Morgunblaðið - 28.02.2004, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 28.02.2004, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. H eimastjórnarafmælið hefur orðið tilefni líflegra umræðna um ýmsa grundvall- arþætti stjórnskipunar íslenska lýð- veldisins. Að gefnu tilefni beindist at- hyglin sérstaklega að hlutverki forseta Íslands. Þeim sjónarmiðum hefur verið hreyft, að embættið sé aðeins barn þess tíma, þegar Íslendingar þurftu tákn í stað Danakonungs, eftir að hann var kvaddur. Þessi tími sé liðinn og nú eigi að líta forsetaembættið öðrum augum, annaðhvort verði að veita því eitthvert inntak eða einfaldlega leggja það fyrir róða. Aðrir hafa leitast við að blása lífi í forsetaembættið með því að túlka ákvæði stjórn- arskrárinnar á nýstárlegan hátt og í því efni hefur Svanur Kristjánsson, prófessor í stjórnmálafræði og málsvari núverandi forseta Íslands, gengið lengst. Á lögfræðilegum vettvangi hefur verið tekist á um valdmörk forseta. Sigurður Líndal, prófessor em- eritus í lögum, telur, að forseti Íslands hafi ekki ein- göngu formlegt hlutverk í löggjafarstarfi heldur hafi hann persónulegt og efnislegt vald til að neita stað- festingu laga. Þór Vilhjálmsson, prófessor emeritus í lögum og fyrrverandi hæstaréttardómari, hefur fært rök fyrir þeirri skoðun, að stjórnskipuleg staða for- seta við lagasetningu sé eingöngu formlegs eðlis og hann hafi ekki persónulegt synjunarvald af neinu tagi. Kenning Þórs er rökstudd með því að synj- unarvaldið liggi hjá ráðherra eins og aðrar valdheim- ildir, sem forseta eru í orði kveðnu gefnar í stjórn- arskrá. Þórður Bogason lögmaður hefur ritað fræðilega um þetta álitaefni út frá þingræðisreglunni, en hún átti einnig 100 ára afmæli 1. febrúar 2004 eins og heimastjórnin. Niðurstaða Þórðar er þessi: „Alþingi er samkoma þjóðkjörinna fulltrúa s fer með veigamesta þátt ríkisvaldsins, er valda stofnun þjóðarinnar og meginstoð stjórnskipun innar. Þannig var réttarástandið fyrir lýðveld- isstofnun og þannig er það enn. Með hliðsjón a þessu gerir íslensk stjórnskipun ráð fyrir því a þáttur forseta Íslands við setningu almennra la eingöngu formlegur og honum því skylt að stað lög frá Alþingi.“ Þessi skoðun er studd traustum rökum og st ast alfarið á við þá nýsmíði við túlkun á stjórn- arskránni, sem stunduð er af Svani Kristjánssy hann hefur við hana hannað nýyrðið „forsetaþi ræði“ til að rökstyðja þá niðurstöðu sína, að for Íslands hafi persónulega heimild til að synja lö frá Alþingi og skjóta þar með máli undir dóm þ arinnar, það er til þjóðaratkvæðagreiðslu. Hug „forsetaþingræði“ er fræðileg ambaga eins og k ingarsmíðin sjálf og stenst ekki stjórnskipulegt lögfræðilegt mat. Veik stoð embættis forseta Íslands eru þau f legu rök, sem gjarnan eru notuð til að mæla þv Það er embættinu ekki styrkur, að gripið sé til að skýra inntak þess á allt annan veg en stenst kvæma athugun. Í því skyni er það kallað „öryg ventill“, af því að forsetinn geti upp á sitt eindæ sett Alþingi stólinn fyrir dyrnar og skotið lögum undir atkvæði þjóðarinnar. Embætti forseta Ís verður 60 ára 17. júní 1944 og á þessum 60 áru ur aldrei reynt á þetta synjunarvald