Morgunblaðið - 31.03.2004, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 31.03.2004, Blaðsíða 6
6 B MIÐVIKUDAGUR 31. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ mótorhjól Þ ennan flokk skipa Honda CRF 250, nýjasta útspil Hondu sem fjallað var um í Bílum fyrr í vet- ur. Yamaha YZF 250 sem hefur verið nokkuð einrátt í þessum flokki frá árinu 2001 en hefur nú fengið harða samkeppni. Suzuki RMZ og Kawasaki KXF 250, sem einnig hafa sést á síðum Bíla og eru eineggja tví- burar enda afrakstur samstarfs Suz- uki og Kawasaki og því í raun sama hjólið að litnum undanskildum. Þótt ekki hafi verið kostur á að reyna fjór- gengishjól frá KTM og TM eiga þeir sína fulltrúa í þessum hópi í formi öfl- ugra 125cc tvígengishjóla og höfðum við þau með í þessum reynsluakstri enda keppa þau í sama flokki. Hins vegar mega menn búast við að sjá ný og öflug fjórgengishjól rúlla af færi- bandinu frá þessum framleiðendum í náinni framtíð. Reynsluaksturinn fór fram á moto- crossbraut þeirra Vestmannaeyinga, sendinni eldfjallabraut sem sannar- lega á engan sinn líka í heiminum, og vil ég fá að þakka kærlega fyrir afnot- in af henni og eins þeim er hjálpuðu til við að gera allt þetta mögulegt. Til að fá sem besta og breiðasta innsýn inn í þennan fríða flokk hjóla fékk ég til liðs við mig þá Heimi Barðason, gamlan ref í hjólabransanum, og Reyni Jónsson, fyrrverandi Íslands- meistara í motocrossi og án efa einn af okkar bestu ökumönnum í dag. Eftir átök dagsins, þar sem öll hjólin voru reynd til hins ýtrasta, settumst við niður og bárum saman bækur okkar. Sumt fór alveg eins og okkur grunaði. Annað kom algerlega á óvart. Suzuki RMZ250 og Kawasaki KXF250 Samvinna Kawasaki og Suzuki hef- ur nú litið dagsins ljós og senda verk- smiðjurnar í fyrsta skipti fjórgeng- ishjól inn í létt/millivigtarflokkinn sem hafa hlotið nöfnin KXF og RMZ. Verkaskiptingin var þannig að Suz- uki hannaði vélina og Kawasaki smíð- aði grindina og fjöðrunina (Kayaba). Fjöðrunin er fín en við fundum fyrir smáóstöðugleika á ferð. Ekkert al- varlegt þó. Hjólin tvö eru þau sömu fyrir utan lögun og lit á plasti hjóls- ins. Að sitja á hjólunum er þægilegt enda hjólin grönn og nett í laginu. Mjög hávöxnum mönnum mun þó finnast fulllítið bil frá sæti niður á standpetala sem gerir sitjandi stöðu ansi samankreppta. Sneiða má hjá þessu með hærra sæti og hærra stýri hjálpar líka með standandi stöðu. Vélin skilar snörpu afli alveg upp úr neðsta vinnslusviði og það gerir það að verkum að hjólið er létt og skemmtilegt í akstri og hentar vel á brautir sem hafa þröngar beygjur og stutta aðkeyrslu upp á stökkpalla. Stjórntæki hjólsins eru afar vel heppnuð og er t.a.m. kúplingin lík- lega sú besta í þessum flokki hjóla. Við höfum heyrt töluvert um vanda- mál sem tengjast ofhitnun á þessum hjólum en getum með góðri samvisku sagt að ekkert slíkt kom upp þennan dag í erfiðri sand- og vikurbraut þeirra Eyjamanna. Helsti ókostur þessara hjóla er e.t.v. sá að töluvert var um titring frá vél upp í stýri og skrifast það líklega á að engin jafn- vægisstöng (counterbalancer) er í þessum hjólum. Þetta fyrsta ár RMZ/ KXF lofar góðu. Hjólin eru vel smíð- uð og heildarmyndin afar vel heppn- uð. Suzuki-umboðið í Hafnarfirði sel- ur RMZ og kostar það 790.000 staðgreitt. KXF fæst hjá versluninni Nitro og kostar 780.000 staðgreitt. Honda CRF 250 Honda hefur ekki farið sér óðslega í því að koma þessu hjóli á markað og eytt gríðarlegum tíma í hönnun og rannsóknarvinnu. Útkoman er hjól sem er eins og smækkuð mynd af stóra bróður, CRF 450, sem getur ekki boðað annað en gott. CRF 250 skilar góðu afli, frábærum aksturs- eiginleikum, góðri fjöðrun og góðri endingu. Nokkurn veginn allt sem skiptir máli. Það er gaman að horfa á Honduna, hún er falleg og setur nýja álgrindin stóran svip á hjólið. Vélin er fjögurra ventla og ólík hinum hjól- unum að því leyti að hún og gírkass- inn hafa tvö aðskilin smurkerfi, sem á að skila betri smurningu. Það sem einkennir þetta hjól er að það virðist alltaf vera nægt afl og tog til staðar og hjólið er ekki viðkvæmt fyrir því í hvaða gír maður er þegar gefið er inn. Honda kemur með Showa-fjöðr- un sem reyndist vel við flestar að- stæður hvort sem það var yfir gróf þvottabretti eða í lendingu eftir stökk. Stöðugleiki hjólsins var einnig með ágætum. Eins og með RMZ og KXF er bilið frá sæti niður í stand- petala fulllítið fyrir menn sem eru yf- ir 191cm á hæð og gerir sitjandi stöðu pínulítið óþægilega. En með fullri sanngirni er ekki annað hægt en að ausa þetta hjól lofi. Það gerir e.t.v. ekkert langbest; það hefur ekki kraftmestu vélina eða bestu fjöðr- unina. En það gerir hins vegar allt mjög vel og ekkert illa og er því á heildina litið líklega besta hjólið í þessum flokki. Ef eitthvað má finna að hjólinu er það líklega að það skilar sínu svo vel og örugglega að ökumað- urinn verður helst til værukær og lat- ur. Honda CRF kostar 823.000 stað- greitt og fæst í Hondaumboðinu Vatnagörðum. Yamaha YZF 250 Yamaha hefur farið með tögl og hagldir í þessum flokki allt frá því það sendi fyrst frá sér YZF250 árið 2001. Síðan þá hefur hjólið fengið lítilshátt- ar andlitslyftingu ár hvert og fyrir 2004 var megináherslan lögð á að létta hjólið enn frekar og má nefna að standpetalarnir og fremra púströrið eru úr titanium. Yamaha hefur einka- Nýjustu motocrosshjólin mætast í risareynsluakstri Leiksviðið er Vestmannaeyjar, líklega best þekktar sem átakasvæði óvæginna náttúruafla, nema hvað að þessu sinni eru átökin af mannanna völdum. Við erum að tala um stærsta reynsluakstur sinnar tegundar á Íslandi þegar leidd voru saman öll nýjustu motocross- hjólin í létt- og millivigtarflokki. Umsjón með prófinu og höfundur greinar er Þórir Kristinsson. Morgunblaðið/Sigurgeir Þórir, Reynir og Heimir bera saman bækur sínar. Reynir Jónsson var afskaplega hrifinn af léttleika og lipurð RMZ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.