Morgunblaðið - 23.03.2004, Síða 47

Morgunblaðið - 23.03.2004, Síða 47
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. MARS 2004 47 TALSVERÐAR líkur eru á að bandaríska atvinnudeildin í kvenna- knattspyrnu verði endurvakin á næsta ári, 2005. Hún var lögð nið- ur vegna fjárhagserfiðleika að loknu síðasta tímabili, haustið 2003, rétt áður en heimsmeistarakeppnin hófst í Bandaríkjunum, og verður ekki starfandi í ár. Bandaríska deildin, WUSA, var eina at- vinnudeild kvenna í heiminum og með liðunum átta sem hana skip- uðu lék flestar bestu knattspyrnukonur veraldar. Flestir erlendu leikmennirnir sneru til síns heima en þeir bandarísku hafa lítið fyrir stafni í ár, nema þeir sem skipa bandaríska landsliðið. Nokkrir sýningarleikir á vegum WUSA verða leiknir í sumar, en þar eigast við liðin átta sem stefnt er að haldi áfram keppni í deildinni á næsta ári. Leikirnir eru settir upp sem hluti af und- irbúningi bandaríska landsliðsins fyrir Ólympíuleikana í Aþenu í ágúst. Tvær íslenskar knattspyrnukonur hafa leikið í WUSA, þær Mar- grét Ólafsdóttir og Rakel Ögmundsdóttir sem spiluðu með Phila- delphia Charge árið 2001. Margrét sneri aftur heim en Rakel meiddist illa áður en tímabil- ið 2002 hófst og hefur ekki spilað síðan. Bandaríska kvenna- deildin aftur í gang? HERMANN Hreiðarsson, landsliðs- maður í knattspyrnu, er ekki alvarlega meiddur. Hann fór af velli í leik Charl- ton gegn Newcastle í ensku úrvalsdeild- inni á laugardaginn vegna meiðsla í læri. „Það kom í ljós í dag að þetta er ekki slit eða alvarleg tognun, heldur einhver krampi í lærvöðvanum. Ég á að taka það rólega fram á fimmtudag en ætti að geta byrjað þá að æfa aftur og spila vonandi um næstu helgi,“ sagði Hermann við Morgunblaðið í gær en Charlton mætir Aston Villa á laug- ardaginn. Hermann kvaðst verða klár í lands- leikinn gegn Albaníu í Tirana hinn 31. mars. „Það á ekkert að geta komið í veg fyrir það og mér sýnist við verða með sterkt lið í þeim leik.“ Hermann slapp vel FÓLK  MARTIN Galia, landsliðmark- vörður Tékka í handknattleik, geng- ur til liðs við Göppingen í sumar en hann hefur gert tveggja ára samn- ing við liðið. Galia leikur nú með Redbergslid í Svíþjóð og um tíma stóð til að hann færi til Celje Pivov- arna Lasko en Göppingen hafði bet- ur í kapphlaupi um markvörðinn vaska sem reyndist íslensku lands- liðsmönnum óþægur ljár í þúfu þeg- ar Íslendingar og Tékkar mættust á EM í Slóveníu í janúar. Hjá Göpp- ingen hittir Galia m.a. fyrir Jaliesky Garcia.  ALEX Nørlund, danski miðvallar- leikmaðurinn sem var til reynslu hjá FH-ingum á dögunum og fékk tilboð frá Hafnarfjarðarliðinu, æfir þessa dagana með danska úrvalsdeildar- liðinu Viborg. Líklegt er að hann gangi í raðir síns gamla félags en hann gaf FH-ingum afsvar á dög- unum.  BRASILÍUMAÐURINN Ronaldo verður hugsanlega með Real Madrid í leiknum gegn Mónakó í Meistara- deildinni annað kvöld en framherj- inn skæði hefur verið frá vegna meiðsla síðan í byrjun mars. Madr- ídarliðið hefur saknað Ronaldos sárt í síðustu leikjum en það hefur tapað síðustu tveimur leikjum. Landi Ron- aldos, Roberto Carlos, verður hins vegar fjarri góðu gamni en hann tekur út síðari leik sinn í banni.  TVEIR knattspyrnumenn á Spáni fögnuðu afmælum með því að skora mark um helgina. Ronaldinho hélt upp á 24 ára afmæli sitt með því að skora sigurmark Barcelona á 89. mín. gegn Real Sociedad á sunnu- daginn, 1:0. Hinn leikmaðurinn var hinn geysiefnilegi Fernando Torres, fyrirliði Atletico Madrid, sem skor- aði seinna mark liðsins í sigurleik gegn Betis, 2:1. Hann hélt upp á 20 ára afmælisdag sinn.  