Tíminn - 24.12.1969, Blaðsíða 2

Tíminn - 24.12.1969, Blaðsíða 2
TÍMINN MIÐ\' 1KTJDAGUR 24. ðesember 1969. Stuðningur við skattfrelsi heiðurslauna ASalíundur Bandalags íslenzkra listamanna var haldinn í Reykja- vík 16. nóv. siðast liðinn. Mættir voru kjörnir fulltrúar frá öllum bandalagsfélögum. Miklar umræð- ur urðu á fundinum um störf bandalagsins og málefni lista- manna almennt. Forseti B.Í.L. flutti skýrs'lu um starf stjórnax- innar á síðasta starfsári og gerði sérstaklega að umræðuefni undir- búning Listahátíðar í Reykjavik, sem fyrirhuguð er næsta vor, og bandalagið og hvert aðildarfélag um sig er þátttakandi í. Þá ræddi hann um starfslaun listamanna, sem úthlutað var í fyrsta skipti á þessu ári. Urðu langar umræður um listamannalaunin og starfs- launin og margar tillögur bornar fram í því sambandi. En sam- komulag varð um, að vísa öllum þeim tillögum, er snertu þessi mál, til stjórnarinnar til ítar- legrar yfirvegunar, og samþykkt, að stjómin skyldi boða til full- trúafundar síðar í vetur, þar sem þessi tnál yrðu tekin tii sérstakr- ar meðferðar. Þó samþykkti fund- urinn tillögu þess efuis, að beina því til rikisstjómarinnar og Al- þingis, að heiðurslaun listamanna, er Alþingi veitir, verð föst aev- laun og skerði ekki þá úthlutun- arupphæð, sem varið er til al- Snoturt desember- hefti „Yeiðimanns- ins” TK-Reykjavík, þriðjudag. Út er komið desemberhefti Veiðimannsins, málgagns stanga- veiðimanna á íslandi. Meðal efn- is í ritinu, sem er 48 lesmálssíð- ur, má nefna viðtal við Stefán Guðjohnsen, varaformann SVFR, er nefnist „Að hafa vötn til að íiska í“, Að fiska á flugu, eftir Kjartan Pétursson, skýrslur um veiðina á þessu ári í Laxá í Kjós, Miðfjarðará, Elliðaánum, Norðurá og Stóru-Laxá. Þá er grein um gæsaveiðar eftir Egil Stardal, spjallað við Guðmund Hjaltason um klak- og eldisstöð SVFR, Vatnsdalsá í Ameríku, þýdd grein, Úthafsveiðar, „Satt erða, þungur erann“, eftir Yngva Hrafn Jóns- son, Sá er hængurinn, vetrar- geymsla á veiðitækjum og margt fleira. Ritið er mjög snoturt og prýð- ir forsíðu þess bráðsnjöll mynd, gerð af Halldóri Péturssyni, sem lýsir því áhyggjuefni allra stanga- veiðimanna að svo mikil verði á- sókn í laxastofninn með nóta- veiði í sjó, að ördeyða verði í lax- veiðiánum. mennra listamannalauna og starfs styrkja, og hefur nú breytingar- tillaga um þetta efni komið fram við fjárlagafrumvarpið. Af öðrum tillögum, sem aðal- fundur bandalagsins samþykkti, skulu eftirtaldar ályktanir nefnd- ar: „Aðalfundur Bandalags ís- lenzkra listamanna ieggur ríka áherzlu á, að frumvarp að nýjum höfundalögum, sem lagt var fyrir 83. löggjafarþingið 1962—1963, verði án tafar tekið til umfjöll- unar og afgreiðslu á Alþingi. Jafn framt bendir bandalagið á nauð- syn þess, að höfð verði hiiðsjón af nýmælum í höfundarréttarmál- um, sem nú eru á dagskrá í grannlöndunum". „Aðalfundur Bandalags ís- lenzkra listamanna haldinn í R.- vík, 16. nóvember 1969, fagnar því framtaki Rithöfundasambands ís- lands að efna til almenns rit- höfundaþings, og lýsir fyllsta stuðningi við ályktanir þingsins." „Aðaifundur Bandalags ís- lenzkra listamanna lýsir fyllsta stuðningi við frumvarp Magnúsar Kjartanssonar alþingismanns um skattfrelsi heiðurslauna, sem mönnum eru veitt fyrir unnin af- rek í listum eða vísindum". „Aðalfundur Bandalags ís- lenzkra listamanna vekur athygli hins háa Alþingis á þeirri stór- kostlegu ákvörðun írskrá stjórnar valda, að listamenn, búsettir í ír- landi — hverrar þjóðar, sem eru — skuli njóta tekna af huigverk- um án skattfrádráttar. Skorar B Í.L. á Alþingi íslendinga að fara í þessu efni að dæmi íra“. Loks var þessari ályfctun beint til bandalagsstjórnarinnar: „Aðaifundur B.