Morgunblaðið - 28.02.2004, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 28.02.2004, Blaðsíða 52
MINNINGAR 52 LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Bjarni M. Sig-mundsson fædd- ist í Reykjavík 2. mars 1933. Hann lést 18. febrúar síðastlið- inn. Foreldrar hans voru hjónin Sig- mundur Kr. Ágústs- son, kaupmaður, f. 7. nóv. 1905, d. 9. des. 1972, og Magnea Þ. Bjarnadóttir, f. 11. nóv. 1900, d. 9. feb. 1980. Bjarni var elst- ur þriggja bræðra; hinir eru Ágúst, f. 16. nóv. 1937, d. 3. mars 1997, og Hörður, f. 4. jan. 1940. Hinn 31. desember 1954 kvænt- ist Bjarni eftirlifandi eiginkonu 1960, maki Sigurbjörn T. Gunnars- son, f. 20. des. 1954, börn þeirra eru Gunnar Eysteinn, f. 30. mars 1980, sambýliskona Annamaría Þorsteinsdóttir, f. 24. júní 1980, og Guðný María, f. 20. des. 1988. 3) María Erla, f. 23. feb. 1965, sam- býlismaður Guðmundur Magnús- son, f. 10. okt. 1958, dóttir þeirra er Sigurbjörg, f. 21. ágúst 2002. Áður var María gift Þorkeli Mána Antonssyni, f. 2. ágúst 1946, d. 12. júní 1999, dóttir þeirra er Guðrún Telma, f. 20. júní 1992. Bjarni vann allan sinn starfsald- ur hjá Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins. Eftir að hann hætti störf- um þar sneru þau hjónin sér alfar- ið að búskap, sem þau höfðu stund- að samhliða vinnu seinni árin. Fyrst á Kambi í Flóa og síðan í Þjóðólfshaga í Holtum. Fyrir fjór- um árum hættu Bjarni og Guðný búskap og fluttu á Selfoss. Útför Bjarna fer fram frá Sel- fosskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. sinni Guðnýju M. Bergsteinsdóttur, f. 22. okt. 1932 í Reykja- vík. Foreldrar hennar voru Bergsteinn Hjör- leifsson, f. 1. apr. 1902, d. 25. feb. 1987, og Guðrún Ísleifsdótt- ir, f. 16. des. 1904, d. 18. jan. 1999. Dætur Bjarna og Guðnýjar eru: 1) Bergrún, f. 25. apr. 1955, maki Guð- mundur Guðmunds- son, f. 22. júní 1953, synir þeirra eru Bjarni, f. 8. feb. 1973, maki Jannike Nörkov, f. 9. apr. 1974, sonur þeirra er Daníel, f. 2. maí 2002, og Davíð Þór, f. 16. ágúst 1980. 2) Magnea, f. 30. júní Elsku pabbi. Þú varst tekinn frá okkur snögglega, sem okkur reyn- ist erfitt að átta okkur á. Þrátt fyrir að hafa átt við hjartveiki að stríða síðastliðin tíu ár hafðir þú verið svo hress undanfarið. Minningarnar leita á hugann. Þú varst mikill hestakarl og afrekaðir það að koma okkur mæðgunum öllum í hesta- mennskuna með þér. Þeir eru ófáir reiðtúrarnir sem við fórum saman t.d. í Selásnum og austur í Kambi. Þá var sveitin þér hugleikin og ósjaldan fengum við systur að heyra reynslusögur úr Sauðholti þar sem þú dvaldir mörg sumur á uppvaxtarárunum hjá langömmu og langafa. Þú sýndir því mikinn áhuga að við, dætur þínar, fengjum að kynnast sveitinni þinni og tókst okkur með í ferðir þangað. Síðustu ferðirnar í Sauðholt voru í haust. Sáum við systur þá hvað þú ljóm- aðir af ánægju og lékst á als oddi. Ekki spillti fyrir að Sigurjón frændi var með í för og vel var tek- ið á móti okkur. Nýju Sauðholts- bændurnir voru áhugasamir um öll þau örnefni og kennileiti sem þið frændur höfðuð á reiðum höndum. Maddý var aðeins tíu ára þegar hún tilkynnti þér þá ákvörðun sína að hún vildi búa í sveit og fara í bændaskóla þegar hún yrði eldri. Þú brostir við og kvaðst með ánægju myndir borga skólann fyrir hana ef hún væri