Morgunblaðið - 28.02.2004, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.02.2004, Blaðsíða 12
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 12 LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ MAGNÚS Gunnarsson, stjórnarfor- maður Eimskipafélagsins, segist sjá fyrir sér að Burðarás, fjárfestingar- hluti Eimskipafélagsins, geti þróast yfir í öflugan fjárfestingarbanka. Hann segir einnig mjög mikilvægt að þær breytingar sem framundan séu hjá Eimskipafélaginu verði gerð- ar bæði með tilliti til sögu þess og sterks vörumerkis. Magnús segir flutningastarfsemi félagsins geta vaxið mikið án þess að bæta þurfi við miklu í kerfum og skipulagi og hann telur að framund- an geti verið hraður vöxtur þessarar starfsemi. Þetta kom fram á kynn- ingarfundi sem félagið hélt í gær í til- efni birtingar ársuppgjörs síns. Á fundinum var meðal annars rætt um framtíðarstefnu félagsins, en hún er ekki enn fullmótuð. Að sögn Magn- úsar bíður nýrrar stjórnar, sem kos- in verður á aðalfundi 19. næsta mán- aðar, að taka ákvörðun um hvernig staðið verði að skiptingu félagsins og með hvaða hætti eignarhaldið á flutningahlutanum muni breytast. Á fundinum voru kynntir þrír kostir í þessu sambandi, en stjórn- endur Eimskipafélagsins ætla að skipta því upp í tvö félög, Hf. Eim- skipafélag Íslands, sem sinni flutn- ingastarfseminni, og Burðarás hf., sem verði í fjárfestingarstarfsemi. Kostirnir sem Magnús kynnti voru í fyrsta lagi að sameina Burðar- ás hf. og Hf. Eimskipafélag Íslands, sem nú heitir Eimskip ehf., og skipta félaginu síðan upp þannig að hlut- hafar eignist hlut í tveimur skráðum félögum. Annar kostur er að Hf. Eimskipa- félag Íslands, nú Eimskip ehf., verði skráð í Kauphöll Íslands og selt. Hluthafar muni þá geta valið hvort þeir vilji eignast hlut í Hf. Eimskipa- félagi Íslands, í Burðarási hf., eða báðum félögum, en ætlunin er að þau félög sem nú heita Hf. Eimskipa- félag Íslands, sem skráð er í Kaup- höllina, Burðarás ehf. og Brim ehf. verði sameinuð undir nafninu Burð- arás hf. Þriðji kosturinn er að sögn Magn- úsar að Hf. Eimskipafélag Íslands, þ.e. flutningshlutinn, verði seldur í beinni sölu. Þetta sé ólíklegur kost- ur, enda mikilvægt að félagið verði skráð á markað. Aðspurður sagðist hann ekki sjá fram á að erlendir að- ilar kaupi fyrirtækið og ekki sé víst að núverandi eigendur hefðu áhuga á því. Erlendir aðilar geti þó verið hluthafar í Eimskipafélaginu eins og ýmsum öðrum íslenskum félögum. Burðarás með 20 milljarða eigið fé Friðrik Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri Burðaráss, sagði á fundinum að Burðarás mundi hafa sterka eiginfjárstöðu og varla verða með undir 20 milljörðum króna í eig- ið fé. Hann sagði að það ætti eftir að útfæra hvernig félagið muni starfa, en gera mætti ráð fyrir að félagið verði hreyfanlegra á markaðnum en hingað til hefði verið, en það hefði verið langtímafjárfestir. Þá sagði hann líklegt að farið yrði meira út í fjárfestingar í óskráðum hlutabréf- um þroskaðra fyrirtækja, meðal ann- ars erlendis, og þetta yrði ef til vill gert í samstarfi við önnur fyrirtæki. HLUTABRÉF í Eimskipafélaginu hækkuðu um 7,5% í viðskiptum gærdagsins. Lokagengi bréfa fé- lagsins í gær var 10 og hefur hækk- að um 40,8% frá áramótum. Mark- aðsverð félagsins er nú 44,4 milljarðar króna Meðfylgjandi listi yfir tíu stærstu hluthafa í