Morgunblaðið - 31.03.2004, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 31.03.2004, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MARS 2004 B 7 mótorhjól leyfi á 5 ventla vél sinni en ólíkt öðr- um hjólum er olíuforðinn fyrir hana geymdur í grind hjólsins. Miðað við önnur hjól skilar Yamaha-vélin mestu og bestu togi á miðju og hæsta vinnslusviði. Á lágsnúning er Jamm- inn þokkalegur, maður þarf dálítið að gæta að því í hvaða gír maður er og e.t.v. að hjálpa til og snuða á kúpling- unni á köflum til að ná inn aflinu. En þegar komið er hærra í vinnslusviðið fara hlutirnir að gerast fyrir alvöru og þegar hraðinn er orðinn mikill er hjólið konungur í ríki sínu. YZF kem- ur með 48mm Kayaba-fjöðrun sem virkar mjög svo vel og gersamlega ét- ur upp allar þær hindranir sem verða á vegi hjólsins. Hjólið er afar stöðugt á ferð og beinlínis kallar á að því sé ekið hratt. Stjórntæki hjólsins eru þokkaleg, þó ekki eins góð og á hinum hjólunum sem hafa töluvert betri bremsur og léttari kúplingu. Þar sem þetta er í fyrsta skipti sem Yamaha fær samkeppni í þessum stærðar- flokki fjórgengishjóla er líklegt (og vonandi) að þeir í Japan bretti upp ermarnar og geri kúplinguna léttari og bremsurnar betri fyrir næsta ár. Það er dálítið gamaldags tilfinning að sitja á hjólinu, það er langt og sumum þykir það of breitt um miðj- una. Þrátt fyrir nokkra galla og harða samkeppni frá öðrum er YZF enn í dag mikil keppnisgræja og mjög áreiðanlegt hjól. Hjólið kostar 825.000 staðgreitt og fæst hjá Arctic Trucks/Yamaha. KTM 125SX Fyrir um 10 árum tóku fáir KTM alvarlega, en í dag er öldin önnur. KTM hefur stimplað sig rækilega inn sem framleiðandi og vitna sölutölur og meistaratitlar um það. Fyrir þá sem ekki vita keppa 125cc tvígeng- ishjól í sama flokki og 250cc fjórgeng- ishjól og má sjálfsagt deila um sann- girni þess. Þó má benda á að besti ökumaðurinn í ameríska supercross- inu í þessum flokki (sem sýnt er á sjónvarpsstöðinni Sýn) heitir James Stewart og tekur 125cc tvígengishjól fram yfir öflugri fjórgengishjól. Tví- gengishjólin hafa ýmsa kosti sem fjórgengishjólin hafa ekki. Þau skila snarpara afli og eru léttari og með- færilegri í akstri en fjórgengishjólin. Hönnun KTM er engu lík, maður bara finnur það um leið og maður sest á hjólið. Mótorinn er afar öflugur og þótt munurinn á KTM 125 og stærri hjólunum sé nokkur er í raun ótrú- legt hversu lítið hann gaf stærri hjól- unum eftir í sandinum. Bremsur, gír- kassi og fjöðrun virkuðu alveg eins og vera skyldi en það var helst á þeim köflum þar sem maður kom hjólinu á sæmilega ferð að það fannst fyrir óstöðugleika. Það er svo sem ekkert nýtt af nálinni en KTM-eigendur hafa komist fyrir það með því að setja stýrisdempara á hjólin. Stjórntæki hjólsins eru til fyrirmyndar og fram- bremsa þess er með eindæmum góð. Í beinum samanburði vantar KTM 125SX auðvitað nokkurt afl til að standa jafnfætis 250cc hjólunum, sér- staklega upp brekkur og í djúpum sandi. En fyrir unglinga er erfitt að ímynda sér skemmtilegra og betra hjól. Það 125cc hjól sem slær KTM 125SX við má vera fjári gott. Hjólið kostar 698.900 stgr og fæst hjá versl- uninni Moto/KTM. TM 125 Ítalir hafa verið þekktir fyrir að smíða hasta og hraðskreiða bíla og þetta hjól ber nokkurn keim af því. Hjólið er létt og fremur meðfærilegt og má e.t.v. segja að þetta hjól komi eins og harðkjarnakeppnisgræja beint út úr umboðinu. En þarf það að vera gott? Svarið er já og nei. Þegar maður kaupir TM er maður fyrst og fremst að fá keppnishjól hlaðið dýr- um búnaði, s.s. vökvakúplingu, álstýri og Öhlins-fjöðrun svo lítið eitt sé