Morgunblaðið - 23.03.2004, Síða 51

Morgunblaðið - 23.03.2004, Síða 51
Breytingar á toppi bandaríska bíólistans UPPRISA virðist heitasta heitt í bandarískum því afturgönguhroll- vekjan Uppvakningarnir (Dawn of the Dead) ýtti Biblíusögunni Písl- arsögu Krists úr toppsæti listans yfir vinsælustu myndirnar. Nýja toppmyndin er endurgerð á frægri hrollvekju frá 1978 og fór fremur auðveldlega á toppinn eftir að hafa byrjað betur en búist hafði verið við. Myndin þykir verulega blóðug og ofbeldisfull – líkt og for- verinn í toppsætinu reyndar – hin skemmtilegasta della sem sé verð- ugur virðingarvottur við myndir hrollvekjumeistarans George Rom- eros frá 8. áratugnum. Gagnrýn- endur er líka býsna sáttir. Leikstjór- inn er nýliði í faginu, Zack nokkur Snyder, og leikaraliðið þykir vel heppnað en þar eru í fararbroddi Sarah Polley (No Such Thing), Vhing Rames (Pulp Fiction) og Mekhi Phifer (O). Myndin verður frumsýnd hérlendis 2. apríl. Píslarsagan gekk þó vel áfram og er nú við það að fara yfir 300 millj- óna dala markið, sem kemur henni í hóp fárra kvikmynda síðustu árin. Hinar myndirnar sem byrjað var að sýna fyrir helgina eru Líflát (Tak- ing Lives) og Eilíft sólarlag hins vammlausa hugar (Eternal Sunrise of the Spotless Mind). Líflát er nýjasta sakamálamynd D.J. Carusos sem síðast gerði The Salton Sea en í henni leika þau Ang- elina Jolie, Ethan Hawke, Kiefer Sutherland, Gena Rowlands og Oliv- ier Martinez. Dómarnir hafa verið upp og ofan, þó fleiri neikvæðir en jákvæðir. Þeir neikvæðu segja hana ótrúverðuga og illa leikna en þeir jákvæðu snjalla og stílhreina. Eilíft sólarlag … er nýjasta mynd- in sem gerð er eftir handriti hins ægifrjóa Charlie Kaufmans (Being John Malkovick og Adaptation). Leikstjórinn er franska tónlistar- myndbandaséníið Michel Gondry, sem gert hefur myndbönd fyrir Björk, Valdís Óskarsdóttir klippti og í aðalhlutverkum eru Jim Carrey og Kate Winslet. Myndin hefur fengið afbragðsdóma, þykir með því frum- legasta sem sést hefur síðustu árin. Ástæðan fyrir því að hún fór þó ekki ofar á listann er sú að hún var sýnd í helmingi færri bíóhúsum yfir helgina en aðrar myndir á listanum. Uppvakningar slá Kristsmyndinni við Sarah Polley berst við uppvakn- ingana sem tekið hafa völdin í bandarískum bíóhúsum.skarpi@mbl.is                                                                                            !      " #$    %&'        ( )          #*+, -.+# --+/ -&+* .+0 1+0 1+% 0+& /+, -+% #*+, #.%+, --+/ 0*+* ,,+- 1+0 /1+% -*+, --,+# #*+0 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. MARS 2004 51 ESTHER Viktoría Ragnarsdóttir, tólf ára nemandi í Rima- skóla, hlaut fyrstu verðlaun í mynda- samkeppni Visa fyrir börn, Ólympíu- leikum ímyndunar- aflsins. Fær hún að launum ferð á Ól- ympíuleikana í Aþenu nú í sumar í fylgd annars for- eldris síns eða for- ráðamanns. Úrslit keppninnar voru kynnt í gær við sérstaka athöfn í Grasagarðinum í Laugardal. Ólympíuleikar ímyndunaraflsins eru alþjóðleg myndasamkeppni sem Visa efnir til meðal barna á aldr- inum 9–13 ára og er þema keppn- innar „Hvernig geta Ólympíu- leikarnir stuðlað að bættri framtíð?