Eimskipafélaginu er frá því í fyrradag. Í gær varð sú breyt- ing á að Landsbankinn keypti 4,9% hlut af Flugleiðum og gerði um leið framvirkan kaupréttarsamning um hlutinn við Flugleiðir, sem Flug- leiðir geta nýtt sér 26. ágúst næst- komandi. Þessi viðskipti eru hluti fjármögnunar Flugleiða á þeim 10% sem Flugleiðir keyptu á dög- unum í Eimskipafélaginu og helst atkvæðisréttur vegna bréfanna hjá Flugleiðum. Hlutur Flugleiða í Eimskipa- félaginu hefur nú verið færður yfir í dótturfélag Flugleiða, Flugleiðir fjárfestingafélag ehf. Burðarás verði fjárfestingarbanki Mikilvægt að líta til sögu og merkis Eim- skipafélagsins 7,5% hækkun gengis        !   "  # !   !$%  & '  $ (    ) # *$ (  # + , (-( # .  /  ) " # /,     )  # & %# # !  ($ # 0     ! ,    $              0 101 0 10 1 10 2 03 041 0 0 01    !" $%& Á BANKARÁÐSFUNDI í Ís- landsbanka í gær tilkynnti Kristján Ragn- arsson, for- maður banka- ráðs, að hann gæfi ekki kost á því að taka sæti í banka- ráði, sem kjörið verður á aðal- fundi bankans 8. mars. Kristján segir þetta heppilegan tíma fyr- ir sig til að hætta í bankaráði af nokkrum ástæðum. „Í fyrsta lagi hef ég setið í bankaráði Íslandsbanka frá því hann var stofnaður 1990 með samruna bankanna. Í öðru lagi hef ég verið formaður banka- ráðsins frá 1992, eða í 12 ár. Svo eru að eiga sér stað heilmiklar eignabreytingar í bankanum og mér finnst rétt við þessar að- stæður að draga mig í hlé áður en til aðalfundar kemur og gefa nýjum mönnum tækifæri.“ Kristján segist vissulega kveðja með söknuði. „Ég er mjög sáttur við allt og alla og hverf frá þessu með mikilli ánægju. Ég hef haft gríðarlega gaman af þessu og hef kynnst þarna mörgu góðu fólki. En þetta er góður tími til að láta staðar numið. Ég er nýbúinn að gera það sama hjá LÍÚ.“ Einar Sveinsson gefur kost á sér til formennsku Einar Sveinsson, forstjóri Sjóvár-Al- mennra, stað- festi við Morg- unblaðið í gær að hann gefi kost á sér til formennsku í bankaráði njóti hann til þess trausts meiri- hluta þess bankaráðs sem kjörið verður á aðalfundinum. Bankaráð Íslandsbanka Kristján hættir og Einar gefur kost á sér Kristján Ragnarsson Einar Sveinsson ● ÚRVALSVÍSITALA Kauphallar Ís- lands hækkaði í gær um 2,85% og hefur hækkað um 24,33% frá áramót- um. Í Vegvísi greiningardeildar Lands- bankans segir að hækkun gærdags- ins sé mesta hækkun á einum degi frá því 4. október 2001, en þá hafi verið tilkynnt um að lækka ætti tekju- skatt fyrirtækja úr 30% í 18%. Af félögum í vísitölunni hækkuðu bréf Eimskipafélagsins mest frá ára- mótum, um 40,8%. Í öðru sæti er Landsbankinn með 39,7% hækkun og næst koma KB banki, 33,6%, Straumur, 32,9%, og Kaldbakur, 25,8%. Eina félagið í Úrvalsvísitölunni sem hefur lækkað frá áramótum er Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, sem hefur lækkað um 3,5%. Í Hálffimm fréttum greining- ardeildar KB banka segir að tólf mán- aða hækkun Úrvalsvísitölunnar sé 89,3% og eigi slík hækkun sér fá for- dæmi í sögu hlutabréfamarkaða. Mikil hækkun Úrvals- vísitölunnar ● DR. Jan Schans Christensen, pró- fessor í félagarétti við Háskólann í Kaupmannahöfn, flytur erindi á tveimur fundum í næstu viku. Að komu hans til landsins standa laga- deild Háskólans í Reykjavík, LOGOS lögmannsþjónusta og Samtök at- vinnulífsins. Á fundinum 2. mars mun Christen- sen flytja erindi um nýtt yfirþjóðlegt hlutafélagaform, svokölluð Evrópu- félög, og ræða hvort þau séu raun- hæfur kostur. Á fundinum 3. mars mun hann fjalla um stjórnunarhætti fyrirtækja í evrópsku samhengi, þ.