Morgunblaðið - 16.04.2004, Síða 60

Morgunblaðið - 16.04.2004, Síða 60
60 FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ KRINGLAN Sýnd kl. 4, 5.45, 8 og 10.15. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 6, 8 og 10.45. B.i.12 ára AKUREYRI Sýnd kl. 8. Viggo Mortensen í magnaðri ævintýramynd byggð á sannri sögu! Enginn trúir því að hann muni lifa af þetta villta og seiðandi ferðalag. i i í i lif f ill i i f l . ÁLFABAKKI Sýnd kl. 3.30, 5.45, 8 og 10.15. EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 4, 8 OG 10.45. Það vilja allir vera hún, en hún vil vera „frjáls“ eins og allir aðrir. Sprenghlægileg rómantísk gamanmynd um forsetadóttur í ævintýraleit! FRUMSÝNINGHann mun gera allt til að verða þú! Hágæða spennutryllir með Angelinu Jolie, Ethan Hawke og Kiefer Sutherland í aðalhlutverki. t lli li li , t i f t l í l l t i. Sýnd kl. 8 og 10.15. B.i. 16. Sýnd kl. 10. B.i. 16. Kl. 5.40 og 8. Enginn trúir því að hann muni lifa af þetta villta og seiðandi ferðalag. Viggo Mortensen í magnaðri ævintýramynd byggð á sannri sögu! Sýnd kl. 5.30, 8.15 og 10. B.i. 12 ára. „Stórkostlegt kvikmyndaverk“ HL. MBL  SV. MBL Sýnd kl. 6. Með ísl taliSýnd kl. 8. Sýnd kl. 6 og 8. VG. DV  ÓHT Rás 2 Sýnd kl. 6 og 10. Ævintýrahópurinn Ráðgáta hf er mætt aftur til að leysa hin undarlegustu mál eins og þeim einum er lagið! ÚTVARPSSTÖÐIN X-ið 977 held- ur svokallaða „Jack Live“ tónleika í kvöld á Gauki á Stöng. Fram koma sveitirnar Mammút, Úlpa og Maus. Mammút eru nýbakaðir sig- urvegarar Músíktilrauna og ef- laust margir sem bíða spenntir eftir að heyra í þeim. Úlpa vinnur hörðum höndum að gerð annarrar breiðskífu sinnar um þessar mund- ir og er sveitin nýkomin úr tón- leikaferð sem farin var um Dan- mörku. Hin siglda sveit Maus ætlar svo að bjóða tónleikagestum upp á nokkur ný lög í bland við efni af síðustu plötu þeirra, Musick. Í burðarliðnum er svo tvöföld safn- plata með Mausi og kemur hún út í haust. Birgir Örn Steinarsson, Biggi Maus, upplýsti blaðamann um það verkefni, sem er giska viðamikið. Tvöföld plata Ástæður þess að Mausverjar ráðast í gerð safnplötu þetta árið eru margvíslegar. Þegar Maus sagði upp samningi við Skífuna á sínum tíma fólst í þeim „starfs- lokum“ réttur til að gefa út safn- plötu. Birgir segir Maus jafnframt standa á tímamótum að mörgu leyti í ár og t.d. séu tíu ár liðin frá því að þeir félagar gáfu út fyrstu plötuna sína. Hún hefur verið ófá- anleg um árabil og ætti safnplatan að bæta þar úr skák að einhverju leyti. „Það hefur líka myndast athygl- isvert kynslóðabil í hlustendahóp Maus,“ segir Birgir. „Ég man að þegar við vorum að taka lög sem prýddu þriðju og fjórðu plötuna þá fyrtist fólk við og vildi heyra gömlu lögin. En þegar við tökum gömul lög í dag verður fólk hvumsa og vill heyra nýrri lög! Það eru ákveðin tímamót að verða í sögu Mauss og það er ágætt að gera upp síðustu tíu árin núna.“ Platan verður tvöföld og einkar vegleg að innihaldi. Tvö ný lög verða á plötunni, meðal annars lagið „Liquid Substance“ sem er endurgerð á laginu „Replacing My Bones“ sem er að finna á Musick. Birgir segir að þeir hafi unnið lagið með Delphi og hafi það tekið svo miklum stakkaskiptum að í raun sé um að ræða nýtt lag – enda hafi það verið skýrt upp á nýtt. Lagið fer í spilun á útvarps- stöðvum eftir um mánuð. Á plötunni verða líka lög sem hafa ekki verið á breiðskífum Mauss eins og t.a.m. „Skjár“, „Nánast ólöglegt“ og „(Inn í) krist- alnótt“. „Síðari diskurinn verður hins vegar stútfullur af áður óútgefnu efni,“ staðhæfir Birgir. „Þar verða t.d. endurhljóðblandanir frá gus- gus, Dáðadrengjum, Quarashi og fleirum. Einnig verða þarna tón- leikaupptökur og lög sem einfald- lega pössuðu ekki á plöturnar okkar á sínum tíma og hafa aldrei litið dagsins ljós.