Morgunblaðið - 31.03.2004, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 31.03.2004, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MARS 2004 B 5 bílar Kauptu næsta bílinn þinn beint frá Kanada - Pallbílar á tilboði www.natcars.com 480 8000 SELFOSSI Bílasala Suðurlands - Fossnesi 14 - 800 Selfossi www.toyotaselfossi.is • toyotaselfossi@toyotaselfossi.is 480 8000 Toyota Landcruiser 90 VX 33", árg. 1998, sjálfsk., ek. 120 þús., 8 manna, leð- ur, topplúga. Verð 2.690 þús. Toyota Landcruiser 90 VX Common Rail, árg. 2002, sjálfsk., ek. 25 þús., leður o.fl. Áhv. 2.400 þús. Verð 4.100 þús. Mitsubishi Pajero Long 2,8 TDI, árg. 1999, 5 gíra, ek. 78 þús., topp eintak. Verð 2.390 þús. Ford Econoline 350 Club W. 7,3 TDI 39", árg. 2002, sjálfsk., ek. 60 þús., hóp- ferðaskoðaður, NMT-sími, tölvukubbur, aukatankur. Verð 5.500 þús. Ford F 250 Lariat LE 6,0 TDI, árg. 2003, sjálfsk., ek. 36 þús., einn með öllu. Verð 4.590 þús. BMW 520I, árg. 1997, sjálfsk., ek 102 þús., góður bíll. Verð 1.600 þús. HÖFUÐBORG Bahrain heitir Man- ama og tuttugu mínútna akstur frá borginni blasir við ótrúleg sjón. Í miðri Sakhir-eyðimörkinni iðar nú allt af lífi þar sem fjöldi verkamanna keppist nú við að leggja lokahönd á nýju kappakstursbrautina sem kost- aði um 14 milljarða ÍSK að leggja. Þetta hefur verið risavaxið verkefni og það ólíklegasta á þessum slóðum. Það þurfti að byrja á því að sprengja í burtu meira en eina milljón rúm- metra af klöppum til þess að koma brautinni fyrir og það krafðist gríð- arlegrar skipulagningar og sam- gangna að flytja allan nauðsynlegan búnað á staðinn og leggja þangað mörg hundruð vatnslagnir. Um þrjú þúsund verkamenna, aðallega frá Indlandi, Malasíu og Pakistan, hafa unnið við framkvæmdina. Meiri öryggisgæsla en áður Bahrain er fremur vestrænt ríki í háttum miðað við önnur lönd í þessum heimshluta. Ríkisstjórnin er talin fremur frjálslynd og konur þurfa ekki að hylja andlitið með blæju frekar en þær vilja. En Bahrainar eru múham- eðstrúar og það verður ekki skálað í kampavíni í mótslok eins og gert er annars staðar. Sömuleiðis verður ör- yggisgæsla meiri en þekkist annars staðar því að skipuleggjendur vilja gera sitt til að koma í veg fyrir að hryðjuverkamenn geti kastað rýrð á þessa fyrstu Formúlu 1 keppni í Mið- austurlöndum. Maðurinn á bak við verkefnið er Sheikh Salman bin Hamad al-Khalifa, krónprins Bahrain. Hann lagði horn- steininn að brautinni í október 2002 og fyrsta keppnin átti að fara þar fram í október 2004 en var færð fram til 4. apríl og af þeim sökum hefur ver- ið mikill handagangur í öskjunni. Það hefur verið unnið myrkranna á milli og verkamenn sofið á steingólfum í byggingum við brautina. Konungur- inn í Bahrain, Hamad, opnaði braut- ina opinberlega um miðjan mánuðinn að viðstöddum Sir Jackie Stewart og fyrsti bíllinn til að aka brautina var BMW-Williams. Bann við tóbaksauglýsingum er yf- irvofandi á keppnum í Evrópu og af þeim sökum hafa skipuleggjendur Formúlu 1 teygt sig í austurátt. Auk kappakstursins í Bahrain verður einnig keppt í fyrsta sinn í Kína á þessu ári. Ekkert var til sparað við að gera keppnisbrautina í Bahrain sem besta. Í kringum brautina hefur verið plant- að mörg þúsund pálmatrjám en hvert tré kostar um 200.000 ÍSK. Í brautina sjálfa fóru um 60 þúsund tonn af graníti sem var flutt inn frá Wales. En það er eitt vandamál sem pening- ar geta ekki leyst á þessum slóðum og það er hættan á sandbyl. Skyndileg gjóla getur flutt með sér sandkorn inn á brautina, sem dregur ekki aðeins úr skyggni keppenda heldur dregur líka verulega úr veggripinu. En skipu- leggjendur telja sig hafa fundið lausn á þessu vandamáli. Þeir ætla að líma niður sandinn umhverfis brautina. „Því miður búum við við stöðuga hættu á sandbyl og til þess að draga úr líkunum á því að veggripið spillist höfum við fundið upp sérstaka gerð af mjög sterku lími sem verður lagt yfir sandinn umhverfis hina 5,4 kílómetra löngu braut,“ segir Mark Whittaker, yfirmaður framkvæmda við kapp- akstursbrautina. „Síðan leggjum við sérstaka filmu yfir sandinn. Við get- um að sjálfsögðu ekki límt niður alla eyðimörkina en við vonum að þetta dugi þegar stóri dagurinn rennur upp.