Vísir - 11.05.1981, Blaðsíða 8

Vísir - 11.05.1981, Blaðsíða 8
 Mánudagur 11. mai 1981 VlSIR Otgefandi: Reykjaprent h.f. Ritstjöri: Ellert B. Schram. Fréttastjóri: Sæmundur Guðvinsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guö- mundur Pétursson. Blaöamenn: Axel Ammendrup, Arni Sigfússon, Friða Astvaldsdóttir, Herbert Guðmundsson, Jóhanna Sigþórsdóttir, Kristín Þorsteinsdóttir, Magdalena Schram, Páll Magnússon, Sigurjón Valdimarsson, Sveinn Guðjónsson, Þórunn Gestsdóttir. Blaðarnaöur á Akureyri: Gísli Sigurgeirsson. Iþróttir: Kjartan L. Pálsson, Sigmundur O. Steinarsson. Ljósmyndir: Emil Þór Sigurðsson, Gunnar V. Andrés- son. Útlitsteiknun: Gyifi Kristjánsson, Magnús Olafsson. Safnvörður: Eiríkur Jdnsson, Auglýsingastjóri: Páll Stefánsson. Dreifingarstjóri: Sigurður R Pétursson. Ritstjórn: Síðumúla 14, simi 86611, 7 línur Auglýsingarog skrifstofur: Srðumúla8, simar86611 og 82260. Afgreiðsla: Stakkholti 2-4, sirni 86611. Áskriftargjald kr. 70 á mánuði innanlands og verð í lausasólu 4 krónur eintakið. Vísir er prentaður í Blaðaprenti, Síðumúla 14. I LOK VERTIÐAR Nú um helgina lauk bestu ver- tíð í heilan áratug. Hið mikla af lamagn.sem veiddist, er því at- hyglisverðara/ þar sem veður- skilyrði voru afar óhagstæð fyrstu mánuði vertíðarinnar. Gæftir bötnuðu eftir því sem á leið, og í apríl barst á land meiri af li en dæmi eru um. Þá veiddist fjórðungur alls ársaflans. Aflahrotan um og eftir páska gaf ýmsumtilefni tilaðhalda því fram, að flotann þyrfti að stækka, því að fiskurinn .vær^ nægur r sjónum. Þetta sjónarmið er varhugavert. Mikill afli ber þess aðeins vott, að'við eigum nú þegar mjög öflug veiðitæki og stóran flota, og við skulum því flýta okkur hægt í því að bæta enn við skipum. Ef við stefnum að fiskvernd og stækkun hrygn- ingarstofnsins, þá stríðir það gegn þeirri stefnu að moka upp fiskinum af græðgi og fyrir- hyggjuleysi. Aflinn íár bendir til þess, að við séum á réttri leið hvað varðar uppbyggingu stof ns- ins, og þeirri uppbyggingu á ekki að fórna vegna stundarhags- miuna. Fiskgöngur og breytt hegðan þorsksins á þessari vertíð vekur einnig upp spurningar og krefst rannsókna. Það vakti til dæmis athygli, að smærri fiskur veidd- ist við Austurland, en sú stað- reynd er óvanaleg og ný af nál- inni. Menn velta því fyrir sér, hvort loðnuveiðar og loðnugöng- ur hafi þar áhrif, en ef svo er, verður að taka tillit til þess við loðnuveiðar í framtíðinni, Hér verður að fara að öllu með gát og gæta hófs, þótt vel hafi veiðst í vetur. Sveiflur íaflabrögðum eru ekki tilviljunum háðar, þær eru bein afleiðing af því tilliti, sem við sýnum lífkeðjunni í sjónum. Síðustu dagana hefur verið fylgst með því í æsif regnastíl, hver afli einstakra báta er. Sjó- menn hafa sagt af keppni um aflakóngstitil fari ekki fram hjá þeim sjálfum heldur á síðum dagblaðanna. Auðvitað er kapp veiðimannsins af hinu góða, og það er til nokkurs að vinna að verða aflakóngur vertíðarinnar. En við megum ekki gleyma því, aðaf li báta er misskiptur, og ekki verða allir aflakóngar. Þannigeráberandi, aðaflistærri bátanna, sem lengra sækja, er mun betri en þeirra minni, og meðan vel hef ur veiðst við suður- ströndina hef ur verr gengið f yrir vestan. Af koma útgerðar og sjó- manna er af þessum sökum mis- jöfn, þdtt niðurstaðan verði sú þegar á heildina er litið að báta- útgerðin standi vel að