Vísir - 11.05.1981, Page 9

Vísir - 11.05.1981, Page 9
Þorskar í sjó - Dorskar á Durru Þorskar í sjd þorskar á þurru. Má leikmaður i sjósdkn minna á, að mikillar aðgæslu er þörf til að ekki verði gjöre.vddir þeir fiskstofnar, sem halda sig við landið, og veitt hafa okkur auð- sæld og viðurværi eins lengi og elztu menn muna. Eitthvað á þessa leið hefur verið talað við okkur, sem ekki vitum alltof mikið um timgun' fiska og þekkjum ekki til fiskstofna, stærðar þeirra og þols á veiði- slóð. Við vitum hins vegar að sjórinn er stór og fiskifræðingar fáir, margt fiska er i sjónum og ekki með öllu ljóst. hvaðan þeir golþorskar berast, sem nú eru meirihluti aflans i hverjum róðri hér uppi á landgrunninu, þegar búið var að spá þvi á vfsindalegan hátt, að vertiðin I ár mundi bera þvi vitni, að of- veiði og aðrar aðstæður hefðu höggvið stórt skarð i þorsk- stofninn sérstaklega. Siðustu vikur hafa netabátar komið að landi dag eftir dag af miðum hér sunnanalnds þunghlaðnir af stórþorski, sem átti ekki að vera til i sjónum, og aflamagn í einni ferð hefur slegið öll fyrri met hjá einum báti, þótt sagt hafi verið f byrjun vertiðar, þegar erfiðlcga gekk, að erfiðleikarnir sönnuðu aðeins það. sem fiski- fræðingar hefðu verið að segja. Nú stendur upp á fiskifræðinga að gefa visindalegar skýringar á þeim mikla afla, sem fengizt Ihefur úr sjónum á þessu vori. Leikmenn munu aftur á móti halda fram sinum eigin visind- um, og gott.ef sjómenn eru ekki alveg • hættir að trúa á þá vfsindalegu forsjá, sem ekki byggir á reynslu. Helvitiskenning um eyðingu fiskstofna getur svo sem komizti'tizku. Og alltaf hafa t.d. verið uppi veðurspámenn (ekki á veðurstofu), sem á hverju vori hafa spáð miklum ótiðindum i veðurfari. Þannig virðist sem Ispásómar, bæði visindalegir og annars konar, hafi tilhneigingu til að vera neikvæðir. Nú er það staðreynd, að þorskurinn hefur ekki hugmynd um basl okkar hér uppi á þurrlandinu og veit ekkert af fiskifræðingum, sem hafa á undanförnum árum bar- ist svo frækilega fyrir þvi að halda skepnunni á lifi. Hann syndir bara i sjónum, einhvers staðar i myrku djúpinu, þegar eðlishvötin kallar hann ekki á grunnmið til að hrygna, og við það situr. En spádómarnir byggjast einkum á sýnitökum þegar hann kemur ,,i ljós”, ef svo mætti segja. Þá er reiknað hvað veilt hann stendur i sjón- um og hvað mikið þarf að gæta þess að hann týnist ekki alveg. Auðvitað orkar svona tal skyn- samlega á fólk. Skárra væri það nú ef við ætluðurh að fara að drepa þorskinn alveg. En mitt i kviðanum og hinum visindalegu rannsóknum kallar náttúran þann gula enn einu sinni á grunnslóð, og þá gerir hann vísindalífi okkar þann óskunda að fjölmenna i mynd stórfisks. Þorskveiðar samkvæmt heimild fyrir ufsa. Útfærsla fiskveiðilögsögunnar i tvö hundruð milur er að likindum einhver hin mesta efnahags- framför, sem orðið hefur i land- inu fráupphafi. Að visu eru.ekki allirinnfirðir orðnir fullir enn af fiski, eins og þeir voru, en hann kemur þangað h'ka. Þá mun hefjast hér blómatimi fyrir menn á smærri bátum með dags útivist og hráefnið verður eins gott og bezt verður á kosið. Þetta blasir við i framtiðinni. Aftur á móti er ekki um fisk i kvium að ræða, og það var seg- in saga, löngu áður en togveiðar hófust hér fyrir og eftir alda- mót, að aflaleysistimar komu hér jafnvel nokkur ár i röð. Það hefur aðvitað átt sinar skýring- ar i náttúrufari i sjónum, en óhugsandi er að kenna ofveiði um þær breytingar. Við verðum einnig i dag að gera ráð fyrir misjöfnum árum, og stafar það einvörðungu af þvi, að hafið er stórt og dularfullt og verður ekki lagt á mæhvog visindanna á skömmum tima. Það sanna m.a. aflabrögð núna þvert ofan i kenningar um ofveiði og „litinn hrygningarstofn” um það leyti sem golþorskarnir voru að verða til, eða það sem flotinn kallar „aldamótaþorska”. En þótt tvö hundruð milurnar séu fengnar erum við enn að gera samninga um heimildir til að veiða innan markanna. Manni er sagt fullum fetum að Belgir séu að veiða hér skammt undan, og hið opinbera viti ekki betur en þeir séu að veiða ufsa. Aftur Indriöi G. Þorsteinsson skrifar um fiskveiðar og fiskstofna og segir: //Nú er þaö staðreynd að þorskurinn hefur ekki hugmynd um basl okkar hér uppi á þurralandinu og veit ekkert af fiski- fræðingura sem hafa á undanförnum árum bar- istsvo frækilega fyrirþví að halda skepnunni á lífi". á móti virðast ufsamiðin liggja beint fyrir þorskgöngunni, og þau mega vera merkileg veiðarfæri