Vísir - 08.08.1981, Blaðsíða 24

Vísir - 08.08.1981, Blaðsíða 24
24 VtSIR Laugardagur 8. ágúst 1981 I Regnboginn: Spegilbrot (The Mirror I Crack'd) J Leikstjóri: Guy Hamilton J Höfundar handrits: Jonathan Halesog j Barry Sandler sem byggðu handritið á I skáldsögu eftir Agötu Christie | Kvikmyndatökumaður: Christopher I Callis I Tónlist: John Cameron { Aðalleikarar: Angela Lansbury, { Geraldine Chaplin, Tony Curtis, Ed- j ward Fox, Rock Hudson, Kim Novak I og Elizabeth Taylor | Ensk, árgerð 1981 Piparmey ræd- ur mordgátu Kock Hudson meft tvær stjörnur i takinu, þær Kim Novak og Elizabetu Taylor. Efnislega byggir kvikmyndin Spegilbrot á skáldsögu Agötu Christie og söguþrá&urinn er hreinasta ævintýri.. Taka kvik- myndar um ævi Mariu Skota- drottningar fer fram i ensku smáþorpi og þar eru þvi saman komin, tvær stórstjörnur, heimsfrægur leikstjóri, einka- ritari leikstjórans, óútreiknan- legur kvikmyndaframleiöandi aö ógleymdum þorpsbúum með piparjómfrúna Miss Marple i fararbroddi. Eftir komu kvikmyndafólks- ins dregur fljótt til stærri tiö- inda i þorpinu og næsta óútskýr- anlegt morö er framiö. Lög- reglumaður frá Scotland Yard er sendur til aö glima við morð- gátuna og þaö vill honum til happs aö hann er náskyldur Miss Marple sem er allra manna liklegust til aö komast til botns i rammflóknum lögreglu- málum. Miss Marple, leikin af Angelu Lansbury, situr mestan hluta myndarinnar heima hjá sér með snúinn fót. Fótarmeinið aftrar henni i engu frá þvi aö fvlgiast grannt meö gangi morömála og grafa upp ný sönnunargögn og vitni. Angela Lansbury gerir Miss Marple feykigóö skil svo aö vart sjást i kvikmyndum, aörar piparmeyj- ar skemmtilegri. Elizabeth Taylor er ekki siður kimleg en Angela Lansbury, en Taylor fer með hlutverk leik- konunnar Marinu Gregg sem hyggst krækja sér i þriöju Ósk- fevilonyndir Sólveig K. Jónsdóttir. skrifar arsverölaunin fyrir túlkun á Mariu Skotadrottningu. Setn- ingarnar sem Marinu Gregg eru lagðar i munn eru oft mein- fyndnar einkum þegar hún deil- ir á Lolu Brewster (Kim Nov- ak). Novak er á hinn bóginn i hræðilega þunnu hlutverki og bætir gráu ofan á svart meö grófum ofleik. Aörir i stjörnu- fansi „Spegilbrots” eru i hlut- verkum sinum hvorki eins áber- andi góöir né lélegir og leikkon- urnar sem nefndar hafa veriö. Skemmtilegar leikkonur og skondiö handrit kvikmyndar- innar ..Spegilbrot” gera það að verkum að myndin má kallast þægilegasta afþreying. Aörir glæpasagnahöfundar kunna að vera vinsælli en Agata Christie um þessar mundir en engu að siöur stendur hún ævinlega meðal þeirra fremstu. Aðstand- endum ..Spegilbrots” hefur nýst vel frásögn Agöthu heitinnar og þvi óhætt að mæla meö „Spegil- broti”. — SKJ ....óhemjumiklu lofi hefur verið hlaðiö á kvikmyndina Apoca- lypse Now. Nú fer sýningum á myndinni aö fækka i Tónabiói svo ef einhver á enn eftir aö dæma sjálfur fyrir sig um ágæti hennar er rétt aö draga bióferö- ina ekki úr hömlu. Myndin fjall- ar um hörmungarnar i Viet Nam á meöan Bandarikjamenn áttu striösmenn sina þar og þykir gefa nýja mynd af striös- rekstrinum þar eystra.... Regn- boginn endursýnir nú myndina Punktur punktur komma strik sem kalla má mynd fyrir börn og fullorðna. Alislensk mynd um uppvaxtarár Andra Har- aldssonar....I Stjörnubiói gef- ur aö lita kvikmyndina Slunginn bílasalien hún er i gamansam- ara lagi þótt efniö, neyslu- og sölusýki vesturlandabúa, sé i rauninni háalvarlegt. Höfundar myndarinnar hafa skopskyn af harla grófritegund, en sumum Ellen Burstyn finnst nú jafnvel auðveldara að hlægja ef gamanið er aöeins meiraútiþaögráa..... Upprisan i Nýja Bióerfyrir margra hluta sakir áhugaverö