Vísir - 11.05.1981, Blaðsíða 2

Vísir - 11.05.1981, Blaðsíða 2
2 Heldurðu bókhald yfir útgjöld heimilisins? Sigrlöur Hera Ottósdóttir, hús- móöir: Það er nú ósköp hóflegt, þó fylgist ég aðeins með Jeanette Snorrason, kennari: Já, ég hef gert það undanfarin ár og hyggst halda áfram. Guðbjörg Emiisdóttir, húsmóðir: Nei, ég er hætt. Ég byrjaði i sið- asta mánuði, en gafst upp þegar ég sá svart á hvitu hvað pening- arnir flugu frá mér. Jóhann Guðmundsson, fram- kvæmdarstjóri: Nei, ekki nákvæmt. En við reynum að fylgjast með verðalg- inu. Haildór Jensson, iögregluþjónn: Nei, það höfum við aldrei gert. „Litlar uDDlýsingar um Ijósmyndirá íslandi” - segir „Styrkurinn er ætlaður til að fjármagna ferðalög hér innan- lands til gagnasöfnunar”, sagöi Inga Lára Baldvinsdóttir i viðtali viö Vísi, en hún fékk nýlega út- hlutað 15.000 kr styrk úr Þjóð- hátiöarsjóði, til að safna gögnum um sögu ljósmynda á íslandi. „Það var Halldór J. Jónsson, umsjónarmaður ljósmynda- deildar Þjóðminjasafnsins, sem fékk þessa hugmynd um af afla heimilda um ljósmyndun og ljós- myndara á Islandi. Með aukinni notkun ljósmyndarinnar sem heimildar er mjög nauðsynlegt að hægt sé að ganga að skipulegum upplýsingum á þessu sviði. En það erum jög litlar upplýsingar til á prenti um þetta efni, svo það er erfittverkog vandasamt að safna heimildum um það. Verkefnið er liður i cand. mag. ritgerð i sagn- fræði. sem ég er að vinna að og hyggst ljúka næsta vor” sagði Inga. Hún er 25 ára gömul, fædd og uppalin i Reykjavik. Foreldrar hennareru þau Baldvin Halldórs- son, leikari og Vigdis Pálsdóttir, lektor við Kennaraháskóla Islands. inga Lára Baldvinsdóttir sem vinnur að gagnasöfnun um efnið Inga lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum i Reykjavik 1976 og hélt siðan til Dublin á Ir- landi, þar sem hún dvaldi i þrjú ár við nám i fornleifafræði og sögu. Að loknu kom hún aftur heim til Islands og starfaði um tima við myndasafn M.R. i tilefni af útgáfu á Sögu Reykjavikur- skóla. Siöastliðið ár hefur Inga veriö í hlutastarfi hjá Þjóðminjasafninu og unnið þar við skrásetningu á einkasafni Sigurðar Guðmunds- sonar, málara. Þvi starfi mun hún hætta fljótlega, vegna ljós- myndaverkefnisins, sem biður. En hvað ber framtiðin i skauti sér fyrir ungan sagnfræðing? „Það er ómögulegt að segja hvaðéggeriþegaréghef lokið við ritgerðina. Möguleikarnir eru svo ótalmargir og margt sem freistar. Þó hef ég gælt við þá hugmyndaðfarafljótlega utan og afla mér einhverrar sérþekk- ingar, t.d. i rekstri safna. Það er sannarlega ekki vanþörf á slikri kunnáttu hér á landi”, sagði Inga að lokum. JB Inga Lára Baldvinsdóttir hyggst jafnvel sérhæfa sig f rekstri safna sandkorn Sársaukl Blaðamaðurinn var að taka viðtal við PaUp, sem hafði dottið niður af þaki og slasast illa. ..Þetta er óskaplegt”, sagði blaðamaðurinn. „Fannstu ekki til, þegar þú dast?”. „Nei”, svaraöi Palll", ekki fyrr en ég kom niður.” Réiia*ieiðln Það geröist I Austur- stræti fyrir skömmu að ráövilltur túristi vék sér að lögreglumanni og spurði: „Afsakiö, en er þetta önnur gata til vinstri?”