sama sinnis þegar hún hefði aldur til. Og sú varð raunin. Þú varst áhugamaður um bíla. Fyrsta farartækið sem við munum eftir er ,,foddinn“, þá kom ,,plymm- inn“ og síðan yngdust farartækin smátt og smátt og við spókuðum okkur á ,,dodsunum“ sem reyndar urðu fimm. Allir fengu bílarnir þín- ir góða umhirðu og voru þrifnir og bónaðir reglulega. Ferðalög okkar fjölskyldunnar vítt og breitt um landið eru okkur systrum í fersku minni. Nestið var snætt úti í guðsgrænni náttúrunni og þið mamma lögðuð ríka áherslu á að tjalda á fallegum stað og helst þar sem læk eða lind var að finna. Pabbi, það hefur alltaf verið mik- ið sveitastúss á þér. Fyrst keyptuð þið mamma sumarbústaðinn, Hraunsjá, þar sem við höfðum hestana í hagabeit í næsta ná- grenni. Þarna dvöldum við meira og minna allt sumarið. Síðan lá leið- in austur í Flóa, að Kambi, þar sem við fengum fyrst aðstöðu fyrir hrossin og hjólhýsið. Þetta vatt svo upp á sig og fór svo að þið keyptuð Kamb og fóruð að stunda fjárbú- skap, auk hrossanna, með heyskap og öllu tilheyrandi. Eftir tíu ára bú- skap í Kambi færðuð þið ykkur enn austar, að Þjóðólfshaga í Holtum. Auk hefðbundinna bústarfa hófuð þið skógrækt þar og gróðursettuð þúsundir trjáa. Þangað fluttuð þið svo alfarið þegar þú hættir að vinna í Reykjavík. Loksins varð gamall draumur að veruleika, þú varst orð- inn bóndi í sveit. Ekki spillti það fyrir að þarna voruð þið mamma komin í nágrenni við eina af dætr- unum og fjölskyldu hennar og var mikil samvinna á milli heimilanna. Elsku pabbi. Þú varst ekki veisluglaður maður en naust þín vel þegar fjölskyldan kom saman og lést það óspart í ljós. Þú varst ekki margmáll en ósjaldan voru frásagn- ir þínar og tilsvör hnitmiðuð og full af húmor. Þú varst handlaginn til margra verka, málarameistari fjöl- skyldunnar og smiður góður. Við systurnar nutum oft góðs af því. Erfitt er að kveðja þig, pabbi, en við getum þó alltaf yljað okkur við minningarnar um þig. Við þökkum þér samfylgdina og allt það sem þú hefur veitt okkur í gegnum tíðina. Elsku mamma, Guð gefi þér styrk þegar þú syrgir elskaðan lífsföru- naut. Þínar dætur Magnea, María og Bergrún. Hinn 18. febrúar síðastliðinn barst mér sú sorgarfregn að hann afi væri dáinn. Þetta kom að sjálf- sögðu óvænt enda hafði hann verið svo hress og lífsglaður upp á síð- kastið. Við afi upplifðum margt í gegn- um tíðina enda hef ég síðan ég var lítill snáði verið meira eða minna hjá afa og ömmu, fyrst á Háaleit- isbrautinni og svo í sveitinni á Kambi og síðar í Þjóðólfshaga. Elsku afi. Það eru margar minn- ingar sem fara í gegnum huga minn þegar ég minnist þín. Ég minnist þess þegar ég fimm ára og byrjaði að vera með ykkur ömmu í sveitinni á sumrin. Ég hef alltaf verið með traktoradellu og suðaði alltaf um að fá að vera með þér á traktornum. Smátt og smátt breyttist það svo frá því að sitja á lærinu þínu og kannski fá að stýra til að fá að keyra traktorinn og þá var gaman. Þegar skóla lauk á vorin lá leiðin beint austur til ykkar ömmu til að hjálpa til við vorverkin og þar á meðal sauðburð. Þið amma stund- uðuð vinnu í bænum. Amma var mikið við sauðburðinn en ég minn- ist þess að þegar ég var 13 ára fékk ég það ábyrgðarhlutverk að vera einn á staðnum. Það gerði mig svo stoltan. Og í hádeginu beið ég eftir að þú