Morgunblaðið - 16.04.2004, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 16.04.2004, Blaðsíða 55
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 2004 55 ÞORBJÖRN Atli Sveins- son, knattspyrnumaður, gekk í gær til liðs við Fylki og gerði 3ja ára samning við Árbæj- arliðið. Þorbjörn var samningsbundinn Fram en var leystur undan samningi við Safamýr- arliðið í gær. Þorbjörn er 26 ára gamall sóknar- maður sem leikið hefur með Fram frá unga aldri en var um tíma á mála hjá Bröndby í Dan- mörku. Þorbjörn gerði 3ja ára samning við Bröndby árið 1998 en alvarleg hnémeiðsli urðu til þess að hann sneri heim úr vistinni árið 2000. Þorbjörn lék 106 leiki og skor- aði 28 mörk fyrir Fram í efstu deild. Undanfarin ár hafa meiðsli og veik- indi sett verulegt strik í reikninginn hjá Þorbirni en hann stundar nám í Danmörku og hefur æft með Vejle undanfarnar vikur. Þorbjörn leikur fyrsta leik sinn fyrir Fylki gegn Þór í deilda- bikarnum á fimmtudag en honum er ætlað að fylla skarð Hauks Inga Guðnasonar sem verður ekkert með í sumar vegna kross- bandaslits. Auk Þorbjörns hefur Fylkir fengið Björgólf Takefusa frá Þrótti, Guðna R. Helgason frá Val og Ólaf Stígsson frá Molde. Þorbjörn Atli Sveinson til liðs við Fylki  ÚRVALSDEILDARLIÐ Keflavík- ur í knattspyrnu fer til Danmerkur á sunnudaginn. Keflvíkingar leika þar tvo leiki, gegn 1. deildarliði Brönshöj og 2. deildarliði Holbæk. Guðmund- ur Steinarsson, sem nú er kominn á ný til Keflavíkur, lék með Brönshöj á síðasta ári.  RAGNAR Ingi Sigurðsson og Guðrún Jóhannsdóttir skylminga- menn taka þátt í úrtökumót fyrir evrópskt skylmingafólk, um sæti á Ólymíuleikana í Aþenu í Gent í Belg- íu næsta laugardag. Keppt verður um þrjú laus sæti í kvennaflokki og tvö í karlaflokki.  SAMTÖK enskra atvinnuknatt- spyrnumanna hafa gefið út lista yfir þá leikmenn sem koma til greina sem leikmaður ársins og besti ungi leikmaðurinn þegar krýning fer fram 25. apríl. Steven Gerrard, Liv- erpool, Thierry Henry, Arsenal, Frank Lampard, Chelsea, Jay-Jay Okocha, Bolton, Alan Shearer, Newcastle, og Patrick Vieira, Ars- enal, eru á listanum, sem hefur að geyma leikmann ársins og á listan- um yfir ungu leikmennina eru Glen Johnson, Chelsea, Scott Parker, Chelsea, Shaun Wright-Phillips, Man. City, Wayne Rooney, Everton, John Terry, Chelsea, og Kolo Toure, Arsenal.  CHRIS Kirkland markvörður leik- ur ekki meira með Liverpool á þessu keppnistímabili. Kirkland úlnliðs- brotnaði fyrir nokkrum vikum en Gerard Houllier, knattspyrnustjóri félagsins, staðfesti í gær að hann yrði ekki meira með. Houllier sagði enn fremur að Kirkland yrði ekki búinn að ná sér í tæka tíð til að kom- ast með enska landsliðinu í úrslita- keppni EM í Portúgal.  GIOVANNI van Bronckhorst seg- ir sig ekki langa til þess að snúa til Arsenal á ný í sumar þegar leigu- samningur hans hjá Barcelona renn- ur út. Van Bronckhorst líkar lífið vel í Barcelona auk þess sem honum hefur gengið flest í haginn hjá spænska stórliðinu. Hann segist vonast til að samkomulag um nýjan samning náist á milli Arsenal og Barcelona þannig að hann geti verið í herbúðum liðsins á næsta vetri.  