Vísir - 05.05.1981, Blaðsíða 12

Vísir - 05.05.1981, Blaðsíða 12
VtSIR 13 12 VÍSIR Þriðjudagur 5. mal 1981 Þriðjudagur 5. mai 1981 ■ V . ' „Ég get ekki sagt að aðbúnaðurinn sé full- nægjandi hér, en hann er viðunaiidi. miðað við það f jármagn, sem varið er til að hjúkra þessu fólki”, sagði Brynjólfur Ingvarsson, yfirlæknir geðdeildar Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri i samtali við Visi. Brynjólfur var spurður um aðbúnaðinn á geðdeildinni, sem i daglegu tali Akureyringa gengur undir nafninu „Litli-Kleppur”. Munn- mælasögur á Akureyri hafa stundum sagt að- búnaðinn á geðdeildinni Fjórðungssjúkrahúsinu til skammar. Nú siðast var látið að þvi liggja i Dagblaðsgrein, að sjúklingum deildarinnar liði illa. En hvað er til i þessu? Ragnheiður Árna- dóttir, hjúkrunarforstjóri, Ásgeir Höskuldsson, framkvæmdastjóri sjúkrahússins, Jóhann Kon- ráðsson gæslumaður og Brynjólfur boðuðu til blaðamannafundar á „Litla-Kleppi” á miðviku- daginn og kynntu þá starfsemi, sem þar fer fram. Sumir eru nær óslálfblarga A deildinni eru 6 sjúklingar. Fimm þeirra eru komnir yfir sjö- tugt og eru þeir taldir ólæknandi geöklofar, en misjafnlega á sig komnir. Þeirra á meðal eru tvær konur. önnur þeirra hefur verið á deildinni allt siðan 1954. Þær bjarga sér nokkuð sjálfar, sér- staklega önnur þeirra sem er mikil hannyrðakona. Þær tjá sig einnig við starfsfólkið og láta ósk- ir sinar i ljós. Karlmennirnir eru ekki eins sjálfsbjarga. Þeir tjá sig litiö. „Þaö er helst.að ég nái sam- bandi viö einn þeirra með þvi að raula með honum enda kann hann mikið af lögum”, sagði Jóhann Konráðsson sem sagðist oft hafa komið ró yfir sjúklingana með þessum sjúklingum”, sagði Brynjólfur. Asgeir Höskuldsson upplýsti á fundinum, að daggjöld hins opin- bera- með þessum sjúklingum væru um 185 kr., á meðan almenn daggjöld væru nær 1000 kr. Það væri þvi ekki svigrúm til þess að sinna öðru en þvi nauðsynlegasta varöandi þessa sjúklinga. Hlutverk „Litla-Klepps” hefur breyst frá þvi að hann var settur á fót. Húsið var byggt og tekið i notkun 1946. Þá var það ætlað fyrirerfiða sjúklinga,sem voru til vandræða á Gamla spitalanum. Húsið var þvi búið með það fyrir augum.að þar yrðu vistaðir mikið veikir eða óðir sjúklingar. Siðan hefur færst ró yfir sjúklingana. Aöeins einn af þeim 5,sem þar eru núna á það til aö verða svolitið æstur, en það ristir aldrei djúpt, Or borðstofu Litla-Klepps. Fanney Odógelrsdóttlr, startsmaour, asamt premur sjuuungum. FOLK MEÐ OLÆKNANDI GEBKLOFA TIL „GEYMSLU 99 söng þegar aðrar leiðir hefðu reynst árangurslausar. Suma sjúklingana þarf alger- lega að hugsa fyrir. Það þarf að taka til fyrir þá matinn, þrifa þá og annast á annan hátt. Þessir 5 sjúklingar eru taldir ólæknandi og eru þvi ekki i meðferð. Það er séö fyrir þeirra daglegu þörfum og þeir fá lyf til að halda óþægind- um af sjúkdómnum niðri. En hvers vegna eru þeir ekki i með- ferð til lækninga? „Þetta er gamalt fólk sem var búið að vera lengi veikt af geð- klofa áður en nútima meðferð við þeim sjúkdómi kom til sögunnar. Nú er hins vegar hægt að halda geðklofa niðri með aðgerðum, sem byggjast á iðjuþjálfun og lyfjagjöfum, jafnframt þvi sem mikið er lagt upp úr nánu sam- bandi viö .aðstandendur og vinnu- veitendur'Þessir sjúklingar okk- ar eru hins vegar illa