Alþýðublaðið - 19.04.1922, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 19.04.1922, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUBL AÐIÐ 'Skóútsalan Laugav^g 13 ábyggilega ódýrust. E.s. Gullfoss fer til 'V'estfjarða ú sMiorg-«sa. kl. 2 síðdegis. Á B©s'gst.tits»aöti 21 B er ódýrast og bezt gert við prím usa og baraavagna. — L»kk og koparhúðaöir járnmuuir. — Vinnan vöaduð Verðið sanngjarnt Gummivaðstígvél œeð gráum botnuro, kr 25.00. Skóútsaian Laugaveg 13. Skdhllfar. Skóútsalan Laifgaveg 13. E.s. Sterling fer héðan í strandferð miðvikudag 26. apríl. Barnavagn með himni til sölu. Sömuleiðis gömul sauma- maskína, sjóstígvél, olfuofn o. fl. Uppl Ktrastíg 10 uppi. jtiimið skóútsðluna ínjntg 13. H.f. Eimskipafélag Islands. Xtrla* og kven- skófatnaður Skóútsalan £vg. 13. Barnavagn < góðu standi fsst keyptur á Grettisgötu 61. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ólaýur Friðriksson. Pfentsmiðjan Gutenberg. Edgar Rice Burroughs-. Tarzan. Hún lagði byssuhlaupið að brjósti hennar, lokaði aug- unum, og — Sabor rak upp ægilegt öskur. Stúlkan kiptist, hleypti af og snörist á móti dýrinu, en með sömu hreyfingunni lyfti hún byssunni upp að enni sér. í annað sinn hikaði hún við að hleypa af, því sér til mikillar undrunar sá hún, að stóra dýrið var dregið hægt aftur á bak út um gluggann, og í tunglsskininu sá hún skyggja 1 höfuð og axlir tveggja manna. Clayton fór fyrir kofahornið, bæðí til þess að sjá dýrið hverfa og til þess að sjá apa-manninn grípa með báðum höndum um Janga skottið, spyrna fótum í kofa- vegginn og neyta allra orku til þess að draga dýrið út. Clayton vildi þegar hjálpa til, en apa-maðurinn babl- aði eitthvað í skipandi og ákveðnum róm, eitthvaðsem €layton vissi að vera mundi skipun, enda þótt hann skildi ekki orðin. Loks tókst þeim báðum í sameiningu með miklum erfiðismunum að draga dýrið út um gluggann. Þá flaug Ciayton í hug, hvílíkt hreystiverk félagi hans hafði tekist á hendur. Fyrir nakinn mann að draga skrækjandi og krafsandi óarga dýr á skottinu út um glugga, til að bjarga bráð- ókunnugri hvítri stúlku, það var sannarlegt hreystiverk. Um Clayton var alt öðru máli að gegna, þar eð stúlkan var ekki einungis af kynflokki hans heldur eina stúlkan á allri jörðunni, sem hann elskaði. Þótt hann vissi að ljónið mundi ráða niðurlögum þeirra beggja, togaði hann samt af öllum mætti, til þess að reyna að halda ljóninu frá Jane Porter. Þá Kwntist hann baráttunnar milli þessa manns og stóra dökkfexta Ijónsins, sem hann hafði verið sjónarvottur að áður, og nú fór hann að verða öruggari. Tarzan var enn að gefa skipanir, sem Clayton gat ekki skilið. Hann var að reyna að koma hvíta manninum í skiln- ing um, að hann skyldi reka eitruðu örina sfna í bak og sfður Sabors og leggja hann til hjarta með langa beitta veiðihnífnum, sem hékk við hlið Tarzans. En maðurinn skildi ekki og Tarzan þorði ekki að sleppa til þess að gera þetta sjálfur, því að hann vissi, að þessi smávaxni hvíti maður mundi ekki fá haldið Sa- bor einsamall stundinni lengur. Hægt og hægt mjakaðist ljónið út um gluggann. Loks komust bógarnir út. Þá sá Clayton það, sem enginn hvftur maður hefir áður séð. Þegar Tarzan var að leitast við að finna eitthvert ráð til þess að keppa með annari hendi við hið æsta villidýr, minjist hann alt í einu baráttu sinnar við Terkoz; og þegar bógarnir voru komnir alveg út um gluggann, svo að ijónið hékk að eins með fram- lappirnar 1 gluggakistunni, þá slepti Tarzan skyndilega takinu. Eins og kólfi væri skotið þaut hann upp á bakið á Sabor. Hann náði tökum á dýrinu eins og hann hafði lært áður í hinni blóðugu sigurglímu við Terkoz. Ljónið féll æpandi og lenti ofan á óvini sínum; en dökkhærði risinn herti að eins á tökunum. Sabor sprikl- aði öllum öngum og reyndi þann veg að losa sig úr greipum óvinar síns. En járnkrumlur Tarzans þrýstu höfði ljónsins æ fastar og fastar niður að brjósti þess. Átök ljónsins urðu æ máttar minni. Loks sá Clayton hina afskaplegu vöðva á herðum og handleggjum Tarzans hnyklast í tunglsljósinu. Apa-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.