á m. aðgerða- áætlun framkvæmdastjórnar ESB um bætta stjórnarhætti og þróunina í einstökum ríkjum. Christensen sat m.a. í sjö manna sérfræðinganefnd á sviði fé- lagaréttar (High Level Group of Company Law Experts) sem var skip- uð af framkvæmdastjórn ESB árið 2001 til að vinna að nýjum tillögum um framtíð réttarsamræmingar í fé- lagarétti. Tveir fundir um félagarétt ● GENGI hlutabréfa deCODE lækk- aði um 7,9% í gær og var lokagengi bréfanna 12,16 dalir. Lækkunin kemur í kjölfar 24,5% hækkunar á fimmtudag, en sú hækkun varð eftir að upplýst hafði verið um samstarfs- samning deCODE og lyfjafyrirtæk- isins Merck og kaupa Merck á hluta- bréfum í deCODE á genginu 14,50. Sveiflur í gengi deCODE ● NORSKA hugbúnaðarfyrirtækið Opera Software, undir stjórn Ís- lendingsins Jóns Stephenssonar von Tetzchner, verður skráð í kauphöllinni í Ósló í næsta mánuði, sam- kvæmt ákvörðun stjórnar kaup- hallarinnar á miðvikudag. Stjórn Opera hyggst gefa út 12,5 til 16,1 milljón hluta- bréfa og verður útboðsgengið átta til tíu norskar krónur á hlut (tæp- lega 80–100 íslenzkar krónur). Aukinheldur munu núverandi hlut- hafar, aðallega stofnendurnir Jón S. von Tetzchner og Geir Ivarsøy, selja tæplega 12 milljónir hluta. Útboðið verður í tveimur hlutum, þar sem annars vegar verður boðið út hlutafé til norskra og al- þjóðlegra stofnanafjárfesta og hins vegar til norskra einkafjárfesta. Í frétt Dagens Næringsliv kemur fram að Jón og Christian Jebsen, fjármálastjóri Opera, verði næstu þrjár vikurnar á ferðinni erlendis til að tryggja áhuga útlendra fjár- festa. Opera Software hefur sérhæft sig í gerð netvafra fyrir tölvur og farsíma. Opera á markað í Noregi Jón S. von Tetzchner ÍSLANDSBANKI og Sjóvá-Al- mennar tryggingar hafa selt sam- tals 26% hlutafjár í Straumi fjár- festingarbanka og er Straumur því ekki lengur hlutdeildarfélag Ís- landsbanka. Þá hefur Straumur selt Íslandsbanka 6,67% eignarhlut í bankanum. Kaupendur hlutabréfanna í Straumi eru Tryggingamiðstöðin, sem kaupir 12% hlut en átti engan fyrir og óstofnað félag í eigu Krist- ins Björnssonar og annarra fjár- festa sem kaupir 9,92% hlut. Sömu fjárfestar munu standa að þessu óstofnaða félagi og standa að Birni Hallgrímssyni ehf., sem á tæp 2,7% í Straumi. Til viðbótar eiga ein- staklingar í fjölskyldu Kristins hlut í Straumi beint og þannig er sam- anlagður hlutur Kristins og tengdra fjárfesta tæplega 13% í Straumi. Loks kaupir Smáey, sem er í eigu Magnúsar Kristinsson út- gerðarmanns, 4%. Eignarhlutur Magnúsar og tengdra félaga, þ.e. Smáeyjar og MK-44, fer þar með úr 11,89% í 15,98%. Þess má geta að Kristinn og Magnús eru stjórn- armenn í Straumi. Kaupverðið 7,1 milljarður Selt var á genginu 6,6 og hefur kaupverð hlutar Tryggingamið- stöðvarinnar því numið um tæplega 3,3 milljörðum króna en kaupin eru gerð með fyrirvara um samþykki Fjármálaeftirlitsins. Kaupverð hlutar hins óstofnaða félags hefur numið rúmum 2,7 milljörðum og kaupverð hlutar Smáeyjar 1,1 milljarði. Samtals 7,1 milljarður króna. Íslandsbanki átti 9,3% hlutafjár í Straumi og Sjóvá-Almennar, sem er dótturfélag bankans, átti 22,1%, alls 31,4%. Eftir söluna á 26% hlutnum eiga Sjóvá-Almennar 5,4% eignarhlut í Straumi. Í