Morgunblaðið - 28.02.2004, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 28.02.2004, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 2004 41 Í slendingar hafa notið góðs af alþjóðavæðingunni með margvíslegum hætti. Greið- ar samgöngur, frjáls flutn- ingur fjármagns og vinnu- afls og afnám viðskiptahindrana hefur orðið til að breikka íslenskan sjóndeildarhring og auka efnahags- lega velsæld Íslendinga. Á hinn bóg- inn geta róttækar og skyndilegar breytingar haft í för með sér nei- kvæðar hliðarafleiðingar og er al- þjóðleg skipulögð glæpastarfsemi gleggsta dæmið um það. Í barátt- unni gegn sókn alþjóðlegra glæpa- manna til Íslands hefur sýslumanns- embættið á Keflavíkurflugvelli, að öðrum ólöstuðum, verið í fremstu víglínu. Á síðustu áratugum hefur Kefla- víkurflugvöllur orðið ein helsta „höfn“ landsins. Á árinu 2003 fóru þar um tæplega 1.370.000 farþegar og þar voru afgreiddar rúmlega 110.000 inn- og útflutningsskýrslur. Um leið hefur reynt mikið á landa- mæradeild, tollgæslu og rannsókn- ardeild sýslumannsembættisins en með samtvinnun nútímaskipulags, faglegra vinnubragða og tækninýj- unga hefur árangurinn orðið mun meiri heldur en raunhæft var að reikna með. Öflugt eftirlit skilar sér með ýmsu móti. Hópar svonefndra Vítisengla hafa verið stöðvaðir á Keflavík- urflugvelli og þeim snúið við vegna þess að grunur lék á að þeir hygðust hefja skipulagða glæpastarfsemi á Íslandi. Jafnframt er orðið algeng- ara að þurft hafi að vísa frá ein- staklingum sem koma til landsins án vegabréfsáritunar. Slík aukning hef- ur einnig orðið hvað varðar farþega sem koma til landsins með fölsuð vegabréf og tók sýslumannsemb- ættið þá ákvörðun á sl. hausti, í sam- ráði við Ríkissaksóknara, að ákæra framvegis þá sem framvísa slíkum vegabréfum. Fyrstu dómar vegna mála af þessu tagi féllu í Héraðs- dómi Reykjaness í nóvember sl. og á undanförnum þremur mánuðum hafa þrettán einstaklingar verið dæmdir til fangelsisrefsingar fyrir að framvísa fölsuðum vegabréfum. Alþjóðleg skipulögð glæpastarf- semi hefur einnig endurspeglast með skýrum hætti í mansals- og fjársvikamálum og hafa fallið dómar í nokkrum slíkum málum að und- anförnu fyrir tilverknað sýslu- mannsembættisins. Öflugt fíkniefnaeftirlit skilar árangri Ef horft er til afbrota er það smygl á ólöglegum fíkniefnum sem mest verður vart við á Keflavík- urflugvelli. Þrátt fyrir að stærð fíkniefnamarkaðarins á Íslandi sé ekki talin hafa breyst mikið frá árinu 2000 þá þrefaldaðist á tímabilinu 1999–2003 það árlega magn fíkni- efna sem tollgæsla sýslumannsemb- ættisins hefur lagt hald á. Þetta er árangur sem vert er að gefa gaum. Á þessu tímabili og fram í ársbyrjun 2004 hefur tollgæslan tekið ólögleg fíkniefni sem hafa götuvirði sem nemur rúmlega 375 milljónum króna. Með blöndun sumra efnanna yrði sú upphæð mun hærri. Tölu- verður hluti af þessum fíkniefnum barst til landsins með erlendum svo- kölluðum burðardýrum og á tuttugu mánaða tímabili á árunum 2001– 2002 var vel á þriðja tug einstaklinga á ýmsum aldri og af ýmsu þjóðerni dæmdir til fangelsisvistar fyrir slík brot. Þótt gleðjast megi yfir þessum ár- angri má alltaf gera betur og aldrei falla í þá gildru að telja eftirlit orðið óskeikult. Reynslan sýnir að lög- brjótar munu ávallt leita að veikasta hlekknum til afbrota og nýrra leiða til að komast framhjá löggæslu og eftirliti. Það á ekki einvörðungu við um „hefðbundna“ glæpamenn held- ur einnig alþjóðlega hryðjuverka- starfsemi. Afleiðinga hryðjuverka- árásanna á Bandaríkin 11. september 2001 varð vart með áþreifanlegum hætti á Keflavíkurflugvelli, ekki ein- vörðungu vegna þess að þar er bandarísk herstöð og vegna áhrifanna á flug- samgöngur, heldur einnig vegna þess að athygli ís- lenskra og erlendra stjórn- valda beindist að tilhögun ör- yggismála á flugvellinum. Úttektir á öryggismálum á Kefla- víkurflugvelli leiddu í ljós að miðað við allar aðstæður væri eftirlit og viðbúnaður eins og best gerist í heiminum. Í kjölfarið hafa