Vísir - 08.08.1981, Blaðsíða 15

Vísir - 08.08.1981, Blaðsíða 15
JÚT IM HVIPPINN OG HVAPPINN — ÚT UM HVIPPINN OG HVAPPINN — ÚT UM HVIP Ég var í hringnum Úr afmælisdagabókinni Laugardagur 8. ágúst 1981 VÍSIR ,/Skapgerð þín er á yf- ! 'irborðinu nokkuð sundur- I leit. Þú virðist vera I drambsamur og hefur til- | hneigingu til að lifa í tölu- I verðu óhófi/ en ert þó í | rauninni mjög elskulegur og ósérhlífinn. Þú hefur mikið sjálfstraust og ert I hugkvæmur í besta lagi, I en hættir til of skjótra I ákvarðana. Þú giftist I seint, en hamingjusam- j lega eftir mikla ástar- reynslu." Thor Vilhjálmsson rithöfundur Alli á Vegamótum. Arnþór Agústsson, viö afgreiðslu i Kaupfélaginu. Alli er búinn að vera kaupfélags- stjóri á Vegamótum iátta ár, og hann er eini fastráðni starfsmaðurinn þar. (Visisruynd: HPH) Rautt hús í alf araleið Litið inn hjá Alla á Vegamótum 1 alfaraleiö, viö þjóöveginn i Rangárvallasýslu er litiö, rautt hús, sem ber öll merki þess aö vera verslun. Þarna er útibú Kaupfélagsins Þór á Hellu og er þaö staösett viö vegamót þjóðvegarins og svokailaös Landvegar. Kaupfélagsstjóri og eini starfsmaöurinn er Arnþór Agústsson, Alli á Vegamótum, eins og hann er kallaður. Visir átti leiö þarna hjá á dögunum, leit inn og spjallaði við kaupfélagsst jórann á Vegamótum. „Þaö er óhemjulega mikið verslað hér og þaö sýnir nauösyn þess aö starfrækja hér . Kaupfélagsútibú” sagöi Arnþór. Flestir bændur i hreppunum hér i king eru fastaviðskiptavinir og svo verslar hér geysimikiö af feröafólki”. Kaupfélagiö á Vegamótum er opið um helgar og að sögn Arnþórs er sá opnunartimi ákaflega vinsæll og mikiö nýtt- ur, sérstaklega af feröafólki. Arnþór var spuröur aö þvi, hvort Vegamót þjónaöi ekki viötækara hlutverki en aö vera verslun, svo sem aö vera nokkurs konar upplýsingamiöstöö fyrir feröafólk. „Jú, þaö er ekki hægt aö segja annað. Þaö er ákaflega mikiö um þaö að fólk spyrjist hér til vegar og óski annarra upplýs- inga. Og stundum er þaö mesta furöa hvaö spurt er um. Til dæmis kom hér eitt sinn leigu- bilstjóri meö farþega aö sunnan og spuröist fyrir um leiöina að Laugarvatni. Þá flaug manni i hug aö þessi villuferö bflstjórans væri viljandi verk” sagöi Arnþór Agústsson úti- bússtjóri Kaupfélagsins Þórs á Vegamótum. — HPH. Bakaríið í brekkunni Sá sem var i Visishringnum fyrir hálfum mánuöi lét sér ekki muna um að senda okkur linu til að láta vita af sér. Umsjónar- maður hringsins hafði gaman af linunni og getur ekki á sér setið að birta haná alla. Kann hann Sigurði Sigurgeirssyni bestu þakkir fyrir tilskrifin. Hvað var í pokanum? Siguröur Sigurgeirsson segir: „Hvað var i pokanum? Þetta kallar maöur nú forvitni. Jæja, ég var aö nesta mig i helgar- ferð. Okkur hjónunum bauöst af sérstökum ástæöum þátttaka i árlegri „ættarferö” meö Loft- salasystrum, dætrum Guö- brandar Þorsteinssonar, sem um langan aldur bjó i Mýrdaln- um. 1 þetta sinn voru sjö systur mættar, afkomendur og tengda- fólk, alls 37 manns á aldrinum frá 2ja til 86 ára. Gist tvær næt- ur i 14 tjöldum. Farið inn til óbyggöa i dásamlegu veðri. Fararstjórar Guöbrandur Guö- jónsson Veðdeildarforstjóri og Daniel Þorsteinsson skipasmiö- ur, sem nú i staö þess aö smiöa kveikti heilmikinn