Vísir - 11.05.1981, Side 12

Vísir - 11.05.1981, Side 12
12 Mánudagur 11. mai 1981 VISLR MATSEÐILL HEIMILISINS Kristin Andrésdóttir hússtjórnarkennari hefur allan veg og vanda af matseðli heimilisins þessa viku. Kristin hefur gengt húsmóður- hlutverkinu eingöngu undanfarin ár, en hér áður þegar hún starfaði sem ráðskona i mötuneyti útbjó hún matseðla og hafði hina mestu ánægju af að leggja okkur lið. A hennar heimili eru fjórir i mat og við þann fjölda miðar hún sinar uppskriftir, og þess má geta einnig að aðalmáltið dagsins er i hádeginu. —ÞG MANUDAGUR Steiktur fiskur með coktailsósu soðnum kartöflum og gulrófusalati MelónujógUrt Fiskurinn er roðflettur, skorinn i hæfilega stór stykki, velt upp Ur raspi og steiktur i smjöri á pönnu. Kryddaðmeð salti, pipar og season-all. Cocktailsósa: 1 dós sýrður rjómi 2-3 msk majones tómatsósa (eftir smekk) örlitið sinnep Gul rófusalat: 1 meðalstór gulrófa safi Ur 1/2 sitrónu 2 msk sykur 1 epli smátt brytjað. ÞRIÐJUDAGUR Saltkjöt með hvitkálsjafningi og soðnum kartöflum SUrm jólk með appelsinum Kjötið þvegið og soðið i um 1 klukkustund. Hvitkálsjafningur: 1/2 hvitkálshöfuð vatn, salt 30 g smjör eða smjörliki 30 g hveiti 2-3 dl mjólk eða soð. Hvitkálið smátt skorið, soðið i saltvatninu þar til það er meyrt. Sósan bökuð upp og þynnt með mjólkinni og/eða soðinu. Kryddað með salti, sykri eftir smekk. Súrmjólkin: 1 litri sUrmjólk 2-3 msk sykur 2-3 appelsinur 1 dl rjómi SUrmjólkin þeytt með rjóman- um. Appelsinurnar pressaðar og safinn látinn saman við, ásamt sykrinum. Geymt i kæli þar til borið er fram. MIÐVIKUDAGUR Fiskibollur i brUnni sósu með mUsuðum kartöflum og hvit- káls/gulrötarsalati KakósUpa Fiskdeig I bollurnar: 400 g beinlaus fiskur 2 tsk salt örlitill pipar 2 msk hveiti 1 1/2 msk kartöflumjöl 1 egg 2 laukar miðlungsstórir 2-3 dl mjólk smjör til að steikja úr Fiskurinn hakkaður ásamt ein- um lauk. Deigið hrært með hveiti, kartöflumjöli, kryddið látið saman við ásamt egginu. Þynnt Ut með mjólkinni. Laukurinn brUnaður i smjörinu. Siðan bUnar til bollur sem steiktar eru fallega brUnar i smjörinu, vatn sett Ut á og soðið i um 10 mfnUtur. Sósan jöfnuð, hellt yfir bollurnar og borið fram með mUsuðum kartöflum og hrásalati. Hrásalatið: 1/4 hvitkálshöfuð 2-3 gulrætur 2-3 tómatar safi Ur 1/2 sitrónu Maggi krydd nr. 4 Hvitkál og gulrætur, rifið smátt, tómatarnir brytjaðir. Sitrónu-* safinn hrærður út með 2-3 mski af majones og kryddinu. Hellt yfir grænmetið. FIMMTUDAGUR Mexikanskar kjötbollur með laussoðnum hrisgrjónum og jöklasalati Ferskir ávextir i eftirrétt K jötbollurnar: 750 g hakkað kjöt (nauta eða kinda) Kristin Andrésdóttir hús- stjórnarkennari 6'msk rasp salt, pipar 2 1/2 dl mjólk 2 hakkaðir laukar brúnaðir i smjöri 2 eggjarauður smjör til að brúna i Sósan: 200 g beikon i smábitum 1 græn paprika 3 gulrætur i sneiðum 2 dl kjötsoð (teningasoð) sm jör dál. rjómi salt, pipar dál. chili sósa. Kjötbolurnar má laga daginn áður ef vill. Rasp, salt, pipar, eggjarauður, mjólk sett i skál og látið standa dálitla stund og siðan hrært saman við