Vísir - 11.05.1981, Blaðsíða 11

Vísir - 11.05.1981, Blaðsíða 11
.Mánudagur ,1,1, rnai.lpSl VÍSIR Hvernig væri „aðhalds- stefna" Seitirninga í reynd án Reykvíkinga? Umræður um sambýli og sam- skipti Reykjavikur við nágranna- bæina eru gagnlegar. 1 þvi sam- bandi er nauðsynlegt, að Reyk- vikingar fái sem gleggsta vit- neskju um hvernig á þvi stendur að isumum nágrannabæjunum er álagning Utsvara og fasteigna- gjalda lægri en i Reykjavik, svo nemur nokkur hundruð þiisund- um gamalla króna á hverja meðalfjölskyldu. Einfaldar skýringar Bæjarstjórinn á Seltjarnarnesi og bæjarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins þar eiga ákaflega ein- faldar skýringar á þessu. Þær fel- ast i' þvi', að þeirra mati, að i Reykjavi'k ri'ki ..háskatta- og eyðslustefna" vinstri flokkanna, meðan á Seltjarnarnesi njóti við „aðhaldsstefnu" Sjálfstæðis- flokksins, eins og Guðmar Magnússon, bæjarfulltnii á Sel- tjarnarnesi, orðar það hér i Visi s.l. föstudag. Það er leitt að þurfa að segja það, en svo virðist sem þessir ágætu herrar lifi i algerum gervi- heimi, Ur öllum tengslum við raunveruleikann. Það er ekkert nýtt, að útsvör séu hærri i Reykjavík en á Seltjarnarnesi. Þau voru það lika meðan Sjálf- stæðisflokkurinn var við völd i Reykjavi'k. Það, sem gerir það hins vegar að verkum, að útsvör og fast- eignagjöld á Seltjarnarnesi eru lægri en i' Reykjavík, er einfald- lega það að Seltirningar þurfa hvorki að greiða stofnkostnað né taka þátt i' rekstrarhalla þjón- ustustofnana i Reykjavik, sem þeir skipta við. Neita að horfast í augu við staöreyndir Ef til vill er rétt að einfalda þetta dæmi örlitið svo að bæjar- stjórnarmenn á Seltjarnarnesi skilji betur, hvað átt er við. Segj- um svo, að Reykjavik lægi ein- faldlega ekki að bæjarmörkum Seltjarnarness heldur einhver staðar f órafjarlægð, og Seltirn- ingar gætu þar af leiðandi ekki notið þjónustu Reykjavikur. Hvernig færu þeir þá að við fram- kvæmd „aðhaldsstefnu" sinnar? Eru bæjarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins á Seltjarnarnesi virki- lega svo einfaldir, að þeirneiti að horfast i augu við þá staðreynd, að við slikar aðstæður neyddust þeir einfaldlega til að standa sjálfir undir stofnkostnaði strætisvagna, slökkviliðs, slysa- þjónustuog annarrar þjónustu, er þeirnjóta nú á mjög hagkvæmum kjörum? Hagnaður Seltirninga tíu sinnum meiri Það heftir enginn haldið þvi fram, að það sé í sjálfu sér óhag- kvæmt f yrir Reykjavfkurborg að selja Seltjarnarnesi ýmisskonar þjónustu, en mergur málsins er sá, að Seltirningar hagnast tiu sinnum meira á slikum við- skiptum en Reykvikingar. Þess vegna er með réttu hægt að halda þvi fram, að Reykvik- ingar greiði utsvör Seltirninga niður. Alfreð þursteinsson/ for- stjöri- svarar Guðmari Magnússyni, bæjarfulltrúa á Seltjarnarnesi- og segir málf lutning meirihlutans á Seltjarnarnesi vera með þeim hætti- að einsýnt sé að Reykvíkingar verði að segja upp þjónustu- samningum við pá. Reykjavi'kurborg munar i sjálfu sér ekkert um þær fáu krónur, er Seltirningar greiða til Reykjavfkur. Þær skipta engu máli til eða fra. En það yrði al- varlegt áfall hins vegar fyrir Seltjarnarnes, ef Reykvikingar skriifuðu fyrir þjónustu sina til þeirra eða létu þá greiða hana fullu gjaldi. Þessir hlutir Hggja svo beint við, eru svo augljósir, að það þarf töluvert hugrekki að minu mati til að ganga fram fyrir skjöldu, eins og Guðmar Magnusson, bæjar- fulltnii á