Vísir - 27.04.1981, Blaðsíða 28

Vísir - 27.04.1981, Blaðsíða 28
if < * i \ wmm Mánudagur 27. apríl 1981 síminner 86611 Veðurspá dagsins Klukkan sex var 1002 mb lægð 300 km vestur af Snæ- fellsnesi á hreyfingu austur og siðar austsuðaustur. Hitaskil eru á leiö austur yfir landið, kominn 6-7 stiga hiti á suð- vesturlandi. Suöurland til Breiðafjarðar: sunnan 5-6 og rigning eða súld i dag, gengur i norðvestan 4-5 með skúrum i nótt. Vestfirðir: suðaustan 4-6, snjókoma norðan til i fyrstu en annars rigning, gengur i norð- vestan 5-7 með snjókomu i nótt. Strandir og Norðurland vestra til Austurlands að Glettingi: Suðaustan 4-5 og sumsstaðar snjókoma i fyrstu en viða rigning i kvöld, gengur i aust- an eða 'iorðaustan 4-6 >eð slyddu i 'yrramálið. Austfirðir og Suðausturland: sunnan 4-5 og snjókoma i fyrstu, en breytist i rigningu, gengur sennilega i norðaustan átt i fyrramálið. Veðrið hér og har Klukkan sex I morgun. Akureyrialskýjað -1, Helsinki léttskýjað 2, Kaupmannahöfn heiðskirt 4, Osló skýjað 2, Reykjavik rigning 6, Stokk- hólmur léttskýjað 5, Þórshöfn skýjað 0. Klukkan átján I gær. Aþena skýjað 19, Berlin skýj- að 13, Chicago skýjað 12, Feneyjar rigning 12, Frankfurt skýjað 11, Nuukal- skýjað 3, London skúr 8, Luxemburg snjókoma 0, Las Palmas skýjað 19, Mallorka léttskýjað 13, Montrealskýjað 13, Paris skýjað 8, Róm létt- skýjað 16, Malaga skýjað 18, Vín skýjað 15, Winnipeg létt- skýjað 14. Lokl segir i Nú er Hjörleifur farinn að leika i mynd hjá Hrafni Gunn- laugssyni. Hann fær þá kanski llka hlutverk I nýju gaman- myndinni sem ASÍ er að gera og heitir: Samráðin við rlkis- stjórnina. Stóðu í rúma klukkustund á skerinu með sjðinn upp að hnjðm meðan Ágúst Guðmundsson svnti i land og nðði I hjálp: Bjðrgunarmenn komu ð siðustu stundu Það munaði litlu að illa færi er bát með fimm manns tók niðri oglagðist á hliðina á Breiðafirði á laugardaginn. Það var fyrir snarræði og dugnað eins báts- verjanna, Agústs Guðmunds- sonar, kvikmyndageröar- manns, að fólkinu var bjargað og engum varð meint af. Olafur Torfason, kennari á Stykkishólmi, sagði i samtali viö Visi að hann hefði undan- farna daga verið að aðstoða Agúst Guðmundsson við að finna heppilegan stað á Breiða- firði vegna kvikmyndunar Gisla sögu Súrssonar. Þeirvoru búnir að skoða talsvert margar eyjar og um klukkan 17:30 á laugar- dag voru þeir að fara úr Klakk- eyjum og voru á milli Purkeyjar og Hrappseyjar, þegar bátinn tók niðri á boða. Um hundrað metrar voru frá boðanum til Purkeyjar, en strauihurinn nokkuð striður. Báturinn lagðist á hliðina og sjórinn streymdi inn i hann, þannig að bátsverjum var nokk- uð hætt þegar flæddi að. Agúst ákvað þá að freista þess að synda til lands, klæddi sig úr skom, sokkum og úlpu. Hann komst klakklaust til Purkeyjar og lagöi þá af stað hlaupandi til eina bæjarins á eyjunni, en sú ferð er um klukkuti ma gangur. Þaðan hringdi Agúst svo til Stykkishólms og bað um að björgunarbátur yrði sendur á vettvang. A meöan biðu i bátnum þau