FJÖLMIÐLAR á Spáni hafa gert mikið úr því að þegar David Beck- ham, leikmaður Real Madrid, var tekinn af velli í leik gegn Bilbao – lét hann í ljós óánægu sína. Blöð sögðu að þjálfarinn, Quieroz, hafi gefist of fljótt upp í leiknum með því að taka leikmenn eins og Beckham, Zidane og Raúl útaf. Leikmenn Bilbao fögn- uðu sigri, 4:2. Real Madrid er efst á Spáni – með eins stigs forskot á Val- encia, sex á Barcelona, sem er í þriðja sæti.  NICOLAS Anelka, miðherji Man- chester City, er nýjasti leikmaður- inn sem hefur verið orðaður við Barcelona. Þessi 25 ára Frakki, sem hefur leikið með Arsenal, Real Mad- rid og Liverpool, hefur skorað 20 mörk fyrir City í vetur. Kevin Keeg- an, knattspyrnustjóri City, vill halda í Anelka, sem er metinn á 12 millj- ónir punda. Anelka, sem vonast eftir að verða valinn á ný í franska lands- liðið, segist vera ánægður hjá Man- chester City og hann vilji ekki fara. KATRÍN Jónsdóttir, ein reynd- asta knattspyrnukona landsins, gæti leikið á Íslandi í sumar. Hún er að ljúka námi í læknisfræði í Noregi en þar hefur hún dvalið og leikið með Kolbotn í úrvals- deildinni frá árinu 1997. Katrín sagði við Morgunblaðið í gær að hún kæmi til Íslands eftir tíu daga og myndi þá mæta á æfing- ar hjá bæði Breiðabliki og Val. „Það er rétt, bæði félögin koma til greina hjá mér en þetta er allt mjög óformlegt enn sem komið er. Ég hef að undanförnu verið að jafna mig eftir meiðsli í hné og ekkert spilað fótbolta undanfarnar vikur, aðeins æft sjálf og einbeitt mér að náminu. Þetta er allt í lausu lofti ennþá og ræðst endanlega af því hvernig mér gengur í lokaprófunum í vor. Ef þau fara ekki samkvæmt áætlun verð ég áfram í Noregi í sumar til að ljúka þeim, en ann- ars kem ég heim og fer síðan aft- ur út í haust til að hefja kandí- datsárið mitt,“ sagði Katrín. Hún er 26 ára gömul og er þriðja leikjahæsta landsliðskona Íslands með 48 A-landsleiki og á auk þess 27 leiki að baki með 21 árs landsliðinu. Katrín lék lengst af með Breiðabliki áður en hún fór til Noregs, lék þar fyrst í efstu deild 14 ára gömul, en hún spilaði einnig eitt ár með Stjörn- unni. Katrín varð norskur meist- ari með Kolbotn 2002 og hefur samtals spilað 97 leiki með Kol- botn í norsku úrvalsdeildinni og skorað í þeim 43 mörk. Katrín með Breiða- bliki eða Val í sumar? FRAMKVÆMDUM við Ólympíu- leikvanginn í Aþenu í Grikklandi verður ekki lokið fyrir 20. júlí, þremur vikum fyrir opnunarhátíð Ólympíuleikanna sem fram fara í borginni í sumar. „Við nálgumst þann tíma þegar ógerlegt verður að klára verkið fyrir 20. júlí, hver einasti dagur er gríðarlega mik- ilvægur,“ segir Fani Palli-Petralia sem nýverið tók við sem yfirmaður framkvæmdanefndar leikanna. Dimitris Kallitsantsis fram- kvæmdastjóri gríska verktakafyr- irtækisins Aktor segir við fjölmiðla að í maí verði hægt að nota aðal- leikvanginn á prufumótum sem fram fara um borgina á þeim tíma. Gríðarstórt glerþak sem á eftir að reisa fyrir ofan áhorfendsvæði að- alleikvangsins eru stærsta vanda- málið þessa stundina og eru marg- ir á þeirri skoðun að gera bráðabirgðalausnir nú þegar í stað þess að reyna að setja upp hið flókna glerþak. Spænski arkitektinn Santiago Calatrava hannaði glerþakið og segir hann að stolt grísku þjóð- arinnar sé í húfi – verði glerþakið ekki á sínum stað