Morgunblaðið - 28.02.2004, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 28.02.2004, Blaðsíða 48
MINNINGAR 48 LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Sigurfinnur Ein-arsson fæddist á Efri-Steinsmýri í Meðallandi 3. des- ember 1912. Hann lést á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 23. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Gíslrún Sigurbergs- dóttir, f. 21.6. 1887, d. 1.1. 1913, dóttir Sigurbergs Einars- sonar og Árnýjar Ei- ríksdóttur sem bjuggu að Fjósakoti í Meðallandi og eignuðust 13 börn, og Einar Sig- urfinnsson, f. 14.9. 1884, d. 17.5. 1979. Móðir Einars var Kristín Guðmundsdóttir frá Háu-Kotey en faðir hans var Sigurfinnur Sig- urðsson, hafði verið bústjóri í Háu-Kotey og heitbundist heima- sætunni, en þeirra sambúð varð ekki að veruleika. Stjúpi Einars var Sigurður Sigurðsson og eign- uðust þau Kristín 14 börn og bjuggu í Lágu-Kotey í Meðallandi. Bræður Sigurfinns eru Sigurbjörn biskup, kvæntur Magneu Þorkels- dóttur, og Guðmundur garðyrkju- bóndi, hans kona er Sigfríð Valde- marsdóttir. Guðmundur er sonur Andri Steinn og Silja. b) Nanna Dröfn, f. 1966, leiðbeinandi, gift Óttari Gunnlaugssyni, dætur þeirra eru Anna Ester og Þor- björg Lind. c) Sigurfinnur Viðar, f. 1975, netagerðarmaður, kvænt- ur Ásu Sigurðardóttur, dætur þeirra eru Elínborg Eir og Sig- urbjörg. 3) Þorbjörg, f. 5.6. 1949, d. 26.11. 1996, gift Viðari Sigur- björnssyni og áttu þau einn son, Sigurbjörn Einar, f. 1977, sjómað- ur. Áður var Þorbjörg gift Krist- jáni Laxfoss og áttu þau tvo drengi. Annar þeirra er Gunnar Laxfoss, f. 1965, skipstjóri í Bandaríkjunum. Sigurfinnur og Anna Ester ólu hann upp frá fæð- ingu. Er hann í sambúð með Kristínu Magetelli. Áður átti Gunnar dótturina Erlu Fanný. Hinn er Gísli Árni, f. 1966, sjó- maður í Alaska, dóttir hans er Silvía Rut. Sigurfinnur stundaði sjóinn að vetrum og var stýrimaður lengst af hjá Eyjólfi Gíslasyni á Bessa- stöðum. Á sumrin stundaði hann verkamannavinnu í landi, en frá árinu 1955 starfaði hann alfarið hjá Ísfélagi Vestmannaeyja hf. sem verkstjóri. Frá 1990 hefur Sigurfinnur ver- ið í sambúð með Guðrúnu Ólafs- dóttur, f. 1919, frá Höfnum, sem lifir vin sinn og dvelur í Hraun- búðum í Vestmannaeyjum. Útför Sigurfinns verður gerð frá Landakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Einars og seinni konu hans, Ragnhildar Guðmundsdóttur, en þau bjuggu lengst af að Iðu í Biskupstung- um. Sigurfinnur kvænt- ist 9. ágúst 1941 Önnu Ester Sigurðardóttur, f. 19.11. 1919, d. 19.1. 1980, frá Vestmanna- eyjum. Hún var dóttir Sigurðar Bjarnasonar sjómanns og Þor- bjargar Sigurðardótt- ur. Börn þeirra eru: 1) Einar, f. 14. febr- úar 1940, afgreiðslumaður, synir hans eru Bragi, f. 1960, grafiskur hönnuður, eiginkona Guðrún Stef- ánsdóttir, börn þeirra Steinunn Björk, Stefán Arnar og Einar Ágúst, og Jóhannes Ágúst, f. 1961, kvæntur Rósu Friðjónsdótt- ur. 2) Sigurfinnur, f. 18. júní 1944, myndlistarkennari og meðhjálp- ari við Landakirkju, hans kona er Þorbjörg Júlíusdóttir, f. 2. febr- úar 1948, móttökuritari á Heilsu- gæslustöð Vestmannaeyja. Börn þeirra eru: a) Gunnar Már, f. 1965, umdæmisstjóri Flugleiða í Mið-Evrópu, kvæntur Lindu Hængsdóttur, börn þeirra eru Hann tengdapabbi minn hefur kvatt þessa jarðvist, sáttur og sæll eftir 91 ár. Ég er svo þakklát fyrir að hafa átt samleið með þessu einstaka ljúfmenni, sem hafði svo sérstaka lífssýn sem ég vona að afkomendur hans