Morgunblaðið - 28.02.2004, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 28.02.2004, Blaðsíða 26
AKUREYRI 26 LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Parket Flísar Furugólfborð Kamínur Njarðarnesi 1, Akureyri, sími 462 2244. Skoðaðu ferðatilboðin! nordur.is Útivist! Skíðaparadís! Sundlaugarfjör! Huggulegheit! Rómantík!Vélsleðaferðir! PÁSKAR FYRIR NORÐAN! jarðböðin við mývatn UMHVERFISRÁÐ hefur samþykkt breytingar á fyrri tillögu sinni varðandi akstursleið og bílastæði fyrir dvalarheimilið Hlíð. Bæjarstjórn vísaði af- greiðslu ráðsins til baka með tilmælum um endur- skoðun, en ráðið hafði samþykkt að gera breytingar á skipulagstillögunni vegna athugasemda íbúa í grenndinni þannig að möguleiki á akstri og bíla- stæðum ofanjarðar, vestan væntanlegrar nýbygg- ingar við Hlíð, yrði tekinn út og að eingöngu yrði leyft að koma bílastæðum fyrir neðanjarðar eða á jarðhæð hússins. Eins og fram kom hjá Jakobi Björnssyni, for- manni bæjarráðs, í Morgunblaðinu nýlega, fylgdi því mikill aukakostnaður að koma bílastæðum fyrir í nýbyggingunni, eða sem næmi allt að 70 millj- ónum. Hann sagði að bæjarstjórn hefði ekki talið fullreynt að leysa þetta mál á annan og ódýrari hátt og vísaði því aftur til umhverfisráðs. Árni Ólafsson arkitekt kom á fund umhverfisráðs í vikunni og gerði grein fyrir endurskoðaðri deiliskipulagstil- lögu. Breytingar frá fyrri tillögu felast í því að bíla- stæði fyrir Hlíð verða aðallega á suðurhluta lóð- arinnar og austast á núverandi lóð Norðurorku, með aðkomu um nýja tengingu við Þórunnarstræti. Fallið er frá hugmyndum um raðhús austast á lóð Norðurorku og aðkomu frá Mímisbraut. Vestast á lóð Hlíðar verða hvorki bílastæði né akstursleið. Umhverfisráð samþykkti hina endurskoðuðu til- lögu, sem kemur enn frekar til móts við athuga- semdir íbúa og VMA en sú tilhögun sem fólst í fyrri afgreiðslu ráðsins. Jón Ingi Cesarsson lét bóka á fundinum að hann vildi standa við bókun frá síðasta fundi umhverf- isráðs þar sem gert var ráð fyrir bílastæðum í bíla- kjallara. „Þrátt fyrir meiri stofnkostnað tel ég að bílakjallari sé betri lausn fyrir Dvalarheimilið Hlíð, starfsmenn, vistmenn og gesti. Einnig tel ég að stofn- og rekstrarkostnaður bílastæða úti verði til lengri tíma mjög dýr er varðar framkvæmdir, snjó- mokstur og viðhald og beri að horfa til þess þáttar en líta ekki aðeins á stofnkostnað bílakjallarans ein- an og sér og gera á engan hátt grein fyrir þeim þætti málsins er snýr að gerð útibílastæða. Það að fella niður raðhús sem í yrðu þjónustu- íbúðir, fyrir þá sem á þjónustunni þurfa að halda, rýri gæði þessarar tillögu mjög mikið. Að lokum harma ég hringlandahátt meirihlutans í þessu máli og tel að ráðinu sé sýnd lítilsvirðing með því að vísa til baka ígrunduðum og rökstuddum tillögum ráðsins sem samstaða var um þar á síðasta fundi,“ segir ennfremur í bókun Jóns Inga. Bílastæði verða ekki neðan- jarðar við dvalarheimilið Hlíð IMPRA nýsköpunarmiðstöð á Ak- ureyri fagnar eins árs afmæli um þessar mundir og af því tilefni var efnt til kynningarfundar í húsnæði miðstöðvarinnar. Meðal gesta var Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Í máli hennar kom m.a. fram að nýsköpunarmið- stöðin hefði rækt sitt hlutverk með sóma en veigamesti þáttur í starf- seminni er rekstur sérstakra stuðn- ingsverkefna, sem eru bæði marg- vísleg og misjöfn að umfangi. Valgerður sagði að þar sem starf- semi nýsköpunarmiðstöðvarinnar væri hluti af framkvæmd byggða- stefnunnar 2002–2005, hefði starf- semin aðeins verið tryggð til ársloka 2005 og óvíst hvað þá tæki við. „Ef fram heldur sem horfir eftir eins árs rekstur, ætti að vera unnt að skapa samstöðu um áframhaldandi rekstur. Nú er unnið að byggingu nýsköp- unar- og rannsóknarhúss við Háskól- ann á Akureyri og í mínum huga er alveg ljóst að þau markmið sem þar eru lögð til grundvallar um samstæða heild háskólarannsókna, opinberra rannsóknarstofnana, sprotafyr- irtækja og stuðningsþjónustu við frumkvöðla og fyrirtæki, mun ekki verða svipur hjá sjón án nýsköp- unarmiðstöðvarinnar,“ sagði ráð- herra. Vaka Njálsdóttir, hjá fyrirtækinu Djúpraf í Ólafsfirði, afhenti iðnaðar- og viðskiptaráðherra djúprafal, sem