“ Keppnin hefur verið haldin í fjölmörgum löndum í aðdraganda Ólympíuleikanna nokk- ur undanfarin skipti, en þetta er í fyrsta sinn sem Ísland er meðal landa þar sem hún er haldin. Tuttugu myndir voru valdar í úrslit keppn- innar hér á landi og voru höfundar þeirra allir viðstaddir verð- launaafhendinguna í dag ásamt öðrum gestum. Í dóm- nefnd keppninnar sátu Þórey Edda Elísdóttir, stangarstökkvari og ól- ympíufari, söngkonan Birgitta Haukdal, Ragna Marteinsdóttir, grafískur hönnuður hjá Visa Ísland, Andri Stefánsson, fræðslustjóri ÍSÍ, og Unnur Mjöll Leifsdóttir, nemi við Listaháskóla Íslands. Sigurmyndin var valin á þriggja tíma löngum fundi dómnefnd- arinnar og að honum loknum af- henti Birgitta Haukdal sig- urverðlaunin en aðrir keppendur fengu verðlaunapening. Sigurveg- arinn mun dvelja í Aþenu fyrstu viku Ólympíuleikanna í sumar og mun þar, ásamt sigurvegurum keppn- innar frá öðrum löndum, fá afhentan verðlaunapening við sérstaka athöfn sem jafnframt er fyrsta verðlaunaaf- hending leikanna. Einn ungur lista- maður mun síðan verða valinn úr hópi sigurvegaranna og honum boð- ið að þiggja ferð á Vetrarólymp- íuleikana í Tórínó á Ítalíu árið 2006. Auk ferðarinnar á Ólympíu- leikana fékk Esther Viktoría einnig Panasonic myndavélarsíma frá Og- Vodafone í verðlaun. Vinningshafar sem urðu í öðru til fimmta sæti fengu stafræna myndavél frá Ko- dak. Morgunblaðið/Eggert Þórey Edda og Birgitta Haukdal afhentu ungu listamönnunum verðlaunin. Alþjóðlega myndasamkeppnin Ólympíuleikar ímyndunaraflsins Vinningsmyndin á Ólympíuleikum ímynd- unaraflsins. Tólf ára stúlka fer til Aþenu á Ólympíuleika www.laugarasbio.is Sýnd kl. 8 og 10.15. B.i. 16. Charlize Theron: fyrir besta leik í aðalhlutverki. Jack Black fer á kostum í geggjaðri grínmynd sem rokkar!LÆRÐU AÐ ROKKA!! Ekki eiga við hattinn hans. Kötturinn með hattinn tt ri tti Sýnd kl. 6. Ísl texti HP. Kvikmyndir.com Sýnd kl. 6, 8 og 10.15 Ein umtalaðasta og aðsóknarmesta mynd allra tíma Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 16 ára. SÝND Í A SAL Á STÆRSTA THX TJALDI LANDSINS (Píslarsaga Krists) Kvikmyndir.is  SV Mbl  Skonrokk Frábær mynd fyrir alla fjölskylduna. Byggð á hinni sígildu bók sem komið hefur út í íslenskri þýðingu. r r f rir ll fj l l . i i í il i f r t í í l ri i . Nýr og betriHverfisgötu  551 9000 Sýnd kl. 10.10. Besta frumsamda handrit Sýnd kl. 8 og 10.30. B.i. 14. www .regnboginn.is Sýnd kl. 5.40 og 8. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 16 ára. HP. Kvikmyndir.com Fleiri börn...meiri vandræði! Ein umtalaðasta og aðsóknarmesta mynd allra tíma Sýnd kl. 6. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. (Píslarsaga Krists) Kvikmyndir.is 24. mars Helga E. Jónsdóttir, leikstjóri, kynnir norska leikskáldið Jon Fosse. Leiklestur: Álfrún Helga Örnólfsdóttir, Björn Thors, Unnur Ösp Stefánsdóttir og Þórhallur Sigurðsson.Helga E. Jónsdóttir Norræn leikskáld Dramatísk miðvikudagskvöld í Norræna húsinu Þekktir íslenskir leikstjórar kynna uppáhaldsleikskáldið sitt á Norðurlöndum. Kaffistofan opnuð kl. 20.00 og dagskráin hefst kl. 21.00 í salnum. Norden I FOKUS SÝNINGAR HEFJAST KL. 21:00 HÚSIÐ OPNAÐ KL. 20:00 MIÐASALAN ER OPIN FRÁ 13-18 Í AUSTURBÆ OG Í SÍMA 551 4700 Lau. 27. mars örfá sæti Fös. 2. apríl nokkur sæti

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.