farnir, þeir eru „útbrunnir”, eins og við köll- um það,” sagði Brynjólfur. Húslð byggl lyrlr óða sjúklinga Hann var næst spuröur, hvort hann væri sáttur við „meðferðar- leysiö”, sem geðlæknir. „Ég tel aðbúnaðinn viðunandi eins og ég sagði áðan. Hins vegar hefði ég kosiö.að þetta fólk ætti kost á iöjuþjálfun hjá sérhæfðu starfsfólki. Það gæti fundið það áhugasviö hjá sjúklingunum, þar sem einhverjar glæður kunna að lifa. En þetta kostar peninga og veröur ekki gert meö þeim dag- gjöldum, sem nú eru greidd með og hann er aldrei til neinna vand- ræða að sögn Jóhanns. Unnið með hang- andl hendlnni Lengst af var Jóhann einn gæslumaður og bjó hann þá i næsta húsi. Fyrir nokkru var bætt við starfsfólki og nú er vakt allan sólarhringinn á Litla-Kleppi. Hins vegar hefur það verið yfirlýst stefna Fjórðungssjúkrahússins að þessi deild verði lögð niður þegar sú kynslóð sem þar hefur verið vistuð.er gengin. Vist hefur M y n d i r o g texti: Gfsli Sigur- geirsson sjúklingum fækkað en verður deildin lögð niður á næstunni? „Það er rétt, það hefur verið stefnan að leggja deildina niður”, sagði Brynjólfur. „Ef til vill' veröa þessar umræður núna til þess.að tekið veröi til hendinni til að svo megi verða en ekki unnið að þvi i sömu rólegheitunum og gert hefur verið með hangandi hendinni”. — Hvaö á þá að gera við sjúk- lingana? , „Flestir þessir sjúklingar geta átt heima á dvalarheimilum fyrir aldraða eða hjúkrunardeildum. Þá eru nokkrir þeirra úr öðrum landshlutum og eiga heima á stofnunum þar', svaraöi Brynjólfur. „Litli-Kleppur” er sambæri- legur við deild 2 á Klepps- spitalanum og þar er ástandið svipað. Þar er þó gert meira fyrir fólkið, m.a. var farið með sjúk- linga þaðan i sólarlandaferö. Margir sjúklinganna hafa sýnt jákvæð viðbrögð i þessum ferðum, en ekki er vitað hvaða þýðingu þaö hefur til langframa að sögn Brynjólfs. En liður sjúk- lingum á „Litla-Kleppi” á ein- hvern hátt illa? Ekki verður það séð við stutta heimsókn þangað. Ragnheiður Arnadóttir telur að þeim liði mjög vel og Jóhann tók i sama streng. „Hingað koma ættingjar þeirra i heimsóknir. Ég hugsa, að þeir tækju skyldfólk sitt héðan.ef þeir teldu að illa væri farið með það”, sagði Jóhann. Mlstðk lækna við Kleppsspitalann I Reykjavík 1 raun eru sjúklingarnir á „Litla-Kleppi” sex, þó hér hafi veriö talað um fimm. Sá sjötti á þar nefnilega ekki heima, þótt hann hafi verið þar i nær 4 ár. Hanti' er rúmlega þritugur og var sendur frá Kleppsspitalanum. En hvers vegna er hann þarna? „Það voru mistök, hann átti aldrei að koma hingað”, sagði Brynjólfur. „Hann er allt of ungur i þetta samfélag.sem hér er -KLEPPI 99 Jóhann Konráösson og Brynjólfur Ingvarsson geðlæknir. oghann þarf á meðferð að halda, svo hann dofni ekki eins fljótt. Hann var á deild 2 á Klepps- spitalanum og hafði verið þar i iðjuþjálfun. Gekk honum vel, en siðan var klippt á þann þráð með þvi að senda hann hingað. Hann er að visu kominn i iðjuþjálfun hjá okkur núna á taugadeildinni við Skólastig, en hann hefur misst 3 ár úr. Mér er þessi ráðstöfun óskiljanleg. Allt frá þvi að hann kom höfum við árangurslaust reynt að koma honum suður aftur. Venjulegast hefur verið lofað plássi fyrir hann eftir nokkra mánuði og við höfum þagað á meðan. En alltaf hefur eitthvað komið upp á, sem hefur komið i veg fyrir suðurferð. Siðast átti þetta að vera gull- tryggt: plássið var tilbúið. Þá kom Tómas Helgason yfirlæknir og lagðiannan mann i þetta pláss. Þessimaðurer hér þvi enn og fær ekki þá umönnun, sem hann þarf á að halda fyrir mistök þeirra sem sendu hann norður”, sagði Brynjólfur. 