þann 13. ágúst er Ólympíuleikarnir verða settir. Að auki hafa framkvæmdaraðilar leikanna ákveðið að setja plastþak yfir keppnissundlaugina en til stóð að keppnin færi fram úti undir beru lofti. Hinsvegar hafa sjón- varpsstöðvar óskað eftir því að fá þak yfir sundlaugina, þar sem myndir frá keppninni sjálfri verði betri fyrir vikið og dragi að sér fleiri kostunaraðila. Ólympíuleikvangurinn langt á eftir áætlun Leikurinn í Saarbrücken verðurágóðaleikur fyrir Joachim Deckarm, fyrrverandi leikmann Gummersbach og Þýskalands, sem slasaðist illa í Evrópuleik 1979. Daniel Costantini, fyrrverandi landsliðsþjálfari Frakklands og Peter Kovacks, fyrrverandi lands- liðsmaður Ungverjalands, stjórna heimsliðinu, eins og þeir gerðu 28. desember sl. í Moskvu er liðið gerði jafntefli við Rússa í 75 ára afmælisleik rússneska handknatt- leikssambandsins, 30:30. Þá léku leikmenn, sem léku með liðum í Þýskalandi, Spáni og Frakklandi ekki með heimsliðinu. Búið er að velja 21 leikmann til að leika með heimsliðinu og í hópnum eru nokkrir Þjóðverjar, sem leika einnig með þýska lands- liðinu í leiknum – eins og mark- vörðurinn Henning Fritz hjá Kiel, Markus Baur, Lemgo, Volker Zerbe, Lemgo, Stefan Kretzschm- ar, Magdeburg, Christian Schwarzer, Lemgo og Florian Kehrmann, Lemgo. Aðrir kunnir kappar sem leika með heimsliðinu, sem er nær ein- göngu skipað leikmönnum sem leika með liðum í Þýskalandi, eru t.d. markvörðurinn Andrei Lavrov, Rússlandi, Stefan Lövgren, Sví- þjóð, Kyung-Shin Yoon, Suður- Kóreu, Lars Christiansen, Dan- mörku og Magnús Wislander, Sví- þjóð. Þess má til gamans geta að Valdimar Grímsson lék fimm leiki með heimsliðinu á árum áður, en aðrir Íslendingar sem hafa leikið með liðinu eru Þorgils Óttar Mat- hiesen og Alfreð Gíslason. Enginn frá Spáni og Frakklandi í heimsliðinu ÓLAFUR Stefánsson og aðrir handknattleiksmenn sem leika með liðum á Spáni komu ekki til greina þegar heimsliðið í handknattleik var valið á dögunum – til að mæta Evrópumeisturum Þýskalands í Saarbrücken í Þýskalandi 30. mars. Ástæðan fyrir því er að á sama tíma verður leikið í bikarkeppninni á Spáni. Franskir landsliðsmenn eru heldur ekki í liðinu, þar sem Frakkar og Íslendingar leika tvo landsleiki 29. og 31. mars í Frakklandi. TEITUR Þórðarson hefur verið valinn í hóp tíu knattspyrnuþjálf- ara í Noregi sem fá tækifæri til þess að fara á námskeið á veg- um norska knattspyrnu- sambandsins, NFF, en að því loknu verða þjálfararnir með réttindi til þess að taka að sér þjálfun hjá liðum hvar sem er í Evrópu. Aðeins fáir þjálfarar í Noregi uppfylla þær kröfur sem NFF set- ur upp enda er um að ræða æðsta stig í þjálfaramenntun í landinu, svokallað UEFA-PRO námskeið. Teitur hefur þjálfað víða í Nor- egi á undanförnum árum en hann þjálfar nú Ull/Kisa sem er í 2. deild. Námskeiðið er haldið í samvinnu við UEFA og hafa 16 þjálfarar lok- ið slíku námskeiði í Noregi og má þar nefna landsliðsþjálfarann Åge Hareide og forvera hans, þá Nils Johan Semb og Egil „Drillo“ Olsen. Teitur mun fara á úrslitakeppni EM í knattspyrnu í sumar, sem fram fer í Portúgal, ásamt þeim sem verða á þessu námskeiði en sú ferð er hluti af námsefninu. Síðast var slíkt námskeið haldið árið 2000 og segir Andreas Moris- bak, talsmaður norska knatt- spyrnusambandsins, að stefnt sé að slíkum námskeiðum á 3. til 4. hvert ár. Teitur Þórðarson Teitur á skóla- bekk á ný Reuters

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.