Vísir - 27.04.1981, Blaðsíða 27

Vísir - 27.04.1981, Blaðsíða 27
VISIR Mánudagur 27. aprll 1981 r““----------- vtsm unniö á vöklum allan sólarhringinn h|á Piasteinangrun 31 1 Fiskkassaframleloslan er kominn í fullan gang Einsog Vísir sagöi frá f haust/ þá var á prjónun- um hjá Plasteinangrun hf. á Akureyri að hefja framleiðsluá fiskkössum í byrjun þessa árs. Þetta hefur nú gengiðeftir/ því fiskkassaf ramleiðslan hófst fyrir réttum mán- uði og gengur vel. Stór og mikil vél var fengin til framleiðslunnar. Hefur henni nii verið komið fyrir i nýbygg- ingu Plasteinangrunar. Þar þrælar hiín nótt sem nýtan dag við að móta fiskkassa úr plasti i þar til gerðu móti. Við mótunina notar vélin mikinn hita og ógur- lega krafta, enda er hún engin smásmiði. Sjálft fiskkassamótið, sem er um 7 tonn að þyngd, er tekið á leigu frá Sviþjóð, 3 mánuði i senn, tvisvar á ári. Slikt mót er nefnilega það dýrt, að framleiðslan fyrir markaðinn hér gæti aldrei staðið undir kaupum á þvi. Að sögn Gunnars Þórðarson- ar, framkvæmdastjóra Plast- einangrunar, er fyrirhugað að framleiða 60—70 þús. kassa á ári, en vélin fer létt með móta eina 750 kassa á sólarhring. Kassarnir eru framleiddir sam- kvæmt norskrf hönnun sem hef- ur reynst mjög vel, þykir sterk og endingargóð. Fer framleiðsl- an að mestu leyti á innanlands- markað en Plasteinangrun hef- ur einnig heimild til að selja kassa til Færeyja. Hafa mark- aðsmöguleikar þar þegar verið kannaðir og niðurstaðan lofar góðu, að sögn Gunnars. Fiskkassar eru mikið notaðir, en fram til þessa hafa þeir nær allir verið fluttir inn, mest frá Noregi, nær 80 þús, kassar að meðaltaliá undanförnum árum. Verðmæti þess er um 8 m.kr. á núverandi verðlagi, en um helmingur þess er vegna hrá- efnis sem áfram verður flutt inn. Fiskkassaframleiðsla Palsteinangrunar sparar okkur þvi gjaldeyri fyrir um 4—5 m.kr. á ári. Plasteinangrun framleiðir ýmislegt fleira fyrir sjávarút- veg. Er þar um að ræða neta- hringi og trollkúlur. Fer um 90% af netahringjunum i útflutning og nær helmingurinn af trollkúl- unum, mest til Norðurlandanna og Kanada. Hefst ekki undan að framleiða upp i pantanir, þótt unnið sé á vöktum allan sólar- hringinn. Einnig framleiðir Plasteinangrun flöskur úr plasti, sem notaðar eru undir þvottaefni, safa og fl. Það er þvi uppgangur i flest- um greinum framleiðslunnar og ekki annað fyrirsjáanlegt en nægilegur markaður verði fyrir framleiðsluna, að sögn Gunnars Þórðarsonar. Það eina, sem er afturkippur i, er framleiðsla á plasteinangrun, sem fyrirtækið var upphaflega stofnað til að framleiða, eins og nafnið bendir til. Stafar afturkippurinn eðli- lega af miklum samdrætti i byggingariðnaðinum á Akur- eyri um þessar mundir. e» Iðnaðardeild Sambandsins og KEA eru stærsti hluthafinn i Plasteinangrun hf. Stjórnarfor- maður er Hjörtur Eiriksson, framkvæmdastjóri Iðnaðar- deildarinnar. GS/Akureyri Meö vélakosti Plasteinangrunar er ætlunin aö framleiða 60-70 þúsund fiskkassa á ári, en að meðaltali hafa veriö fiuttir inn 80 þúsund kassar á ári frá Noregi. (Visism. GS). svomœlir Svoithöíox ■ ■■■■■■■ ij| Æ B> ■ mmmm m mm mm mmmmmmmmmmmm mmmmmr mmmmmmmmmmmmmmmm VIÐREISN ER ALLT SEM ÞARF Sú glima, sem nú er háð við verðbólguna, á sér rætur i samningum um kaup og kjör, sem gerðir voru snemma á valdatima rikisstjórnar ólafs Jóhannessonar. Eftir langvar- andi timabii viðreisnar þótti æðikollum