Morgunblaðið - 28.02.2004, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 28.02.2004, Blaðsíða 49
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 2004 49 Anna Ester sem var skírð í höfuðið á ömmu. Fannst þér hún strax vera sólargeislinn þinn og urðu sterk tengsl á milli ykkar. Þú hvattir hana til að læra söng sem hún gerði og söng til þín á fermingardegi sínum í fyrra, sem þú varst búinn að bíða eft- ir og sagðist biðja Guð um það að sjá hana fermast. Stóðst þú upp og tal- aðir til hennar og þakkaðir fyrir allt sem hún hafði gefið þér. Hlógum við að því að þetta yrði fermingin sem allir myndu muna sem grátferm- inguna, því lítill strákur spurði: „Hvað sagði þessi karl eiginlega sem fékk alla til að gráta?“ Elsku afi, margt væri hægt að skrifa því eins hjartahlýjan mann og þú varst var erfitt að finna og þökk- um við öll þau frábæru ár sem við höfum átt öll saman og veit ég að amma Anna Ester er glöð að vera loks búin að fá þig til sín. Takk fyrir allt, elsku afi. Þín Nanna Dröfn og fjölskylda. Jæja, afi minn, núna ertu farinn frá okkur. Þú kvaddir mig á afmæl- isdegi mínum hinn 23. febrúar síð- astliðinn. Alltaf getum við þakkað Guði fyrir hvað við áttum góðar stundir saman sem munu alltaf lifa í mínu litla hjarta. Ég mun alltaf muna eftir þér, öllu því sem þú gerðir fyrir mig og því sem þú gafst mér. Ég man eftir því þegar ég var pínulítil og ég horfði á þig, á öllum myndum sem ég skoða af mér þegar ég var lítil er ég horf- andi á þig brosandi. Þú hefur styrkt mig meira en nokkur annar í söngnáminu og ég væri ekki að syngja í dag nema af því að þú studdir mig áfram í því. Ég man alltaf eftir því þegar þú hringdir og sagðir að allir krakkarnir væru á svo skrítnum hjólum, hoppuðu um á öðrum fæti á því, það var hlaupahjól og þú vildir endilega gefa mér það. Í október fyrir ferminguna mína hringdir þú og spurðir: „Eiga ekki allir krakkar tölvur? Já, mér finnst að Anna mín ætti að fá svoleiðis frá mér í fermingargjöf.“ Allar minning- arnar um þig eru ógleymanlegar og verða alltaf inni í mér. Ég mun alltaf sakna þess að geta ekki komið við hjá þér þegar ég er á leiðinni á æfingar eða í bæinn eða þá að koma og halda í hönd þína á með- an þú varst svona veikur. Þótt þú værir fárveikur þá leið þér alltaf vel og þakkaðir Guði fyrir hverja stund sem þú áttir, maður kom á spítalann til þín og spurði: „Jæja, afi, hvernig líður þér?“ Þá kom þitt bros sem allt- af skein þegar þér leið vel. Eftir erfið veikindi fékkstu loksins að fara í draumaheiminn þinn og hitta hana Önnu Ester þína sem er nafna mín. Það hafa örugglega allir tekið mjög vel á móti þér þarna uppi því að það vissu allir hversu góður maður þú varst. Það er alltaf erfitt að kveðja mann eins og þig, elsku afi, en samt hugsar maður að nú sért þú kominn á besta stað í heimi og við munum einhvern tímann hittast á ný. Ég mun muna allt alla tíð. Elsku afi, ég vil kveðja þig með þessari bæn sem ég heyrði þig oft fara með. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring, sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson.) Minning þín lifir í hjörtum okkar allra. Þín stelpa, Anna Ester Óttarsdóttir. Elsku Finnur. Það er skrítin til- finning að þú sért ekki lengur hér. Okkur er það efst í huga hversu yndislega góður þú varst alltaf við okkur systkinin þegar þú komst heim til okkar á Sólvang og við til ykkar í Fagradal og síðar upp á Há- steinsveg. Okkur þótti þú svo flottur á hjól- inu og sérstaklega var gaman að fara með ykkur pabba á völlinn og hvað þú lifðir þig inn í leikinn. Þín er sárt saknað, elsku frændi, en nú ertu kominn á nýjan stað þar sem ástvinir taka á móti þér. Ljúfum ferli