tilkynningu segir að bókfærður hagnaður Ís- landsbanka af sölunni og markaðs- virðingu þeirra bréfa sem eftir verða í eigu Sjóvá-Almennra nemi 3.548 milljónum króna. Í Vegvísi Landsbankans í gær segir að salan fari fram á 1,7 faldri hlutdeild Ís- landsbanka í eigin fé Straums og innleystur hagnaður nemi 2,9 millj- örðum króna. Afkomuviðvörun frá Straumi Straumur sendi frá sér afkomu- viðvörun í gær þar sem segir að í ljósi hagstæðra skilyrða á fjár- magnsmörkuðum í upphafi árs 2004, líti út fyrir að hagnaður Straums í janúarmánuði sam- kvæmt bráðabirgðauppgjöri verði á bilinu 1.250 til 1.300 milljónir króna eftir skatta. Febrúarmánuð- ur hafi einnig verið hagstæður rekstri félagsins og því er útlit fyr- ir góða afkomu á fyrsta ársfjórð- ungi 2004. Hagnaður Straums á síðast- afjórðungi ársins 2003 nam 1.477 milljónum króna. Íslandsbanki kaupir eigin bréf Samhliða sölunni á hlutabréfum í Straumi hefur Straumur selt Ís- landsbanka 6,67% hlutafjár í bank- anum (700 milljónir hluta). Straum- ur átti fyrir samtals 8,45% hlutafjár í Íslandsbanka en á nú 1,78%. Bankinn kaupir bréfin á genginu 7,8 sem þýðir að kaup- verðið nemur tæpum 5,5 milljörð- um króna. Bankaráð hefur ákveðið að leggja til við aðalfund 8. mars nk. að útgefið hlutafé í bankanum verði fært niður um 500 milljónir hluta eða 4,76%, úr 10,5 milljörðum hluta í 10 milljarða hluta. Vegna þessa verða 500 milljónir hluta færðir í fjárfestingarbók miðað við gengið 7,8. Loks hyggst bankaráð bjóða framkvæmdastjórn bankans allt að 150 milljónir hluta í bank- anum til kaups miðað við sama gengi. Í tilkynningu frá Íslandsbanka segir að fjárhagsleg staða bankans sé sterk og bankinn hyggi á frekari fjárfestingar á árinu jafnframt því að efla starfsemina, m.a. á sviði fjárfestingarbankaþjónustu. Kom til greina að selja á markaði Ljóst er að með þessum við- skiptum hafa eignatengsl Íslands- banka og Straums verið að mestu rofin. Bjarni Ármannsson, banka- stjóri Íslandsbanka, segir ástæð- una þá að þróunin á markaði hafi verið mjög hagfelld, sér í lagi eftir að Straumur sótti um leyfi til fjár- festingabankastarfsemi. „Frá miðju síðasta sumri hefur gengi hlutabréfa í Straumi tvöfaldast. Þannig að við sáum í því tækifæri til að innleysa ávinning af þessari ágætu fjárfestingu. Og vegna góðr- ar hagnaðarmyndunar af henni, sáum við okkur einnig fært að lækka hlutafé í bankanum og auka þannig hlutfallslega eign hvers og eins hluthafa. En jafnframt að hafa svigrúm til fjárfestinga og áfram- haldandi uppbyggingar, m.a. á sviði fjárfestingabankastarfsemi.“ Bjarni segir að vissulega hafi kom- ið til greina að selja hlutabréfin í Íslandsbanka á markaði í stað þess að færa niður hlutaféð. „Það var vegið og metið hvað væri hagfelld- ast fyrir hluthafana og eftir slíka skoðun var þetta niðurstaðan.“ Hann segir niðurfærsluna ekki veikja fjárhagsstöðu bankans. „Við erum að lækka hlutaféð sem nemur ríflega hagnaðinum af þessum við- skiptum. Við færum niður sem nemur 3.900 milljónum en hagn- aður bankans af sölunni í Straumi er ríflega 3.500 milljónir auk þess sem losnaði um fjármagn því við seldum fyrir rúma 7 milljarða,“ segir Bjarni. Eignatengsl Íslands- banka og Straums rof- in að mestu leyti Tryggingamið- stöðin og félag í eigu Kristins Björnssonar og fleiri kaupa 22% hlut í Straumi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.