ráðherra afhenti svo áfram til Sæ- mundar Friðrikssonar, útgerð- arstjóra Útgerðarfélags Akureyr- inga, sem fest hefur kaup á tækinu. Djúprafall er eitt fyrsta vöruþróun- arverkefnið sem lokið var við með að- komu Impru á Akureyri. Djúpraf í Ólafsfirði framleiðir rafalinn en hann er festur við troll og er ætlað að framleiða það rafmagn sem þarf fyrir þann rafeindabúnað sem festur er við trollið. Björgvin Björnsson, eig- inmaður Vöku, gat ekki verið á kynn- ingarfundinum þar sem hann var við prófanir á rafalnum á togara fyrir vestan land. Berglind Hallgrímsdóttir, fram- kvæmdastjóri Impru, fór yfir þau verkefni sem unnin hafa verið þetta fyrsta ár og það sem framundan er. Hún sagði að miklar væntingar hefðu verið gerðar til starfseminnar strax í upphafi og að mikil þörf hefði verið fyrir þá þjónustu sem Impra veitir. Þá var kynning á matvælum frá Veit- ingastaðnum Friðriki V sem þróuð hafa verið í samstarfi við Impru. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra á afmæli IMPRU Nýsköpunarmiðstöðin hefur rækt hlutverk sitt með sóma Morgunblaðið/Kristján Sæmundur Friðriksson útgerðarstjóri með djúprafalinn, Valgerður Sverr- isdóttir iðnðar- og viðskiptaráðherra og Vaka Njálsdóttir frá fyrirtækinu Djúpraf í Ólafsfirði, sem framleiddi rafalinn. FINNBOGI Marinósson, ljósmynd- ari hjá Dagsljósi ehf. á Akureyri, opnaði ljósmyndasýninguna Konur eru … á Glerártorgi í gær. Finn- bogi lærði ljósmyndun í Bandaríkj- unum, útskrifaðist 1992 og starfaði þar í landi til að byrja með en hefur unnið við fagið á Íslandi frá 1995 og undanfarin þrjú ár á Akureyri. Finnbogi opnaði Dagsljós – ljós- myndaþjónustu í mars 2003 í félagi við Birki Baldvinsson. „Myndirnar á sýningunni sýna margbreytilegt birtingarform kon- unnar. Verkefnið er unnið til að takast á við getu myndsmiðsins til að finna og sjá persónuleikann á bak við fyrirsæturnar sem þekktust boðið að taka þátt,“ segir í frétta- tilkynningu. Myndirnar eru allar teknar á stafrænu formi og sáu Pedromynd- ir um stafræna hágæðaprentun. Sýningin er opin á sama tíma og verslunarmiðstöðin Glerártorg. Ein mynda Finnboga Marinóssonar á sýningunni á Glerártorgi. Konur eru … á Glerártorgi Skemmtikvöld | Karlakór Eyja- fjarðar efnir til skemmtikvölds á Vélsmiðjunni í kvöld, laugardags- kvöldið 28. febrúar. Hagyrðingar mæta og kveða hver annan í kútinn, en þeir eru, Árni Jónsson frá Fremstafelli, Björn Ingólfsson skólastjóri, Einar Kolbeinsson Hún- vetningur, og dr. Pétur Pétursson. Stjórnandi er Birgir Sveinbjörns- son. Karlakór Eyjafjarðar syngur nokkur lög undir stjórn Petru Bjark- ar Pálsdóttur. Hljómsveit kórsins leikur með. Einsöngur og tvísöngur, Jónas Þór Jónasson og Stefán Birgisson. Gítartríó sem ekki hefur komið fram áður leikur. Þá koma fram hinir víðfrægu Boris Harloff og Gunde Gonzales. HELDUR hefur lifnað yfir hlutunum í Krossanesi en í gær landaði Skarfur GK um 900 tonnum af loðnu þar. Þetta er fyrsti loðnufarmurinn sem berst á land í Krossanesi í um mán- aðartíma en Baldvin Þorsteinsson EA landaði tvívegis slöttum í síðasta mán- uði, alls um 250 tonnum. Þá er Hoffell væntanlegt í Krossanes í dag með um 1.100 tonn af loðnu. Hilmar Steinars- son, verksmiðjustjóri í Krossanesi, sagði að brosið á starfsmönnum þar væri nú heldur breiðara en að und- anförnu og hann gerir sér vonir um að fá fleiri skip til löndunar á næstunni. Hilmar sagði að loðnuveiðin hefði gengið frekar treglega og ef ekki kæmi önnur loðnuganga gæti farið að styttast í vertíðarlok. Ný löndunarbryggja Einnig er unnið að hafnarfram- kvæmdum í Krossanesi en þessa dag- ana er dýpkunarprammi að fleyga skurð í klöpp fyrir stálþil sem reka á niður við nýja löndunarbryggju. Að sögn Harðar Blöndals, hafnarstjóra Hafnasamlags Norðurlands, á vinnu við að reka niður stálþilið að vera lok- ið fyrir sumarið. Nýja bryggjan, sem verður framtíðar löndunarbryggja fyrir uppsjávarfisk, verður með 80 metra viðlegukant og við hana verður 10 metra dýpi. Loðnu landað úr Skarfi í Krossanesi Morgunblaðið/Kristján Nóg að gera í Krossanesi: Skarfur GK landaði loðnu í gær og í Krossanesi er nú jafnframt unnið við nýja löndunarbryggju. ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.