Morgunblaðið - 28.02.2004, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 28.02.2004, Blaðsíða 39
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 2004 39 Í ÞÆTTI Egils Helgasonar, Silfri Egils, fyrir skömmu ræddu gestir þáttarins um forsetaemb- ættið og ýmsar hliðar þess. Þá varð einum gestinum að orði að hægrimenn væru komnir í heimdall- arfýlu og vildu ein- faldlega leggja emb- ættið niður. Þessi fullyrðing er vissulega rétt að hluta til, þ.e. stjórn Heimdallar ályktaði nú í vetur að rétt væri að leggja embætti forseta Ís- lands niður, enda er hlutverk þess nær eingöngu táknræns eðlis auk þess sem það er mjög kostnaðarsamt fyrir skattgreiðendur. En er Heimdallur þá í fýlu? Ungir sjálf- stæðismenn eru jú oft á móti ríkjandi skoðunum eða tillögum stjórnmálamanna hverju sinni. En það er innbyrðis samræmi í þess- um sífelldu mótmælum. Það sam- ræmi má skýra með einu orði – frjálshyggju. Ungir sjálfstæð- ismenn eru á móti óþarfa ríkisút- gjöldum, svo sem forsetaembætt- inu, og vilja í stað þess lægri skatta, enda er einstaklingum bet- ur treystandi fyrir fjármunum sín- um en ríkisvaldinu. Ungir sjálf- stæðismenn berjast fyrir auknu frelsi og telja að borgararnir eigi að fá að lifa sínu lífi í friði og án afskipta hins op- inbera, svo lengi sem þeir valda ekki öðrum tjóni. En þá kunna ein- hverjir að spyrja hvort slíkar bar- áttuaðferðir skili ein- hverjum árangri. Við skulum líta til baka, til ársins 1979, þegar nokkrir ungir sjálf- stæðismenn tóku sig saman og skrifuðu greinar í bókina Upp- reisn frjálshyggj- unnar, en Heimdallur hélt nú á dögunum málfund í tilefni af tutt- ugu og fimm ára afmæli þeirrar bókar. Á bókarkápu sagði að höf- undar bókarinnar væru allir sjálf- stæðismenn en þeir væru óhrædd- ir við að gagnrýna flokkinn hreinskilnislega. Enn fremur kom þar fram að íslenskir frjáls- hyggjumenn hefðu of lengi setið og þagað við sósíalismanum en nú risu þeir upp og tækju til máls. Hvernig væri íslenskt þjóðfélag í dag ef þessir ungu sjálfstæð- ismenn hefðu ekki „farið í fýlu“ og veitt Sjálfstæðisflokknum aðhald frá hægri, til dæmis með útgáfu bókarinnar? Hversu mörg ríkisfyr- irtæki væri búið að einkavæða ef þessir hugsjónamenn hefðu hugsað sem svo að það væri til lítils að boða frjálshyggju innan Sjálfstæð- isflokksins því það hefði hvort sem er engin áhrif? Það er skemmst frá því að segja að höfundarnir hafa allir verið áberandi í íslensku þjóð- lífi og þar af hafa nokkrir gegnt ráðherraembættum fyrir Sjálf- stæðisflokkinn en aðrir barist fyrir hugsjónum sínum á öðrum vett- vangi. Undir forystu þeirra hefur þjóðfélagið færst í átt til frelsis og minni ríkisafskipta. Að sjálfsögðu er þó enn fjölmargt sem færa þarf til betri vegar og ungir sjálfstæð- ismenn eru sannfærðir um að með hugsjónirnar að vopni sé hægt að hafa mikil áhrif. Þess vegna fer Heimdallur öðru hverju í fýlu. Er Heimdallur í fýlu? Ragnar Jónasson skrifar um frjálshyggju ’Undir forystu þeirrahefur þjóðfélagið færst í átt til frelsis og minni ríkisafskipta.