Ólafur, Jónas Pálsson, skip- stjóri á bátnum, og tveir ungl- ingar, Flosi Þorgeirsson og Melkorka ólafsdóttir. „Við fórum úr bátnum og bið- um uppi á skerinu. Það flaut yfir skerið, þannig að við urðum að vaða sjóinn upp að hnjám", sagði Ólafur. „Eftir rúmlega klukkutima bið var fariö að falla svo mikið að.aðbáturinn varaðfara ikaf. Við vorum að verða örvænt- ingarfull og ég var búinn að klæða mig úr skóm og hlifðar- fötum og ætlaði að freista þess að synda til lands og draga með mér linu til að geta dregið hin i land, þegar björgunarbáturinn birtist”. Ólafur sagði, að þó þau hefðu öll verið orðin köld og hrakin, hefði engum orðið meint af volkinu. „En það má segja að Ágúst hafi óviljandi fetað i fótspor Gisla Súrssonar, þvi Agúst var einmitt að leita að heppilegum stað til að kvikmynda sund Gisla i sjónum á Breiðafirði”. —ATA Helgi Ólafsson þungt hugsi I tiundu umferðinni. Helgi er efstur ásamt Elvari Guðmundssyni þegar ein- ungis ein umferö er eftir, og úrslitin ráðast á Hótel Esju I kvöld. __ _ _ Mynd:Friðþjófur. Ein umferð enir á Skákhlnglnu: Helgl og Elvar efstir Helgi Ólafsson og Elvar Guð- mundsson eruefstir og jafnir með sjö vinninga þegar ein umferð er eftir á Skákþingi tslands. Þeir fé- lagarnir eru heilum vinningi á undan næstu mönnum. Helstu úrslitin i tiundu umferð- inni, sem tefld var I gær, urðu þau, að Elvar vann Jóhannes Gisla Jónsson, Bragi Halldórsson vann Jón L. Árnason, Helgi Ólafs- son vann Björn Þorsteinsson. Karl Þorsteinsson og Guðmundur Sigurjónsson sömdu um jafntefli og sömuleiðis þeir Jóhann Hjart- arson og Ingi R. Jóhannsson. Skák Asgeirs Þ. Arnasonar og Jó- hanrsÞóris Jónssonar fór i bið. Sem fyrr segir eru þeir Helgi og Elvar efstir með 7 vinninga, i 3.-6. sæti eru Björn, Guðmundur, Jó- hann Hjartarsson og Ingi R. með 6 vinninga. Jón L. og Karl eru svo með 5 1/2 vinning. I kvöld verður tefld siðasta um- ferð og tefla þá saman meðal annarra Helgi og Asgeir, Elvar og Bragi. — ATA Vlðtæk leit að 68 ára gamalll konu: vnr 400 manns hafa leltað án árangurs Leit að fullorðinni konu hefur staðið yfir um helgina en hafði engan árangur borið er Visir fór i prentun i morgun. Konan sem leitað er að heitir Rannveig Jónsdóttir 68 ára göm- ul, til heimilis að Stuðlaseli 26. Rannveig þjáist af minnisleysi og áerfittmeðaötjá sig.Húner með stutt og slétt hvitt hár og ber gler- augu. Þegar Rannveig fór að heiman var hún klædd ljósbrúnni kápu með ryðrauðri áferð, og var með græna húfu á höfði. Rannveig fór að heiman frá sér klukkan 13:30 á laugardag og skipulögð leit að henni hófst skömmu fyrir miðnætti. Á fimmta hundrað manns hafa tek- ið þátt i leitinni, björgunarsveit- armenn, hjálparsveitir, lögreglu- menn og sjálfboðaliðar aðrir. Þá var notaður sporhundur. Siðast sást til Rannveigar um klukkan 16 á laugardag og var hún þá á gangi nálægt Álftanesaf- leggjaranum og hefur leitin aðal- i lega beinst að þeim slóðum. — ATA Rannveig Jónsdóttir

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.