vígi. Hinsvegar er afli togaranna um tuttugu þúsund tonnum minni en í fyrra, hvað þorsk- veiðar snertir. Vegna þorskveiði- banna hafa þeir þurft að sækja meira r verðminni fisk, ufsa og karfa, og veldur því að afkoma togaraútgerðar er slök. Til við- bótar kemur olíuverðshækkun og fleiri búsifjar fyrir togarana. Góður af li báta á þessari vertíð má því ekki villa mönnum sýn. Hann má ekki verða til þess, að allar flóðgáttir opnist í auknum bátakaupum. Hann má ekki leiða til undanhalds í f iskvernd- araðgerðum og góður afli má ekki gefa mönnum ástæðu til að halda að fiskverð geti staðið ó- breytt. Um næstu mánaðamót kemur nýtt fiskverð til ákvörðunar og þá hlýtur það að vera meginfor- senda, að útgerð á l'slandi geti borið sig og kjör sjómanna hald- ist í hendur við kjör fólks á landi. Vertíðin í vetur og vor vekur bjartari vonir um að hrygningar- stofninn sé í vexti. Það er árang- ur af skynsamlegri stef nu í f isk- veiðimálum, árangur af yf irráð- um okkar sjálfra yfir 200 mílna fiskveiðilögsögu. En við eigum ennþá langt í land, áður en markmiðum um stærð stofnsins er náð. Við skul- um ekki missa sjónar á þeim markmiðum, enda er allt kapp best með forsjá. r ¦ L0KA0RÐ FRA HRAFNI L Mikift dæmalaust er hann Pétur Einarsson góður. Hann segir okkur þaö svo eindregið I greininni sinni „Af Hrafnsmál- um" i Vi'siá miðvikudaginn var. Það er bara slæmt, þegar slik- um gæðum fylgir gleymska i þeim mæli, sem greinin ber með sér. Fyri r þá sem ekki þekkja til Fyrir þá lesendur, sem til þekkja er þarflaust að svara greininni nokkru, þvi þeir vita aö hiin er samin i þeim sama stil, sem einkennt hefur skrif þessa góöa manns. Það er leitt til bess að vita að hann skuli ekki sjá sér fært að vekja athygli á ágæti sinu, nema með þvi' móti aö kasta rýrð á aöra, sbr. niðbréf hans til min dags. 18. nóv. s.l., rógskrifin um flug- ráð, — róginum, sem hann varð að éta ofan i sig — og svo þessi siðasta grein. Fyrirhina, sem minna þekkja til mála, og góöa drengsins Péturs, bendiégá nokkur atriöi, þar sem mér þykir hann hefði áttaö hugsa betur, áöur en hann sendi þau frá sér, þó ekki væri til annars en að komast hjá að veröa broslegur. Auðvitað er málið per- sónulegt. „Af þvi, sem skrifað hefur verið um mál þetta i Visi, má ráða.að það snUist einkum um eftirfarandi þætti:" skrifar Pétur. ,,A. Perstínu Hrafns Jóhanns- sonar tæknifræðings. B. Persónu mina. C. Embættí flugmálastjóra — flugmálastjórn. D. Óvild Hrafns Jóhannssonar i garð fiugmálastjóra." Pétur segir raunar ekki. að málið sntiist um annað, og hvað annað gæti það svosem smiist um en fyrstu þrjá liöina? Það er einmitt persónuleg á- rátta Péturs aö kasta skit I kringum sig, — sem veldur þvi að hann skrifar nið og róg um mina perstínu 18. nóv. s.l., og embættisglöp flugmálastjóra, þegar hann lætur reka mig, fastráðinn mann Ur starfi, — sem nuíliö snýst um. Hverniggat Péturgleymt þessu? Næstikafli, „Þáttur Hrafns", er svosem ekki merkur. Hann lýsirhöfundinum betur en þeim, sem hann fjallar um. Þó verð ég aö minnast örlltið á lýsingu Péturs á sambandsleysi hans við starfsmann sinn, hann náði ekki sambandi við mig frá 1. á- gUst — 10. október!! 1 dagbök minni eru á timabil- inu l.