hafi lært af. Banalega þín var stutt sem betur fer og varst þú með allt á hreinu til síðustu stundar. Þar sem ég sat við rúmstokk þinn sl. daga og hélt í þreyttu höndina þína, komu svo ljúf- ar minningar upp í hugann. Manstu þegar ég kom fyrst á Há- steinsveginn, sonur þinn hafði boðið mér og vinkonu minni í sunnudags- kaffi, þvílík veisla. Hún Anna þín var búin að standa í stórræðum, þarna stóð hún með svuntuna prúð og feim- in en þú með þessi ljúfu augu sem var svo sérstakt blik í, kannski var þetta stór þáttur í því að ég flutti til Vestmannaeyja. Við byrjuðum að búa í kjallaranum hjá ykkur og brátt voru börnin orðin tvö, Gunnar Már og Nanna. Þið tókuð að ykkur dótturson ykk- ar við fæðingu, Gunnar Laxfoss, sem er jafngamall Gunnari Má. Þá var mikið fjör á Hásteinsveginum, börn- in samrýnd og fjölskyldurnar nánar. Ekki var dagurinn hafinn fyrr en bú- ið var að fara í kaffi til tengdó. Það var þá sem hún Anna þín hvíslaði að mér að ég skyldi láta hann Finn minn ráða á heimilinu, það hefði reynst sér best að láta þig ráða. Ég trúði henni fyrir því að ég ætlaði að ráða því sem mér fyndist að ég ætti að ráða. Þá sagði þessi elska: „Hún tengdadóttir mín er svo ákveðin.“ Þarna bjuggum við saman í sjö ár og aldrei bar skugga á. Þið eins og verndandi englar yfir okkur og börn- unum og við gátum gert allt sem við vildum því börnin voru alltaf velkom- in á loftið. Fallegra hjónabandi hef ég ekki kynnst, þið voruð svo sjálfum ykkur nóg og heimakær, það var ekkert mál að slá upp dansleik á laugar- dagskvöldum. Þá var kveikt á út- varpinu, gömlu dansarnir spilaðir og þið svifuð tvö í eigin heimi um húsið, enda var tengdapabbi annálaður dansmaður. Þegar eldgosið hófst og við þurft- um að yfirgefa eyjuna með fiskibát bentir þú mér á að koma til þín og þarna sátum við í hnipri á gólfinu og þú klappaðir mér svo föðurlega, meðan ég var að skipuleggja hvar þið ættuð að vera. Þið settust að í Hveragerði og við söknuðum sam- vistanna öll. Börnin fóru margar ferðir í Hveragerði til afa og ömmu en ykkur fannst það ekki nóg svo þið komuð aftur til Eyja 1978. Mikil var gleðin, þið fluttuð á Faxastíginn og aftur voru börnin farin að sækja í afa og ömmu. Pönnukökur og sætabrauðsgerð, amma var snillingur í að finna upp leiki og verkefni handa börnunum. Sigurfinnur Viðar, yngsti sonur minn, var fæddur og amma tók að sér að passa hann á morgnana með- an ég var að vinna úti. Hann var bor- inn sofandi í sænginni upp í rúm til ömmu og þar kúrðu þau á morgnana. En Finnur minn, hún Anna þín varð bráðkvödd 19. janúar 1980. Þá kynntist maður þinni einstöku guðstrú. Þú þakkaðir skapara þínum fyrir að taka hana í sinn náðarfaðm. Hún hafði losnað við öll veikindi og ekki hefðir þú viljað vita af henni einni. Ég undraðist styrk þinn þegar þú við kistulagningu konu þinnar tal- aðir til hennar, þakkaðir henni allt og fórst með bæn á svo einstakan hátt. Þarna byrjaðir þú að standa á eigin fótum. Mér var brugðið. Hvernig gast þú verið einn? Hún Anna hafði hugsað um þig eins og barn. Þú varst verk- stjóri í Ísfélaginu og vannst langan vinnudag. Barnabörnin voru í eld- húsglugganum á útkíkkinu, þegar kallað var „afi er að koma“. Þá var maturinn settur á diskinn, stappað og skorið svo þú gætir lagt þig leng- ur í hádeginu. Ég vildi gera hlutina fyrir þig en þú sagðir: „Tobba mín, ég verð að læra þetta“ og þú varst góður nemandi. Á morgnana hringdi ég og bauð góðan daginn og spurði hvort ekki væri allt í góðu. Þá kom þetta ynd- islega svar: „Hvað get ég sagt annað en allt gott, skaparinn leyfir mér að vakna til lífsins, heill á sál og líkama, það er mikil guðsgjöf, Tobba mín.