‘ Ragnar Jónasson Höfundur er varaformaður Heimdallar. SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu mótmæla hugmyndum stjórnvalda um lög- þvingaða verðjöfnun á sölu á raforku og telja slíkar hugmyndir ganga algjörlega á skjön við ríkjandi hugmyndir um sam- keppnisrekstur auk þess sem ríkisvaldið hefur einmitt verið að afnema slíkan fortíð- arvanda annars stað- ar í atvinnulífinu. Skemmst er að minn- ast tilmæla sér- stakrar nefndar sem iðnaðarráðherra skipaði og hefur nú skilað af sér áliti varðandi end- urskoðun flutningsjöfnunar á sem- enti. Nefndin vísar fyrst til iðn- aðarnefndar Alþingis sem taldi ástæðu til að endurskoða starfsemi flutningsjöfnunarsjóðs vegna sem- entssölu og lýsir síðan þeim nið- urstöðum sínum að leggja beri af slíka verðjöfnun, sem sé ósæmileg og óverjandi nú um stundir. Hvað síðan gerist á markaði, þ.e.a.s. hvort söluaðilar ákveði sjálfir verðjöfnun á sölustöðvum sínum, sé eitthvað sem stjórnvöld eigi ekki að hafa áhrif á enda ráð- ist það af markaðs- aðstæðum. Sömu rök eiga við varðandi raforkusölu. Það er fráleitt að ætla að lögþvinga verðjöfn- un á þessari söluvöru, rafmagni, á sama tíma og rætt er um sam- keppnisvæðingu orku- sölugeirans. Á sama hátt og nú er sótt að stjórnvöldum að hætta slíku samkrulli vörusölu og félagsmálaaðgerða, samanber ís- lenska landbúnaðarkerfið sem stjórnvöld verða knúin til af Al- þjóðaviðskiptastofnuninni WTO og vonandi innlendum samtökum neytenda og atvinnurekenda til að slíta í sundur, hlýtur sú firra að ætla að innleiða lögþvingaða verð- jöfnun á raforku að skoðast sem vanhugsað feilspor stjórnmála- manna sem láta þrönga skamm- tímahagsmuni ganga fyrir heild- arhyggju og skynsamlegu framtíðarskipulagi. Þetta getur ef- laust hent besta fólk, en þá þurfa menn að hafa kjark til að stíga til baka og leiðrétta stefnuna eins og starfandi iðnaðarráðherra virðist vera að leitast við að gera. Von- andi fer málið því í happasælli far- veg fyrir alla áður en því verður ráðið til lykta. Það er svo allt ann- að mál hvort ríkið telur heppilegt að niðurgreiða flutning á raforku til jaðarsvæða og verður ekki rætt hér. SVÞ mótmæla lögþvingaðri verðjöfnun á rafmagni Sigurður Jónsson skrifar um raforkusölu ’Vonandi fer málið því í happasælli farveg fyrir alla áður en því verður ráðið til lykta.‘ Sigurður Jónsson Höfundur er framkvæmdastjóri SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu. Fortíðin Vesturbyggð varð til við samein- ingu Patrekshrepps, Bíldudals- hrepps, Rauðasandshrepps og Barðastrandarhrepps 1994. Fjárhagsstaða þessara sveitarfélaga var auðvitað misjöfn en menn töldu að ver- ið væri að búa til sterkt sveitarfélag sem boðið gæti upp á þá þjónustu sem farið væri fram á í nútíma samfélagi. Til að gera langa sögu stutta varð fjár- hagsstaða þessa nýja sveitarfélags fljótlega mjög erfið. Aðallega vegna erfiðleika í at- vinnulífi ásamt fólks- fækkun. Öll vinna bæjarstjórnarmanna snerist um slæma fjárhagsstöðu bæj- arfélagsins. 