. Tuttugu og tveggja ára gömul kynntist hún Reyni og stofnuðu þau fljótlega heimili við Langholtsveg í Reykjavík. Eftir fæðingu dætr- anna starfaði Bryndís sem dag- móðir og nutu börnin góðs af þeim nánu samvistum við móður sína sem því starfi fylgdu. Fjöl- skyldan hefur lengi átt sterkar rætur í Mosfellsdalnum, á meðal vina og vandamanna, og fluttist þangað að Víði fyrir níu árum. Frá þeim tíma starfaði Bryndís við umönnun á sambýlinu í Tjaldanesi, allt fram á síðasta dag. Útför Bryndísar fer fram frá Bústaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. maí 1957, maki Sal- ome Tynes, f. 31. maí 1961, þau eiga þrjú börn, Pálmi á einnig tvö börn af fyrra hjónabandi með Sig- ríði Friðriksdóttur, f. 2. ágúst 1957; 4) Svandís, f. 17. ágúst 1966, maki Sveinn Heiðar Bragason, f. 14. mars 1966, þau eiga tvö börn. Maki Bryndísar er Reynir Holm, f. í Reykjavík 28. mars 1948. Foreldrar hans voru Gunnlaugur P. Holm, f. 5. júlí 1901, d. 3. janúar 1984, og Jóhanna Jónsdóttir, f. 29. júlí 1910, d. 20. maí 1993. Börn Bryn- dísar og Reynis eru: 1) Bjarki verkfræðingur, f. 4. nóvember Elsku mamma. Það er sárt að þurfa að kveðja þig svona skjótt. Mér finnst svo skrýtið að hugsa til þess að ég eigi aldrei aft- ur eftir að taka upp símann og heyra í þér, fá þig í heimsókn á laugardegi eða koma í mat til þín upp í Dal. En þótt það sé margt sem ég hefði viljað gera með þér, en hef nú ekki tækifæri til, þá varðirðu tíma þínum á meðal okkar vel og eftir lifa ótal góðar minn- ingar. Þú kenndir mér, mamma mín, mik- ilvægustu lexíu sem ég hef lært, að það eru ástvinir en ekki dauðir hlutir sem mestu máli skipta í lífinu. Alla tíð hefurðu haft það að leiðarljósi. Þú veist að ég hef alltaf verið frekar við- utan og átt það til að týna hlutum og brjóta fyrir slysni. Í hvert sinn þegar það gerðist þá mættirðu mér alltaf með hlýju og brosi, fremur en skömmum, og þakkaðir fyrir að eng- inn hefði meitt sig. Smám saman fórstu bara að venjast því að ég rölti stundum með ruslið út í búð, lagði hjólinu við vitlaust hús eða setti frá mér skálar í miðju lofti, og eftir á var nú oftast hlegið að öllu saman. Þú hugsaðir alltaf fyrst og fremst um okkur börnin þín, pabba og fjölskyld- una – veraldlegir hlutir skiptu aldrei máli. Það var dásamlegur tími að alast upp hjá þér á Langholtsveginum. Við eyddum svo mörgum stundum saman úti í garði að leika okkur eða í göngu- túrum um hverfið. Oft varstu með myndavél við höndina og stundum endaði ég einn á myndunum. Ég man að mér þótti það lengi vel mjög skrýt- ið, þegar ég skoðaði albúmin okkar, að þú hefðir skilið mig þannig aleinan eftir úti á götu og það tók mig langan tíma að skilja að þú hafðir í raun alltaf verið hjá mér, bara á bak við linsuna. Á sama hátt veit ég að þótt ég sjái þig ekki lengur núna þá er ég aldrei einn, því þú situr einhvers staðar þarna uppi og fylgist áfram með öllu sem gerist. Ferðalög okkar náðu nú líka oft út fyrir Vogahverfið. Ég minnist ferð- anna í Skorradalinn og í Flókadal, og auðvitað óteljandi helga austur á Þingvöllum í bústaðnum hjá ömmu og afa. Það voru góðar stundir sem við mæðginin eyddum fyrir framan ar- ininn í Selinu, að lesa saman eða föndra. Ég vildi að ég gæti lifað þær aftur. Stærsta ferðalagið var þó lík- lega þegar við fluttum okkur alla leið upp í Mosfellsdalinn. Það var nýtt líf að vera allt í einu kominn upp í sveit, með hesta og beljur rétt utan við gluggann. Þér leið alltaf svo vel á þessum nýja stað og þú lýstir upp leið allra sem urðu á vegi þínum með lífs- gleði þinni og vinsemd. Ég man að sumarið þegar ég vann í Tjaldanesi þá leið ekki sá dagur að strákarnir spyrðu ekki um hana Bryndísi sína – þeir litu svo upp til þín og þú varst þeim svo kær. Ég man hvað ég varð þá stoltur af því að eiga þig fyrir móð- ur. Kannski sá ég ekki hvað ég átti gott fyrr en ég heyrði það frá öðrum. Það var mikið áfall þegar þú veikt- ist fyrst en þú barðist frá upphafi svo hetjulega að ég leyfði mér aldrei að efast um að þú hefðir sigur í þeirri baráttu. Ég var svo hreykinn af þeim lífskrafti sem þú sýndir, og aldrei heyrði ég þig kvarta yfir hlutskipti þínu, þótt það væri oft full ástæða til. Það er erfitt að hugsa sér lífið án þín, mamma mín. Ég veit samt að þú munt vaka yfir okkur fjölskyldunni og leiða okkur áfram hér eftir sem endranær. Hvíl í friði. Þinn sonur, Bjarki. Elsku besta mamma. Ég er svo þakklát fyrir að hafa þekkt þig því þú varst besta mann- eskja sem nokkurn tímann er hægt að kynnast. Allir sem þekktu þig eða kynntust þér sögðu