Alþýðubandalagsins kominn timi til að hefja efna- hagslega upplausn og fengu þvi ráðið, kannski mest vegna þess að Framsókn virtist ekki hafa skiiiö þá, og skilur heldur ekki nú, að Alþýðubandalagið varðar ekkert um þjóðarhag. Frá þvi viðreisn lauk hefur landsmönn- um reynst stjórnmálastefna þeirra, sem meö völdin hafa farið, ein löng og ströng þrauta- ganga, þar sem hvað eftir annað hefur stefnt I áttatiu prósent verðbólgu, vextir hafa hækkað svo, að þeir eru nú óviðráðan- legir fyrir þá, sem þurfa að byggja húsnæði yfir sig, en valda að auki stöðugri verð- bólgu vegna þess að neytandinn veröur að greiða þessa vexti i hækkuðu vöruverði. Atvinnu- vegirnir eru á hnjánum út af skattheimtu og siæmri aöstöðu vegna neikvæðs munar á til- kostnaði og framleiðsluveröi. Þannig hefur sagan frá stjórnarmynduninni 1971 alltaf verið að versna, þrátt fyrir margvislegar málamynda- aðgerðir siðan, og nú siðast kenningar um viljann. Vegna þess að ölium er ljóst I hvert óefni er komið, virðist rikis- stjórnin hafa sæmilegan vinnu- frið til viðnámsaðgerða. Engu að siður mun viðnám hennar koma fyrir litið, enda gerir margvislegur tilkostnaður ein- staklingsins vegna vaxta og verðbólgu það að verkum, að stór hluti iáglaunafólks bjargar sér eins og best hann getur á vinnumarkaði, utan og ofan við samninga, svo að nú reiknast stórum hluta verkamanna mán- aðarlaun upp á rúma eina miilj- ón g. króna. Þess sér auðvitað stað i verðlagi og óhagstæðum fram'Ieiðslukostnaði. Þegar viðreisnin var felld i kosningunum 1971, var það við- kvæði margs ungs fólks, að þaö vildi breytingu breytingarinnar vegna. Það kvaö upp úr með, að viðreisnin heföi varað svo lengi, að það myndi ekki iengur til annarra stjórnarhátta, eöa þekkti ekki aðra stjórnarhætti siðan þaö kom til vits og ára. Það var þvi eiginlega krafa um einskonar skemmtanalif að fá aðra stjórnarhætti I landiö. Og þessu unga fólki varð svo sannariega að ósk sinni. Það fékk aðra stjórnarhætti — sem sagt mikið skemmtanaiif, en nú eru timburmennirnir farnir að segja til sln, og það verður fróð- legt að sjá þetta sama unga fólk, sem nú er tiu árum eldra, bjarg- ast út úr vaxtasúpu og verð- bólguaðgerðum, sem þó miða aðeins að „normalástandi” upp á 35% verðbólgu. Þeir, sem höföu mest á móti viöreisn, gættu þess ekki, að eitt er skemmtanalif og annað póli- tísk skynsemi. Viðreisnar- stjórnir höfðu haldið sæmiiegu jafnvægi i þjóðféiaginu og sæmilegum friði á vinnumark- aði. Atviiuia hafði verið jöfn og góð fyrir utan eitt tilfelli 1967-68, þegar fóik flutti úr landi vegna örðugleika. Samskonar örðug- leikar hafa komið upp oft siðan og hafa fylgt fólksflutningar úr landi. Það cr bara ckkert talað um slíkt enda þeir við völd sem hafa viijann að leiðarljósi, sem nær auðvitað tii sjálfsákvörð- unarréttar um utanferðir. ómögulegt er að segja, hvort nokkurri stjdrn tekst að snúa blaöinu við, úr þvi sem komið er. H ins vegar er ekki vafi á þvi, aö langmestur hluti kjósenda vill nií ekkert frekar en að á ný verði tekin upp viðreisnarstefna i þjdðmálum. Sú stefna fæst ekki fram með þátttöku Alþýöu- bandaiagsins. Þess vegna er sú stjórn, sem nú situr, eins og hún er samsett, ekki fær um að verða við þessum óskum. En það mun ekki koma I Ijós fyrr en I haust, hverjir það verða, sem hugsanlega geta veitt nýrri við- reisn forustu. Svarthöfði

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.