og allt, sem sagt er um, að kannski hafi staðið til að beita þ eru órökstuddar vangaveltur eða getsakir. Séu menn þeirrar skoðunar, að nauðsynlegt hafa þann öryggisventil vegna samþykkta Alþi Forseti, ríkisstjórn o Eftir Björn Bjarnason Ó friðarbál geisar nú enn einu sinni á Haítí. Margir kenna Jean- Bertrand Aristide for- seta um og honum kann senn að verða steypt af stóli. Fáir vita hins vegar að glundroð- anum var komið af stað í Wash- ington – vísvitandi, kaldranalega og með staðfestu. Sagnfræðin mun staðfesta þetta. Þangað til magnast pólitíski, félagslegi og efnahagslegi glundroðinn og það bitnar á fátæka fólkinu á Haítí. Frá árinu 2001 hefur stjórn Bush Bandaríkjaforseta framfylgt stefnu sem hefur alltaf verið líkleg til að verða Aristide að falli. Hatrið hófst þegar Aristide, þá sóknarprestur og lýðræðissinni, barðist gegn harð- stjórn Duvaliers einræðisherra og boðaði frelsunarguðfræði á níunda áratugnum. Árásir Aristide urðu til þess að bandarískir íhaldsmenn brennimerktu hann sem nýjan Fidel Castro. Þeir komu af stað orðrómi um að Aristide væri genginn af göflunum. Fyrirlitning íhaldsmanna margfald- aðist þegar Bill Clinton, þáverandi Bandaríkjaforseti, tók málstað Ar- istide eftir valdarán hersins 1991, tæpu ári eftir stórsigur Aristide í forsetakosningum. Clinton kom Ar- istide til valda 1994 og íhaldsmenn hæddust að bandaríska forsetanum fyrir að sóa orku og fjármunum í að „byggja upp þjóð“ á Haítí. Þetta eru sömu hægrimennirnir og þeir sem hafa sóað 160 milljörðum dala í miklu ofbeldisfyllri og vafasamari viðleitni til að „byggja upp þjóð“ í Írak. Árásirnar á Aristide hófust um leið og stjórn Bush tók við völd- unum. Ég fór á fund Aristide forseta í Port-au-Prince snemma árs 2001. Hann kom mér fyrir sjónir sem greindur maður sem væri staðráð- inn í að eiga góð samskipti við einka- fyrirtæki og Bandaríkin. Hann var enginn ófriðarseggur, leitaði ráða um hvernig koma ætti á efnahags- legum umbótum og útskýrði áhyggjur sínar af því að Bandaríkja- stjórn myndi reyna að spilla fyrir honum í forsetaembættinu. Hann reyndist raunsær og sannspár. Ástandið á Haítí var augljóslega skelfilegt: þetta var fátækasta land- ið á vesturhveli jarðar og lífskjörin voru sambærileg við Afríku sunnan Sahara þótt hægt væri að ferðast til landsins í flugvél frá Miami á fáein- um klukkustundum. Lífslíkurnar voru 52 ár. Börnin þjáðust af lang- varandi vannæringu. Af hverjum þúsund börn- um sem fæddust á Haítí dóu fleiri en hundrað fyrir fimmta afmælisdaginn. Al- næmisfaraldur, hinn skæð- asti í ríkjum Karíbahafsins, geisaði þar án þess að rönd væri við reist. Heilbrigð- iskerfið hafði hrunið. Ferða- menn og erlendir fjárfestar forð- uðust landið af ótta við óeirðir, þannig að enga atvinnu var að fá. Aristide var þó geysivinsæll í byrjun ársins 2001. Menn bundu miklar vonir við að hann myndi ná árangri í baráttunni gegn þessari sáru fátækt. Ég fór með Paul Far- mer, lækni sem er þekktur fyrir baráttu sína gegn alnæmi, í nokkur þorp á miðhálendi Haítí og spurði íbúana um viðhorf þeirra í stjórn- málum og til Aristide. Allir viðmæl- endurnir töluðu hlýlega um forset- ann, kölluðu hann