Seltjarnarnesi, gerir i Vi'sisgrein s.l. föstudag, og halda öðru fram. Eitt útkall— eða tíu Það er til frekari marks um barnaskap bæjarfulltrUans á Sel- tjarnarnesi að hann gerir að um- talsefni, að Utkall Slökkviliðs Reykjavikur hafi aðeins verið einu sinni vegna Seltjarnarness á siðasta ári. Þess vegna hafi slökkviþjónustan frá Reykjavik verið dýr. Dettur honum virki- lega i hug, að nokkurt bæjarfélag getiveriðán slökkviliðs? Kannski er það innan ramma „aðhalds- stefnu" sjálfstæðismanna, að hægt sé að vera án slíks öryggis- tækis. EittUtkalleða tiu. Það veit enginn fyrirfram hversu mörg þau verða. Hvernig verður ,,aöhalds- stefnan" þá í reynd? Málflutningur meirihlutans á Seltjarnarnesi er með þeim hætti, að mér sýnist einsýnt að Reyk- vi'kingar verði að segja þjónustu- samningum við þá upp. I fram- haldi af þvi' verður fróðlegt að sjá hvernig „aðhaldsstefna" bæjar- stjórnarmeirihlutans á Sel- tjarnarnesi nær að blómstra. I dag er Seltjarnarnes gervibær, sem sækir mest allt sitt til Reykjavikur, hvort sem það er þjónusta eða atvinna, og nýtur gtíðs af, svo vægt sé til orða tekið. Sparið hundruð þúsunda endurryðvörn á 2ia ára fresti RYÐVORN SF. Smiðshöfða 1 Simi 30945 Sparið tugþúsundir með mótor- og hjóiastillingu einu sinni á ári BÍLASKOÐUN ^&STILLING Hátúni 2a ein Q SttmplagerO nHagsprentsmiOiunnar hi. Spitalastig 10— Simi 11640 Nú cr rétti tíminn að hressa & uppa hárið. Sólveig Leifsdóttir \A hárgreiðslumeistari Xkjt Hárgreiðslustofan Gígja Stigahlíð 45 - SUÐURVERI 2. hæð - Simi 34420 Litanir°permanett9klipping íbúð óskast 23 ára gamla stúlku með 3ja ára gamalt barn bráövantar ibúð fyrir 15. mai. Er i fastri atvinnu. Reglusemi og skilvisar greiðslur. Einhver fyrirframgreiðsla möguleg. Upplýsingar i sima 84842. YfirSOO einstaklingar hafa á sl. tveimur árum sótt námskeið Stjórnunar- félags íslands um Hvernig má verjast streitu Stjórnunarfélagið mun halda enn eitt námskeið um þetta efni og veröur þaö í Norræna húsinu dagana 12. og 13. maínk. frá kl. 13.30—18.30. Leiðbeinandi á námskeiöinu er dr. Pétur Guðjónsson forstööumaöur Synthesis Institute í New York, en það er stofnun sem sér um fræðslu á þessu sviði, og hefur Pétur haldið námskeiö sem þessi víða í fyrirtækjum vestanhafs. dr. Pétur Gu6j6n»on. Þátttaka tilkynnist til Stjórnunarfélagsins í síma 82930. I ! STJCRNUNARFÉLAG ÍSIANDS SÍOUMÚLA23 105REYKJAVÍK SÍMI 82930 allt undir einu þaki þú verslar í Byggingavórudeild «?• raf aeild þú færd allt á einn og sama kaupsamninginn/ skuldabréf og þú borgar allt niður i 20% SEM ÚTBORGUN, og eftirstöðvarnar færðu lánaðar allt að 9 MÁNUÐUM. Nú er að ftrökkva eða stökkva, óvist er hvað þetta tilboð stendur lengi lokkur getur snúist hugur hvenær sem er). Þegar þú hefur reitt af hendi útborgunina og ritað nafn þitt undir KA UPSA MNINGINN, . kemur þú auðvitað við i MATVÖRUMARKAÐNUM og birgir þig upp af ódýrum og góðum vörum. • Opið til kl. 22 á föstudögum og til hádegis á laugar- mmmm dögumí Matvörumarkaðnum. j 'UM • Allaraörardeildireruopnar: %ÆMmm föstudaga tilkl. 19 lauaardpaa kl.9—12 Jón Loftsson hf. Hringbraut 121 Sími 10600 RÍKISSKIP Sími: 28822 BROTTFARARDAGAR FRÁ REYKJAVÍK: VESTFIRÐIR: Alla þriðjudaga og annan hvern föstudco NORÐURLAND: Alla þriöjudaga og annan hvern fö.r.jdag NORÐ- AUSTURLAND: Vikulega fimmtudaga eða föstudaga AUSTURLAND OG VESTMANNAEYJAR: Alla fimmtudaga Biðjið um áætlun

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.