Vísir - 27.04.1981, Blaðsíða 5

Vísir - 27.04.1981, Blaðsíða 5
Mánudagur 27. aprll 1981 VÍSIR 5 ■ ■i Francois Mitterrand fer nú ööru sinni fram gegn Giscard I forsetakosn- ingum. Giscard D'Eastaing naut iitils góös af lækkun kosningaaidurs Clscard og Mitterrand sigruðu (fyrri umferðinni Fengu pólskri Valery Giscard D’Estaing og Francois Mitterrand, leiðtogi sósialista voru klárir sigurvegar- ar fyrri umferðar forsetakosning- anna i Frakklandi i gær. Siðari umferðin þann 10. mai verður þvi einvigi þeirra i milli og eins og horfði i talningu atkvæða i nótt kann að verða mjög mjótt á mununum, hvor þeirra verður Frakklandsforseti næsta sjö ára kjörtimabil. Þeir höfðu báðir nokkra yfir- burði yfir aðra keppinauta sina, en næstir þeim komu gaullistinn, Jacques Chirac, og kommúnist- inn, Georges Marchais. Þegar talningu var langleiðina lokið hafði Giscard forseti hlotið tæpar 7,7 milljónir atkvæða eða 27,97% og Mitterrand, nær 7,2 milljónir atkvæða eða 26,24%. Chirac, sem verið hefur borg- arstjóri Parisar siðustu þrjú ár, stefndi i tæp 18% (4,94 milljónir atkvæða) og Marchais i 15,32% (4,2 milljónir atkvæða). Breskir flug- umferðarstlórar f verkfalli British Airways sá sig knúið til þess að aflýsa niu flugferðum frá Heathrow-flugvelli i London i morgun vegna skæruverkfalls flugumferðarstjóra um háanna- stund dagsins. Flugumferðarstjórar sögðust mundu stöðva alla flugumferð um flugumsjónarsvæði Bretlands frá kl. hálf sjö til eitt i dag, til þess að ýta á eftir kröfum sinum um 15% launahækkun. Skæruverkfallið i dag er liður i fimm vikna verkfallsáætlun, sem samtök flugumferðarstjóra Breta hafa á prjónunum. Mitterrand og Giscard D’Esta- ing munu þvi aftur etja kapp saman i seinni umferðinni eins og i kosningunum 1974, þegar Gis- card sigraði með tæpri hálfri milljón atkvæða (af 27 milljón- um). — Þá naut Mitterrand raun- ar kosningabandalags sósialista og kommúnista, en upp úr þvi slitnaði 1978. Giscard D’Estaing kvaðst á- nægður með úrslitin i gær, þótt um 7 milljónir kjósenda eða rúm- lega 18% skiluðu ekki atkvæðum sinum. Er það tæpum 4% lélegri Biggs beiö án árang- urs fyrri konunnar Breski lestarræninginn, Ronald Biggs, beið i þrjár klukkustundir án árangurs eftir fyrrverandi konu sinni, Charmian Brent. Hann átti von á henni og 14 ára syni þeirra með flugvél frá Mel- bourne, en þar hefur hún búið ásamt tveim sonum þeirra frá þvi að Biggs flúði frá Englandi til Astraliu fyrir 15 árum. „Við ætlum til einhvers staðar, þar sem enginn veit af okkur, og gera áætlanir um framtiðina,” sagði Biggs viö blaðamenn á flug- vellinum, þar sem hann beið með 6 ára brasiliskum syni sinum. Þau hafa ekki sést i sjö ár. Hún skildi við Biggs 1976, þegar hann flúði Astraliu til Braziliu undan bresku lögreglunni. Astralskt dagblað hafði boðist til þess að greiða flugfar hennar til Braziliu. kjörsókn en 1974. — 1 fyrri um- ferðinni 1974 fékk hann 32,6%. Ýmsir frambjóðendur vinstri- sinna, sem minna fylgi fengu i gær, hafa skorað á kjósendur sina að styðja Mitterrand i siðari um- ferðinni. En Marchais, sem fékk minna fylgi en flestir höfðu spáð, neitaði að tjá sig nokkuð i þá átt, og sagði, að forysta kommúnista- flokksins kæmi saman til fundar á þriðjudag og mundi þá ákveöa af- stöðu sina til Mitterrands. Þetta var slakasta fylgi, sem kommúnistar hafa fengið i kosn- ingum i Frakklandi eftir siðari heimsstyrjöldina, og þykir það geta orðið vatn á myllu Mitter- rands. Chirac, sem fyrrum vék úr for- sætisráðherrastóli i stjórn Gis- cards, neitaði eins og Marchais að láta uppi, hvort hann mundi skora á sina kjósendur að styðja Giscard D’Estaing i siðari um- ferðinni. lögregluslðð breytt í spítala Hin óháðu verkalýðssamtök Póllands náðu um helgina sam- komulagi við yfirvöldin um að ýmsar opinberar byggingar yrðu teknar i almennings þágu. Þannig verður lögreglustöðin i bænum Suwalki notuð sem göngudeild fyrir sjúklinga á bata- vegi. önnur bygging, sem ætluð