gælunafninu „Titid“. Þetta var augljóslega þjóð- kjörinn leiðtogi sem naut stuðnings fátæka fólksins sem er í miklum meirihluta á Haítí. Þegar ég sneri aftur til Wash- ington ræddi ég við háttsetta emb- ættismenn hjá Alþjóðagjaldeyr- issjóðnum, Þróunarbanka Ameríkuríkja og Samtökum Am- eríkuríkja. Ég bjóst við að þessar stofnanir myndu kappkosta að koma Haítí til hjálpar. Mig rak þess vegna í rogastans þegar ég komst að því að þær hugð- ust allar fresta aðstoðinni, að óljós- um „fyrirmælum“ Bandaríkja- stjórnar. Hún virtist ekki vilja samþykkja aðstoð við Haítí vegna hnökra á þingkosningunum 2000 og krafðist þess að Ari friðmæltist við andstæðing ur en aðstoð yrði veitt. Afstaða Bandaríkjastjórn skrípaleikur. Aristide var ó anlega kjörinn með miklum irburðum. Hann var, án nok vafa, þjóðkjörinn leiðtogi la nokkuð sem George W. Bus ekki státað af. Ekki lék heldur vafi á nið þingkosninganna 2000: flok istide sigraði líka með yfirb Því var haldið fram að flokk istide hefði stolið nokkrum um. Ef þetta er rétt – og ás hefur ekki enn verið sönnuð Ófriðarbál kveikt á Haítí Eftir Jeffrey Sachs ’ Andstæðingar Aristidevita að bandarískir hægri- menn standa með þeim uns þeir komast til valda með ofbeldi. ‘ © Project Syndicate. Bandarískur landgöngulið SJÁLFSTÆÐUR OG ÖFLUGUR FJÁRFESTINGARBANKI Í gær varð til sjálfstæður og öfl-ugur fjárfestingarbanki,Straumur, eftir að Íslands- banki seldi mestan hluta hlutabréfa sinna í Straumi. Þar með var skorið á þau nánu tengsl, sem verið hafa á milli Straums og Íslandsbanka, þótt bankinn sé enn hluthafi í Straumi. Straumur er fjárfestingarbanki, sem byggir á eigin fé, sem nemur tæplega 20 milljörðum króna. Þessi fjárfestingarbanki er hlutfallslega mun öflugri en Fjárfestingarbanki atvinnulífsins var á sínum tíma og hafði sá banki þó mikil áhrif í ís- lenzku atvinnulífi á þeim tíma, sem hann starfaði. Nýir eigendur eru að koma til sögunnar í forystu Straums. Magn- ús Kristinsson, útgerðarmaður í Vestmannaeyjum, hefur um skeið verið umtalsverður hluthafi í Straumi og hefur enn aukið við hlut sinn þar. Kristinn Björnsson, fyrr- verandi forstjóri Skeljungs hf., og fjölskylda hans hafa keypt veru- legan hlut í Straumi og hefur Krist- inn þar með komið fram á sjónar- sviðið á nýjan leik, sem afl í íslenzku viðskiptalífi. Trygginga- miðstöðin hefur sömuleiðis keypt verulegan hlut í Straumi, sem gæti bent til nánara samstarfs þessara tveggja öflugu fjármálafyrirtækja. Ljóst er að þessir þrír aðilar munu hafa mest um það að segja á næst- unni hvaða stefnu fjárfestingar- bankinn tekur eftir að hann hefur öðlast sjálfstæða stöðu í flóru ís- lenzkra fjármálafyrirtækja. Í þeim viðskiptum, sem fram hafa farið síðustu daga með hlutabréf í Íslandsbanka og í gær með hluta- bréf í Straumi, má sjá vísbendingar um hugsanlegt samstarf fjögurra sterkra fyrirtækja í fjármála- og tryggingageiranum, þ.e. Íslands- banka og Sjóvár-Almennra trygg- inga, sem nú er dótturfyrirtæki Ís- landsbanka annars vegar og Straums og Tryggingamiðstöðvar hins vegar, enda á Íslandsbanki enn nokkurn hlut í Straumi. Þetta er jákvæð þróun, þegar horft er til þeirrar samþjöppunar, sem orðið hefur í