Belganna, ef þau of- an á allt annað sortera fiskteg- undirog taka ekki i sig annað en hinn tilskipaða ufsa. Menn segja sem sagt, að Belgir séu i óðum þorski samkvæmt heimild til ufsaveiða. Þannig getum við ekki látið fara með okkur að óathuguðu máli. Og þótt eigi að vera hægt að sjá þetta á löndunarstöðum i Belgiu, þá eru eftirlitsmenn á þeirri strönd frægi r f yri r að þekkj a ekki f isk i sundur þegar landar þeirra eiga i hlut, og þarf ekki annað en spyrja breska fiskimenn um það, sem vita nú ekki sitt rjúk- andi ráð vegna smáfiskaveiði á miðum við Bretlandseyjar, sem rennt er glaðlega og með fullum réttindum i gegnum fingur eftirlitsmanna sunnan Erma- sunds. Lifir á eyddum stofni Fiskifræðingar munu-hafa sér til málsbóta út af spám um lélega þorskveiði, að litið hefur veiðzt fyrir vestan á þessari vertið, eða minna en áður og hið sama gildirenn um Breiðafjörð. Aftur á móti ber mikið á þorski um þessar mundir fyrir Austur- landi og suður um, og kemur þá aftur að þvi að sjórinn er stór en mennirnir eitthvað minni. Þorskurinn virðist hafa fært sig um set. Hafi nú mæhngar fyrir vestan orðið til þessað hrakspár voru uppi um afla, og þær mælingar verið gerðar eftir að fiskurinn hafði vikið sér austur fyrir land, þá er kannski fengin skýring á visindalegri niður- stöðu. Aftur á móti er öllum landsmönnum nokkurn vegin sama hvar fiskurinn veiðist við landið, ef nóg er af honum og bátar eru til að sækja hann og fólk til í landi til að búa hann út á markað. Þá hefur einnig kom- ið i ljós á vertfðinni, að þorskur- inn erfullur af æti, en fyrir vest- an var áberandi hvað hann virt- ist hafa litið æti. Þetta æti, sem finnst í þorskinum er sagt vera loðna.en alveg er óljóst hvaðan hann fær slikan sildarfisk. Manni skilst að hún sé þegar uppveidd að mestu. Tfmi draumkvenna lið- inn. Lengi hefur verið uppi orða- skak i landinu, sem kallað hefur verið striðið við fiskifræðinga- ana. Við skulum gæta að þvi, að þeir vita eins mikið um sjó og fisk og vitað verður. Skipst jórar höfðu margir hverjir draum- konurhér áður, sem sögðu þeim að sigla i austur eða vestur eftir atvikum, einkum á síldveiðum. Segja má að tími draumkvenna sé liðinn. Við skulum taka vis- indunum vel. Allt annað væri hrein heimska, en okkur leyfist liklega að brosa svolitið, þegar þorskurinn snyr á þau, og hefur hann þó aldrei verið talin mikil vitsmunavera. Og það er ein- mitt eitthvað i þá veru, sem við erum að gera núna i endaða bullandi góða vertið. Fiskveiði- þjóðin, sem hélt hún væri alfarið orðin visindaleg, hefur rétt einu sinni sótt sinn sjó og komið drekkhlaðin að landi. Og hún fyllist fullvissu um, að enn sé eitthvað af fiski eftir i sjónum, hverju sem spáð er og hvernig sem áta er mæld og seiði skoð- uð. Það á svo ekki að verða neinum til dómsáfellis, þótt vel veiðist. Við útfærslu fiskveiði- lögsögu komust fiskifræðingar i bland við pólitikina. Það getur hafa ruglað vogirnar og mæli- stikurnar eitthvað, þvi undar- legt er hvað þeir halda fast við sinar niðurstöður siðan og leyfa litil frávik. Spádómar þeirra hafa sett að okkur kviða og valdið togstreitu út af fiski- skipaflotanum meira en góöu hófi gegnir. Sjávarútvegsráð- herrar, hver á fætur öðrum, hafaalveg verið slegnir flatir af visindunum og hafa séð þann kost vænstan að bæta aðeins nokkrum tugum tonna við spár fiskifræðinga og fengið bágt fyr- ir. Varðandi náttúru og náttúru- gæðihafa um sinn verið margar helvitiskenningar á lofti á Is- landi. Fram að þessu hefur þó landið verið talið hraunaog eld- fjallaland sem litlu hlifir af gróðri og lifi, þegar sá gállinn er á þvf. Gott er ef að menn trúa þvi sjálfir að þeir geti snúið á náttúrueinkenni heilla landa. Þeirhafa þó landið fyrir augun- um. En hugsið ykkur vanda fiskifræðinga, sem hafa aðeins yfirborð sjávarins fyrir augum, og renna litlum ilátum i þetta stóra haf með það'fyrir augum að reikna út fiskstofna. Það þarf mikla trú til að stunda slik visindi. Samt eru þau það eina, sem við höfum i höndunum fram yfir t.d. Suðurnesjamenn, sem höfðu lika sina spádöma og fengu þó sin aflaleysisár án þess að verða nokkru nær um fisk- stofna. Frægur kóngur snemma á skráðum ti'ma, labbaði sig einu sinni niður að Ermasundi til að stöðva aðfallið. Hann spyrnti sem sagt við fæti, en sjórinn kom nú samt og flæddi yfir hans konunglegu bifur. Þekkingin er komin langan veg frá þessum kóngi, en sjórinn hefur ekkert minnkað. IGÞ

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.