“ Síðastliðin 12 ár var Sigurfinnur í sambúð með Guðrúnu Ólafsdóttur. Ég var glöð þegar ég sá að komin var kona sem hugsaði vel um hann og ekki síður fjölskyldu hans, svo vel að yngstu börnin kölluðu hana ömmu Gunnu. Eftir fjögur ár fór að bera á einkennum hjá henni sem reyndist vera Alzheimer-sjúkdómurinn. Þá kom vel í ljós hvað tengdapabbi var mikill mannvinur og var aðdáun að sjá af hve mikilli natni og hlýju hann hugsaði um hana. Ekki hafði ég áður séð hann með snyrtivörur og augna- brúnalit í hendi. Þú misstir dóttur þína, sem aðeins varð 45 ára, úr krabbameini. Þú sast við rúm hennar og varst hjá henni þegar hún kvaddi. Þá kallaðir þú saman fjölskylduna og baðst fyrir sálu hennar á þinn einstaka hátt. Þegar þú varst að nálgast nírætt spurði ég hvort þú værir ekki með einhverjar gigtarpílur, sá að þú varst orðinn seinn til gangs. „Hvað heldur þú að maður sé ekki stundum með gigt á mínum aldri en ég þarf ekki að kvarta.“ Þetta var þitt viðkvæði, þú hafðir það svo „undur gott“ svo not- uð séu þín orð. Þú varst einstakur, þegar þú tókst litlu nýfæddu börnin í fang þitt, baðst þeim guðsblessunar og þakk- aðir þetta kraftaverk. Þú útskýrðir fyrir okkur að það væri ekki sjálf- gefið að eignast heilbrigð börn og fyrir það skyldum við þakka. Eða síðasta jólaboðið okkar, þegar þú baðst mig að hjálpa þér að standa upp, óskaðir eftir því að við biðum fyrir nýfædda barninu í fjölskyld- unni sem lá við brjóst móður sinnar og baðst síðan fyrir barnæsku fjöl- skyldunnar. Hinn 2. febrúar komst þú í afmæl- ið mitt, svo léttur á fæti fannst mér, en eftir á sá ég að þú komst til að kveðja. Ég sá augun þín, blikið var horfið, þú varst á förum. Við erum svo þakklát fyrir þessar samveru- stundir sem þú gafst okkur. Við sátum við rúmið þitt tveim dögum fyrir andlátið, við sáum þig signa þig og fara með bæn, þú varst lagður af stað. Við náðum ekki sam- bandi lengur. Ég trúi ekki öðru en himnahliðið hafi verið galopið þegar þessi ljúflingur kom. Ég finn fyrir söknuði en jafnframt miklu þakklæti fyrir að hafa átt þig að svona lengi. Í fórum mínum á ég fullt af fallegum orðum, bæði skrif- uðum og sögðum, sem ég geymi og ylja mér við. Elsku Finnur, hafðu þökk fyrir allt. Þín tengdadóttir, Þorbjörg Júlíusdóttir. Elsku afi minn, vinur og nafni. Þú varst alveg einstakur maður. Ég man ekki þá stund er lá illa á þér, þú varst alltaf brosandi og hlæjandi, þannig að lífsgleðin skein úr augum þínum. Þú sást alltaf hið bjarta á öll- um, málum og mönnum. Þegar mað- ur spurði þig hvernig þú hefðir það var svarið alltaf: „Bara gott,“ alveg fram á síðasta dag. Sjálfsagt vildir þú ekki valda okkur áhyggjum þó að þér liði illa. „Það er sárt að missa þegar eignin er stór.“ Þessi orð sr. Þorvalds Víð- issonar yfir dánarbeði þínum eru mér föst í huga, afi minn, því það var þannig með þig. Þú gafst okkur svo mikið af þér, en þó fyrst og fremst hina einu sönnu ímynd um afa, alltaf kátur og brosandi. Ég man þegar ég var lítill strákur í heimsókn hjá þér og ömmu heitinni, að þaðan fór maður aldrei heim fyrr en búið var að baka sætabrauðs- dreng, sem oft endaði í heilli fjöl- skyldu. En hjá ykkur vorum við börnin alltaf í fyrsta sæti. Það var alltaf gott að koma við hjá þér á Faxastígnum, enda vandi