Vísir - 24.08.1981, Síða 20

Vísir - 24.08.1981, Síða 20
20 VÍSIR Mánudagur 24. ágúst 1981 lesendur hafa oröiö Vill ein- hver stofn- un higgia leikföng? Vill einhver stofnun fá leik- föng gefins? Móðir úr Reykjavik sagðist halda að börnin sin ættu allt of mikið af leikföngum, þetta lægi út um allt og nýttist ekki, auk þess sem hana grunaði að þau hefðu ekkert gott af öllu þessu dóti. ,,Er ekki einhver stofnun, t.d. heimili fyrir vangefin börn, sem myndu taka við leikföngum gefins?” Hun vill fá að vita hvernig hún eigi að snúa sér i þvi að koma leikföngunum á góðan stað, helst myndi hún vilja fara með krökkunum sinum og leyfa þeim að gefa siður lánsömum krökk- um. Hafa allar uppeldisstofnanir nóg af leikföngum? Hvers vegna er coke ekki lengur selt? Óánægður skrifar: Ég er einn þeirra manna sem þurfaaðsnæðaámatsölustöðum i hádeginu, þar sem ég tilheyri ekki hóp rikisstarfsmanna sem geta snætt á hálfvirði i mötuneyt- um fyrirtækjanna. Eg hef orðið óþyrmilega var við það, að svo virðist vera sem úrval af gostegundum á veitingahúsum sé farið að verða þrengra. Og hvers vegna? Jú, mér sýnist Pepsi Cola fyrirtækið vera farið að standa ansi oft eitt uppi með allar vörur á matsölustöðum. Ekki get ég séð að verið sé ódýr- ara. Siður en svo. Á útsöluverði i sölubúðum kostar litil flaska af kóki, þ.e. innihaldið 2.15 en af Papsi 2.45 kr. stærri flöskurnar af Coke kosta 290 kr. en af Pepsi 3.40. En hvers vegna er það þá orðið þannig hérna i Reykjavik að mat- sölustaðir eru margir hverjir aðeins farnir að selja Pepsi, og hættirað selja Kók? Persónulega þykir mér Kókið mikið betra, en eflaust eru skiptar skoðanir um "RC. O \L - K; ' h m bxm 1r.í fiR och bqr \ fmsm- ftlu :m om w skuu-c mM (tV\Q» P(t ISLR’Öfe.Sfl fcft qo(t: mó^UGT. ðoppte m gör w. Bréfift. Bréfavinur i Finni. Óánægfturbréfritari vill ráfta sjálfur hvort hann drekkur kók eöa pepsi. það. Ég veit svo sem af þvi striði sem Pepsi hefur við Kók, en ég hélt að i „frjálsu landi", þar sem frelsi á að rikja i viðskiptaháttum og samkeppni, ætti striðið að koma fram i verði vörunnar en ekki þvi hvort hægt sé að bola Ofært hjá sjónvarpinu að loka í mánuð Elisabet Jónsdóttir hringdi: Ég tekheils hugar undir það sem ÞS sagði i lesendabréfi miðviku- daginn 19. ágúst. Það er fyrir neöan allar hellur að sjónvarpið skuli hafa lokað i heilan mánuð og rúmlega það og jafnvel enn verra að þurfa að borga afnotagjald fyrir þann tima. Sjónvarpiðer afþreying fyrir öryrkja oggamalt fólk, af þvi hef ég persónulega reynslu og ég tek alveg undir með ÞS. Svo þakka ég ykkur fyrir ágætis blað. Ég er nýr áskrifandi og finnst þetta ágætt hjá ykkur. Fínar og fágað- ar Mjómplötur öðrum aðilanum út af markaðn- um, með þvi að fá verslunareig- endur til þess að selja ekki hina vöruna, sem þó virðist vera á hagstæðara verði. Ég er hlynntur frjálsri sam- keppni, en hún er orðin vafasöm þegar að verðsamkeppni er orðin aukaatriði, og ég er hættur að fá kókið mitt á matsölustöðum, þótt ég vildi fá það frekar, þó það væri helmingi dýrara. Forseta Islands berast mörg erindi, og sjálfsagt mismunandi skemmtileg. Nýlega barst forset- anum bréf frá ungri finnskri stúlku, sem biður um aðstoð við að komast i bréfasamband við Islendinga. Hún skrifar ekki i neinum yfirdrifnum formlegheit- um, þvertá móti.En hún kvartar undan að fyrri tilraunir hennar til að komast i bréfasamband hér hafi ekki tekist. En hér kemur bréfið lauslega þýtt. Hún skrifar á sænsku. Halló frd forseti. Ég er stúlka, sem er 12 ára og á heima i Finnlandi. Nú er ég að velta fyrir mér hvort þú munir geta útvegað mér bréfavini á Islandi, hið bráðasta. Ég vona að þú gerir það. Utanáskriftin til min er: Pia María Lillvik Storgatan 11 SF-68600 Jakobstad, Finnland. PS. Ég hef tvisvar reynt að kom- ast i bréfasamband við íslend- inga, en það hefur enn ekki tek- ist. ” Og nú er bara fyrir islenska unglinga að taka til hendinni og skrifa til Finnlands, þvi ekki lát- um við spyrjast að forsetinn okk- ar geti ekki útvegað eitt bréfa- samband. G.H. hringdi: Mig langar til aö koma á fram- færi þökkum fyrir þá frábæru þjónustu, sem ég fékk hjá fyrir- tækinu Hljdmplötuhreinsunin. Um daginn fór ég með 46 plötur og bað um aö fá þær hreinsaðar. Ég fékk þær til baka daginn eftir alveg glampandi hreinar. Það er mikill munur að hlusta á þær. Ég vildi bara geta þessa, því að mér finnst mikið oftar talað um það sem miður fer, heldur en það sem gott er. Fluglelðir borga hlulhöfum arð með riKlsslyrk Áhugamaður um flug hringdi: „Flugleiðir eru enn einu sinni komnir i brennidepil og nú á að fá aftur þriggja milljóna dollara styrk frá íslenskum skattborgur- um. Og i hvaða fara þessir pen- ingar? Jú, hluti þeirra fer i að borga hluthöfum i Flugleiðum arð, sem nú er greiddur út i fyrsta skiptið i langan tima. Furðulegt er að félag, sem rekið er með bullandi tapi skuli sjá sér fært að borga út arð af rekstri þess og að nota tfl þess rfkisstyrk er siðferði- lega út i hött. Ég er i sjálfu sér ekki á mótiþvi að hlaupa undir bagga með Flug- leiðum þvi svo mikið er i húfi að við myndum aldrei biða þess bæt- Vift munum aldrei bifta þess bætur ef Fiugleiftir leggur upp laupana, segir áhugamaöur um flug. ur ef félagið legði upp laupana. En mér finnst útborgun arðsins vera reginskyssa forráðamanna félagsins og helst til þess fallin að fá almenning í landinu upp á móti féiaginu.”

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.