Morgunblaðið - 26.03.2004, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 26.03.2004, Blaðsíða 67
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. MARS 2004 67 ELLEFU af átján leikmönnum enska drengjalandsliðsins í knattspyrnu sem mætir því íslenska í Doncaster í kvöld koma frá félögum í ensku úrvalsdeildinni. Hinir sjö eru allir frá félögum í 1. deild. Englendingar sigruðu Armena, 2:0, í fyrrakvöld þar sem Mark Noble frá West Ham og Shane Paul frá Aston Villa skor- uðu mörkin. Ísland sigraði Noreg, 2:1, og leikurinn við England er því nánast úr- slitaleikur riðilsins en sigurliðið fer áfram í úrslitakeppnina um Evrópumeistaratit- ilinn. Enska liðið skartar meðal annars strákum frá Arsenal, Chelsea, Manchester United, Charlton og Fulham. West Ham á flesta leikmenn í hópnum, þrjá talsins, en aðrir koma frá Wolves, Leicester, Leeds, Norwich, Sunderland, Derby og Crewe. Öflugt enskt lið gegn Íslandi Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur ákveðið breytingar á UEFA-keppninni í knattspyrnu á næstu leiktíð en FH-ingar og Skagamenn verða fulltrúar Íslendinga í keppninni í ár. Forsvarsmenn UEFA vilja auka vægi UEFA-keppninnar og færa hann nær Meistaradeildinni með því að taka upp riðlakeppni eftir forkeppni. Þetta nýja fyr- irkomulag er tilraun sem gilda á í tvö ár en það verður með því sniði að eftir tvær um- ferðir í forkeppni tekur við 1. umferð keppn- innar. Að henni lokinni standa eftir 40 lið og verður þeim skipt upp í átta fimm liða riðla. Leikin verður einföld umferð í riðlakeppni og komast þrjú efstu liðin áfram, samtals 24 lið. Til viðbótar þessum 24 liðum bætast við 8 lið úr Meistaradeildinni. Eftir standa því 32 lið og verður dregið eins og tíðkast hefur hvaða lið mætast. Breytingar á UEFA-keppninni FIMM ungir íþróttamenn frá Íslandi voru viðstaddir tendrun ólympíueldsins í Ólympíu í Grikklandi í gær- morgun – ásamt ungmennum frá 24 öðrum Evr- ópuþjóðum. Ungmennin taka einnig þátt í keppni við fulltrúa hinna þjóðanna í frjálsíþróttum og sundi. Far- ið verður með eldinn um heimsálfurnar fimm, 78.000 km leið. Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands (ÍSÍ) var boðið að senda hóp til Grikklands til að taka þátt í viðburðinum á vegum Alþjóðlegu skólaíþróttasamtak- anna. Íslensku ungmennin eru Þorsteinn Ingvarsson, nemandi í Stórutjarnaskóla í Þingeyjarsveit, og Þóra Guðfinnsdóttir, Menntaskólanum í Reykjavík, sem keppa í frjálsum íþróttum, Þórunn Kjartansdóttir, Hagaskóla, og Hinrik Þór Guðbjartsson, Grundaskóla á Akranesi, sem keppa í sundi og frá Íþróttasambandi fatlaðra er Jóna Dagbjört Pétursdóttir, nemandi í Menntaskólanum við Sund. Fararstjóri er Andri Stefánsson, starfsmaður ÍSÍ, og Fríða Rún Þórðardóttir, unglingaþjálfari FRÍ. Viðstödd tendrun Ólympíueldsins FÓLK  RÓBERT Gunnarsson, landsliðs- maður í handknattleik, skoraði 5 mörk fyrir Århus GF og Þorvarður Tjörvi Ólafsson 3 þegar lið þeirra lagði Snejberg, 31:25, í sjöttu umferð dönsku bikarkeppninnar í hand- knattleik í fyrrakvöld.  STEFAN Kretzschmar, leikur ekki með Evrópumeisturum Þjóð- verja á æfingamóti í handknattleik í Aþenu um helgina. Kretzschmar á við meiðsli að stríða og ætlar að nota þann tíma sem nú gefst frá leikjum í þýsku 1. deildinni til þess að leita sér lækninga svo hann verði klár í loka- slaginn með Magdeburg. Auk Þjóð- verja leika Grikkir, Ungverjar og Egyptar á mótinu í Aþenu.  NICOLAS Anelka, hinn litríki miðherji Manchester City, fékk ekki náð fyrir augum hjá Jacques Sant- ini, landsliðsþjálfara Frakka, sem valdi lið sitt sem mætir Hollending- um í vináttulandsleik í næstu viku. Anelka snerist hugur á dögunum og sagðist reiðbúinn að gefa kost á sér að nýju í liðið en hann greindi frá því opinberlega í fyrra að hann ætlaði aldrei aftur að spila með franska landsliðinu.  