íi. haldinn 16. nóv. 1969 samþykkir að fara þess á leit við bandalagsstjórnina, að hún beiti sér fyrir því að mieð hverjum þeim ráðum, sem hún telur tiltæk, að hafizt verði handa um byggingu tónlistarhúss í Reykjavík hið bráðasta". Mörg fleiri mál voru rædd á að- aðfundinum, og forystumenn bandalagsfélaganna skýrðu frá starfsemi félaga sinna. Stjórn Bandalags íslenzkra lista manna skipa nú: Forseti: Hannes Kr. Daviðsson, arkitekt. Varaforseti: Magniús Á. Árnason, myndböggvarL Ritari: Ingólfur Kristjánsson, rithöfund- ur. Gjaldkeri: Edda Scheving, danskennarL Meðstjórnendur: Skúli Halldórsson, tónskáld, Guð- mundur Pálsson, leikari og Ingv- ar Jónsson fiðtoíieifcara. Heilsuvernd 6. hefti 1969 er nýkomið út. Úr efni ritsins má nefna: Samband sálar og lík- ama eftijr Jónas Kristjánsson, Jól- in og boðskapur Krists, sr. Ing- þór Indriðason, Frá heUsuhælinu í Skoldsborg. Viðtal við Pálínu R. Kjartansdóttur. Náttúrleg og tilbúin fjárefni, Björn L. Jónsson. Tólfta landsþing N.L.F.f. Uppskriftir eftir Pálínu R. Kjart ansdóttur 'Jm fitu og æðakölkun. Á víð og drcif o.m.fl. Lýðræðisleg félags- störf - ný bók eftir Hannes Jónsson, komin út Komin er út á vegum Fé- lagsmálastofnunarinnar ný bók, er nefnist LÝÐRÆÐ- ISLEG FÉLAGSSTÖRF. Er hún eftir Hannes Jónsson, fé- lagsfræðing og er áttunda bók in í bókasafni stofnunarinnar. Bókin er samtals 304 bls. að stærð, 18 kafiar, sem skipt er í þrjá htota. Fyrsti hluti nefn- ist Félagsleg grundvallaratriði og iýðræðisskipulagið: annar hluti nefnist Félög, fundir, fundarsköp og lýðræðisieg for- ystustörf: og þriðji Wutinn nefnist Mælska, rökræður og áróður. Auk þess er í bó&inni ítarleg heimildarskrá og við- bætir með dagskrám og verk- efnum fyrir 10 málfundi. í bók inni eru einnig yfir 20 skýr- ingarmyndir og teikningar. Bókin er bundin í faliegt band. Enda þótt höfundur fjalli á fræðilegan, hagnýtan og htot- lausan hátt um megrnhtota við fangsefnisins, þá tekur hann fræðilega afstöðu á rökfræði- legum og siðferðilegum grund- velli rnieð lýðræðisskipuiaginu og sýnir glögglega í máli og myndum kosti þess yfir einræð is-, herklíku- og flokksklfeu- stjórnskipuKig nútímans, en hann hefur þá sérstöðu að hafa kynnzt flokksklíkustjórnskipu- laginu í framkvæmd, er hann dvaidi 3 ár í Sovétríkjunum og ferðaðist víða í Austur- Evrópu, þar á meðal í Búlgaríu A-Þýzkalandi, Póllandi og Rú- meníu á árunum 1966—1969, eins og kemur fram í formála. Koma hér enn fram hin djöriu rökrænu og steríui siðferðilegu viðhori höfundar sem félags- fræðings, þar sem honum næg- ir ekki að benda á og lýsa viðfangsefninu eins og það sést við athugun, heldur afhjúpar hann það og tekur afstöðu til grundvallaratriða félagsskipun arinnar og hugsjóna á grund- velli gildismats byggðu á rök- rænni greiningu viðfangsefnis ins. Kemur þetta rnjög greini- lega fram í bók þessar, við meðferð hans á lýðræðisstjórin skipulaginu annars vegar en til dærnis flokksklíkuskipulagi kommúnismans hins vegar, en fræðilega afstöðu á grundvelli rökrænnar greiningar hefur hann áður tekið í nokfcrum verka sinna, þar á meðal til fjölskyldu- og hjúskaparmála í bók sinni SAMSKIP'l'I KARLS OG KONU; trúarstofn- unarinnar í köflum sínum í EFNH), ANDINN OG EI- Hannes Jónsson LÍFÐARMÁLIN, og valdasam- skipta ríkis og einstaklinga í fyrsta hluta bókarinnar KJÓSANDINN, STJÓRNMÁU. IN OG VALDH). Höfundur gerir í formála grein fyrir hinni fræðilegu af- stöðu sinni til viðfangsefmsins lýðræðisleg félagsstöri, þar sem hann segir m.a.: „Má lýðræðið verja sig? Eða felst lýðræðið í því að láta hvern sem er hafa ótakmark- að félags-, athafna-, valdbeit- ingar- og áróðursfrelsi til þess að vinna að því að kollvarpa lýðræðisstjórnskipulaginu og koma á öðru