varðeld. Fararstjórnin var meö bókina „Landið þitt” eftir snillingana Þorstein heitinn Jósefsson og dr. Steindór Steindórsson frá Hlööum — og kom hún aö mikl- um notum. Mig var búið aö langa til aö eignast þessa bók og krónurnar sem ég fæ frá ykkur Það skeður ekki oft, að Elias sýslumaður kollheimti, þegar hann kallar sysiuneind slna saman til fund- ar. Það gerðist þó á dögunum, þegar sýslunefndarmönnum var boðiö tii Grimseyjar i fylgd Vigdisar Finnbogadóttur, forseta tslands. Þá mættu allir nefndarmenn ásamt konum sínum og áttu ánægjulega dagstund i Griinsey. Ekki mátti láta hjá liða að mynda nefndina og hér sjáið þið árangurinn. F. v. er Stefán Halldórsson úr Glæsibæjarhreppi, Hjörtur E. Þórarinsson úr Svarfaðardalshreppi, Sverrir Kristjánsson úr Arskógs- hreppi, Alfreð Jónsson kóngur i Grimsey, Jón Hjálmarsson úr Saurbæjarhreppi, Ingimar Brynjólfsson úr Arnarneshreppi, Ottó Þorgilsson i Hrisey, Vigdis Finnbogadóttir, Arnsteinn Stefánsson úr Skriðu- hreppi, Kristinn Sigmundsson úr öngutstaðahreppi, Jón Jóhannesson úr Hrafnagilshreppi, Ari Jósa- vinsson úr Öngulstaðahreppi og lengsttil hægrier Elias Eliasson, sýslumaöur þeirra Eyfirðinga. Viögerðum og endurbótum á húsinu á horni Bankastrætis og Lækjargötu, Bernhöftsbakarii eins og það var kallað, miöar vel áfram og ekki langt i aö þaö standi i sinni upphaflegu mynd. En hver er saga hússins? Það var Knudtzon nokkur kaupmaöur, sem fékk lóöina útmælda áriö 1834 og er þá i samningum talaö um aö hún sé i Ingólfsbrekku. Þaö nafn átti við um alla brekkuna milli Banka- strætis og Bókhlöðustigs. Knudtzon reisti þarna brauögeröarhús, „hiö fyrsta á Islandi”, sagði hann en það var að visu ekki alveg rétt. Hvað um það, bakari Knudtzons var fyrsta fullkomna brauögeröar- hús landsins og „bakaöi jafn gott brauð og kex og hægt er að fá i Danmörku”. Daniel T. Bernhöft bakari, sem veriö haföi I Eyjum, var ráöinn til starfa. Mikill menningarbragur þótt á öllu þarna, lóöin var rækt- uö og gerður skrautgaröur og grafinn brunnur sem kallaður var Bernhöftspóstur og var aðal vatnsból Reykjavikur þangaö til vatnsveitan kom. Göngubrú var gerö á lækinn. Bernhöft keypti eignina af Knudtzon áriö 1845 og var hún I eigu fjölskyldunnar allt til 1925. Þá seldi hann KFUM og KFUK eignina en áriö 1931 geröi sá félagsskapur makaskipti viö rikisstjórnina á eignum sinum i brekkunni og Hressingar- skálanum. Þá stóö til aö reisa þarna opinberar byggingar. Or þvi varö þó aldrei, eins og allir vita. Þó mætti e.t.v. segja aö húsin I Ingólfsbrekku, Torfan, séu samt orðnar opinberar byggingar aö einhverju leyti, þvi þær eru á vissan hátt eign allra Reykvikinga, sem nú veröa æ kátari yfir þvi aö húsin skuli standa þarna enn þann dag i dag. Afmælisbarn næstu viku segjum viö vera Thor Vilhjálmsson, en hann á af mæli á miðviku- daginn, þ. 12. ágúst: Siguröur! Þú gleymdir aur unum! fara i hana. Eftir á aö hyggja, pokakriliö geröi þá heilmikið gagn: gaf tækifæri til þess aö rifja hér upp þessa helgarferð meö fólkinu úr Mýrdalnum, sem heldur viö og styrkir ættarbönd- in meö svo ágætum hætti.” ÚT UM HVIPPINN OG HVAPPINN — ÚT UM HVIPPINN OG HVAPPINN — ÚT UM HVI

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.