Morgunblaðið - 23.03.2004, Síða 52

Morgunblaðið - 23.03.2004, Síða 52
MARGIR sátu spenntir fyrir framan sjónvarpsskjáinn á laugardaginn þegar Evróvisjónlagið okkar Íslendinga í ár var frumflutt í þætti Gísla Marteins Baldurssonar. Að þessu sinni syngur Jónsi í hljómsveitinni Í svörtum fötum lagið en það ber nafnið Heaven. Lagið, sem er eftir Svein Rúnar Sig- urðsson, og textinn eftir Magnús Þór Sigmundsson virtust falla viðmælendum Morgunblaðsins vel í geð en skiptar skoðanir voru um myndbandið. Evróvisjónlagið í ár var frumflutt á laugardag Hvernig fannst þér...? 52 ÞRIÐJUDAGUR 23. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÁLFABAKKI Sýnd kl. 6, 8 og 10. Frábær gamanmynd frá höfundi Meet the Parents ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4, 5.50, 8 og 10.10. KRINGLAN Sýnd kl. 6, 7, 9 og 10. EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 5.50, 8 og 10.10. Sprenghlægileg gamanmynd þar sem Ben Stiller og Owen Wilson fara á kostum sem súperlöggur á disco-tímabilinu! l il ill il l i í ili ! „Hreint út sagt frábær skemmtun“ „Þetta er besta myndin í bíó í dag“ Fréttablaðið i i í í í l i Sýnd kl. 8. B.i. 16.  Kvikmyndir.com Sýnd kl. 5.30 og 8.15. B.i. 16. SV MBL DV Sýnd kl. 8 og 10.10. Sean Penn besti leikari í aðalhlutverki Tim Robbins besti leikari í aukahlutverki Renée Zellweger besta leikkona í aukahlutverki Sýnd kl. 5.40. Sýnd kl. 6, 8 og 10.10.Sýnd kl. 6, 8 og 10.05.  J.H.H Kvikmyndir.com  Ó.H.T Rás2 Sýnd kl. 6. „Stórkostlegt kvikmyndaverk“ HL. MBL FULLT HÚS HJÁ ÖLLUM HELSTU GAGNRÝNENDUM LANDSINS! Skonrokk „Bráðfyndin“ HJ. MBL Ó.H.T. Rás2 „Hundrað sinnum fyndnari en Ben Stiller á besta degi.“ -VG. DV „Ótrúlega áhrifarík. Frumleg, fyndin og elskuleg.“ -BÖS, Fréttablaðið -Roger Ebert „Hreint út sagt frábær skemmtun“ „Þetta er besta myndin í bíó í dag“ Fréttablaðið i i í í í l i Vegna fjölda áskoranna sýnum við 2 frábærar myndir af Frönsku Kvikmyndahátíðinni. L´adversaire - Óvinurinn í kvöld sýnd í kvöld kl. 10.30 L´auberge Espagnole - Evrópugrautur sýnd miðvikudag kl.10.30 Síðasti séns að sjá þessar stórgóðu myndir ! í l l. . i i l. . Ég er mjög ánægð með lagið, sat alveg spennt fyrir framan tækið á laugardaginn og er mjög sátt. Annars er dálítið erfitt að segja þegar maður er bara búinn að heyra það einu sinni. Ég er viss um að Jónsi mun standa sig vel en við ættum ekkert að hafa neitt of miklar væntingar, það versta sem við getum gert honum er að spá og spekúlera of mikið í því hvort lagið vinni. Mjög ánægð með lagið Birgitta Haukdal Lagið fannst mér fínt, svolítið gamaldags en ekkert verra en þau bestu sem hafa verið í keppninni úti undanfarið. Út- setningin er fín og Jónsi kemur sterkur inn. Það er ekki verið að finna upp hjólið en við getum verið ánægð með þetta. Mynd- bandið er ágætt, svolítið ríkisyf- irbragð yfir því, en í fínu lagi. Ég óska höfundum og flytjendum góðs gengis úti í vor. Gamaldags en gott Björgvin Halldórsson Mér leist ekkert á lagið í upphafi, fannst það svolítið væmið en svo vann það á, aðallega vegna þess að kröftugur söngur Jónsa heillaði. Hins vegar er hann að taka mikla áhættu með þessari tóntegund því hann þarf að vera í fullkomnu formi til að ekkert beri út af. Þetta er kraftmikil og róleg ballaða sem ég vildi gjarnan fá að heyra nokkrum sinnum í viðbót til að geta myndað mér endanlega skoðun. Ég sé ekki fyrir mér að þetta sé vinningslag, til þess er það of venjulegt, en þetta er hins vegar fínt keppnislag og stendur alveg fyrir sínu. Ég er stolt af Jónsa sem á örugglega eftir að standa sig mjög vel þarna úti. Svo vona ég bara að hann njóti þess að vera þarna því þetta er svo gaman. Ég verð líka að fá að skjóta því að, að ég sakna þess mjög að hafa ekki undankeppni hér heima eins og var í fyrra, þó ekki væri nema til að Íslendingar fengju smá skemmti- dagskrá. Vantar undankeppni Helga Möller Mér finnst lagið bara allt í lagi en ekkert meira en það. Ég bjóst satt að segja við að það myndi grípa mig meira. Jónsi syngur samt mjög vel og veit alveg hvað hann er að gera. Myndbandið finnst mér hins vegar glatað. Þetta róm- antíska ástarævintýri er klisjukennt og hundleiðinlegt. Jónsi er mjög huggulegur í því