hringdir úr vinnunni til að heyra hversu margar væru bornar. Þú komst svo austur á kvöldin og þá gengum við um fjárhúsið og ég sýndi þér allt sem gerst hafði þann daginn. Það voru stoltir og sam- rýndir nafnar sem gengu um svæð- ið og þú varst óspar á hrósið. Við nafnar vorum líka samhentir í málningar- og smíðavinnu og bara allri sveitavinnu yfirleitt. Ég lærði mikið af þér, afi, sem hefur nýst mér vel í seinni tíð. Fljótlega kom í ljós að það nægði mér ekki að vera bara hjá ykkur ömmu á sumrin. Nánast hverja ein- ustu helgi á veturna fór ég með ykkur ömmu austur. Klukkan 17.05 á föstudögum varst þú tilbúinn og farinn að tvístíga. Svo var að setj- ast út í bíl og bruna af stað í alla- vegana veðrum. Þú varst alltaf mikið fyrir sveitina og sveitalífið og talaðir oft um þá tíma þegar þú sem krakki varst í sveit í Sauðholti. Það var gaman þegar við fórum þangað einu sinni á Landrovernum og þú sýndir mér staðinn og hvað þú ljómaðir þegar þú fræddir mig um hvað þessi og hin kennileiti hétu. Eins kemur upp í huga minn hringferðin um landið sem við fór- um á Landrovernum. Þá dvöldum við í nokkra daga á Eiðum og á kvöldin last þú upphátt úr einni bókinni hans Flosa eða reyndir allavegana, vegna þess að þú hlóst svo mikið og svo fórum við hin að hlæja og hlógum þangað til okkur verkjaði í magann. Þú varst svo flinkur að segja frá. Ég minnist þess þegar ég var lít- ill og kom í heimsókn til ykkar ömmu í bænum þá var alltaf svo spennandi að fara inn á skrifstof- una þína og skoða lyklakippusafnið. Á sama hátt var alltaf jafn spenn- andi að koma austur og skoða verk- stæðið og öll verkfærin sem þú átt- ir. Þegar ég svo fluttist til Noregs þá varst þú alltaf áhugasamur um hvernig Norðmenn hefðu hlutina við bústörf og slíkt. Hvernig hey- skapurinn væri, hvernig búféð liti út og því um líkt. Ég hélt nú alltaf í vonina um að fá þig einn góðan veð- urdag í heimsókn og geta sýnt þér allt þetta sem þú varst svo áhuga- samur um að vita. Það nýjasta í minningunni er þegar ég og Jannike giftum okkur og þú tókst að þér að vera bílstjóri fyrir okkur. Stoltur keyrðir þú okk- ur úr kirkjunni og niður í bæ í myndatöku og svo í veisluna og eins og ekta einkabílstjóri þá opn- aðir þú fyrir okkur dyrnar þegar við stigum inn og út úr bílnum. Og svo þegar við sendum þig á undan upp með lyftunni og þegar hún opnaðist þá byrjaði brúðarvalsinn BJARNI M. SIGMUNDSSON ✝ Margrét BöbsGuðmundsson fæddist í Lübeck í Þýskalandi 9. ágúst 1929. Hún lést á Landspítala við Hringbraut 17. febr- úar síðastliðinn. Móðir hennar var Margaret Ruhel, f. 1909 d. 1976. Upp- eldisfaðir hennar var Henrik Böbs, f. 1907, d. 1970. Hálf- bræður Margrétar eru Erwin, f. 6.12. 1931, d. 1983, Pétur, f. 9.5. 1933, og Walter, f. 25.12. 1938. Allir eru þeir kvæntir og eiga börn og barnabörn. Eiginmaður Margrétar var Hjalti Sigurjón Guðmundsson frá Vesturhópshólum, f. 24.5. 1924, d. stein, f. 28.11. 1982. c) Ragna Margrét, f. 7.9. 1989. 3) Margrét Bára, f. 11.4. 1958, maki Sigur- geir Tómasson, f. 22.5. 1957, bú- sett í Reykjavík. Börn þeirra eru: a) Berglind, f. 8.9. 1980, sambýlis- maður Gísli Rúnar Guðmundsson, f. 5.1. 1978. b) Erna Björk, f. 13.3. 1985. c) Harpa Rut, f. 30.05. 1997. 4) Ásta Emilía, f. 5.5. 1961, maki Halldór Teitsson, f. 17.7. 