lokið er, lífsins bók er skráð, upp þú skerð af akri hér, eins og til var sáð. Til ljóssins heima lífið snýr, langt með dagsverk þitt, Drottinn sem þér bústað býr, barnið þekkir sitt. Í margra huga er minning skær, og mynd í hjarta geymd. Stöðugt okkur stendur nær, stund sem ekki er gleymd. Nú komið er að kveðjustund, klökkvi hjartað sker, genginn ertu Guðs á fund, sem góður líknar þér. (Kristján Runólfsson.) Hvíl í friði. Ásdís, Ragnhildur, Einar, Ingi, Hrefna og Ásta María Kynslóðir koma og fara. Sigur- finnur Einarsson var fæddur 3. des- ember 1912 og var níutíu og eins árs þegar hann kvaddi þetta tilverustig. Á langri ævi lifði hann miklar þjóð- félagsbreytingar. Það er nánast allt með öðrum hætti í þjóðlífinu í dag en það var þegar Sigurfinnur mundi fyrst eftir sér á æskustöðvunum í Meðallandi í Vestur-Skaftafellssýslu fyrir meira en áttatíu árum. Það er rúmur áratugur síðan ég kynntist fyrst Sigurfinni Einarssyni á heimili Guðrúnar Ólafsdóttur fóst- urmóður minnar í Keflavík. Hún hafði verið í heimsókn hjá frændfólki í Vestmannaeyjum þegar kynni þeirra Sigurfinns hófust nokkrum árum áður. Þau Guðrún og Sigur- finnur áttu lík áhugamál, lífsviðhorf og einlæga trú á frelsarann Jesú Krist. Guðrún og Sigurfinnur hófu sam- búð í Vestmannaeyjum. Framundan voru ár í lífi þeirra beggja þar sem fór saman kærleikur og vinátta. Þau ferðuðust mikið um landið og af ótal ljósmyndum sem Guðrún tók af því tilefni er ljóst að þau nutu hverrar stundar. Ég heimsótti þau til Vestmanna- eyja sumarið 1998. Það eru ógleym- anlegir dagar. Guðrún fósturmóðir mín var hamingjusöm í vinahópi. Börn Sigurfinns og barnabörn komu snemma auga á mannkosti Guðrúnar og þar hefur ávallt ríkt gagnkvæm vinátta og kærleikur. Eftir að fóst- urmóðir mín veiktist af alvarlegum sjúkdómi fyrir fáum árum og þau Sigurfinnur fluttu í íbúð í þjónustu- miðstöð aldraðra í Vestmannaneyj- um reyndi mikið á Sigurfinn í þeim erfiðleikum sem framundan voru. Hann var lífsreyndur maður og hafði margt reynt á langri ævi, trúin á frelsarann Jesú Krist gaf honum þann styrk sem dugði er mest á reyndi og þegar Sigurfinnur átti við heilsubrest að stríða. Frá þeim degi þegar ég fyrst tók í hönd Sigurfinns Einarssonar var mér ljóst að þá hafði ég kynnst góð- um vini og hann var einn af mínum bestu vinum. Handtakið var hlýtt og innilegt. Allt hans viðmót bar vott um traustan og heilsteyptan dreng. Þau Guðrún komu oft í heimsókn til mín þar sem ég bjó á Skeljagranda í Reykjavík og þá kynntist ég vel Sig- urfinni og við spjölluðum þá oft sam- an um þjóðfélagsmál, stjórnmál og verkalýðsmál. Sigurfinnur tók af- stöðu með þeim sem minna mega sín í lífsbaráttunni og ég tel að hann hafi verið einlægur verkalýðssinni og jafnaðarmaður að lífsskoðun. Margt þótti honum miður fara í þróun þjóð- félagsmála á síðari tímum og var ósáttur við þá stéttaskiptingu sem hefur verið áberandi nú hin síðari ár. Varla leið sá sunnudagsmorgunn að þau Guðrún sæktu ekki guðsþjón- ustu í kirkju, ýmis í Landakirkju í Vestmannaeyjum eða á höfuðborg- arsvæðinu þegar þau heimsóttu vini og ættingja. Að kvöldi dags og á hverjum morgni sem Guð gaf fóru þau saman með bæn eða lásu valda kafla úr hinni heilögu ritningu. Að leiðarlokum, að Sigurfinni Einars- syni látnum er mér efst í huga þakk- læti fyrir að hafa fengið að kynnast góðum manni. Ég flyt ættingjum hans, fjölskyldu og vinum innilegar samúðarkveðjur. Guð blessi minn- ingu Sigurfinns Einarssonar. Ólafur Ormsson. ✝ Bergljót BjörgÓskarsdóttir fæddist á Hnapp- stöðum á Skaga- strönd 18. desember 1924. Hún lést á Sjúkrahúsi Blöndu- óss 22. febrúar síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Helga