ég komur mínar þangað. Þegar ég var í elsta bekk grunnskólans leið varla sá dagur, er ég labbaði heim úr skól- anum, öðruvísi en að koma við hjá þér. Þar sastu iðulega við eldhús- borðið og flettir dagblöðunum, þú tókst á móti manni með opinn faðm og bros á vör. Þegar ég fór ungur að vinna sum- arvinnuna mína á þínum gamla vinnustað, Ísfélagi Vestmannaeyja, sögðu karlarnir á kaffistofunni við mig að það væri algjör óþarfi fyrir mig að kynna mig. „Það er greinilegt hver afi þinn er,“ sögðu þeir og hlógu. Það er sko ekki leiðum að líkj- ast, fylgdi oftast á eftir, sem lýsir því vel hversu vel þú komst fyrir hjá fólki. Fólki varð það oft á orði: „Hann er svo ljúfur og góður,“ og þannig verður þín minnst. Hönd þín var alltaf svo mjúk og hlý, og endurspeglaði sálina þína. Alltaf þegar eitthvað var um að vera, skírn, ferming, gifting eða aðrar veislur þar sem fólk kom saman, stóðstu upp og mæltir svo hlý orð yf- ir salinn, að þeim sem þú mæltir til vöknaði oftast um augu. Þegar ég kynntist svo konunni minni tókstu henni náttúrlega jafn vel og öllum öðrum, þú leyfðir henni að finna það hversu velkomin hún væri inn í fjölskylduna. Hún er lang- afa barn Halla heitins á Baldri VE, vinar þíns sem þú talaðir oft um við okkur. Sagðir okkur hversu góðar stundir þú hefðir átt með honum og konunni hans Elínborgu (Boggu). Á brúðkaupsdegi okkar Ásu minnar rigndi einhver ósköp. Þegar fólk var svo að tala um að það hefði nú verið skemmtilegra ef hann stytti upp og sólin færi að skína, stóðst þú upp og hélst eina af þínum hugljúfu ræðum. Í henni sagðir þú: „Krakkar mínir, þetta er hamingjuríkur dagur og veðrið leikur við ykkur, því yfir ykk- ur rignir auðnu.“ Svo útskýrðir þú fyrir okkur að auðna þýddi barna- auður og farsæld í lífinu. Þetta voru dýrmæt orð sem ég geymi í hjarta mínu, þau lýsa vel hjartalagi þínu. Eftir að við börnin svo uxum úr grasi og fórum að eignast börn sjálf, þótti þeim einnig jafn hlýtt og gott að heimsækja þig, afi minn. Elínborg Eir, eldri dóttir mín kemur senni- lega til með að minnast þín fyrir það þegar hún settist á hnéð á þér og söng fyrir þig. Hún bað fyrir þér á hverju kvöldi þegar hún fór með kvöldbænirnar, á meðan þú lást á sjúkrahúsinu. Ég á aldrei eftir að gleyma því þegar ég kom með yngri dóttur mína Sigurbjörgu heim af sjúkrahúsinu, þriggja daga gamla beint í 91 árs afmælið þitt. Ég sá á þér hvað það gladdi þig. Einnig gladdi það okkur mjög mikið að þú skyldir treysta þér í skírn Sigur- bjargar 3. janúar, þar sem þú átt hlut í nafninu. Henni kemur maður til með að segjasögur af þér þegar hún eldist, þar sem hún var ekk- inema tæpra þriggja mánaða þegar þú lést. Elsku afi, ég á eftir að sakna þess að tala ekki við þig, en það huggar mig að núna líður þér vel. Leiðir sennilega ömmu um og saman mun- uð þið hlusta á og vaka yfir okkur og okkar börnum í bænum og leik. Að lokum vil ég segja þér hvað mér þykir vænt um þig, afi minn, og hversu stoltur ég er af því að vera barnabarn þitt og nafni. Í þér hef ég ekki aðeins misst afa minn og nafna heldur einnig góðan vin sem ég vil kveðja með þessari bæn: Vaktu, minn Jesús, vaktu í mér, vaka láttu mig eins í þér. Sálin vaki, þá sofnar líf, sé hún ætíð í þinni hlíf. (Hallgr. Pét.) Hinsta kveðja, Sigurfinnur Viðar, Ása og dætur. Með nokkrum orðum langar okk- ur barna- og barnabörnin í Þýska- landi að minnast elskulegs afa okkar sem lést fyrr í þessari viku. Afi á Faxastígnum eins og við