KEVIN Garnett, miðherji Minne- sota Timberwolves í NBA-deildinni, náði að skora meira en 10 stig og taka 10 fráköst í 71 leik í deildar- keppninni sem lauk á miðvikudag. Garnett tók 9 fráköst í síðasta leikn- um gegn Memphis Grizzlies og var þar með einum leik frá því að jafna við met Hakeem Olajuwon sem gerði slíkt hið sama í 72 leikjum keppnistímabilið 1992–1993, sem leikmaður Houston Rockets.  TIMBERWOLVES náði besta ár- angri allra liða í vesturdeildinni en hefur aldrei náð að komast í gegnum fyrstu umferð úrslitakeppninnar. FÓLKBIKARMEISTARAR Skaga-manna mæta þýska 1. deildar liðinu Bochum í æfingaleik sumardaginn fyrsta, 22. apríl. Skagamenn fara í æfingaferð til Þýskalands í næstu viku og dvelja í nágrenni Bochum. Þórður Guðjónsson, landsliðs- maður frá Akranesi og leik- maður Bochum, hafði milli- göngu um að koma leiknum á. Í viðtali á vef Bochum segir Þórður meðal annars að hann og fjölskylda sín bíði spennt eftir heimsókn Skagamanna og þau hafi boðið öllu liðinu í grillveislu heim til sín að leik loknum. Bochum er í fimmta sæti þýsku 1. deildarinnar og hefur aldrei átt betra gengi að fagna í þýsku knattspyrnunni en á þessu keppnistímabili, og liðið á mikla möguleika á að tryggja sér Evrópusæti. Samkvæmt venju léku ÍR-ingar 3/2/1-vörn sína af mikilli festu þar sem Júlíus Jónasson, þjálfari og leik- maður liðsins, batt hlutina saman í hjarta varnarinnar. Einar Hólmgeirsson og Ingimundur Ingi- mundarson sáu um að stöðva skytt- urnar og Fannar Örn Þorbjörnsson lét leikstjórnanda heimamanna og fyrrverandi félaga sinn úr ÍR, Krist- in Björgúlfsson, hafa mikið fyrir hlutunum. Þorleifur Björnsson, ung skytta úr liði Gróttu/KR, fann nokkrar smugur á vörninni í fyrri hálfleik og skoraði þrjú fyrstu mörk liðsins. Byrjunin lofaði góðu hjá heimamönnum og munurinn var 1–3 mörk þar til að staðan var 10:11, ÍR-ingum í vil, og aðeins um fimm mínútur eftir af fyrri hálfleik. Leikur heimamanna hrundi gjör- samlega á lokakafla fyrri hálfleiks þar sem þeir köstuðu boltanum frá sér hvað eftir annað, auk þess sem Ólafur Gíslason, markvörður ÍR, sá við þeim í þrígang á þessum kafla. ÍR-ingar þökkuðu fyrir sig og skor- uðu fimm mörk gegn tveimur. ina í lagi,“ sagði Ágúst en hann á eitt ár eftir af samningi sínum við félagið. „Það ríkir nokkur óvissa um framtíð samstarfs Gróttu og KR. Vinnuum- hverfið er því ekki upp á það besta en það er engin uppgjöf í okkur og við munum mæta sterkari til leiks á næstu leiktíð.“ Kristinn Björgúlfsson var sá eini sem sýndi sitt rétta andlit í liði Gróttu/KR í gær, en hann skoraði alls 12 mörk í leiknum, úr alls kyns færum. Það var annars fátt um fína drætti hjá heimamönnum, Þorleifur átti fína spretti en leikmenn á borð við Daða Hafþórsson og Pál Þórólfs- son eiga að geta gert miklu betur í leikjum sem þessum þar sem reynsl- an vegur þyngst. Í liði ÍR var hvergi veikan hlekk að finna. Ingimundur Ingimundarson, Hannes Jón Jónsson og Bjarni Fritz- son báru sóknarleik liðsins uppi þar sem Einar Hólmgeirsson var tekinn úr umferð megnið af leiknum. Ingimundur átti frábæran leik, í sókn sem vörn, og mátti sjá á lát- bragði hans að hann ætlaði sér að ljúka við verkefnið í tveimur leikjum. Fannar Örn og Júlíus létu mikið að sér kveða í vörninni og er þáttur Fannars oft á tíðum vanmetinn, en hann er afar ósérhlífinn og vinnur vel fyrir félaga sína á línunni í sókninni. „Svöruðum Viggó með réttum hætti“ „Ég tel að ekkert lið geti stöðvað okkur þegar við leikum vörnina með þessum hætti og eftir þennan leik er ég ekki í vafa um að við getum farið alla leið í þetta sinn,“ sagði Ingimundur Ingimundarson, leik- maður ÍR, sem tapaði í úrslitum fyrir Haukum í fyrra. „Við ætlum að gera betur en í fyrra og það er markmiðið sem við vinnum að.