“ Mikið Maus Birgir segir að Maus séu einnig byrjaðir að semja á nýja plötu. Stefnt sé að því að þeir verði komnir langleiðina með hana í haust og hún yrði þá gefin út á næsta ári. „Við höfum oft látið okkur hverfa á milli platna,“ segir Birgir að lokum. „En við ætlum ekki að gera það núna. Við ætlum að vera iðnir við kolann næstu misserin.“ Maus, Úlpa og Mammút spila á Gauknum í kvöld Maus með safnplötu í haust Morgunblaðið/Árni Sæberg Fyrsta plata Maus, Allar kenningar heimsins ... og ögn meira, kom út árið 1994. Væntanleg safnplata í haust mun því marka tíu ára útgáfuafmæli sveitarinnar. Húsið opnað kl. 22.00. Að- gangseyrir er 800 kr. GÓÐAR líkur eru nú á því að hægt verði að bjóða upp á aukatónleika með DEEP PURPLE en uppselt varð á tónleika sveitarinnar í Höllinni 24. júní á skotstundu. Að sögn tónleika- haldara hjá Concert ehf. er svars jafnvel að vænta í dag eða um helgina. „Salan á fyrri tónleikanna kom okkar algjörlega í opna skjöldu og við erum búin að stija hér sveitt í því að koma á aukatónleikum. Það er mikið haft samband við okkur hingað en við höfum ekki getað staðfest neitt en vonandi liggur þetta fyrir seinni partinn í dag,“ segir Einar Bárð- arson tónleikahaldari og bætir við að þeir sem vilji tryggja sér miða á aukatónleikana ef af þeim verði geti sent póst á concert@concert.is … TV ON THE RADIO, hin umtalaða New York-sveit, hefur gert samning við breska fyrirtækið 4AD og mun það gefa út nýjustu plötu þeirra, Desperate Youths, Blood Thirsty Babes, í Evrópu. Sveitin er hins veg- ar á mála hjá Touch & Go í Banda- ríkjunum sem fyrr … ANDRE 3000, annar helmingur Out- Kast, segir í nýlegu viðtali við Rolling Stone að hann og félagi hans Big Boi ætli að halda sam- starfinu áfram. Nýjasta plata þeirra félaga er hin tvöfalda Speaker- boxx/The Love Below og þótti sum- um framlag Andre (The Love Below) skara það mikið fram úr plötu Big Boi að sólóferill væri svo gott sem óhjá- kvæmilegur. „Ef við værum ekki að gera tónlist saman veit ég ekki hvort við værum enn vinir. Í fullkomnum heimi væri þetta síðasta Outkast- platan,“ sagði Andre. „Það verða tvær Outkast-plötur til viðbótar en eftir það, veit ég ekki. Ég mun líkega aldrei toppa „Hey Ya!“ eða Outkast. En hver veit. Paul McCartney og John Lennon gerðu aldrei neitt í lík- ingu við Bítlana er þeir hættu en gerðu þó svala hluti sitt í hvoru lagi … WILLIE NELSON er með djassplötu í burðarliðnum. Heitir hún Nacogdoc- hes og var tekin upp fyrir fimm ár- um. Hún verður einungis í boði á Netinu enda „hefur líklega engin út- gáfa áhuga á að gefa þetta út,“ eins og Nelson sjálfur segir. Hægt verður að nálgast plöt- una í gegnum willienelson.com en reyndar líka á veitingastöðunum Tex- as Roadhouse sem styrkja Nelson á yfirstandandi tónleikaferðalagi … „WEIRD AL“ YANKOVIC missti for- eldra sína fyrir stuttu. Foreldrar grínarans fundust látnir á heimili sínu á föstudag og höfðu látist úr kol- efniseitrun. Þau voru á níræðisaldri. Yankovic hefur ekki gefið út neina yf- irlýsingu en helgaði uppistand sitt, sem fram fór í Mankato í Minnesota á laugardaginn, foreldrum sínum … POPPkorn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.