1998 var myndaður breiður meirihluti Sjálfstæðismanna og Samstöðu. Á því kjörtímabili sem í hönd fór var lögð öll áhersla á að leysa erf- iða fjárhagsstöðu. Sjálfstæðismenn lögðu það til að seldur yrði hlutur bæjarfélagsins í Orkubúi Vest- fjarða. Var það samþykkt í bæj- arstjórninni. Með góðum stuðningi ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar tókst það og ríkið leysti til sín eignarhlut sveitarfélaga á Vest- fjörðum. Þessi aðgerð ásamt tiltekt á öll- um sviðum fjármála bæjarfélagsins gjörbreytti stöðu þess. Greiddar voru niður skuldir og plön lögð að uppbyggingu í sveitarfélaginu á öllum sviðum. Nútíðin Í kosningunum 2002 vann Sjálf- stæðisflokkurinn og óháðir stór- sigur og hreinan meirihluta í bæj- arstjórn Vesturbyggðar. Áfram var beitt aðhaldi í rekstri en ákveðið að fara út í fram- kvæmdir til að bæta þjónustustig bæjarfélagsins. Grunnskólarnir allir færðir und- ir eina stjórn. Mikið hagræði að því. Unnið er að nettengingu allra grunnskóla á sunnanverðum Vest- fjörðum í samvinnu við mennta- málaráðuneytið, kallast Dreyf- menntaverkefnið Stofnað var eignarhaldfélag um félagslegar íbúðir í sveitarfélaginu sem á að standa undir sér. Seldar hafa verið á frjásum markaði eign- ir út úr kerfinu sem bætir rekst- urinn.Bæjarstjórn Vesturbyggðar var í forystu sveitarfélaga með stofnun þessa eignarhaldsfélags. Byggt var nýtt íþróttahús á Bíldudal. Var tekið í notkun nóv. 2003. Hafin er bygging íþróttamiðstöðvar á Patreksfirði. Henni skal lokið í nóv 2004. Í byggingu er nýtt og glæsilegt tjaldstæði á Patreksfirði. Því verður lokið nú í sum- ar. Viðhaldsfram- kvæmdir eru fyrirhug- aðar á öllum sviðum í bæjarfélaginu. Í undirbúningi er að efla alla félagsþjón- ustu. Auglýst hefur verið eftir fé- lagsráðgjafa. Þrátt fyrir allar þessar framkvæmdir og stóraukna þjónustu sveitarfélagsins er nýbúið að samþykkja fjárhagsáætlun þar sem rekstur sveitarfélagsins tekur aðeins 87,5 % af rekstrartekjum. Ekki mörg sveitarfélög á Íslandi sem státa af slíku. Þrátt fyrir stórauknar fram- kvæmdir er ekki tekin króna að láni. Við notum eigið fé! Framtíðin Það er óhætt að segja að framtíðin sé þokkalega björt. Fyrirhuguð kalkþörungaverksmiðja á Bíldudal sem á að taka í gagnið 2005 er mikið framfaraspor í atvinnu- málum okkar. Hvetja þarf Alþingi að huga bet- ur að flutningi nýrra starfa út á land. Vesturbyggð er vel í stakk búin að taka við slíkum verkefnum. Sjávarútveg er hagkvæmt að stunda hér og því allar forsendur til áframhaldandi uppbyggingar. Á næstu misserum verðum við að taka til alvarlegrar athugunar sameiningu við Tálknafjarð- arhrepp. Þá yrði eitt sveitarfélag á öllum sunnanverðum Vestfjörðum. Við erum miklu sterkari sameinuð en nú er og værum þá í stakk búin að veita enn meiri þjónustu en gert er í dag. Búsetan yrði þá öll tryggari. Ég tel að sameiningu ætti að vera lok- ið fyrir 2006. Til þess eru allar for- sendur. Vesturbyggð – bæjarfélag í sókn Jón B. G. Jónsson skrifar um heimabyggð sína Jón B. G. Jónsson ’Það er óhættað segja að framtíðin sé þokkalega björt‘ Höfundur er forseti bæjarstjórnar Vesturbyggðar og oddviti sjálfstæð- ismanna í Vesturbyggð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.