1 stuttu máli er niðurstaðan af heimsókninni á „Litla-Klepp” sú, að aðstaðán þar er alls ekki slæm og fólkið fær góða umönnun, án þess að njóta læknismeðferðar. Húsið litur vel út, en er ekki heimilislegt, enda ber það þess merki að hafa verið byggt til inni- lokunar ibúanna. Fimm af sex sjúklingum eru komnir yfir sjö- tugt og hafa verið dæmdir ólækn- andi en eru þarna „geymdir”. Einn sjúklingur er rúmlega þri- tugur og dvelur á deildinni fyrir mistök lækna við Kleppsspitalann i Reykjavik. G.S./Akureyri - -m - V. 0$SA ■■ , JlS?min» Stigahæsti knapi mótsins: Hreiöar H. Hreiöarsson. (Visismynd E.J.) Hestamót heigarlnnar: Hreiðar varð sligahæsl- ur á ibröttamóti Gusts Félagar i Hestamannafélaginu Gusti I Kópavogi héldu iþrótta- mót laugardaginn 2. mai. Tæp- lega sjötiu keppendur voru skráöir I fjórar greinar. Ungling- ar voru ekki nægilega margir til aö keppa i sérstökum flokki, þannig aö þeir kepptu meö full- orönum en kepptu aukalega um ■ knapaverðlaun en þau hlaut Val- geröur ólafsdóttir fyrir árangur sinn I fimmgangi en þar varö hún i ööru sæti. (Jrslit Tölt 1. Hreiðar H. Hreiðarsson á Glóðarfeyki. 2. Sigriður Benediktsdóttir á Stig. 3. Guðbjörg Kristinsdóttir á Straumi. Fjórgangur 1. Hreiðar H. Hreiöarsson á Glóðarfeyki 2. Jón Gisli Þorkelsson á Stig- anda. 3. Bjarni Sigurðsson á Fáfni Fimmgangur 1. Bjarni Sigurðsson á Laufa 2. Valgerður ólafsdóttir á Sneglu 3. örn Karlsson á Lukku. Gæöingaskeið 1. Benedikt Garðarsson á Snældu 2. örn Karlsson á Basta 3. Bjarni Sigurösson á Laufa. Hreiðar H. Hreiðarsson vann islenska tvikeppni fyrir fyrsta sæti i tölti og fjórgangi.en hann varð einnig stigahæsti knapinn. Athygli vakti hve háar einkunnir unglingarnir hlutu og er greini- legt að framtiðin er björt hjá hestamannafélaginu Gusti. E.J. Séöfrá Reynimel vestur yfir Kaplaskjólsveg þar sem nrt er veriö aö byggja.en bilageymslurnar sex eiga að koma sunnan viö.vinstra megin á myndinni. (Vfsismynd: G.V.A.) Deilt um skipuiag við Meístaravelli: Bílageymslurnar alls staöar fyrir 1 vesturborg! Reykjavikur nánar tiltekið við Meistaravelli, Kaplaskjólsveg og Reynimel eru nú uppi greinar með mönnum út af sex bilageymslum, sem fyrir- hugað er að byggja. Þar er i smiðum 12 ibúða helmingur af blokk á lóðinni. þar sem „Viet- namahús” Rauða krossins stóð til skamms tima. Og ekki hefur náðst óyggjandi samstaða um það, hvar á lóðinni megi hafa bflageymslurnar. Fyrst átti að byggja þær við Meistaravellina i framhaldi af sex bilageymslum þess helmings blokkarinnar, sem fyrir er, en þvi mótmæltu ibúar þar. Þá varö samkomulag um að færa þá að Kaplaskjólsvegi, en þar eiga þeir að standa rétt við gangstéttina. Þvi mótmæla ibúar handan göt- unnar i enda Reynimels og enn- fremur er skipulagsstjóri rikisins óánægður með þessa fyrirætlan. Mótmælinbyggjastá þeim rökum að geymslurnar spilli umhverf- inu, auk þess aö vera of nærri göt- unni. Málið er nú enn komið til kasta skipulags- og bygginganefnda borgarinnar. HERB

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.