“ Ingimundur bætti því við að um- mæli Viggós Viggóssonar, fyrrver- andi þjálfara Hauka, hefðu kveikt í mönnum fyrir síðari leikinn gegn Gróttu/KR. „Viggó segir í viðtali í handboltablaði sem kom út í gær að við séum vonbrigði vetrarins. Hann er kannski bara sár yfir því að vera ekki að þjálfa okkur en þetta kryddar bara úrslitakeppnina að menn skipt- ist á skoðunum og það er okkar að svara því inni á vellinum,“ sagði Ingi- mundur og bætti því við að honum væri alveg sama hvort ÍR fengi Val eða FH í undanúrslitum. Í upphafi síðari hálfleiks varð lítil breyting á leik heimamanna og gáfu ÍR-ingar ekkert færi á sér. Þeir skor- uðu 18 mörk gegn 15 í síðari hálfleik og átta marka sigur liðsins, 35:27, var síst of stór þegar á heildina er litið. Vandamál Gróttu/KR í þessari rimmu var slakur varnarleikur og í kjölfarið náðu markverðir liðsins sér ekki á strik. ÍR-ingar náðu ávallt að finna leiðir að markinu og í nútíma handknattleik er nánast vonlaust að ætla sér stóra hluti með brothætta vörn og slaka markvörslu. „Vörnin var slök“ Ágúst Jóhannsson, þjálfari Gróttu/ KR, sagði eftir leikinn að liðið hefði leikið tvo slökustu leiki sína í vetur í úrslitakeppninni og við því væru fá svör. „Ég óska ÍR-ingum til ham- ingju með sigurinn og óska þeim alls hins besta. Við lékum hreinlega ekki nógu vel í þessum leikjum og styrk- leiki okkar frá því í vetur, vörnin, var ekki til staðar. Það er ekki létt að finna út á þessari stundu hvað það var sem brást en við munum setjast yfir það og finna út úr því. Að mínu mati var sóknarleikur okkar í lagi en það dugir ekki til að hafa ekki vörn- Morgunblaðið/Árni Sæberg Kristinn Björgúlfsson skoraði 12 mörk fyrir Gróttu/KR gegn fyrrverandi félögum sínum í ÍR á Nes- inu í gær. Hér reynir hann að brjóta sér leið framhjá Bjarna Fritzsyni. „Við ætlum alla leið“ HÁLFTÍMA áður en annar leikur Gróttu/KR og ÍR í átta liða úrslitum Íslandsmótsins í handknattleik karla hófst á Seltjarnarnesi í gær stóðu gestirnir saman í hring og öskruðu hver í kapp við annan. Það var ekki laust við að ruðningslið Nýja-Sjálands kæmi upp í hugann, þvílík var samheldnin, og gaf upphitun liðsins til kynna hvað var í vændum. ÍR-ingar náðu yfirhöndinni í upphafi leiks, litu aldrei um öxl og sáu til þess að einvígi liðanna er lokið, 2:0, en ÍR-liðið leikur til undanúrslita gegn sigurliðinu úr viðureign Vals og FH. Grótta/KR getur farið að einbeita sér að næstu leiktíð. Gestirnir voru 17:12 yfir í hálfleik, lokatölur 35:27. Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar Skagamenn mæta Bochum Þorbjörn Atli    /:&;) ':/*(!%;) % # *<<=> *< ;%/ -/ -)$ F+ &  ? B B C 7 9 7 D B 48 9 @ 9 F+ &  ?   7 5   4 @9 @E @A 5= 5= >>& P  23 P  4 B9 AA AC %))          !  
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.