líka það sama – og hvernig er líka annað hægt því þú varst fullkomin að öllu leyti. Þú kvartaðir aldrei heldur bara brostir og hugsaðir vel um alla í kringum þig og sérstaklega okkur systkinin, við vorum alltaf efst í for- gangsröðinni og þú gerðir allt fyrir okkur. Ég hef líka alltaf dýrkað þig, við vorum alltaf svo góðar vinkonur, ég gat talað við þig um allt og þú gast alltaf komið með góð ráð. Ég var alltaf svo mikil mömmu- stelpa og ég man þegar þú sagðir mér frá því að þegar ég var lítil þá mátt- irðu ekki fara á klósettið án mín því þá fór ég að gráta. Ég var svo háð þér og við vorum líka alltaf saman. Og manstu þegar ég fór á Laug- arvatn í haust og hringdi svo grenj- andi í þig eftir þrjá daga vegna þess að ég saknaði þín svo mikið og vildi koma heim og þú fórst strax upp í bíl og komst að sækja mig. Ég held að þú hafir ekki vitað það sjálf hversu góð manneskja þú varst, þú varst svo sterk, þú varst sannköll- uð hetja. Manstu þegar við fórum í Akureyr- arlaug og við stukkum út í laugina og fórum á bólakaf því að þetta var djúpa laugin sem við stukkum út í og við vorum næstum drukknaðar því hún var svo djúp og ég togaði í þig og þú í mig til að reyna að komast upp en við komumst upp á endanum og við hlógum líka heillengi eftir það. Það var alltaf svo gaman hjá okkur, þú varst svo skemmtileg, allar vin- konur mínar sem ég hef átt í gegnum tíðina hafa haft orð á því hversu skemmtileg þú varst. Þær voru líka vinkonur þínar og þú þeirra. Elsku mamma ég veit að lífið verð- ur erfitt án þín en ég á bara góðar minningar um þig og ég hef þær í hjartanu þangað til ég hitti þig á himnum. Núna veit ég að það ríkir friður hjá þér og mér hlýnar í hjartanu að vita það því ég hefði ekki viljað sjá þig svona kvalda, þú átt það ekki skilið. Ég veit að þú átt mikilvægt hlut- verk þarna uppi, eitthvað mjög stórt því Guð myndi aldrei taka þig burt að ástæðulausu. Elsku besta mamma ég sakna þín og elska þig að eilífu. BRYNDÍS KRISTINSDÓTTIR Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma, systir og mágkona, VALGERÐUR KRISTJÁNSDÓTTIR, Hraunbæ 100, Reykjavík, sem lést á líknardeild Landspítalans í Kópa- vogi mánudaginn 15. mars, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 24. mars kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á líknardeild Landspítalans í Kópavogi. Kristján V. Jónsson, Fjóla Jónsdóttir, Vala Rún Kristjánsdóttir, Eiríkur Kristjánsson, Gréta Þórdís Grétarsdóttir Kragesteen. Ástkær móðir okkar, GUÐRÚN SIGURGEIRSDÓTTIR, Sporðagrunni 19, Reykjavík, andaðist sunnudaginn 21. mars. Fyrir hönd aðstandenda, Sigurður Bogi Stefánsson, Ragna Hafdís Stefánsdóttir. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ALBERT BECK GUÐMUNDSSON, Skúlagötu 20, Reykjavík, andaðist á heimili sínu sunnudaginn 21. mars. Þorgerður Halldórsdóttir, Ólöf Guðrún Albertsdóttir, Rósinkar Aðalbjörnsson, Guðmundur Beck Albertsson, Unnur Melsted, Hafdís Albertsdóttir, Björn O.P. Mork, Lára Valgerður Albertsdóttir, Bjarni Eiríksson, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUNNLAUGUR GUÐLAUGSSON netagerðarmeistari, Mosabarði 14, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn 24. mars kl. 13.30. Svava Gunnlaugsdóttir, Kristinn Garðarsson, Jakobína Gunnlaugsdóttir, Rúnar Þorvaldsson, Guðlaugur Gunnlaugsson, Susan Björnsdóttir, Hörður Gunnlaugsson, Jónína Hilmarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Minningarathöfn um elskulegan föður okkar, tengdaföður og afa, SIGURJÓN GUÐJÓNSSON, sem andaðist í Svíþjóð fimmtudaginn 5. febrú- ar sl., fer fram frá Akraneskirkju föstudaginn 26. mars kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Hrafnhildur Sigurjónsdóttir, Kjartan Sigurjónsson, Védís Sigurjónsdóttir. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÓHANN EIRÍKUR JÓNSSON bóndi, Beinakeldu, lést laugardaginn 20. mars. Jarðarförin fer fram frá Þingeyrakirkju laugar- daginn 27. mars kl. 11.00 fyrir hádegi. Ingibjörg Eysteinsdóttir, Rósa F. Eiríksdóttir, Ingi Friðbjörnsson, Eysteinn Jóhannsson, Hulda V. Arthúrsdóttir, Jón Jóhannsson, Guðráður B. Jóhannsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, FANNEY J. GUÐMUNDSDÓTTIR, Hraunhvammi 3, Hafnarfirði, lést á Landspítalanum í Fossvogi föstudaginn 19. mars. Útförin auglýst síðar. Friðrik Sigfinnsson og fjölskyldur. LAUFEY ÁSGEIRSDÓTTIR, Æsufelli 4, andaðist á líknardeild Landakotspítala laugar- daginn 20. mars. Fyrir hönd aðstandenda, Kristþór B. Helgason.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.