Morgunblaðið - 31.03.2004, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 31.03.2004, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MARS 2004 B 3 bílar Á SPÁNI var leyft á dögunum að mótorhjól mættu draga eftirvagna þar í landi, og er þá Ísland eina landið í Evrópu sem ekki leyfir slíkt. Stjórn- völd á Spáni létu eftir fyrir þrýsting Evrópusambandsins og FEMA, Evr- ópusamtaka mótorhjólafólks, en árið 1998 voru samþykkt lög sem gera löndum innan ESB og evrópska efna- hagssvæðisins kleift að leyfa slíkan búnað á mótorhjólum. Þrátt fyrir ný- fengið leyfi þurfa þeir sem vilja draga eftirvagna á mótorhjólum sínum að uppfylla viss skilyrði, sem eru of ströng að mati FEMA. Aðeins er leyft að aka með eftirvagna í dags- birtu, vagnarnir mega ekki vera nema helmingur af þyngd hjólsins og aðeins má aka þeim 10% undir lögleg- um hámarkshraða. Að sögn tals- manns FEMA eru engin gögn sem réttlæta þessar varúðarráðstafanir. Þetta breytta Honda Pan-European- ferðahjól er útbúið með krók og ein- hjóla kerru frá Uni-Go.Nýfengið krókaleyfi HÉÐAN í frá hefur verið ákveðið að uppgjör Renault og Nissan verði kynnt í einum samstæðureikningi. Samanlögð sala Renault og dótturfyr- irtækisins Nissan nemur rúmum 5 milljónum bíla sem skýtur þeim vel fyrir ofan Volkswagen og skammt á eftir GM, Toyota og Ford yfir sölu- hæstu framleiðendur heims. Tilgangurinn með því að kynna uppgjörið með þessum hætti er að gera Renault meira aðlaðandi á fjár- málamörkuðum, hækka lánshæfis- mat samsteypunnar og lækka kostn- að við lánsfjármögnun. En betri einkunn frá matsfyrirtækjunum Standard & Poor og Moody’s hefur í för með sér minni lántökukostnað. Í fréttatilkynningu frá B&L, um- boðsaðila Renault, segir að eftir yf- irtökuna á hinu nær gjaldþrota Niss- an fyrirtæki árið 1999 hafi Renault náð frábærum árangri með japanska bílaframleiðandann og snúið tapi í hagnað á skömmum tíma. Nissan hafi undir handleiðslu Renault breyst í hagkvæmasta framleiðanda í heimi. Renault/Nissan í 4. sætið NJÓSNAMYNDIR hafa sýnt að nýja Kawasaki KX450F-hjólið, sem vænt- anlegt er á markað á næsta ári, verð- ur með ferhyrningslaga álgrind. Kawasaki var fyrst framleiðenda til að koma með ferhyrningslaga grind í mótókrosshjóli árið 1990 en þá voru þær úr stáli. Suzuki mun einnig nota álgrind í RMZ450-hjól sitt, þá með hefðbundnu röralagi. Einnig mun Yamaha vera um það bil að koma með álgrind. Grindin í Kawasaki KX450F. Álgrindur framtíðin ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.