SANTINI ákvað hins vegar að skilja Anelka úti í kuldanum en framherjarnir sem hann valdi í hóp sinn eru: Thierry Henry (Arsenal), David Trezeguet (Juventus), Steve Marlet (Marseille) og Peguy Luyindula (Lyon).  ÖYVIND Leonhardsen, norski landsliðsmaðurinn í knattspyrnu, er kominn á heimaslóðir og genginn til liðs við úrvalsdeildarfélagið Lyn í Ósló. Leonhardsen lék síðast með Aston Villa en áður með Tottenham, Liverpool og Wimbledon í ensku knattspyrnunni.  MATT Vieri, bróðir Christians Vieris, leikmanns Inter og ítalska landsliðsins í knattspyrnu, hefur verið valinn í landsliðshóp Ástralíu sem mætir Suður-Afríku í næstu viku. Matt Vieri er fæddur í Sydney og er bæði með ástralskt og ítalskt ríkisfang en hann spilar með Napoli í ítölsku 2. deildinni.  WILLI Reimann, þjálfari þýska knattspyrnuliðsins Eintracht Frankfurt, hefur verið dæmdur í fimm leikja bann auk þess sem hann þarf að greiða 2,2 milljarða króna í sekt. Reimann stuggaði við aðstoð- ardóma í leik Frankfurt gegn Dort- mund um síðustu helgi og var um- svifalaust rekinn af varamannabekknum.  ENSKA dagblaðið The Daily Ex- press sagði frá því í gær að áhugi væri fyrir því hjá enska knatt- spyrnusambandinu að frá Arsene Wenger, knattspyrnustjóra Arsen- al, til að taka við enska landsliðinu í hlutastarfi, ef Svíinn Sven-Göran Eriksson hættir sem landsliðsþjálf- ari eftir Evrópukeppnina í Portúgal í sumar. SEX leikmenn frá enskum liðum eru í landsliðshóp Svía í knatt- spyrnu fyrir vináttuleik gegn Eng- landi sem fram fer í Gautaborg 31. mars. Svíar eru í riðli með Íslend- ingum í undankeppni HM og eru jafnframt að búa sig undir loka- keppni EM í Portúgal í sumar, eins og Englendingar. Hópurinn er þannig skipaður: Markverðir: Andreas Isaksson (Djurgården), Magnus Hedman (Ancona, Ítalíu), Magnus Kihlstedt (FC Köbenhavn, Danmörku) Varnarmenn: Christoffer And- ersson (Lilleström, Noregi), Mikael Dorsin (Strasbourg, Frakklandi), Erik Edman (Heerenveen, Hol- landi), Andreas Jakobsson (Bröndby, Danmörku), Teddy Lucic (Leverkusen, Þýskalandi), Olof Mellberg (Aston Villa, Englandi), Johan Mjällby (Celtic, Skotlandi), Michael Svensson (Southampton, Englandi) Miðjumenn: Anders Andersson (Belenenses, Portúgal), Johan Elm- ander (Breda, Hollandi), Pontus Farnerud (Strasbourg, Frakk- landi), Kim Kallstrom (Rennes, Frakklandi), Tobias Linderoth (Everton, Englandi), Fredrik Ljungberg (Arsenal, Englandi), Anders Svensson (Southampton, Englandi), Mikael Nilsson (Halm- stad) Sóknarmenn: Marcus Allbäck (Aston Villa, Englandi), Zlatan Ibrahimovic (Ajax, Hollandi), Matti- as Jonson (Brondby, Danmörku), Christian Wilhelmsson (Anderlecht, Belgíu) Sex frá enskum liðum Eina sem ákveðið hefur verið erað taka þátt í æfingamóti í Belgíu 21.–23. maí áður en að leikj- unum við Ítala í undankeppni heims- meistaramótsins kemur. Þetta verð- ur í fjórða sinn sem íslenska landsliðið tekur þátt í mótinu í Belg- íu sem nefnt er Flanders Cup. „Það er ljóst að við verðum ekki með okk- ar sterkasta lið í Belgíu þar sem leikmenn okkar í Þýskalandi verða ekki með. Þýsku deildinni lýkur ekki fyrr en 24. maí og því verða þeir ekki með. Líklegt að landsliðið verði skipað leikmönnum sem spila hér heima auk þeirra leikmanna sem leika á Spáni, í Frakklandi og í Dan- mörku þar sem deildarkeppni verð- ur lokið á þessum tíma,“ segir Guð- mundur. Leikið við Grikki og Slóvaka Strax að loknu mótinu í Belgíu fer hluti liðsins til Grikklands og þá koma leikmenn frá Þýskalandi til móts við landsliðið þegar það býr sig undir fyrri leikinn við Ítalíu í und- ankeppni HM sem ráðgert er að fari fram á Ítalíu 29. maí. Í Grikklands- ferðinni æfir íslenska landsliðið saman auk þess sem það leikur tvo vináttuleiki, við Grikki og að öllum líkindum við Slóvaka, en báðar þjóð- ir verða þá einnig að búa sig undir undankeppni HM. Síðari leikurinn við Ítala verður háður hér á landi