en hefði átt að vera meira í aðalhlutverki. Þetta er auð- vitað vel gert en ekki vottur af frumleika í því. Hvort þetta er vinningslagið skal ég ekki segja, ég hef ekki giskað á rétta sigurvegara síð- ustu tvö árin, það hefur algerlega komið mér á óvart. Myndbandið hundleiðinlegt Margrét Eir MIÐASALA á tónleika þýsku hljómsveitarinnar Kraftwerk sem fram fara í Kaplakrika 5. maí nk. hófst í gærmorgun. Að sögn Þorsteins Steph- ensen, tónleikahaldara hjá Hr. Örlygi, fór miðasalan vel af stað og um kl. 17 í gær höfðu um 1.500 miðar af þeim 2.500 sem í boði eru verið seldir. Eins og fram hefur komið hafa þeir sem kaupa miða á Kraftwerk forkaups- rétt á aðra tónleika sem Hr. Örlygur stendur fyrir, með bandarísku rokksveitinni Pixies, sem verða 26. maí. Segir Þorsteinn að stór hluti þeirra sem keyptu sér miða á Kraftwerk hafi nýtt sér for- kaupsréttinn og að nú þegar hafi um 1.200 miðar selst á tónleika Pixies, sem einnig verða í Kaplakrika. Miðasal- an verður opin öllum á morgun og segist Þorsteinn ekki búast við því að mjög margir miðar verði þá eftir, ef miðasalan á Kraftwerk verður með svipuðum hætti og í gær. Fer miðasalan fram í verslunum Skífunnar; Kringlunni, Smáralind og á Laugavegi. Einnig verður miðasalan í Bókabúð Andrésar, Pennanum, Akranesi – Pennanum Eymundsson Glerártorgi, Akureyri – Hljóðhúsinu, Selfossi, og hefst hún þegar verslanir verða opnaðar. Einnig verða um 100 miðar í boði á www.icelandair.is/haenan. Miðaverð er 4.500 kr. Kraftwerk-farar rífa út Pixies-miðana Enn sem komið er þarf Kraftwerk til að komast á Pixes. UPPSELT er á væntanlega tónleika múm í Japan og þó- nokkuð hefur selst þar í forsölu af væntanlegri þriðju plötu íslenska tríósins sem kemur til með að heita Summ- er Make Good og kemur út 26. mars í Japan, sem og ann- ars staðar. Þetta kemur fram í ítarlegri umfjöllun á sunnudaginn í The Japan Times. Þar er rætt við þá Gunnar Örn Tynes og Örvar Þóreyjarson Smárason, sem staddir voru í Japan til að kynna væntanlega plötu og voru að sögn blaðamanns uppgefnir eftir að hafa þurft að veita fjölda viðtala. Í umfjölluninni kemur fram að múm hafi náð töluverðri hylli í Japan og að síðasta plata þeirra, Finally We Are One, hafi selst í 11 þúsund eintökum, án auglýsinga- herferðar og bara með því að hafa spurst vel út, sem þyki afar mikið fyrir „erlenda jaðarhljómsveit“. Örvar segist undrandi yfir þessum tíðindum, sérstak- lega miðað við þær yfirveguðu viðtökur sem þau hafi í raun fengið í Japan. Bendir þó á að viðbrögðin séu alltaf misjöfn eftir löndum, Svisslendingar dansi við tónlist múm á meðan Spánverjar öskri. „Og í Englandi eru menn bara almennt dónalegir,“ bætir Gunnar inn í. Hann segir svo að í Ameríku segi menn að þau „rokki“, sem sé væntanlega það sem Kanar segi um alla. Í Japan þegi menn hins vegar bara. Og japanski blaðamaðurinn kemst að þeirri niðurstöðu að það séu líka trúlega rökréttari viðbrögð við lágstemmdri tónlist múm heldur en að „heddbanga“. Þeir Örvar og Gunnar ræða og um tónlistarlífið í Reykjavík og segja það afar fjölskrúðugt. „Fjölskrúð- ugra en nokkurn grunar.“ Segja þó bókmenntasenuna jafnvel enn líflegri en tónlistarsenan, það viti það bara færri því lítið sé þýtt yfir á önnur tungumál. „Það þarf ekki að þýða tónlistina.“ Blaðamaður segir að galdurinn við íslenska tónlist sé sá að hún virðist blessunarlega laus við allar þær popp- klisjur sem gegnsýra aðra dægurtónlist frá Norður-Evr- ópu, stolnar og stældar frá breskum og bandarískum rokkstílum. Gunnar tekur þó fram að rokkið sé stórt á Ís- landi og bendir á Quarashi því til sönnunar. „Þeir hljóta að vera vinsælir hér,“ segir Gunnar rétti- lega og Örvar heldur áfram. „Við vorum nefnilega á gangi um Tókíó í gær þegar vegfarandi spurði túlkinn okkar hvort við værum ekki Quarashi.“ Blaðamaður bendir þá á að sér finnist Quarashi hljóma frekar venjulega miðað við aðra íslenska tónlist en Gunn- ar svarar þá: „Það gerir þá svo einstaka.“ múm í ítarlegu viðtali við The Japan Times Mynd af múm eftir Orra Jónsson Slowblow-liða og ljós- myndara sem birtist með viðtalinu í The Japan Times. Teknir í mis- gripum fyrir Quarashi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.