var til hugmyndafræðilegrar þjálfunar, verður tekin undir kennslu. Og þannig koll af kolli. Lech Walesa sat fund með þing- nefnd einni, sem samþykkt hefur að leggja fyrir rikisráð frumvarp til nýrra verkalýðslaga, þar sem meðal annars verður gert ráð fyrir löggildingu samtaka sjálfs- eignarbænda, en að þvi höfðu stjórnvöld áður gengið. Sanfls liggur lyrir dauðanum IRA-fanginn, Bobby Sands, sem nú sagður að dauða kominn eftir 58 daga hungurverkfall. Hef- ur fjölskylda hans verið vöruð við þvi, að hún geti á hverri stundu mátt búast við simhringingu með dánarfregninni. Fangelsislæknarnir sögðu fjöl- skyldu hans, aö Sands hefði næst- um skilið við i gær, en tilraunir til þess að fá hann til að hætta föst- unni hafa engan árangur borið. Sands fór i hungurverkfallið til þess að knýja yfirvöld til þess að viðurkenna pólitiska stöðu IRA- fanga. Pólitiskir fangar þurfa ekki að vinna i fangelsinu, þurfa ekki aö vera i fangabúningum og fá að umgangast hverjir aðra. - Bresk yfirvöld hafa svarað þess- um kröfum svo, að IRA-fangar séu eins og hverjir aðrir afbrota- fangar. — Þrir fangar aðrir hafa verið I hungurverkfalli i 44 daga. Um 12 þúsund manns kom til útifundar i kaþólska hluta Belfast igær til að lýsa yfir stuðningi við Sands, en allt fór friðsamlega fram. Tæp 100 ár i stríði viö Frakka Spænska þorpið, Lijar, hefur ákveðið að binda endi á striðið við Frakkland, sem stjórn þess lýsti yfir árið 1889. Sú striðsyfirlýsing kom á sinum tima i kjölfar þess að Alfonso XII Spánarkóngi var sýnd vanvirða og móðgun i heimsókn hans til Parisar. Þorpsstjórnin hefur nú tekið þessa örlagariku ákvörðun og þreifar fyrir sér um friðar- samninga við Frakkland, þrátt fyrir andstöðu nokkurra af 500 ibúum Lijar, sem eru öánægðir með sambúð Frakk- tands og Spánar. Einn „kúrekinn” enn fallinn í valinn Jim Davis, sem leikið hefur ættföðurinn Jack Ewing i sjónvarpsmyndaflokknum vinsæla i Bandarikjunum „Dallas” lést i gær 65 ára að aldri. Kvikmyndahúsagestir kannast við hinn hvithærða leikara úr ýmsum kúreka- myndum, en Davis lék alls i 150 kvikmyndum og nokkrum sjónvarpsmyndaflokkum. I Bandarikjunum er hann þekktas,tur samt af hlutverki sinu i „Dallas”. Tyrkir í róstum í V-Berlín Til átaka kom milli Tyrkja innbyrðis i Vestur-Berlin i gær og slösuðust nokkrir lögreglu- þjónar, sem voru grýttir, þegar þeir reyndu að stilla til friðar. Óeirðirnar brutust út milli vinstrisinna öfgamanna og hægrisinna i úþphafi 20 þús- und manna fjöldagöngu, sem Tyrkir i Berlin ætluðu að fara til stuðnings herforingja- stjórninni i Ankara. — Alls búa um lOOþúsund Tyrkir i V- Berlin, flestir þangað komnir sem farandverkamenn á flótta frá pólitiskum róstum heima i Tyrklandi. En öfgamenn i þessum hópi hafa flutt með sér ofstækisofbeldið að heiman og hefur lengi verið grunnt á þvi góða milli hægrisinna og vinstrisinna. Charles datt af hesthaki Charles Bretaprins féll af hestbaki i póló-knattleik i Sydney i Astraliu i gær. Lenti hestur hans i árekstri við annan, kiknaði i hnjám og við það kastaðist prinsinn fram af. Hann sté fljótt á fætur aftur og hélt leiknum áfram á óþreyttum hesti. Heimsókn prinsins i Astra- liu lýkur i dag, en á morgun fer hann til Venusúela. Náðaður á afmælinu Byltingarráðið i Afghanistan lét lausa i gær úr fangelsum um 700 fanga i til- efni 3ja ára afmælis byltingar- innar. Um leið mildaði Babrak Karmal forseti, dóma yfir um 195 afbrotamönnum. spiiavíti austantjalds Opnað hefur verið nýtt spilaviti i Búdapest og er það fyrsta spilavitið, siðan kommúnistar komust til valda 1 Ungverjalandi. Þaö er þó einungis opið útlendingum og erlendur gjaldeyrir eini gjald- miðillinn, sem tekinn er gildur. Spilavitiö er i Hilton-hóteli i Buda-kastalahverfinu i Búda- pest og er rekið i félagi meö austurrisku fyrirtæki. Þetta er eina spilavitiö austantjalds utan Búlgariu, þar sem tvö eða þrjú eru rekin fyrir feröamenn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.