sunnudaginn 6. júní og verður að öll- um líkindum leikið í Laugardalshöll. Eftir seinni leikinn við Ítali fá ís- lensku landsliðsmennirnir tveggja vikna sumarleyfi áður en undirbún- ingur Ólympíuleikanna hefst 22. júní. Guðmundur reiknar með að undirbúningurinn standi sleitulaust til 9. ágúst en til stendur að lands- liðið haldi til Grikklands 10. ágúst. „Ég reikna ekki með að gefa margra daga frí eftir að við förum í gang 22. júní,“ segir Guðmundur sem þegar er farinn leita eftir landsleikjum fyr- ir Ólympíuleikana. „Við höfum víða leitað eftir lands- leikjum á undirbúningstíma Ólymp- íuleikanna og höfum fengið nokkur vilyrði fyrir leikjum, meðal við Þjóð- verja og Spánverja, en við ætlum ekki að ákveða neitt fyrr en ljóst verður með hvaða þjóðum við lend- um í riðli á Ólympíuleikunum,“ segir Guðmundur sem reiknar með að leika níu landsleiki á undirbúnings- tímanum frá 22. júní til 9. ágúst. Reiknar ekki með árekstrum við félagslið í Þýskalandi Vegna undirbúnings Ólympíuleik- anna og síðan þátttöku í þeim er ljóst að leikmenn verða ekkert hjá félagsliðum sínum fyrr en í byrjun september og taka því lítinn þátt í undirbúningi næstu leiktíðar sem alla jafna fer fram í júlí og ágúst. Ekki síst á þetta við um atvinnu- mennina sem þiggja laun frá fé- lögum sínum en verða síðan í vinnu hjá allt öðrum aðila í um tveggja mánaða skeið. Guðmundur telur að ekki eigi að verða neinir árekstrar á milli landsliðsins og félagsliðanna þrátt fyrir þessa löngu fjarveru. „Ég reikna ekki með að það verði eitt- hvað vandamál í kringum þetta. Þýska landsliðið hefur sinn undir- búning um líkt leyti og við, það er í lok júní. Það æfir síðan saman fram að leikum og þar með tel ég að það eigi ekki að verða neinir árekstrar hjá okkur við þýsku liðin til að mynda eða þau spænsku því Spán- verjar verða einnig í Aþenu,“ segir Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handknattleik sem þegar hefur sett niður ítarlega æf- ingaáætlun fyrir landsliðið vegna leikanna. Strangur undirbúningur hjá íslenska landsliðinu í handknattleik í undanfara Ólympíuleikanna Til boða að leika við Spán og Þýskaland ÍSLENSKA landsliðinu í handknattleik stendur til boða að leika vin- áttuleiki m.a. við Evrópumeistara Þjóðverja og Spánverja þegar það býr sig undir þátttöku á Ólympíuleikunum í sumar. Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, segir að ekkert verði farið í að negla niður landsleiki á undirbúningstím- anum fyrr en dregið hefur verið í riðla fyrir Ólympíuleikana. Dregið verður í Aþenu árdegis á morgun. REIKNA má með að leikmenn Bayern München verði að taka á sig 15 til 20% launalækkun þegar þeir framlengja samninga sína við félagið, en tekjur félagsins standa ekki und- ir útgjöldum. Þetta er sama staða og fleiri þýsk knatt- spyrnufélög glíma við og skemmst er að minnast þess að leikmenn Bor- ussia Dortmund samþykktu launalækkun í vetur til þess að létta á útgjöldum félagsins í kjöl- far þess að ljóst var að þeir kæm- ust ekki í Meistaradeild Evrópu. „Þeir samningar sem eru að renna út verða ekki endurnýjaðir, forsendur þeirra hafa breyst og ljóst að laun leikmanna verða að lækka,“ segir Karl-Heinz Rumme- nigge, framkvæmdastjóri Bayern München í viðtali við tímaritið Sport Bild. Rummenigge segir ennfremur að ekki sé ljóst hver framtíð þjálfara Bayern, Ottmar Hitzfeld, verður, en samningur hans við fé- lagið rennur út eftir rúmt ár. Lið- ið er fallið úr keppni í Meist- aradeildinni og þá séu hverfandi líkur á því að það verði þýskur meistari í vor. Rummenigge segir það ekki sjálfsagt að Hitzfeld haldi áfram verði Bayern í öðru eða þriðja sæti í þýsku deildinni, heldur sé það ekkert víst að sá árangur þýði endilega að þjálf- arinn verði að taka hatt sinn og staf. Launa- lækkun hjá Bayern München Hitzfeld
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.