íslenzku viðskipta- lífi á undanförnum mánuðum. Því fleiri, sem viðskiptablokkirnar eru, þeim mun betra. Fækki þeim um of er hætta á ferðum eins og Morg- unblaðið hefur ítrekað vakið athygli á. „FRAMHALD AF BORGARRÝMINU SEM FYRIR ER“ Hugmyndir um að gæða miðborgReykjavíkur auknu lífi með nýjum verslunarkjarna hafa fengið fremur jákvæð viðbrögð. Samt sem áður er augljóst að miklar kröfur eru gerðar til þess að nauðsynleg uppbygging í þessu sambandi sé skipulögð af kostgæfni og hug- myndaauðgi, ekki síður en með til- hlýðilegri virðingu fyrir því við- kvæma umhverfi sem um er að ræða. Pálmi Kristinsson, framkvæmda- stjóri Smáralindar og talsmaður fjárfestahópsins sem lýst hefur áhuga á að byggja verslunarmiðstöð í miðborginni, segir í Morgun- blaðinu í gær að skiljanlegt sé að fólk sé á varðbergi þegar bygging verslunarmiðstöðvar í miðborginni sé annars vegar. Hann segir mið- bæjarverslunarmiðstöðvar „allt öðruvísi og hafa allt annan „karakt- er“ en verslunarmiðstöðvar í út- hverfum“. Jafnframt segir hann slíka miðstöð í miðborginni þurfa að þjóna öðru hlutverki: „Það er grund- vallaratriði að þetta glæði verslun og viðskipti allt í kring,“ segir hann. Þeir arkitektar sem rætt var við í Morgunblaðinu í gær taka undir orð Pálma um nauðsyn þess að verslun- armiðstöð í miðborginni smiti lífi og athafnasemi út frá sér. Vegna stöðu sinnar í miðborginni telja þeir einn- ig eðlilegt að hönnun hennar lúti öðrum lögmálum en verslunarmið- stöðvar í úthverfum og benda á ýmsa möguleika í því sambandi, bæði hvað varðar útfærslur og stað- setningu. Steve Christer, arkitekt hjá Stud- io Granda, veltir upp því sjónarmiði að óráðlegt geti verið að ráðast í jafn umfangsmikla uppbyggingu og hér er um að ræða á stuttum tíma. Hann telur betra að byggja upp í miðborg- inni í vel skilgreindum áföngum sem sé forgangsraðað. Með þeim hætti endurspegli hver áfangi þann tíma og áherslur sem ríkja hverju sinni og í kjölfarið komi af sjálfu sér meiri fjölbreytni í húsagerð og starfsemi. Þessu sjónarmiði er ástæða til að veita eftirtekt, því það gæti komið í veg fyrir að umfangsmiklar bygg- ingar settu of sterkan svip á mið- borgina eða stuðluðu að of mikilli einsleitni í hönnun hennar. Svo virðist sem flestir séu á einu máli um að verslunarmiðstöð í mið- borginni megi ekki einkennast af of miklum byggingarmassa á einum stað, betra sé að dreifa honum, með því að byggja smærra og/eða nýta jafnvel byggingar sem fyrir eru til að skapa fjölbreytni í heildarmynd- inni. Með þeim hætti er einnig auð- veldara að tryggja samspil nýrrar þjónustu við þá verslun sem fyrir er auk þess sem minni hætta er á að „dauðar“ bakhliðar myndist eða auð- ar götur, eins og Christer bendir á. Óhætt er að taka undir þau orð Steves Christer að verslunarmið- stöð á þessum stað verði að vera „framhald af borgarrýminu sem fyr- ir er frekar en einangrað verslunar- rými sem geislar engu út frá sér“. Ef hægt er að hafa þau sjónarmið í heiðri mun framkvæmd af þessu tagi, ásamt vandaðri hönnum og skipulagi þar sem tillit er tekið til sérkenna svæðisins, geta orðið mið- borginni mikil lyftistöng.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.