1952, búsett í Reykjavík. Börn þeirra eru Guðný, f. 25.10. 1991, og Helga Lára, f. 7.4. 1993. 5) Úlfar Bjarki, f. 12.7. 1969, búsettur í Reykjavík. Margrét og Hjalti hófu saman búskap á Vesturhópshólum árið 1950. Þau bjuggu þar allt þar til Hjalti lést í janúar árið 1992. Þá flutti Margrét til Reykjavíkur ásamt syni sínum Úlfari. Margrét og Úlfar áttu saman heimili á Ála- granda 23, þar til hún lést. Útför Margrétar verður gerð frá Vesturhópshólakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Kveðjuathöfn var í Fossvogs- kirkju 24. febrúar. 28.1. 1992. Börn þeirra eru: 1) Lára Brynja, f. 16.8. 1951, maki Kevin Cooke, f. 16.7. 1954, búsett í Bandaríkjunum. Börn þeirra eru Alana Bryndis, f. 10.3. 1986, Connor Christjan, f. 6.11. 1987, og Bri- anna Bára, f. 26.7. 1989. 2) Guðmundur Hinrik, f. 24.7. 1953, maki Elísabet Krist- bergsdóttir, f. 14.10. 1953, búsett í Reykja- vík. Börn þeirra eru: a) Hjalti Geir, f. 12.1. 1977, sam- býliskona Ellen Dóra Erlends- dóttir, f. 3.9. 1976, dóttir þeirra Elín Alda, f. 22.8. 2003. b) Krist- björg María, f. 19.4. 1982, sam- býlismaður Birgir Hákon Haf- Móðir mín, sem fædd var í Norð- ur-Þýskalandi árið 1929, var aðeins 10 ára unglingur þegar seinni heimsstyrjöldin braust út með þeim hörmungum sem henni fylgdu. Hún hefur sennilega ekki farið varhluta af þeim frekar en aðrir sem upplifa slíka atburði. Hún var þó að sumu leyti heppin, þar sem hún var elst í fjögurra systkina hópi og það mætti að minnsta kosti ímynda sér að ef bræður hennar hefðu verið eldri en hún þá hefði hún þurft að horfa á eftir þeim í herinn. En það má segja að Böbs-fólkið hafi verið heppið að mörgu leyti hvað þetta varðaði. Faðir mömmu starfaði sem járnbrautarvörður á þessum árum og slapp þar af leið- andi við herþjónustu. Síðan má segja að eftir stríð hafi heppnin verið með þeim þegar landið skiptist í austur og vestur. Þá lendir fjölskylda móður minnar, ef svo má segja, „réttum“ megin ár- innar nema tvær móðursystur hennar sem ráku bakarí austan megin en þær flúðu með handtösk- urnar einar saman og urðu að skilja allt sitt eftir í austurhlutanum. Þeir sem þekktu móður mína vissu að hún hafði alltaf gaman af ferðalögum og tilbreytingu. Þegar hún var á 20. aldursári sá hún aug- lýsingu í dagblaði, að ég held frá Bændasamtökum á Íslandi, þar sem óskað var eftir fólki til sveita- starfa á Íslandi. Þrátt fyrir að hún hefði atvinnu í Þýskalandi ákvað hún að slá til og sækja um starf á Íslandi. Vorið 1949 var sennilega eitt kaldasta á öldinni en það var ein- mitt vorið sem móðir mín ákvað að koma og freista gæfunnar á Íslandi. Hún var mjög heppin að lenda hjá fólkinu í Grænumýrartungu, þeim Sigríði og Ragnari, sem reyndust henni mjög vel. En þrátt fyrir að móðir mín lenti hjá hjartahlýju fólki má segja að náttúran norður við Hrútafjörð hafi ekki sýnt henni eins mikla hlýju. Reyndar var hlýjan svo lítil þetta vorið að tún grænkuðu ekki fyrr en komið var fram á mitt sumar og grasspretta var með minnsta móti. Mamma talaði oft um þessa reynslu sína og hversu erfitt það var að koma frá vorinu í Þýska- landi í grámann norður í Hrútafirði. Það má segja að síðastliðið vor hafi ég skilið þetta mun betur, þegar ég og tvö önnur systkini mín ferðuð- umst með móður okkar á æskuslóð- ir hennar í byrjun