Vísir - 05.05.1981, Blaðsíða 23

Vísir - 05.05.1981, Blaðsíða 23
Þriðjudagur 5. mai 1981 r-------------------- 23 vísm Leikfélag Akureyrar: Við gerum verkfall Höfundur: Duncan Greenwood Þýðandi: Torfey Steinsdóttir Lýsing: Ingvar Björnsson Leikmynd og búningar: Hall- mundur Kristinsson Leikstjórn: Svanhildur Jó- hannesdóttir þvi að þær varða einfaldlega ekki efnið, sem um á að fjalla. Af þessu le'iðir, að gagnrýnend- um ber ekki að spá fyrir um að- sókn á sýningum, og þeim ber Vinsældir og gæði eru tveir hlutir, sem listaverk hafa stundum til að bera. Þótt þessir hlutir geti farið saman, þá ber að halda þeim aðgreindum, þvi að þeir eru tvenns konar. Vin- sældir listaverka gefa ekkert til kynna um gæði, né heldur þurfa gæði að hafa i för með sér vin- sældir. Þeir, sem hafa það hlut- verk að láta i ljós álit sitt á leik- sýningum, eiga að fjalla um gæði, hvort leiksýning hafi eitt- hvað til að bera, sem nefna má þvi nafni eða ekki. Þeim ber að kæra sig kollótta um vinsældir, Guðmundur Heiðar Frim- ansson skrifar um leiklist: ekki heldur að leggja leikhús- stjórn lifsreglurnar um, hvernig á að reka fyrirtæki á borð við leikhús. En þeim ber að rekja á- stæður til þess, að leiksýningar eru ýmist góðar eða slæmar. Nú viröist mér, að leikritið, sem nú er á fjölunum hjá LA, miöist nánast einvörðungu við það að öölast vinsældir. Það er i sjálfu sér ekki slæmt, ef ekki er gefið eftir og slakað á gæða- kröfum. Og ekki vil ég lasta, að stjórn leikhússins leitist við að laða sem flesta gesti á sýningar. En til hennar ber að gera þá kröfu, að hún bjóði upp á leikrit, sem særa ekki óbrenglaðan fegurðarsmekk. Gamanleikur- inn, sem nú er boðið upp á, er stundum broslegur og þá ein- ungis vegna uppfinningasemi leikaranna sjálfra og leikstjór- ans, en ekki vegna þess, að leik- ritið, sem farið er með, sé fynd- ið. Það er mjög grunnfærið. Söguþráður litill og verður ein- ungis kjánalegur, ef frá honum er sagt, persónur eru einfaldar og stjórnast af yfirborðslegri góðsemi i garð hverrar ann- arrar. Þótt góðsemi geti verið sem veit út “^versstai Kristjana Jónsdóttir og Marinó Þorsteinsson i hlutverkum sfnum. heldur lofsverð, þá er hún yfir- leitt afskaplega leiðinleg. Það er einungis fjörleg frammistaða leikaranna, sem forðar sýning- unni frá að verða meiri háttar slys. Leikararnir og leikstjórinn gera það, sem er mögulegt með þetta leikrit. Atvikin koma eitt af öðru og ganga hratt, eins og verður að vera i gamanleik. Leikstjórinn hefur brugðiö á það ráð að gera gervi leikaranna mjög ýkt... og alla framgöngu eftir þvi. í rauninni held ég, að það hefi veriö eina mögulega úrræðiðmeð þetta leikrit, þvi að ekki gefur það tilefni til fágaðs gamanleiks. Allir leikararnir valda verkum sinum nokkuð vel. Bezt þótti mér takast hjá Theodóri Júliussyni, sem leikur Benjamin Tappworth, rikis- starfsmann, sem kemur úr allt öðru umhverfi en verkamenn- irnir, sem hann á að gefa .skýrslu um. Leikurinn að ólik- um uppruna, sem kemur fram i óliku málfari, ólikum þrifnaðar- venjum og ólikum kenjum kemst bærilega til skila i leik Theodórs. Hins vegar verður leikurinn að misskilningi, sem stafar af óliku orðafari, svolitið ankannarlegur, enda ómögulegt nánast að koma til skila þeim margslungna mun, s^m er á máifari manna af óliívum upp- runa á Bretlandseyjum. Sunna Borg leikur litið hlutverk og kemur þvi vel til skila,- hún er þó ýkt til leiðinda á stundum. Bæði Gestur E. Jónasson og Marinó Þorsteinsson moðuðu vel úr þvi, sem þeir höfðu og vöruðu sig á að ærslast ekki til vandræða. Aðrir leikarar voru Kristjana Jónsdóttir, Þórey Aöalsteinsdóttir og Guðrún Al- freösdóttir. Þær skiluðu sinu vandræðalaust og stundum með tilþrifum. Lýsing er ágætlega útfærð. Það var allt i lagi með leikmyndina, en heldur ekkert meira en það. Leikstjórinn brá á rétt ráð viö að magna upp ýkj- urnarog gamansemina. En það kemur fyrir að uppfærslan verður tilgerðarleg. Það er ástæða til að vona, að þessi sýning njóti vinsælda. Aðra réttlætingu á hún sér ekki. Ef það tekst, þá skipta gæðin kannski ekki svo miklu máli. (A A A A A A Allt undir einu þaki Húsbyggjendur — Verkstæði • milliveggjaplötur • plasteinangrun • glerull steinull • spónaplötur • grindarefni • þakjárn é þakpappi • harðviður é spónn • málning • hreinlætistæki • f/isar é gólfdúkur • loftplötur • veggþiljur Greiðsluskilmálar cimtm'wrtumr Jón Loftsson hf._ Hringbraut 121 Simi 10 600 FLOKKASKIPULAGIÐ Á ÚTLEIÐ / Margir töldu eftir umrótið, sem varð f kosningunum 1978, að flokkaskipulagið væri að syngja sitt siðasta, enda benti fylgi við unga menn I Alþýöu- flokknum, sem náði langt út fyrir fylgi við jafnaðarstefnu, og voru jafnvel áhöld um að hún væri boðuð af frambjóðendum, eindregið til þess að kjósendur stefndu oröiö meira á ein- staklinga en flokka. Eins og kjördæmaskipan er háttað hér á landi, þykja það merki um dvinandi flokkakerfi, þegar ein- staklingar fara að vinna sigra umfram hugsanlegt fylgi þeirra flokka, sem þeir eru þó f fram- boöi fyrir. Þá benti fylgishrun Framsóknar niöur í tólf þing- menn einnig til þess, að sú stofnun væri komin á fallanda fót. En sfðan hresstust flokkarn- ir aftur i kosningunum ári siðar, og standa nú likt og þeir gerðu áöur fyrir upphlaupið 1978, utan sá stærsti þeirra, Sjáifstæðis- flokkurinn, sem tók upp á þvi siðastur flokka að skipa sjálfum Tér i ógöngur, sem hann stendur i óbreyttur enn. Þannig viröist flokkakerfið ekki hafa náð sér aftur, þótt Framsókn og Alþýðuflokkur séu nokkurnvegin normal nú um stundir hvað fylgi snertir. Hjá þeim tveimur flokkum virðist aðeins um svikahlé að ræða, enda munu menn eiga erfitt með aö spá fyrir um fylgi flokka I næstu kosningum, jafnvel þótt svo vel takist til að Sjálfstæðis- flokkurinn sættist við sjálfan sig. Þessi órói kann að stafa af þvi að flokkakerfiö er orðiö gamalt. Það hefur eiginlega staöið i stað að mestu siöan 1917, þegar bæjarradikalir og . sveitamenn ákváðu að skilja að skiptum og halda sinn hvora leið I póiitikinni. Sjálfstæðisflokkur- inn var þá þannig staðsettur, að fyrir honum lá ekkert annaö en stækka, einkum þegar Ijóst var aö fyrir Alþýðuflokknum lá að klofna, sem hann hefur raunar gert oftar en einu sinni. Sjálfstæðisflokkurinn hefur i áratugi borið fylgislegan ægis- hjálm yfir aðra flokka, og staða hans hefur markað mjög stefnu- mið „litlu bræðranna” i póiitik- inni. Nú viröist þessu forustu- hlutverki flokksins vera að ljúka vegna innri aögeröa. And- stæðingar horfa glottandi á uppákomurnar i flokknum, en inunu litið græða, þegar til stykkisins kemur, vegna þess að þeir hafa ekki upp á aö bjóða það sambland af jafnaðarstefnu og einkaframtaki, sem Sjálf- stæöisflokkurinn hefur haft. Þeir eru allir stimjilaðir alfarið til vinstri með afnám eignarétt- ar á dagskrá eöa félagsverslun, sem alltaf hefur þótt heldur vond latina hjá langmestum meirihluta kjósenda. Þannig veröur eins dauði ekki annarra brauð, jafnvel þótt óskhyggjan hafi rekið andstæðinga út i póli- tiskt illvirki á þeim stjórnmála- lega stefnuvita, sem þeir þó höfðu. Framsókn mun þurfa að hugsa til þess eftir á, þegar of- farinn, núverandi formaður flokksins, sér framan i nýjan milliflokk, að betra hefði veriö að neita gambit kommúnista um stjórnarsamvinnu við nú- verandi forsætisráðherra. Kommúnistar eru vanir þvi að eyðileggja flokka. Þeir drógu til sin Héðinn Valdimarsson til að eyöileggja Alþýöuflokkinn á sinum tima, en hann hefur aldrei verið nema smáflokkur siðan. Og nú telja þeir sig vera að koma sömu böndum á hluta Sjálfstæðisflokksins. Gallinn er bara sá, að flokkakerfiö I land- inu er orðið svo veikt, að það þolir engar sviptingar lengur. Um fimm þúsund kjósendur hafa i siðustu tveimum kosning- um kosið utan flokka og fylgt þeim hverju sinni, sem þeirn hefur litist liklegur til einhverra heppilegra aögerða. Framsókn og kommúnistar munu upp- skera upplausn, en um leiö visi að nýjum flokki, sem segir skil- iö við þær fjölskyldur, sem hafa ráðið i þjóðmálum nokkuð lengi úr setustofum sinum I Reykja- vík. Nýr flokkur mun ekki verða bandamaður þeirra á vinstri væng stjórnmálanna, en mun leita eftir að sveigja málin frá rikisafskiptum til lýðræðis, þegar menn eru orðnir þreyttir á vinstri veislu klofningsmanna. Svarthöfði.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.