hakkið, laukurinn settur saman við. Allt hrært vel saman. Búnar til litlar bollur sem brúnaðar eru i smjöri. Bollurnar settar i eld- fast fat og hitað i ofni. borið fram með hrásalati og hris- grjónum. Sósan. Beikonið skorið i smábita og brUnaðá pönnu, feitinni hellt af. Gulræturnar settar saman við og smátt skorin paprikan. Látið krauma þar til gulræturnar eru meyrar, þá er smjöri bætt i og chilisósu. Rjómanum bætt i siðast, má hann gjarnan vera sUr. Allt soðið saman og hellt yfir bollurnar. Jöklasalat: 1 salathöfuð (Iceberg) skorið i strimla 1 epli smátt skorið 1/2 agUrka skorin i teninga 1 appelsina afhýdd og skorin i litla bita saman við þetta er blandað einu boxi af jógurt. FÖSTUDAGUR Grillaðar beikon pylsur með heitu kartöflusalati Samkvæmisklæðnaður á sumarkvöldi Buxnatiskan i sumar er afar fjölbreytt, eins og sjá má á meðfylgj- andi mynd. Pifublússur sem Bretar nefna í dag „Lady Diana” blússur virðast ætla að vera vinsælar fyrirungar stúlkur. Þær konur sem ekki vilja fylgja buxnatiskunni I sumar nema hvunndags en gripa til kjóis fyrir sumarveisiurnar, ættu að lita á þennan kjól þrisvar. Gæti það komið einhverri á sporið með valið á ' samkvæmiskjól sumarsins. Þessi kjóll er hannaður af Ginu Bacconi. Pilsið er þriskipt („tasíupils”), satinbelti um mittiðog blússan hnýtt saman yfir aðra öxiina. Mynstrið er stórrósótt, grunnurinn svartur og rósirnar hvit- ar. Hagkvæm kaup i svona kjól, þvl hann er hægt að nota við mörg tækifæri. —ÞG Gamaldags eplakaka með þeyttum rjóma Beikonseniðunum vafið utan um pylsurnar og grillað ofarlega i ofni i 2-3 minUtur á hvorri hlið. Heitt kartöflusalat: 8 meðalstórar soðnar kartöflur 2 laukar 2 msk smjör 1/2 bolli vatn 2 msk vinedik 1 tsk sykur 1/2 tsk pipar 1/2 tsk salt Kartöflurnar skornar i þykkar sneiðar. Sm jörið og vatnið soðið i potti. Laukurinn skorinn i sneiðar og soðinn með, þar til hann er meyr. Lauksoðið bragð- bætt með edikinu, saltinu, sykrinum og piparnum. Kartöflurnar settar úti og látið gegnum hitna. NU er graslaukurinn farinn að spretta og þvi fallegt að klippa hann yfir og eins gefur hann gott bragð. Gamaldags eplakaka: 1/2 kg epli 100 g sykur vatn 150 g brauðmylsna 50 g sykur 50 g smjör 1/2 1 rjómi Eplin eru þvegin og flysjuð, skorin i litla bita og soðin með sykrinum i litlu vatni, þar til þau eru komin i mauk. Hrært i á meðan. Brauðmylsnunni er blandað saman við sykurinn. Smjörlikið brUnað á pönnu, brauðmylsnan látin á og bökuð þar til hún er hörð og brún. Kæld. Brauðmylsnan sett i skál siðan eplamaukið og svona koll af kolli þar til allt er búið. Skreytt með þeyttum rjóma, gott er að bera rjóma með. LAUGARDAGUR Salat — sem sjálfstæður réttur Vöfflur með þeyttum rjóma i ábæti Salatið: 1- 2 salathöfuð 250 g skinka eða einhverjar af þessum finu pylsum sem eru á markaðnum 2- 3 epli 2-3 appelsinur græn og blá vinber 1-2 bananar Salatsósan: 1 eggjarauða 1 msk sinnep 1 tsk vinedik 1/2 tsk salt og pipar 2 dl rjómi ~ Ollu blandað vel saman og hellt yfir salatið i skálinni. Borið fram meö nýjum brauðhnúðum og smjöri: Vöfflur: 1 