ágiist —10. október nefnd sérstaklega samskipti sem ég hef haft við opinbera aöila, samstarfsmenn, hönnuði, verk- taka og aöra, samtals 39 sinn- um, og er Péturs sérstaklega getið fjórum sinnum, vegna samskipta við hann. Ég fór einnig á fund til Finnlands á vegum flugmálastjtírnar 23. — 26. sept og Pétur Einarsson sat þann fund i flugráði, sem samþykkti feröabeiðni mina. Að visu tók ég á þessu timabili Ut hálfan mánuö af sumarfrii minu. En jafnvel á meðan á frii mlnu sttíö, vissi Pétur hvar mig varað finna ef þörf krefði. Hann hringdi til min austur á Egils- staði 11. september. varðandi Hrafn Jóhannsson, fyrrverandi deildarstjóri hjá f lugmá lastjórn, skrifar hér lokaorð til Péturs Einarssonar, varaf lugmálastjóra, í til- efni af grein Péturs í Vísi á dögunum. framkvæmdfr á Isafjarðarflug- velli. Eins og ég skrifaði hérá undan, það ervontþegar minnið svíkur menn svona illa. Ef til vill er rétt fyrir Pétur að fá sér dagbtík — og reyna að muna eftir að nota hana. Gdði drengurinn Pétur! Svo kemur perlan, sem heitir „Minn þáttur". í upphafi þess þáttar fáum við að vita álit | Péturs á sjálfum sér. Honum ¦ þykir vont að vera vændur um rög og lygar. Hvers vegna skyldihann þá gefa svona mörg tilefni til þess? Hann segist lika vera hreinskiptinn og — að þvi er virðist með nokkru stolti, — að hann sé orðhákur. Það var gott að fá að vita um þessa eiginleika hans I tfma, annars hefði ég kannski freistast til að kalla hann ofstopafullan og fyrirhyggjulausan jarðvöðul. Ég get ekki neitað þvi að mér finnst framferði hans stundum hniga I þá átt. Heilaspuni hvers? Sfðan rekur Pétur, trUlega I samræmi við sitt stopula minni, hvernig mál gengu fyrir sig, þegar hann var skipaður i tvö embætti við flugmálastjórn. Hann endar svo af mikilli ein- lægni með þessum orðum: „Svona var þetta mál og eru I skrif Hrafns um framganginn að mestu heilaspuni." NU heldégaögóði drengurinn Pétur hafi að þarflausu látið gleymskuna hlaupa með sig I gönur. Heföihann bara haft við- talið við mig fyrir framan sig, þegar hann skrifaði sina grein, mátti hann sjá að öll min orö voru studd með uidrætti úr bréfum, sem fdru milli opin- berra stofnana um máiið. Ég get auðvitað óskað eftir þvi við Vísi. að hann birti þessi bréf I heild, en ég held að það sé þarf- laust. Ég held að flestir menn sjái nægilega staðfestingu i lit- drættinum.sembUið eraðbirta. Þeir, sem þurfa meira geta Hka fengið að sjá öll bréfin i Sam- gönguráöuneytinu eða hjá flug- ráði. Tímabær spurning Fátt er fleira að segja, um grein Péturs. Lokaþáttur hans heitir „Óvildarþáttur." Þar dregur Pétur rétta ályktun, ég hef margt við flugmálastjóra og gerðir hans að athuga. Spurningin.sem hann varpar þar fram, er vissulega timabær og ég hef spurt sjálfan mig þess sama. Að visu hafði ég stundum orð á, að mér féllu ekki starfs- hættir stofnunarinnar, og ef til vill má þangað rekja að ein- hverju leyti, hvernig fór um samstarf mitt og flugmála- stjóra. En hefur Pétur ekki spurt sjálfan sig sambærilegrar spurningar? Hefur hann kannski ekki komið auga á hvernig starfshættir eru I stofn- uninni, eða er hann ef til vill samþykkur þeim? Að lokum þetta. Með þessu svari lýkur blaðaskrifum min- um um þettá mál, svo framar- lega sem ekki kemur mark- verðara innlegg i það en það, sem siðastkom frá Pétri. Ég er Urkula vonar um að Ur þeirri átt komi annað en það, sem Pétur vill sist vera vændur um, rdgur og lygar. Þvi mun ég ekki hirða um að svara honum frek- ar. Hrafn Jóhannsson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.