komið hingað til lands erlendir sérfræð- ingar til að kynna sér háþróað vinnulag og tækninýjungar sem not- aðar eru þar. Þá er ekki einungis hugsað til þeirrar hættu sem getur beinlínis steðjað að Íslandi heldur einnig að samgöngum til annarra ríkja og að erlendum samgöngu- tækjum. Uppbyggingin skilar sér Sá margþætti árangur sem hér hefur verið rakinn næst ekki af sjálfu sér eða í tómarúmi. Þvert á móti er markviss uppbygging að skila sér. Gerðar hafa verið veru- legar skipulagsbreytingar hjá sýslu- mannsembættinu á Keflavík- urflugvelli og náið samstarf tekist með því og öðrum stofnunum og fyr- irtækjum á flugvallarsvæðinu. Þá hefur samstarf við dómsmálaráðu- neyti og önnur lögregluembætti far- ið vaxandi, ný löggjöf verið sett og íslenskir dómstólar orðið meðvitaðri um víðara samhengi glæpastarf- semi. Af þessu hefur hlotist veruleg hagræðing. Um síðastliðin áramót sendi Hall- dór Ásgrímsson utanríkisráðherra bréf til sýslumannsins þar sem sagði m.a.: „Á undanförnum árum hafa skylduverk sýslumannsembættisins á Keflavíkurflugvelli orðið sífellt umfangsmeiri og vandasamari og það hefur verið ánægjulegt að fylgj- ast með því hvernig starfsmenn embættisins hafa brugðist við breyttum aðstæðum með starfsgleði og metnaði. Fréttir af árangri í ein- stökum málum vekja verðskuldaða athygli en það breytir því ekki að það eru daglegu skyldustörfin unnin af samviskusemi sem skipta mestu.“ Með hliðsjón af þróun almennrar starfsemi á Keflavíkurflugvelli og vaxandi þýðingar löggæslu og borg- aralegra öryggismála á flugvall- arsvæðinu er mikilvægt að sýslu- mannsembættinu og starfsmönnum þess verði búin starfsaðstaða sem samrýmist þeim kröfum sem stjórn- völd og almenningur gera til þeirra. Aukin áhersla á varnir landsins leggur okkur skyldur á herðar og þrátt fyrir hagræðinguna og tækni- nýjungar hafa húsnæðismál emb- ættisins setið á hakanum og er stór hluti embættisins við Leifsstöð hýst- ur í færanlegum skrifstofugámum. Utanríkisráðuneytið hefur á und- anförnum árum unnið að undirbún- ingi byggingar stjórnsýsluhúss í einkaframkvæmd á Keflavík- urflugvelli þar sem öll starfsemi sýslumannsembættisins og flug- málastjórnar á Keflavíkurflugvelli yrði sett undir eitt þak. Brýnt er að framkvæmdir hefjist eins fljótt og auðið er svo unnt verði að efla enn frekar á næstu árum varnarlínuna í Leifsstöð. Varnarlínan í Leifsstöð Eftir Björn Inga Hrafnsson ’ Í baráttunni gegn sóknalþjóðlegra glæpamanna til Íslands hefur sýslu- mannsembættið á Kefla- víkurflugvelli, að öðrum ólöstuðum, verið í fremstu víglínu. ‘ Höfundur er aðstoðarmaður utanríkisráðherra. em amesta nar- af að aga sé ðfesta tang- yni, en ng- rseti ögum þjóð- gtakið kenn- t eða fátæk- ví bót. l þess t ná- ggis- æmi m slands m hef- m því, sé að ngis, að skjóta megi ákvörðunum þess til þjóðaratkvæða- greiðslu, ættu þeir að hefjast handa við að lögfesta ákvæði um hann á skýran og ótvíræðan hátt. Óljós öryggisventill er verri en enginn, en með stjórn- arskrá og lögum er unnt að ákveða, að við vissar að- stæður sé skylt að bera löggjafarmálefni undir at- kvæði þjóðarinnar. Inntak slíkra ákvæða á að ræða frekar en að velta vöngum um, hvort forseti Íslands megi ganga í berhögg við meirihluta á Alþingi. Ef það er meginröksemd fyrir tilvist embættis forseta Íslands, að hann geti stuðlað að þjóð- aratkvæðagreiðslu um einstök lög, er sú röksemd gerð að engu með hugmyndum um hið milliliðalausa lýðræði og þjóðaratkvæðagreiðslur. Áhugamenn um netnotkun í stjórnmálastarfi minnast þess, þegar vikuritið The Economist hleypti á árinu 1997 af stað umræðum um rafræn áhrif á stjórnmálastarf og milliliðalaust lýðræði. Morg- unblaðið hreifst af þessum hugmyndum vikuritsins og birti á íslensku fylgiblað The Economist um mál- ið. Í The Economist hinn 23. janúar árið 2003 birtist úttekt á áhrifum netsins á stjórnmálastarf. Þar er minnt á, að bjartsýnir áhugamenn um framgang netsins hafi bundið miklar vonir við áhrif þess í gam- algrónum lýðræðisríkjum. Þeir hafi talið, að með því tæk- ist að efla áhuga almennings á því að láta að sér kveða við töku lýðræðislegra ákvarðana. Kjósendur þyrftu ekki lengur að búa við að stjórnmálamenn mötuðu þá á upplýs- ingum heldur gætu þeir aflað sér þeirra sjálfir. Síðan mundi fólk setjast við tölvuna heima hjá sér og greiða at- kvæði. Lýðræðislegir stjórnarhættir gengju í endurnýjun lífdaganna með því að „færa valdið til fólksins.