maí. Sú ferð var og verður okkur ávallt ógleymanleg í minningunni. Á þessum slóðum er hitastigið í maíbyrjun í kringum 15–20 stig. Ekki brugðust náttúru- öflin henni í þessari síðustu ferð hennar á heimaslóðir. Veðrið var himneskt allan tímann sem á dvöl okkar stóð og það var greinilegt að hún naut þess mjög að geta verið með okkur. Þarna rifjaði hún upp með okkur ýmislegt úr æsku sinni, svo sem skútusiglingar sem stund- aðar voru á sunnudögum. Einnig sýndi hún okkur hvar hennar gamla æskuheimili var, en það hús stend- ur óbreytt frá þeim tíma sem hún var unglingur. Í þessari ferð hittum við einnig flest af skyldfólki okkar, sem reyndar býr allt á mjög litlu svæði, jafnvel þótt miðað sé við Ís- land. Mamma hafði gaman af að segja frá atburðum sem hentu hana á lífs- leiðinni. Hún sagði mér fyrir stuttu frá því þegar hún fékk tannpínu í fyrsta sinn meðan á dvölinni í Grænumýrartungu stóð. Þá spurði hún bóndann hvort það væri tann- læknir á Hvammstanga og hann svaraði því þannig að þar væri að vísu ekki tannlæknir, en þar væri læknir sem vanur væri að „draga úr“. Þessi litla saga segir manni hversu breið gjá var á milli þessara menningarheima. Þess má geta að móðir mín fór til tannlæknis í Reykjavík, að minnsta kosti í það skiptið. Eftir aðeins sex mánaða dvöl á Íslandi kynntust foreldrar mínir. Það hlýtur að hafa verið ást við fyrstu sýn, því hún hafði ekki ætlað sér að setjast að á Íslandi og þá breyttust öll hennar fyrri áform. Pabbi var bóndasonur frá Vest- urhópshólum og hafði þá þegar tek- ið við búrekstri ásamt móður sinni og bræðrum. Mamma flyst síðan að Vesturhópshólum árið 1950. Þau bjuggu fyrstu árin félagsbúi með ömmu minni, sem kenndi henni að búa til íslenskan mat og alla þá þarflegu hluti sem sveitakona þurfti að kunna og mamma lagði sig alla fram um að ná tökum á ís- lenskri matargerð. Einnig náði hún mjög fljótt tökum á íslenskunni og það svo vel að jafnvel var erfitt að heyra á mæli hennar að hún væri útlendingur. Það hefur örugglega ekki verið auðvelt að koma inn í þetta tiltölulega lokaða sveitasam- félag, þar sem allt önnur viðhorf ríktu en þau sem hún hafði alist upp við. Eftir nokkurra ára búskap, eða upp úr 1960, fóru foreldrar mínir að byggja upp jörðina og gerðu það af miklum myndarskap og það má með sanni segja að þau hafi lifað blómaskeið íslensks landbúnaðar. Þau bjuggu á Vesturhópshólum allt þar til faðir minn lést árið 1992, en þá var heilsu móður minnar farið að hraka. Enda þótt heilsutjónið væri var- anlegt naut hún lífsins þau 12 ár sem hún bjó í Reykjavík. Elsku mamma, þrátt fyrir allan lífsviljann og bjartsýnina allt fram á síðasta dag varðst þú að láta í minni pokann að lokum. Ég held að þú getir stolt horft um öxl og geng- ið með bros á vör á vit feðra þinna. Þinn sonur Guðmundur. Þegar mér er hugsað til þín elsku amma, þá koma svo margar góðar minningar upp í hugann. Allar stundirnar í sveitinni þegar ég var lítil. Allt sem þú kenndir mér þegar ég dvaldi hjá ykkur afa yfir sumrin í sveitinni. Þú varst alltaf svo dug- leg að leiðbeina mér og hrósaðir mér fyrir hvert unnið verk, sem gerði það að verkum að allt varð enn skemmtilegra. Þeir voru ófáir föstudagarnir sem við fjölskyldan MARGRÉT BÖBS GUÐMUNDSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.