stjórnskipulagi L d. herstjómar, flokkskliku- eðá einræðisskipulagi? Bðk sú, sem hér birtist, Lýð ræðisleg félagsstörf, er rituð vegna þess, að höfundur svarar upphaflegu spurningu þessa formáia afdráttarlaust játandi og vill eitthvað gera til þess að auðvelda mönnum þessa vörn lýðræðisins. Lýðræðið bæði má og á að verja sig að hans dómi, af því að það skap- ar betri skilyrði en önnur stjórnskipulög til þess að ein- staklingurinn geti notið hinna æðstu stj órnfræðlegu gilda. En lýðræðisskipulagið sjálft, sem hugtak eða hugsjón um stjórnskipulag, getur ekki var- ið sig. Það verða borgarar lýð- ræðisríkis eða unnendur lýð- ræðisins að gera fyrir það. Til þess að geta gert það sæmilega þuria þeir fyrst og fremst að hafa þekkingu á lýðræðisskipu- laginu, félagsfléttum nútíma- marmfélags og öðrum stjórn- skipulögum, kostum þeiria og göllum. Um þetta er fjallað í fyrsta hluta þessarar bókar. í öðru lagi þurfa þeir að hafa þekkingu á lýðræðisle®- um vinnuibrögðum í fSRigian og á fundum ásamt fundar- sköpum, regtonum, sem lýð- ræðislee vinnubrögð byggjast á, svo og á félagslegum léiit- indum og skyldum og tóntr verki forystumanna féiaga. Bm þetta er fjallað í öðrum htota bókarinnar. Og í þriðja lagi þurfe þeir að kunna skil á mælskunnL rökræðum og áróðri, og þjálfa sig í að kxxma skoðunum sín- um á framfæri á opinberum vettvangi við mófcun vilja sér- félaiga og staðfélaga. Um þetta er fjallað í þriðja tóuta bók- arinnar." Lýðræðisleg félagssfcöri er eins og fyrr segir áttunda bók- in í bókasafni _ Félagsmá3a- sfcofnunarinnar. Áður eru út komnar Verkalýðurinn og þjó® félagið (1962), FjölskyWan og hjónabandið (1963), FðLags- störf ©g mælska 1963), Efníð, andinn og eilífðarmálm 1964), Fjölskylduáætlaiiir og siðfræði kynlífs (1964), Kjósandinn, stjóramálin og valdið (3965) og Samskipti karls og bonn 1965). Hefur Hannes Jónsson verið ritstjóri bókasafnsins frá uppfhafi, en sonur hans, Hjálm- ar W. Hannesson, stjórnfræð- ingur, tók við framkvsemda- stjórn Félagsmálastofnunaa> innar, eftir að hafa lokið MA. prnófi í stjómfræði við Uni- versity of North Carolina í Bandaríkjunum í september s.L Hin nýja bók Hannesar Jóns sonar, sem skrifuð er austur í Moskvu í frístundum síðari tóuta árs 1968, er myndarleg viðbót við bókasafnið og líkleg til þess að verða sígild hand- bók um lýðræðisleg félags-, funda- og forystustöri, grund- vaRaratriði sérfélaga og stjómskipun sérfélaga og rík- is. Efni bókarinnar varðar í raun og veru hvern einasta borgara lýðræðisríkis, enda þótt hún verði væntanlega kær komnust hinum mörgu ábyrgu félagsmönnum, sem þátt taka í starii og stjórn hinna marg- víslegu félaga hér á landi, eða yngri karla og kvenna, sem hyggjast þjálfa sig til slíkrar ábyrgrar þátttöku í félagsstarii. Fréttatilkynning frá orðuritara Forseti fslands liefur sæmt eft- irtalda íslendinga heiðursmerki hinnar íslenzku fálkaorðu: Önnu Stephensen, sendiráðsrit- ara, stórriddarakrossi, fyrir emb- aettisstörf. Þórhall Ásgeirsson, ráðuneytis- stjóra, stórriddarakrossi, fyrir embættisstörí. Frú Helgu Magnúsdóttur, for- mann Kvenfélagasambands fs- Magnús Gamalíelsson, útgerðar- mann, Ólafsfirði, riddarakrossi fyrir störí að útgerðarmálum. Magnús Sigurðsson, fyrrv. skóla stjóra, riddarakrossi, fyrir störí að uppeldis- og félagsmálum. Reykjavík, 5. des. 1969. Framsóknarfélag Reykjavíkur sendir félögum sínum og landsmönnum öllum, hugheilar jóla- og nýársóskir. lands, riddarakrossi, fyrir störi að félagsmálum. Ingva Ingvarsson, sendiráðu- naut, riddarakrossi, fyrir embætt- isstöri. Kristin Júlíusson, bankaútibús- stjóra, Eskifirði, riddarakrossi, fyr- ir banka- og félagsmálastöri.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.