mynd, en eink-' um þá aö aöalleikararnir, Sam Shepard og Ellen Burstyn, eru mikiö hæfileikafólk i sinu fagi. Efni myndarinnar er reynsla konu sem sér undarlegar sýnir, þegar hún mókir á mörkum lifs og dauöa. Efíir aö hún kemst til meövitundar aftur hefur hún öölast krafta til aö lækna bæöi lamaöa og fatlaöa .... Þýska myndin Lili Marleen er enn ein sönnunin á þvi hvers þau eru megnug, Hanna Schygulla og Rainer Werner Fassbinder. Myndir greinir frá veldi nasista, tilfinninganna og rikra gyðinga i Sviss á árum siöari heims- styrjaldarinnar. Lili Marleen er sýnd i einum af litlu sölunum i Regnboganum. hvad, hvar...? Ný aðföng í Listasafni Alþýöu Þorsteinn Jónsson, forstööumaöur Listasafns Alþýöu. hengir upp ásamt aöstoöarmanni sinum, altaristöflu Samúels Jónssonar i Selár- dal, sem Hannibal Valdimarsson færöi safninu aö gjöf nýverið. — Visismynd: ÞóG. 1 dag, laugardag, verður opnuð sýning i Listasafni Alþýöu á nýj- um aðföngum safnsins. Er hér um að ræöa 57 verk eftir 29 m ynd- listarmenn, en flest þessara verka hafa borist safninu eftir að hin nýju húsakynni þess að Grensásvegi 16voru vígö þann 7. febrúar 1980. Ragnar Jónsson hefur enn bætt við málverkagjöf sina og má þar nefna verk eftir Asgrim, Kjarval, Jón Engilberts, færeyska málarann Mikines og Hafstein Austmann. Margret Jónsdóttir hefurog færtsafninu ný verk eftir Bendikt Gunnarsson, Ninu Tryggvadóttur, Valtý Pétursson og Þorbjörgu Höskuldsdóttur. Eins hefur Alþýöubankinn fært safninu myndarlega gjöí, aöallega eftir meðlimi SÚM: Gylfa Gislason, Hrein Friöfinnsson, Jón Gunnar Arnason, Kees Visser, Kristján Guðmundsson, Magnús Pálsson, Ólaf Lárusson, Tryggva Ólafsson og Þorbjörgu Höskulds- dóttur. Arni Páll hefur gefið safninu myndrööina „Barriere” og Guömundur Armann Sigur- jónsson grafikmyndir úr atvinnu- lifinu. Ennfremur má nefna aö sýnd verður frummynd Sigurjóns ólafssonar af „Kriunni”, sem Listasafn alþýðu og ASl létu reisa á Eyrarbakka Ragnari Jónssyni til heiðurs 11. januar sl. Hannibal Valdimarsson færöi safninu mjög sérstæöa gjöf, altaristöflu Samúels Jönssonar I Selárdal og er hún nú sýnd i fyrsta sinn í safninu. I gjafabréfi segir Hannibal m.a. „Alltaf og allsstaöar var hann aö byggja og á seinni árum að mála og móta. Hann var barnsleg listamannasál, en halöi engrar menntunar notið á þvi sviði, og efnin voru jafn litil. Þessa hvort tveggja báru verk hans aö sjálf- sögöu merki. — En sköp- unarhneigð Samúels var ósigrandi. Hann lét ekki basliö smækka sig. Þegar altaristöflu, sem hann hafði málað og vildi gefa Selárdalskirkju er hún yrði 100 ára, var hafnað, færöist hann það i fang að byggja sjálfur kirkjuhús i Brautarholti, þótt efn- in væru engin nema aumur elli- styrkur. Efniö — sand og möl i kirkjuna og raunar i annaö steinhús lika, bar hann á bakinu neðan úr fjöru og vildi einskis aöstoð þiggja. Þetta hug- sjónaþrek hygg ég að lengst muni halda minningu Samúels á lofti.” Sýningin ,,Ný aöföng Listasafns alþýðu” veröur opin alla daga kl. 14.00—22.00, 8,—30. ágúst 1981. Nú fer hver aö veröa siöastur aö skella sér I Djúpiö til aö sjá sýningu Guömundar Björgvinssonar en henni lýkur miövikudaginn 12. ágúst. „Aösóknin til þessa hefur veriö vel viöunandi”, sagöi Guömundur, ,,þó ekki sé hægt aö tala um aö skapast hafi alvarlegt öngþveiti vegna örtraðar. Salan hefur hins vegar engan veginn slagaö uppi þaö sem Eirikur Smith seldi á Kjarvalsstööum, hvernig sem á þvi stendur”. Engu aö siöur hefur selst nóg til þess aö listamaöurinn ætti ekki aö þurfa aö deyja úr hungri næstu mánuöina. Sýningin er opin alla daga kl. 11-23.80.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.