“ Líma niður eyði- mörkina við braut- ina í Bahrain Um helgina verður í fyrsta sinn keppt á eyðimerkurbraut- inni í Bahrain. Til þess að minnka hættu á því að sandur berist inn á brautina tóku skipuleggjendur sig til og límdu niður eyðimörkina.  #/-/589-58:;-588                       !   " !  #         $ !  !        ÞAÐ er ekki á hverjum degi sem hægt er að sjá um það bil 400 torfærumótorhjól á einum og sama staðnum hér á landi, en sú mun verða raunin á Klaustri í lok maí. Má áætla að á milli 20 og 30% af öllum tor- færumótorhjólum landsins verði saman komin á einum stað. Þetta er að sjálfsögðu þriðja sex klukkutíma þolaksturskeppnin á Kirkjubæj- arklaustri sem verður haldin laug- ardaginn 29. maí eða eftir rétta tvo mánuði. Að frumkvæði ferðaþjónustuaðila Þessi keppni á ekki langa sögu, en fyrsta keppnin var haldin fyrir þrem árum í landi Efri-Víkur við Kirkjubæj- arklaustur. Brautin, sem er um 15–20 km, er næstum til helminga sandur með grjóti í bland og gróið hólótt land. Það eru Kjartan Kjartanson á Kirkju- bæjarklaustri og Hörður Davíðsson, ferðaþjónustubóndinn í Efri-Vík, sem standa að keppninni með dyggri að- stoð frá björgunarsveitinni Kyndli á Kirkjubæjarklaustri auk fjölda ann- arra. Samkvæmt upplýsingum frá Kjartani keppnisstjóra verður elsti keppandinn 58 ára gamall og er það Guðbergur Kristinsson, en hann keppir á móti syni sínum. Yngstu keppendurnir eru fæddir árið 1989. 300 keppendur skráðir til leiks Í keppni sem þessari þarf á milli 15 og 30 starfsmenn svo að keppnin geti farið fram. Í fyrstu keppninni voru keppendur rúmlega 100 og á síð- asta ári voru keppendur tæplega 200. Þegar skráning hófst þann 15. janúar skráðu sig til keppni yfir 150 á fyrsta sólarhringnum og eftir hálfan mánuð lokaði Kjartan keppnisstjóri fyrir skráningu þegar 300 keppendur voru búnir að skrá sig til keppni. Nú eru um 30 keppendur á biðlista í að komast í keppnina, en keppnisstjóri telur að brautin og það land sem keppnin fer fram á þoli ekki fleiri keppendur. Fyrir utan það að allt gistirými hjá ferðaþjónustu í nágrenni Kirkjubæjarklausturs er uppbókað þessa helgi fyrir keppendur og að- stoðarmenn keppenda. Einnig er tölu- vert af áhorfendum sem gera sér ferð á þessa keppni til að horfa á hana. Keppnin fer þannig fram að á slag- inu 12 eru keppendur ræstir allir í einu og aka til kl. 18. Þá er byrjað að flagga keppendur í mark. Keppendur keppa ýmist einir eða tveir saman sem skiptast á að aka í brautinni og eru keppendur flestir tveir saman í liði og aka alltaf sinn hringinn hvor. Keppnin er ekki liður í Íslandsmeistarakeppni og er það sennilegasta skýringin á fjölda keppenda því flestir eru þarna á eigin forsendum og virðist gamli ung- mennafélagsandinn ráða ferðinni, það er að vera með og hafa gaman af þessu. Þeir sem áhuga hafa á torfærumótorhjólum ættu ekki að láta þetta fram hjá sér fara því að drunurnar sem fylgja því þegar hátt í 200 mótorhjól leggja af stað í einu líða þeim sem á horfa seint úr minni. Off Road Challenge á Klaustri Stefnir í stærsta mót landsins Gunnar Sölvason býr til plógfar í einni beygjunni. ÍSLANDSMÓTARÖÐIN í End- uro er sú mótaröð í akstursíþrótt- um sem á sér stysta sögu hér á Ís- landi. Það var árið 1998 sem Sniglarnir stóðu að fyrstu keppn- inni í þessari keppnisröð, en Vél- hjólaíþróttaklúbburinn tók við árið 2000 og hefur haldið mótin síðan. Keppnirnar fara þannig fram að keppt er í 7–20 km langri braut í 90 mínútur og er þá tekinn klukkutími í hvíld og síðan ekinn öfugur hring- ur í aðrar 90 mínútur. Með þessu fyrirkomulagi fást sex keppnir á þremur keppnisdögum. Keppnis- fyrirkomulag þetta er svipað og mótaröð í Ameríku sem nefnist GNCC, en þar er keppt í 180 mín- útur, og eru keppnirnar þar 14 og allt að 1.000 keppendur í hverri keppni. Aðeins tveir menn hafa verið Íslandsmeistarar í Enduro, þeir Viggó Viggósson og Einar Sigurðarson, Snigill númer 1313. Ung en upprennandi íþróttagrein

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.