. Elskuvlnlr „Æ, æ, nú hefur kallanginn oltiö öfugur út úr rúminu, og strákurinn trúlega Ifka”, varð einum kunningja minum að oröi, þegar hann sá skothriö þeirra Halls Simonar- sonar og Sigurðar Sverrissonar Iþrótta- fréttaritara Dagblaðsins - á kollega sinn, SOS á VIsi, nú fyrir heigina. Og þaö er von.að hann yrði hissa þvl báðir eru þeir félagar orðlagðir geðprýöismenn I alla staði. Auk þess hafa þeir, einkum Hallur gamli mikla elsku á SOS og sætir hann lagi að hæla honum og hrósa á hvert reipi, hvenær sem færi gefst. Gott ef hann sendir ekki Sigmundi blóm á mæðradaginn. Nú, þetta meö aö SOS noti alltaf sömu orðin I skrifum sinum minnir þægilega á gömiu 78-snúninga plötuna hans Halls frá Munchen-slys- inu, þegar leikmenn Manchester United fórust. Þaö er góð plata og sigild. Og svo þetta með mistök SOS. Það er engin ástæða fyrir þá Hall og Sigurö aö veröa alveg spinnegal, þótt þeir séu ekki ALLTAF fyrstir með vitleysurnar. og —SSv Hætt að slá Það var vist sami presturinn, sem jarðsetti gamla barnaskóla- kennarann og sagöi við það tækifæri: „Og nú hafa göfugt hjarta og duglegar hendur hætt að slá.... Ég læl sem ég sofi... Ég sá það I Þjóðvilj- anum nú fyrir helgina, að myndseguiböndin i blokk- unum I bænum væru keyrð áfram, nótt sem nýtan dag. Astæöan er sögð vera sú, að verið sé að sýna „bláar” kvik- myndir, eins og blaðið kemst að oröi, en það munu vera svona dónó myndir, þið skiljið. Verra er þó að krakkaormarnir I þessum fjölskyldum fjölbýlishúsa hafa, að sögn blaðsins, veður af þessu og sæta lagi að kfkja á sjónvarpið, ef pabbi og mamma eru ekki heima. Þau ..>>'setja kannske vekjarukiukku á eitt eða tvö eftir miðnætti til að vakna til hinna „bláu” „kvikmynda”, segir Þjóöviljinn. Ja, bragð er að þá barnið finnur. Jainréltisráð nær óslarfhætt 1 siðasta Asgaröi er meðal annars viötal við Gunnar Gunnarsson framkvæmdastjóra SFR, en hann er jafnframt full- trúl BSRB I Jafnréttis- ráði. t viðtalinu segir Gunnar, að Jafnréttisráöi gangi ekki vel að rækja hlutverk sitt. Til þess hafi það hvorki fjármagn né mannafia. Niöurstööur. ráðsins I málum sem fyrir þaö komi, byggist allar á einstökum dæmum, þar sem hér á landi liggi Htiö fyrir af tölulegum könnunum og rannsóknum á stöðu kvenna. Geti ráðið litiö bætt þar um. Gunnar er spurður hvort ráðiö sé þá óstarf- hæft og hann svarar: „Þaö jaðrar viö aö svo sé. A meðan svona er að þvf búið veröur ekki annaö séð en að það sé fyrst og fremst pólitisk frið- þæging til að sýna viö- leitni. Mörg sambærileg ráð hafa veriö stofnuð til að vinna að stórmerkum málum — en gera litiö annað en að hanga á hor- riminni...”. Gunnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Auglýslnga- skpum Söluslagur bifreiðaum- boðanna getur tekið á sig ýmsar myndir. Og margt er nú tiundaö til að gera einhverja eina bflategund útgengilegri en aðra. Um þessar mundir er eitt aðal bragðið að auglýsa verð bifreiöa til öryrkja. Slást umboðin um að auglýsa slik verð, sem eru sam- kvæmt auglýsingum 24 þúsundum lægri cn verð til almennings. Sannast sagna hafa umboöin ekkert með af- slátt til öryrkja að gera. Þau fá sitt fulla verð fyrir bílinn, þótt veittur hafi veriö af honum öryrkja- afsláttur. Það er nefni- lega fjármálaráðuneytið, sem veitir afsláttinn og rikissjóður verður þvf af tollum og aðflutnings- gjöldum á viðkomandi bflum, en umboöin fá sitt. Þess vegna eru auglýs- ingar af þessu tagi argasta skrum og þjóna engum tilgangi. Fagnaðarefnl Og svo var þaö prestur- inn, sem átti að predika f fangelsi I fyrsta sinn. Hann leit yfir,,söfnuöinn” og byrjaði: „Þaö gleöur mig að sjá, hversu margir eru hér saman komnir..” Jóhanna S. Sigþórsdóttir - blaðamaður

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.