bolli hveiti 11/2 tsk lyftiduft 1/2 tsk salt 45 g smjörlíki 1 msk sykur 2 stk. egg 3/4 bolli mjólk kökudropar eftir smekk Eggin aðskilin. Hviturnar stif- þeyttar. Smjörlikið mulið saman viðhveitið. Hrært út með eggjarauðunum og mjólkinni. Saltog sykur settúti, siðast stif- þeyttar hviturnar settar var- lega saman við. SUNNUDAGUR Lambahryggur með bökuðum kartöflum belgjabaunum, sósu og Waldorfsalati Abætir — Piparmintuperur með þeyttum rjóma Hryggurinn: 1 3/4-2 kg hryggur hvitlaukur 2 geirar 50-75 g smjör 1 tsk rosmarin 1/2 tsk timian salt, svartur pipar 2 stórir laukar 5-6 gulrætur 1/2 flaska hvitvin eða 3-4 dl bouillon Þurrkið hrygginn með röku stykki. Skerið i efsta fitulagið, stingið smátt skornum hvit- lauknum inn við hryggjarbein- ið. Kryddsmjör:: Hrærið saman smjörinu, rosmarin, timian 2 tsk. salti og 1/2 tsk svörtum pipar. Krydd- smjörinu er smurt á hrygginn. Látið i ofnskúffuna. Hryggurinn settur neðst f 250 gr. heitan ofn i 10-15 mfnUtur Eftir 10-15 minUtur er hitinn lækkaður niður i' 160-170 gr. og laukurinn, sem skorinn er i bita, látinn með i skUffuna ásamt gulrótunum sem skornar eru i strimla. Þvi næst er hvitvinið eða kjötseyðið settiskUffuna, má gjarnan hafa til helminga kjötsoð og vin. St eikt áfram i 45-60 minútur, allt eftir þvi hvað maður vill hafa það gegnumsteikt Ausið soðinu vel yfir af og til. Sósan: Soðið siað, jafnað með smjör- bollu eða bakað upp eftir vild. Waldorfsalat: 150 g majones 1 dl þeyttur rjómi sitrónusafi (örlitið) 1/4 selleri, skorið i strimla valhnetukjarnar (örl) vinber. Majonesið hrært Ut með þeytt- um rjómanum og sitrónusafan- um. Ollu blandað saman við, valhnetukjörnunum, sem skornir eru i hæfilega bita, vin- berin helminguð og steinarnir teknir Ur. Kartöflurnar: Veljið dálitið stórar kartöflur, burstið vel og skerið kross i hverja kartöflu. Pakkið inn i ál- pappi'r og látið i ofninn með kjötinu. Þegar þær eru bornar fram er álpappirinn tekinn að- eins ofan af kartöflunni, þrýst örlitið upp og sm jörklipa sett of- an á i sárið. Piparmyntuperur: 1 stór dós perur örliti 11 safi og vin (sherry) saman við 1 pakki sUkkulaðiplötur (After Eight) þeyttur rjómi muldar makkarónukökur Hitið ofninn i 225 gr. Leggið perurnar I eldfast fat og hellið vfni og safa yfir. Látið fatið i ofninn i 5 minUtur. Setjið siðan 1 súkkulaðiplötu á hverja peru og bakið perurnar áfram i 3-5 minútur eða þar til súkkulaðið er bráðið. Borið fram með þeyttum isköldum rjómanum. Gott er einnig að hræra sherry saman við rjóm- ann. HÚSRflfl Lystarlaus börn valda foreldr- um sinum oft áhyggjum. Reyniö að setja lítið á disk barnanna i einu, þvi mörg missa matar- lystina ef þau sjá kúfðan matar- disk fyrir framan sig. Þeir sem gaman hafa að leysa krossgátur en geta ekki gefið sér tima til þess i bili, ættu að klippa þærút úr blööunum, áður cn þeim er hent. Agætí er að hefta þær saman og geyma til betri tima og til dæmis ef ein- hver á heimOinu er rúmfastur um tima er gott að luma á nokkrum krossgátum til að „drepa” tímann.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.