Vilhelmína Sigurð- ardóttir, f. á Stóra- Bergi á Skagaströnd 15. apríl 1902, d. í Grindavík 18. mars 1974, og Óskar Ja- norínus Laufdal, f. á Skeggjastöðum í Vindhælis- hreppi 22. janúar 1885, d. á Blönduósi 24. janúar 1946. Systk- ini Bergljótar eru Sigurbjörg, f. 11. september 1926, Sigtryggur Helgi, f. 23. júní 1928, látinn, Þorsteinn Laufdal, f. 8. nóvem- ber 1930, Ósk, f. 25. júní 1935, látin, Hreinn, f. 21. febrúar 1938, látinn, Ásdís, f. 21. júní 1940, lát- in, og Helgi, f. 19. ágúst 1945, látinn. Maki Bergljótar frá 9. janúar 1953 var Gunnar Helgi Benoný- sson, f. á Siglufirði 6. ágúst 1924, d. á Bönduósi 29. júlí 2003. Dóttir Bergljótar og Ólafs Veturliða Oddsson- ar er Helga Ósk, f. 30. janúar 1944, maki Jón Hjaltalín Jónsson, þau eiga fjórar dætur og ell- efu barnabörn. Börn Bergljótar og Gunnars eru: 1) Be- noný Þorsteinn, f. 8. febrúar 1953, maki Eva Jónsdóttir. 2) Hilmar Oddur, f. 20. apríl 1954, maki Lilja Rafney Magn- úsdóttir, þau eiga fjögur börn. 3) Sólveig Anna, f. 10. júlí 1962, maki Þorvaldur Heiðarsson, þau eiga fjögur börn og eitt barnabarn. 4) Bergþór, f. 21. júní 1964, maki Selma Svav- arsdóttir, þau eiga tvo syni og fyrir á Bergþór eina dóttur. Bergljót ólst upp á Skaga- strönd og bjó þar alla tíð fyrir ut- an eitt ár sem hún bjó með Gunn- ari í Grindavík. Bergljót stundaði almenna verkamannavinnu ásamt húsmóðurstörfum. Útför Bergljótar verður gerð frá Hólaneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Kæra mamma, tengdamamma. Nú ertu farin frá okkur. Það verða víst ekki fleiri Kántrýhátíðirnar þar sem við hittumst öll hjá þér. Það var alltaf viss stemmning að koma norður um verslunarmanna- helgina. Ættin sameinaðist að miklu leyti þá í garðinum ykkar. Þá var oft kátt í höllinni. Nú hafið þið Gunni sameinast á ný eftir stuttan aðskilnað. Við vottum öllum aðstandendum okkar dýpstu samúð. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Helga og Jón. Það var alltaf gaman að koma til ömmu og afa á Skagaströnd. Alveg frá því ég man eftir mér var farið á hverju sumri norður og stoppað í einhvern tíma. Svo þegar ég var í sveitinni á Neðri-Mýrum liðu aldrei margir dagar á milli heimsókna frá þeim. Ég fékk stundum helgarfrí frá sveitastörfunum og þá fór ég til Skagastrandar og gisti hjá ömmu og afa. Ég hélt alltaf góðu sambandi við þau bæði og fór ófáar ferðirnar norð- ur bara til að kíkja í kaffi og kleinur. Núna í haust kom amma hingað austur á Stokkseyri til mömmu og pabba og var hér í mánaðartíma. Það var góður tími. Mikið spjallað og rifj- að upp. Og prjónað, heldur betur. Við misstum sko ekki niður lykkju þó að mikið væri bullað og hlegið. Elsku amma það er svo margt fleira sem hægt væri að rifja upp. En ég geymi restina með mér. Takk fyr- ir allt og skilaðu kveðju til afa. Ég votta öllum aðstandendum samúð mína. Hvíldu í friði, amma mín. Ólöf. Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð hjartans þakkir fyrir liðna tíð lifðu sæl á ljóssins friðar strönd, leiðir sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Elsku Begga amma. Það er erfitt að kveðja þig en við vitum að afi tek- ur vel á móti þér. Það eru margar yndislegar minn- ingar og gleðistundir sem við eigum frá Skagaströnd þegar við komum að heimsækja þig og afa. Það var alltaf tekið vel á móti okkur barnabörn- unum og oftar en ekki varstu búin að baka fullt af kleinum sem við fengum oft í nesti í bakaleiðinni. Þú komst ávallt til dyranna eins og þú varst klædd. Þú varst ákaflega dugleg kona, mikill dýravinur og máttir ekkert aumt sjá. Guð geymi þig og afa og við mun- um sakna ykkar mikið. Angrið sækir okkur tíðum heim sem erum fávís börn í þessum heim við skynjum fátt, en skilja viljum þó að skaparinn oss eilíft líf til bjó, að upprisan er öllum sálum vís og endurfundir vina í paradís. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Þín barnabörn, Jófríður, Gunnar, Einar og Harpa. Elsku langamma, okkur systur langaði að minnast þín með fáeinum orðum. Alltaf var jafn gaman að koma í heimsókn til þín á Skagaströnd. Og þá standa Kántrýhátíðirnar upp úr. Þær verða ekki eins núna þegar þið langafi eruð bæði farin. Tíminn sem þú varst hjá ömmu og afa í haust var okkur mikils virði. Minning þín mun lifa um ókomna tíð. Guð geymi þig. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlauztu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn, og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. Fyrst sigur sá er fenginn, fyrst sorgar þraut er gengin, hvað getur grætt oss þá? Oss þykir þungt að skilja, en það er Guðs að vilja, og gott er allt, sem Guði’ er frá. (Valdimar Briem.) Guðrún Helga, Hugrún Ósk, Anna Kristín og Harpa Hrönn. BERGLJÓT BJÖRG ÓSKARSDÓTTIR Elsku amma, takk fyrir allar ljúfu minningarnar sem við eigum um þig. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Guðrún, Ragnheiður og Valgerður. HINSTA KVEÐJA Ráðhildur fæddist rétt sköpuð og falleg. Við þriggja ára aldur dundi ógæfan yfir þeg- ar hún fékk blæðingu inni í höfði með alvarlegum afleiðingum á líkamann. Í ljós kom að hún hafði fæðst með sjald- gæfan sjúkdóm, sem er valbrá (æða- flækja) inni í og utan á höfði og var ólæknandi. Alla hennar stuttu ævi herjaði sjúkdómurinn af og til með frekari blæðingum inni í höfði og leiddi til vaxandi bæklunar líkamlega. Andlegum styrk hélt hún lengst af ævinnar. Sjúdómurinn var ofurefli og hlaut að sigra. Það er aðdáunarvert hvernig hún magnaði upp sitt andlega RÁÐHILDUR ELLERTSDÓTTIR ✝ Ráðhildur Ell-ertsdóttir fædd- ist í Hafnarfirði 9. október 1961. Hún lést á Hjúkrunar- heimilinu Sólvangi í Hafnarfirði 9. febr- úar síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Hafnar- fjarðarkirkju 16. febrúar. þrek til þess að takast á við hlutskipti sitt. Hún var algerlega æðrulaus og sagði að Guð hefði skapað sig svona og hún tæki þessu hlutskipti. Barátta hennar hlýt- ur að teljast til afreka. Um tíma var hún, þrátt fyrir bæklun sína, fær um að taka að sér hluta- starf og gerði það með prýði, en þar komu fram ómetanlegir eigin- leikar svo sem sam- viskusemi og ná- kvæmni. Það var margt sem prýddi hana Ráðhildi fram yfir aðra, sem er lær- dómsríkt. Hugur hennar var fullur af manngæsku, hreinlyndi, gjafmildi, sterkum sjálfstæðum vilja og ekkert aumt mátti hún sjá. Því miður er fólk of oft í fljótfærni dæmt eftir útliti. Eins og það er nú augljóst þá vill það oft gleymast að líkami okkar, með sínu ytra útliti, er aðeins umbúðir um innri manninn, sem hefur að geyma manngildi hvers og eins. Þegar skyggnst var inn fyrir bæklaðar um- búðir Ráðhildar varð maður fyrir sér- stakri opinberun. Frá hennar innra manni og tilfinningaveru geislaði hið skærasta ljós, sem var þrungið af trú, visku, styrk og fegurð. Þetta ljós hennar Ráðhildar var svo mikið, að hún var aflögufær, svo hún kom fyrir græðlingum af eigin ljósi í brjóstum okkar hinna, sem vorum henni náin. Nú er hún látin löngu fyrir aldur fram og hefur fengið verðskuldaða hvíld, en ljósin sem hún gaf munu loga. Ég þakka fyrir þann lærdóm sem Ráðhildur veitti mér. Svo lengi lærir sem lifir. Vertu blessuð og sæl, kæra Ráð- hildur. Knútur Björnsson. Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsing- um um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Formáli minn- ingargreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.