kölluðum hann var einstakur maður sem hefur kennt okkur öllum sem lifðum með honum meira en flestir aðrir sam- ferðamenn okkar í lífinu. Það eru ekki margir sem maður kynnist á lífsleiðinni sem hafa sama viðhorf til lífsins og hann hafði. Afi þurfti oft að takast á við erfið verk- efni í lífinu, erfiðari heldur en flest okkar, móðurmissi kornungur, frá- fall elskulegrar eiginkonu fyrir rúm- lega 20 árum, missi dóttur og síðan ýmsa erfiðleika sem geta fylgt fjöl- skyldum í gegnum lífið. Það er aðdá- unarvert að rifja upp hvernig hann tókst á við öll þau vandamál sem upp komu og gat alltaf séð björtu hlið- arnar á tilverunni, sama á hverju gekk. Trúin var hans helsta vopn og hans mikla einlægni og hlýja bræddi alla sem á vegi hans urðu. Hann kunni að meta það sem var gert fyrir hann, sama hvort það var stórt eða smátt. Afi var alltaf þakklátur og ánægður og hann var sífellt að upp- lifa „besta“ dag lífsins þó svo að okk- ur hinum þætti nú kannski ekki allt- af merkilegir hlutir að gerast hverju sinni! Við erum Guði þakklát fyrir sam- verustundirnar í gegnum árin og þá sérstaklega þær síðustu, sem ein- hverra hluta vegna standa upp úr í minningunni. Við sátum saman síð- ast þegar við vorum í Vestmanna- eyjum inni á Hraunbúðum og rifj- uðum upp gamla tíma, bernskuna með Laxa, strákapör og skemmtileg atvik í Eyjum og frá Hveragerði. Þetta var ógleymanleg stund og kannski vissi afi að þetta yrði í síð- asta sinn sem við hittumst. Við erum þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til að ganga lífsleið- ina með Sigurfinni Einarssyni. Það eru forréttindi í lífinu að eiga svona afa og minningin um hann á eftir að lifa í hjörtum okkar sem syrgjum hann um ókomna tíð. Við sendum pabba, mömmu, Ein- ari, Gunnari Laxfoss og öllum þeim sem syrgja hann okkar innilegustu samúðarkveðjur. Gunnar Már, Linda, Andri Steinn og Silja. Mig langar með fáum orðum að minnast afa míns sem ég varð þeirr- ar gæfu aðnjótandi að fá að kynnast. Fyrstu sex árin mín bjó ég í kjall- aranum hjá ömmu og afa, þar var oft mikið fjör því þú og amma voruð allt- af tilbúin að taka á móti okkur krökkunum í leik og fjöri. Í gosinu fluttust þið í Hveragerði og voruð þar í fimm ár. Fékk ég þá alltaf að koma til þín og ömmu á sumrin og var það ómetanlegt. Man ég hvað við vorum öll glöð þegar þið ákváðuð að flytja aftur til Eyja 1978. Alltaf var opið hús á Faxastígnum þegar maður var á leið heim úr skól- anum, þegar mamma og pabbi voru í vinnu, þá voru bakaðar pönnukökur eða sætabrauðsdrengir sem amma var snillingur í. Þið amma fenguð ekki að njóta nema tveggja ára á Faxastígnum, þá varð amma bráðkvödd aðeins 60 ára og hafði maður miklar áhyggjur af þér einum. En þú bjargaðir þér sko vel og baðst okkur að hafa ekki áhyggjur. Þegar ég fór að eldast kynntist ég Óttari mínum og urðuð þið strax miklir vinir. Alltaf þegar hann kom í land var komið við hjá afa á Faxó og farið í bíltúr að sjá bátana, hverjir væru að landa og heyrðum við marg- ar sögurnar frá því í gamla daga. Þú minntir mig reglulega á að þeir væru ekki auðfundnir menn eins og Óttar, sem nennti að dröslast með gamlan karl. Fyrir 15 árum kom í heiminn SIGURFINNUR EINARSSON Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf út- prentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnu- síma og heimasíma). Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn einstakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.