“ Niðurstaða The Economist fyrir rúmu ári er, að mál hafi ekki enn þróast á þennan veg. Vikuritið gerir sér von- ir um, að þó kunni draumurinn um hið milliliðalausa lýð- ræði að rætast og netið færi vald frá forystu stjórnmál- anna til hins venjulega borgara. Þetta muni setja sterkan svip á þjóðfélagsumræður næstu þriggja áratuga. The Economist telur að sjálfsögðu óhjákvæmilegt, að ríkisstjórn sitji áfram og einnig löggjafarsamkunda, þó ekki væri til annars en að veita ráðherrum umboð og að- hald, auk þess sé hugsanlegt, að þar verði sett lög, en þó sé líklegt, að lagafrumvörp verði einungis samin með aðild þingmanna og örlög þeirra ráðist af viðbrögðum netverja í almennum atkvæðagreiðlsum. Hér skal engu slegið föstu um framtíðina í þessum efn- um frekar en öðrum. Hitt er víst, að breytingar í þessa átt ná ekki fram að ganga nema stjórnarskrám og lögum sé breytt af þjóðkjörnum fulltrúum. Deilur um inntak í valdi forseta Íslands til að leggja lög undir þjóðaratkvæðagreiðslu verða næsta marklitlar, þeg- ar hugað er að framtíðinni í ljósi þeirra breytinga, sem The Economist og Morgunblaðið hafa boðað. Forsetaemb- ættið verður á engan hátt skilgreint sem óhjákvæmilegur þáttur í hinu nýja, netvædda lýðræði. Ríkisstjórn og þjóð- kjörnir fulltrúar halda á hinn bóginn velli. og hið netvædda lýðræði ’ Forsetaembættið verður áengan hátt skilgreint sem óhjá- kvæmilegur þáttur í hinu nýja, netvædda lýðræði. Ríkisstjórn og þjóðkjörnir fulltrúar halda á hinn bóginn velli. ‘ Höfundur er dóms- og kirkjumálaráðherra. m árið istide a sína áð- nar var óumdeil- m yf- kkurs andsins – sh getur ðurstöðu kkur Ar- burðum. kur Ar- þingsæt- ökunin ð – væri það ekkert verra en það sem gerst hefur í öðrum löndum sem notið hafa aðstoðar Alþjóðagjaldeyr- issjóðsins, Alþjóðabankans og jafn- vel Bandaríkjanna sjálfra. Einu gildir hvaða mælikvarða við notum, kosningarnar á Haítí voru tíma- mótaskref í átt að lýðræði, með hlið- sjón af áratugaeinræði herforingja- stjórna með stuðningi Bandaríkjanna, svo ekki sé minnst á löng tímabil bandarísks hernáms. Því meira sem ég snuðraði í Washington þeim mun óskyn- samlegri þótti mér afstaða Banda- ríkjastjórnar. Fólk í ábyrgð- arstöðum í alþjóðlegum stofnunum yppti aðeins öxlum og tuldraði að ekki væri hægt að gera meira Haítí til hjálpar þar sem Bush stöðvaði aðstoðina. Með því að segja að að- stoðinni yrði hætt þar til Aristide og andstæðingar hans næðu sam- komulagi veitti stjórn Bush einnig stjórnarandstöðunni á Haítí opið neitunarvald þótt hún hefði ekki sigrað í kosningum. Andstæðingar Aristide þurftu aðeins að neita að semja til að steypa Haítí í pólitískan glundroða. Þessi glundroði er nú orðinn að veruleika. Það er sorglegt að hlusta á námsmenn, sem láta öllum illum látum á götunum, segja í BBC og CNN að Aristide hafi „logið“ vegna þess að hann hafi ekki bætt ástandið í landinu. Vissulega hefur efnahags- legt hrun Haítí kynt undir óeirðum og blóðsúthellingum, en það var ekki Aristide sem laug. Lygarnar komu frá Washington. Aristide segir jafnvel núna að hann vilji deila völdunum með stjórnarandstöðunni, en hún hafnar því statt og stöðugt. Andstæðingar Aristide vita að bandarískir hægri- menn standa með þeim uns þeir komast til valda með ofbeldi. Svo lengi sem þetta helst óbreytt verður ekkert lát á þjáningum Haítíbúa. Höfundur er prófessor í hagfræði og forstöðumaður Earth Institute við Kólumbíu-háskóla. Reuters ði stendur vörð við sendiráð Bandaríkjanna í Port-au-Prince, höfuðborg Haítí.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.