nefnt. Fyrir marga er þetta hjól hins vegar ansi hast og fjöðrunin nokkuð stíf. Við stilltum fjöðrunina reyndar upp á nýtt og við það lagaðist hjólið töluvert en var samt í stífari kant- inum fyrir okkar smekk. Vinnslusvið þessa hjóls er ágætt, aflið kemur ansi snöggt inn og krefst TM því meiri ná- kvæmni og athygli ökumanns og fyr- irgefur minna en hin hjólin í reynslu- akstrinum. Stjórntæki hjólsins virka vel og glussakúplingin er ljómandi góð og hjólið er fallegt á að horfa. E.t.v. er stærsta takmörkun þessa hjóls að það er ekki fyrir hvern sem er. Það hefur góða aksturseiginleika en þú þarft að vera afar góður öku- maður til að skilja þá og geta nýtt þá til fulls. Það geta bæði Viggó Viggós- son og Kári Jónsson vitnað um en þeir eru í hópi okkar bestu ökumanna og keyra báðir á TM með góðum ár- angri. TM 125 fæst hjá JHM sport og kostar 723.900 staðgreitt. Að lokum Þegar upp er staðið er ekkert eitt hjól sem skarar fram úr öðrum en ef það er eitthvert hjól sem stendur fet- inu framar en önnur verður Hondan fyrir valinu enda gerir hún flest vel og mun falla stórum hópi ökumanna í geð. Það sem kemur þó til með að vega þungt þegar menn velja sér hjól er verð, varahlutaþjónusta og per- sónulegt álit hvers og eins því öll þessi hjól bera það með sér að geta lent á verðlaunapalli í motocrossi í sumar. Snúið upp á rörin í hlíðum Eldfjalls. Heimir Barðason RMZ/KXF er hjólið til að kaupa ef þú vilt eitthvað verulega spennandi, því hjólið er eins og pardusdýr, kvikt og líflegt. Skemmtilegast af þeim öllum að keyra en of óstöð- ugt (stressað) í cross fyrir minn smekk. TM 125 hafði mikinn kar- akter en hentar helst vönum (góð- um) ökumönnum. Auk þess er fjöðr- unin of stíf og kraftur, (þó mikill sé), kemur inn of snöggt. Hondan er næstum fullkomin, gerir allt ótrúlega vel og virkaði léttust af fjórgengishjól- unum. En YZF 250 með sitt 3 ára óspennandi útlit var á heildina best fyrir mig því það var eins og hugur manns við allar aðstæður. Það virkaði á mig sem mest „þroskað“ af hjól- unum. Reynir Jónsson Ég gæti gert góða hluti í keppni á öllum þessum hjólum. Þau eru öll frábær hvert á sinn hátt. Spurn- ingin er bara að hvaða karakter þú leitar í hjóli. Næsta sumar keppi ég á CRF 250 og held ég hafi veðjað á réttan hest. Hjólið gerir allt rétt hvar sem borið er niður. Hjólin eru öll álíka kraftmikil en Hondan skilaði aflinu einhvern veginn best frá sér eins og kom vel í ljós upp langa sandbrekku þar sem ég náði góðu stökki á toppn- um á Hondunni en ekki hinum hjól- unum þrátt fyrir að reyna mikið og oft. Það hjól sem kom mér hins vegar mest á óvart og var e.t.v. mest fjör að keyra var RMZ/KXF sem er liðugt og hefur afar mikla snerpu. Þórir Kristinsson Það hjól sem kom mér hvað mest á óvart var KTM 125. Þótt ég sé alltof stór og feit- ur fyrir svona kríli skemmti ég mér konunglega og get rétt ímyndað mér hversu gaman er fyrir unglinga að keyra svona villi- kött. Hondan gerði allt rétt og ef leit- að er að hinu fullkomna hjóli kemst CRF 250 næst því. Hinsvegar var það YZF sem mér fannst skemmtilegasta hjólið. Eins feitt og það er um miðjuna og eins stíf og kúplingin er, leið mér hvað best á þessu hjóli. Það hefur geysilega yfirferð og náði ég bestum tímum í brautinni á því. YZF er dálítið gamaldags en það þrælvirkar og biður um að því sé ekið hratt. Ég er líka al- veg til í að láta það eftir því. Hvað fannst þeim? Heimir Barðason Reynir Jónsson Þórir Kristinsson KXF er eineggja tvíburi RMZ og hefur sömu góðu flugeiginleikana. Kári Jónsson á TM 125 á fleygiferð í brautinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.